Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEFUR MÁLIÐ FRÁ SÉR Bogi Nilsson ríkissaksóknari hef- ur sagt sig frá athugun á því hvort tilefni sé til að höfða mál á grundvelli þeirra gagna sem liggja að baki þeim 32 liðum ákærunnar í Baugs- málinu sem vísað var frá dómi. Til- kynnti hann þetta með bréfi til dómsmálaráðherra sem verður að skipa nýjan saksóknara til að fjalla um málið. Tanngarður rifinn Gert er ráð fyrir að Tanngarður, aðsetur tannlæknadeildar HÍ og hluta læknadeildar, verði rifinn. Húsið er talið óhentugt og ekki mögulegt að nýta það í hinu nýja skipulagi Landspítalalóðarinnar. Varnir auknar Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur skipað aðildarríkj- unum að herða á vörnum gegn fugla- flensu en hún er nú komin upp í Tyrklandi og Rúmeníu. Talið er víst, að hún hafi borist í alifugla frá far- fuglum og er óttast, að hún skjóti upp kollinum vestar í Evrópu, í Mið- Austurlöndum og Afríku í vetur. Mörg ríki viða nú að sér lyfinu Tam- iflu en í Víetnam hefur fundist veiru- afbrigði, sem er ónæmt fyrir því. David Nabarro, sem sér um að sam- ræma aðgerðir gegn fuglaflensu og hugsanlegum faraldri í mönnum, segir í viðtali við Morgunblaðið, að Íslendingar hafi lítið að óttast á ferð- um erlendis enn sem komið er. Þá segir hann óhætt að snæða fuglakjöt svo fremi það sé vel eldað. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Úr vesturheimi 32 Fréttaskýring 8 Umræðan 33/36 Úr verinu 14 Minningar 37/41 Viðskipti 16 Kirkjustarf 42/43 Erlent 18/19 Skák 47 Minn staður 20 Myndasögur 48 Akureyri 22 Víkverji 48 Suðurnes 22 Dagbók 48 Landið 23 Velvakandi 49 Árborg 23 Staður og stund 50 Daglegt líf 24 Bíó 54/57 Ferðalög 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28/29 Staksteinar 59 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynning – Morgunblaðinu fylgir fréttabréfið Blindrasýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                         þessari áletrun þannig að erfitt geti reynst að átta sig á því í fljótu bragði hvort seðlarnir séu falsaðir eða ekki. „Það hafa í gegnum tíðina verið gefnar út alls konar dollaraútgáfur, þannig að í sjálfu sér er þetta ekki gjörsamlega út í hött,“ segir Arnar. Ekki ólöglegt að búa til seðlana Samkvæmt íslenskum lögum er ekki refsivert að búa til eftirlíkingar af peningaseðlum sem eru ekki til, EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur lagt hald á sjö- tíu milljón dollara seðla, jafnvirði 4,3 milljarða íslenskra króna, í fram- haldi af tilkynningu frá íslenskum fjármálastofnunum um að erlendir aðilar væru að bjóða slíka seðla sem tryggingu fyrir lánum. Enn fremur hefur beiðni verið send til breskra lögregluyfirvalda um að sá sem not- aði seðlana verði handtekinn en grunur leikur á að fleiri en hann einn standi að baki fölsuninni. Maðurinn hefur þó ekki verið handtekinn enn. