Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 8
8 | 22.8.2004 Þetta holt, Skólavörðuholt, vildu menn einu sinni gera að nokkurs konarAkrópólís Reykjavíkurborgar,“ kallar Birna Þórðardóttir upp í strekking-inn sem feykir hettum og hári á ferðamönnum, einn ágætan föstudags- morgun. Á stéttinni framan við Hallgrímskirkju er rútufylli túrista með myndavélar, en hjá Birnu standa aðeins tveir einstaklingar, rólegir en mjög áhugasamir á svip. „Mönnum datt til dæmis í hug að byggja hérna háskóla, á þriðja áratugnum, en féllu frá því. Og finnið þið rokið? Börn hafa tekist á loft hér bakvið kirkjuna, mér finnst ég hafa horft á eftir þeim – og þó – það er sjaldan auglýst eftir burtflognum börn- um. Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna, þá látið mig bara vita,“ segir Birna og heldur af stað með gestina sér við hlið. Síðustu misseri hefur hún rekið fyrirtækið Menningarfylgd Birnu og fer með smáa og stóra hópa íslenskra og erlendra gesta um miðbæinn. Fótgangandi. Sumar ferðirnar eru sérpantaðar eftir áhugasviði fólksins, hvort sem það er matargerðarlist, menning- arsaga eða myndlist, en stundum – eins og í dag – ræður hún ferð- inni. „Ég ætlaði að fara hringinn, en ferðaskrifstofan mín úti gerði mistök þannig að ég fer bara í dagsferðir út frá Reykjavík. Og ég nýt þess út í æsar,“ segir brosandi Pat Cass, sem kemur alla leið frá Kengúrueyju suður af Ástralíu, þar sem hún ræktar sauðfé og selur ullina til Kína. Þegar Birna stiklar á stóru í sögu Reykjavíkur, og bendir á hvað borgin er ung, kemur í ljós að Kengúrueyja fannst ekki fyrr en snemma á 19. öld, rétt um það leyti sem aðeins 500 íbúar voru í Reykjavík. Þannig slær sögunum saman. „Þá var miðbærinn ekki miðbær, heldur eiginlega mið-þorp,“ segir Birna og bendir niður Skólavörðustíginn. Bætir því við að margir versl- unarmenn búi á efri hæðum gallería og verslana. „Þetta væri óhugsandi í London, að búa fyrir ofan búðina sína, fasteignaverðið er svo svimandi,“ segir Narius Aga, stjórnmálafræðingur frá London, sem er hinn „farþeginn“. Það þarf ekki marga til þess að búa til ævintýri á gönguför og nú er haldið niður eftir „Heiðna hverfinu“. Hlöður verða listhús „Hér eru göturnar nefndar eftir norrænu goðunum, sem sumir blóta ennþá,“ segir Birna og greinir frá kristnitökunni árið 1000. Narius spyr hvort norrænu goðin séu kennd við náttúruöflin og hefur nokkuð til síns máls. Á horni Þórsgötu er greint frá þrumuguðinum Þór, en einhverra hluta vegna, segir Birna, er „oft talið að hinir sterku stígi ekki beinlínis í vitið. Ég veit ekki hvaðan sú mýta er sprottin“. „Áreið- anlega út frá Arnold Schwartzenegger,“ gellur þá í Nariusi. Birna stansar við Loka- stíg og segir sögur af óberminu Loka, aðrar af Braga og einnig af Baldri. „Baldur var góði gæinn. Hann var ljós yfirlitum – ljóshært fólk á vanda til að vera mjög vingjarn- legt,“ segir hún kímin og strýkur lokk frá andlitinu við hlátrasköll. Bendir á að sum húsin við götu ástargyðjunnar Freyju séu kannski ekki beinlínis elskuleg að sjá, „en maður veit auðvitað aldrei hvað er á seyði innan dyra“. Gestirnir kinka kolli sposkir og hlýða á fræðandi lýsingar á arkitektúr og uppbyggingu, hvernig byggt var við skúra og húsum lyft fram eftir 20. öldinni eftir því sem fjölskyldur stækkuðu, hvern- ig hlöður og hesthús breyttust í gallerí og vinnustofur listamanna. Ummerkin eru víða greinileg og litadýrðin heillar. „Eftir þessari götu, sem kennd er við sjávargoðið Njörð, voru kýr reknar á 6. áratugnum. Þannig að þið sjáið hvað stutt er í sveitaræt- urnar í Reykjavík.“ Freyjugatan ofanverð er sundurgrafin og gestirnir skáskjóta sér á milli vinnuvéla. Birna gefur yfirlit um feril Einars Jónssonar í garðinum við Hnitbjörg og bendir of- an í grasið. „Það er fleira ósýnilegt en álfarnir, sum verka myndhöggvarans eru nefnilega grafin í garðinum.“ Og Pat og Narius giska á að Einar hafi aldrei eldað sjálfur, úr því hann hafði eldhúsið í kjallaranum. Uxar á Austurvelli Þannig heldur Birna áfram að rekja staðreyndir og sögusagnir, samhengi og smá- atriði sem ekki endilega er hægt að lesa um í ferðabæklingum og ekki einu sinni allir innfæddir hafa á hraðbergi. Litið er á höggmynd Páls á Húsafelli af Björk í bakgarði Ófeigs gullsmiðs, sem ásamt konu sinni tekur hlýlega á móti gestunum, þá er Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg skoðað út frá ólgandi arkitektúr og rifjað upp að moskusuxum var beitt á Austurvöll árið 1929. „Við förum um eins og kötturinn. Hann gengur sjaldnast eftir aðalgötum, hann veit hvar besti fiskurinn er og þykkasti rjóminn,“ segir Birna. Þess vegna er menningarfylgdin ekki síður fyrir forvitna, ís- lenska gesti. Og víða er skyggnst í skúmaskot og bakgarða sem fæstum dytti í hug að væru frásagnarverðir. Válastígur er ágætt dæmi, ekki beinlínis fjölfarið sund og að því snúa heldur engir inngangar íbúðarhúsa. „Þannig að ef einhver spyr hvar þú býrð, og þú vilt ekki gefa það upp – þá segistu búa við Válastíg 7,“ útskýrir Birna og erlendu gestirnir botna kátir: „And they’ll never find you.“ sith@mbl.is ÞÁ SEGISTU BÚA VIÐ VÁLASTÍG 7 Kötturinn Birna finnur besta fiskinn og þykkasta rjómann úr alfaraleið í miðborginni L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Birna útskýrir fyrir Nariusi og Pat minnismerkið um Hallgrím Pét- ursson í höggmyndagarði Einars Jónssonar. Verkið endurspeglar arkitektúr Hallgrímskirkju, takið eftir turninum í baksýn. FERÐALÖG | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR Eftir þessari götu voru kýr reknar á 6. áratugnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.