Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF „ÞEGAR ég kom hingað inn segi ég við sjálfan mig að nú skuli ég hafa það gott það sem eftir er og skemmta mér. Það er eitthvað sem mætir mér hérna inni og ég fer að syngja en ég er frekar léttlyndur og hef gaman af því að syngja,“ segir Hrafn. „Eftir að ég var búinn að vera hérna í stuttan tíma gerði ég smátil- raun á laugardegi að fá fólk til að koma saman í hóp og syngja. Það féll í góðan jarðveg og fjölgaði í hópnum á hverjum laugardegi. Venjulega þegar maður stingur upp á svona þá mætir manni neikvæðni en það var ekki hér. Þessi samsöngur springur út og er orðinn mjög vinsæll. Síðasta laugardag mættu um hundrað manns í þetta. Aðstandendur koma mikið í heimsókn á laugardögum og þeir taka þátt með okkur. Einnig hefur þessi samsöngur vakið athygli fyrir utan Sunnuhlíð því það kemur nokk- uð af eldra fólki úr nágrenninu til að syngja með okkur.“ Hrafn var söngstjóri fyrsta árið og betlaði þá gamla harmónikuleikara og píanista til að leika undir en svo fann hann Hannes Baldursson org- anista sem kemur nú hvern laug- ardag til að spila undir. „Hannes er snillingur og mesta happ sem við höf- um fengið. Ég fór að gera söngbækur fyrir samsönginn og safna dægurlagatext- um út frá öllu þessu,“ segir Hrafn og sýnir blaðamanni söngbók sem hann hefur sett saman, þetta eru íslensk dægurlög sem gaman er að syngja og flestir kunna. Tíminn er versti óvinurinn Hrafn er fæddur árið 1933 og er með Parkinsonsveikina. Hann var farandverkamaður lengi vel en lærði svo til prentara og vann við það í mörg ár. Síðustu tuttugu árin á vinnumarkaðinum starfaði hann hjá Félagsmálastofnun Kópavogs. Hann er giftur Ester Tryggvadóttur og eiga þau þrjár dætur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á söng segir hann: „Ég held að ég hafi ekki opnað kjaft- inn fyrr en um þrítugt. En það hefur verið töluvert af tónlist í kringum mig og ég hef alltaf haft gaman af henni en ég er enginn tónlist- armaður.“ Eftir að Hrafn hefur sagt blaðamanni að hann sé enginn tón- listarmaður segir hann; „Þú verður að heyra í mér röddina,“ grípur eina söngbókina og hefur upp raust sína. Hann syngur fyrir mig Kvöldblíðuna lognværu með ljúfri röddu og aug- ljóslega er mikill söngmaður þar á ferð. Menningararfleifð í höfðinu Hrafn segir að versti óvinur fólks, sem sé inni á svona hjúkrunarheim- ilum, sé tíminn. „Það er oft erfitt að drepa tímann og þessi samsöngur hjálpar til við það. Þó að margir hérna inni séu orðnir gleymnir og muni jafnvel ekki nöfnin á börnunum sínum, þá muna þeir söngtexta. Fólk hefur svo gaman af því að syngja, það léttir lund. Það sem ég uppgötvaði með þessum samsöng var að það geta allir sungið þó þeir kannski þræti fyr- ir það. Þó að fólk ætli sér ekki að syngja þá getur það ekki annað en sungið með þegar aðrir byrja. Þessi menningararfleifð er inni í höfðinu á fólki, það kunna flestir textana þrátt fyrir að hafa ekki sungið þá í ára- tugi.“ Söngstundin er klukkan hálffjögur alla laugardaga og stendur yfir í klukkutíma, hálftími fer í kennslu og svo er sungið saman seinni hálftím- ann. „Í staðinn fyrir að aðstandend- urnir komi í þessa hefðbundnu heim- sókn á laugardögum og spjalli um daginn og veginn geta þeir núna farið að gera eitthvað með íbúunum, átt þessa söngstund saman sem lífgar upp á heimsóknina“ segir Hrafn hinn söngglaði í lokinn.  