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra- embættinu, segir að málið sé allt með ólíkindum og ekki séu dæmi um viðlíka mál hér á landi. Embættinu hafi upphaflega borist tilkynning 15. ágúst sl. frá íslenskum banka um að slíkir seðlar hefðu verið boðnir sem trygging gegn láni og í kjölfarið kom í ljós að um falsaða seðla væri að ræða. Á seðlunum er áletrunin „silv- er certificate“ og segir Arnar að árið 1928 hafi verið gefnir út í Bandaríkj- unum 100.000 dollara seðlar með en það er hins vegar ólögmætt að reyna að koma þeim í umferð. Það er hins vegar sjálfstætt brot að falsa seðla sem eru til, óháð því hvort þeir séu notaðir eða ekki. Arnar segir að ekki sé unnt að greina frá því hvar hald hafi verið lagt á seðlana eða um hvaða banka- stofnanir sé að ræða en þær hafi ekki tekið við seðlunum sem tryggingu fyrir lánum. Efnahagsbrotadeildin hafi sent beiðni til breskra lögreglu- yfirvalda um að „nálgast þann aðila sem er grunaður um þessar tilraunir til fjársvika“. Reyndi í fleiri löndum Arnar segir vitað að sams konar tilraunir til að koma fölsuðum seðl- um í umferð hafi verið gerðar í Aust- urríki, Ítalíu, Bretlandi og Þýska- landi. „Við vitum hver að minnsta kosti einn af þessum aðilum er, en það eru allar líkur á að það séu fleiri sem standa að þessu,“ segir Arnar. Hann telur að faglega hafi verið staðið að þessum fjársvikatilraun- um. Leggja hafi átt seðlana fram sem handveð, fá lán hjá íslenskum fjármálstofnunum og fjárfesta í gegnum þær í verðbréfum eða öðr- um fjárfestingum. Þá hafi maðurinn lagt fram ýmiss konar gögn til að reyna að sýna fram á trúverðugleika sinn og að seðlarnir væru ekta. Sam- kvæmt lögum um peningaþvætti beri íslenskum fjármálastofnunum að tilkynna efnahagsbrotadeildinni um grunsamleg viðskipti sem kynnu að tengjast peningaþvætti. Arnar segist reikna með því að lögreglu- yfirvöld í Bretlandi handtaki mann- inn á næstunni. Ríkislögreglustjóri lagði hald á 70 falsaða milljón dollara seðla Eftir Árna Helgason og Kristján G. Arngrímsson Morgunblaðið/Kristinn Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir hér á falsaða dollaraseðla. OLÍUFÉLÖGIN hafa undanfarna daga lækkað verð á eldsneyti, og komst um miðjan dag í gær lægst í 108,70 kr. fyrir lítra af 95 oktana bensíni og 107,10 kr. fyrir lítrann af dísilolíu á bensínstöðvum Ork- unnar, en verðið er 10 aurum hærra á lítrann hjá Ego og Atl- antsolíu. Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, segir að ástæður lækk- unarinnar undanfarna daga sé einkum lækkandi heimsmarkaðs- verð, sem verið hafi óeðlilega hátt undanfarið. Orkan hefur einnig aukið afslátt sem fá má með fyr- irfram greiddum frelsiskortum, og eru nú gefnar 3 krónur í afslátt af hverjum lítra þegar kortin eru not- uð. Gunnar vildi ekki gefa upp hversu mörg kort eru í umferð, en segir þau skipta þúsundum. Hann segir að það sé einkum fólk í yngri kantinum, sem notar sér þjónustu heimabanka, sem noti kortin, enda sé auðvelt að fylla á þau í gegnum heimabanka. Ekki fékkst heldur gefið upp hversu háa upphæð Ork- an hafi fengið undanfarið í vaxta- greiðslur af inneign korthafa, en Gunnar sagði þá tölu viðskipta- leyndarmál. Algengasta verð 108,70 Þegar verð var kannað um miðj- an dag í gær var algengasta verð á lítra af 95 oktana bensíni 108,70 kr. hjá Orkunni, 108,80 kr. hjá Atl- antsolíu og Ego, 109,70 kr. hjá ÓB, 110,20 hjá Esso, 110,60 hjá Olís og 111,10 hjá Skeljungi. Lítrinn af dísilolíu kostaði í öllum tilvikum 1,60 kr. minna en lítrinn af bensíni. Eldsneytisverð lækkar MÁR Jóhannsson, fyrr- verandi skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins, lést í gær 85 ára að aldri. Már fæddist í Reykjavík 22. júlí árið 1920. Foreldrar hans voru Guðlaug Árnadótt- ir frá Kirkjuhjáleigu í Ölfusi og Jóhann