Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 6
6 | 22.8.2004 Ég er einn þeirra sem horfa á Ólympíuleikana. Égstend mig að því að fylgjast með íþróttagrein-um sem ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á. Það spilar reyndar inn í að maður fær sjaldan, nánast aldrei, að sjá sumar þessara íþróttagreina því bolta- íþróttir virðast alltaf ganga fyrir þegar valdar eru íþrótt- ir til sýningar í sjónvarpi. Ekki það að ég vilji sjá kraft- göngu eða maraþonhlaup, fátt er nú leiðinlegra. Ein er sú íþrótt sem oftar mætti sýna í sjónvarpi og nefnist hún strandblak kvenna. Hef ég víða heyrt (karl) menn dásama þessa íþrótt og lýsa yfir sérstöku dálæti sínu á henni. Þykir það einkar skemmtilegt að kepp- endur gefi hvor öðrum merki með fingrum aftan við bak, nánar tiltekið í rasshæð og eru menn ekki á einu máli um það hvort um virkilegt leikkerfi sé að ræða eða bara látalæti. Hvort heldur það er þá gefa þessar merkjasendingar ljósmyndurum og myndatökumönn- um fullkomna afsökun fyrir því að beina linsum að stinnum bakhlutum kvennanna. Keppnin sjálf hrein- lega gleymist á meðan. Ekki er það heldur verra að klæði keppenda eru af skornum skammti. Annað er uppi á teningnum í karlaflokki. Þar eru menn í síðum bolum og stuttbuxum, kærustu minni og sjálfsagt fleiri kvensum til mikillar óánægju. Í stað þess að berja úr mér áhugann fyrir strandblaki kvenna ákvað kærastan að svara í sömu mynt. Sátum við bæði og horfðum geysispennt á 4 x 100 metra skriðsunds- keppni karla og samglöddumst suður- afrísku sveitinni sem setti heimsmet. Brosið lak þó af mér þegar sundmenn- irnir tóku að hnykla bak- og upphand- leggsvöðva og mér varð litið á kærustuna sem glotti kvikindislega hæstánægð með þessa kynþokkafullu sundgarpa. „Heyrðu, ég fer nú oft í sund,“ sagði ég svekktur. Lagði þó ekki í að skipa henni að fara að æfa strandblak. Hvað sem kynþokkanum líður má þó ekki gleyma því að þetta eru færustu íþróttamenn jarðarinnar og fagrir rassar og bakvöðvar bara bónus þrotlausrar þjálf- unar. Þrotlaus þjálfun skilar þó ekki alltaf fögrum lík- ömum. Fegurðin er afstæð og get ég því aðeins talað út frá eigin brjósti. Færni fimleikastúlkna og ótrúlegur styrkur lyftingakvenna er auðvitað það sem máli skiptir en maður kemst ekki hjá því að furða sig á því hversu geigvænleg áhrif þessi harða þjálfun getur haft á útlit fólks. Karlarnir minna einna helst á dvergvaxin ofur- menni með óeðlilega stóra vöðva. Ég hélt í fyrstu að ég væri að horfa á liðakeppni tíu ára og yngri í fimleikum þegar ég kveikti á sjónvarpinu um daginn. Minnsta fim- leikastúlkan 139 sm. á hæð með höfuð, fætur og hendur í fullorðinsstærð, svip fullorðinnar manneskju en skrokk barns, þó með íturvöxnum vöðvum. Sumar þessara smástelpna vel yfir tvítugu! Þá horfði ég á pínu- litlar konur, undir 48 kg, slengja yfir tvöfaldri þyngd sinni yfir höfuð sér, gretta sig, öskra og reka út úr sér tunguna. Hinn tyrkneski sigurvegari þeirrar keppni minnti mig á eina af stökkbreyttu unglings-ninjaskjald- bökunum sem voru vinsælt barnaefni fyrir svona tíu ár- um síðan. En hvað um það. Afrekin í Aþenu fylltu mig eldmóði og ég skellti mér í líkamsræktina, snaraði stórum lóðum á stöng og gretti mig í framan OG... fékk tak í bakið. Get nú varla beygt mig niður að klósettsetunni. Kannski eiga sumir bara að horfa á íþróttir. helgisnaer@mbl.is Ólympískir bakhlutar Helgi Snær „Heyrðu, ég fer nú oft í sund,“ sagði ég svekktur S igrún Sigurðardóttir er fædd í Reykja- vík árið 1973. Hún ólst upp í Safa- mýri og gekk í Álftamýrarskóla og Verzlunarskóla Íslands. Útskrifaðist með stúdentspróf af málabraut árið 1993. Hún lék bæði handbolta og knattspyrnu með Fram; skoraði m.a. frægt úrslitamark í meist- araflokki kvenna í fótbolta og kom liðinu upp úr 2. deild. Sigrún var ritstjóri Verzl- unarskólablaðsins 1993. Sigrún stundaði nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, en sneri sér fljótlega að sagnfræði og útskrif- aðist með BA-próf árið 1998. „Lokaritgerðin mín var einsögurannsókn sem byggðist á fjöl- skyldubréfum frá 19. öld. Ég vann síðan áframhaldandi rannsókn á persónulegum heimildum sem tengdust sömu fjölskyldu og útkoman var bókin Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur (Háskólaútgáfan 1999) í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar,“ segir hún. Sigrún og Björn Þor- steinsson, eiginmaður hennar, eiga tvær dæt- ur, Snædísi sem er fædd 1999 og Matthildi sem fæddist árið 2003. „Þegar Snædís var þriggja mánaða fluttum við til Parísar þar sem Björn var í doktorsnámi í heimspeki,“ segir Sigrún. Eftir viðburðaríkan vetur í París flutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem Sig- rún hóf framhaldsnám í menningarfræði og menningarmiðlun við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hún útskrifaðist með cand.mag.-próf núna fyrr í sumar og fjallaði lokaritgerð hennar um ljósmyndafræði og samspil ljós- mynda og tungumáls í samfélaginu. „Ljós- myndir myndskreyta ekki aðeins texta, held- ur eru þær sjálfstæður miðill sem varpar öðru sjónarhorni á veruleikann,“ segir hún. Sigrún er sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykja- víkurAkademíunni og hefur í tengslum við starf sitt þar m.a. kennt nemendum í Háskól- anum í Reykjavík, Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Endurmenntun HÍ sitthvað um menningu og menningarlestur. Sigrún vinnur nú að ýmsum verkefnum, m.a. fyrir Verzl- unarskólann og Þjóðminjasafnið. Þessa dag- ana vinnur hún í samstarfi við aðra að upp- setningu á ljósmyndasýningu sem spannar alla tuttugustu öldina og nefnist Aldarspegill. Sú sýning verður opnuð um leið og Þjóð- minjasafnið hinn 1. september. guhe@mbl.is Sigrún Sigurðardóttir LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Les tuttugustu öldina í gegnum ljósmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.