Haf- stein Jóhannsson, skrif- stofustjóri í Reykjavík. Eignuðust þau ellefu börn. Már útskrifaðist frá Verzlunar- skóla Íslands árið 1939. Að loknu námi starfaði hann um tíma sem þing- skrifari á Alþingi. Már hóf störf hjá Sjálfstæð- isflokknum haustið 1944 og starfaði þar til hinstu stundar. Már var lengst af skrifstofustjóri Sjálf- stæðisflokksins. Eiginkona hans var Helga Sigfúsdóttir en hún lést 16. nóvember árið 2003. Þau eignuð- ust einn son, Ómar, og uppeldissonur þeirra er Birgir Jóhann. Andlát MÁR JÓHANNSSON HÁTÍÐARSAMKOMA var haldin í Borgarleikhúsinu í gær í tilefni af því að Verzlunarskóli Íslands verður 100 ára á morgun, sunnudaginn 16. október. Í gærmorgun afhenti Jón Karl Ólafsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, skólanum afmælisgjöf Við- skiptaráðs í tilefni 100 ára afmælisins. Er það stytta sem ber heitið Vegferð og er gerð af listamanninum Steinunni Þórarinsdóttur. Styttunni var fundinn staður fyrir framan Verzlunarskólann og var hún afhjúpuð að viðstöddu fjölmenni. Meðal þeirra sem fluttu ávörp á hátíðarsamkomunni í Borgarleikhúsinu í gær voru Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra, Elísabet Bogadóttir, formaður Nem- endafélags Verzlunarskólans, Jón Karl Ólafsson og Sölvi Sveinsson skólastjóri. Þá voru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn heiðraðir á hátíðarsamkom- unni. Á morgun, sjálfan afmælisdaginn, verður opið hús í skólanum frá kl.13 til 17. Þar verður ýmislegt til sýnis og skemmtunar. Meðal annars verður þar sýning sem hlotið hefur heitið „Hin hliðin á starfsmönnum“. Þar munu ýmsir þeirra sem starfa við skólann sýna það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur utan starfstíma síns. Hannyrðir, bækur og ljósmyndir af ýmsum toga verða þar til sýnis, skv. upplýsingum Verzlunarskólans. Hátíðarstund og afhjúpun listaverksins Vegferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Að lokinni hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu gengu gestir yfir í skólahúsið og framhjá styttu Steinunnar Þórarinsdóttur, Vegferð, sem afhjúpuð var í gær. Verzlunarskóli Íslands fagnar 100 ára afmæli á morgun RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst að nýju í dag eftir tveggja ára hlé og er búist við því að margir muni nýta sér tækifærið og halda á veiðar. Tímabilið í ár stendur til 30. nóvem- ber nk. og er því um þremur vikum styttra en áður þegar veiða mátti rjúpu allt til 22. desember. Þá er stórt svæði á Suðvesturlandi áfram friðað auk þess sem veiðimenn hafa verið hvattir til hóflegra veiða. Talsvert eftirlit verður með skot- veiðimönnum á morgun og hefur rík- islögreglustjóri m.a. hvatt alla lög- reglustjóra til að herða eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi. Lögreglan í Borgarnesi og Búð- ardal mun hafa samstarf um eftirlit með veiðum og verða tveir lögreglu- menn á jeppa frá hvoru embætti á ferðinni á morgun auk þess sem bíll frá lögreglunni í Reykjavík verður með í verkefninu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri verður haldið uppi hefðbundnu eft- irliti í ár eins og fyrri ár en ekki hef- ur verið gripið til neinna sérstakra aðgerða. Ekki er vitað til þess að neinn hafi þjófstartað í rjúpnaveiðunum í ár. Rjúpnaveiði- tímabilið hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.