SÖNGUR | Hrafn Sæmundsson léttir lund með söngvastund Samsöngur í Sunnuhlíð Hrafn Sæmundsson er mikill hugsjónamaður. Hann hefur verið íbúi í Sunnuhlíð, sem er hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi, síðustu tvö ár og á heiðurinn af því að koma þar á sam- söng meðal íbúa og að- standenda þeirra. Eftir Ingveldi Geirsdóttur Morgunblaðið/Ómar Þær syngja dátt saman í Sunnuhlíð. Í forgrunni eru Aðalheiður Hann- esdóttir og dóttir hennar Sjöfn Stefánsdóttir en í bakgrunni sést aðeins í Sigurlaugu Eggertsdóttur og Gyðu Waage. Morgunblaðið/Ómar Hannes Baldursson organisti er mikill snillingur, að sögn Hrafns. Hannes mætir á hverjum laugardegi og spilar undir og stjórnar söngnum. Morgunblaðið/Ómar Hrafn Sæmundsson er ákveðinn í að hafa það gott og skemmta sér það sem eftir er. Hann var forsprakkinn í því að koma á samsöng í Sunnuhlíð. ÁSLAUG Björnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Sunnuhlíðar, segir að viðtökurnar við samsöngnum hafi strax verið góðar. „Það er mikils virði fyrir gamalt fólk að geta gert eitthvað með aðstandendunum, það getur kannski ekki spjallað mikið en nærveran er þeim mikils virði,“ segir Áslaug. „Það er mjög gott að aðstandendurnir skuli finna sig í þessu líka. Það sem end- ist yfirleitt lengst hjá eldra fólki er það að syngja og fólk man heilu kvæðin þó að það muni annars lít- ið. Fólk á þessum aldri söng meira á yngri árum en er gert í dag og lærði meira af kvæðum.“ Áslaug segir allt svona gera lífið skemmtilegra og stytti stundirnar. „Samverustundir og að vera þátt- takandi í einhverju gefur lífinu alltaf gildi. Svo koma sjúkravinir á laugardögum og hjálpa Hrafni að halda utan um þetta. Sjúkravinir eru sjálfboðaliðar frá Rauða kross- inum sem koma reglulega hingað og halda uppi starfsemi. Þeir lesa fyrir fólkið og syngja með því.“ Ás- laug segir að Hrafn hafi verið mikil driffjöður í félagslífinu í Sunnuhlíð. „Vistmenn eru vanalega ekki svona kraftmiklir að koma hug- myndum sínum í framkvæmd eins og Hrafn, enda fólk oft orðið mjög lasburða þegar það kemur hingað inn,“ segir Áslaug og bætir við að starfsmenn Sunnuhlíðar, sjúkra- vinir og Hannes Baldursson hafi stutt Hrafn mikið í því að halda þessum fjöldasöng uppi og að þau eigi allar bestu þakkir skildar fyr- ir. „ÉG HÓF að spila hérna undir og stjórna söngstundinni fyrir um ári,“ segir Hannes Baldursson org- anisti, kórstjóri Lindasóknar og söngstjóri á Sunnuhlíð. „Aðdrag- andi þess var sá að Hrafn kom að tali við mig og spurði hvort ég væri fáanlegur til að koma nokkur skipti og efla söng á staðnum. Það var auðsótt því ég hef starfað tals- vert með eldri borgurum gegnum tíðina og haft gaman af.“ Hannes segir markmið starfsins vera að koma til móts við sam- félagslega þörf íbúa Sunnuhlíðar með söng og léttu ívafi. „Söng- skráin er fjölbreytt og víða komið við, þetta er nýtt efni sem eldra auk þekktra sönglaga.“ Að sögn Hannesar er það mat manna að söngur og tónlistariðkun hafi góð áhrif á líðan fólks sem býr við ýmsa öldrunarsjúkdóma. „Það er mikilvægt að stuðla að því að íbúar hjúkrunarheimila séu fullgildir í samfélaginu og gleymist ekki. Þessi hópur fólks er í þeirri stöðu að hafa oft lítið fjármagn og hefur því e.t.v færri tækifæri til að njóta félagslífs og tómstunda við hæfi.“ ingveldur@mbl.is VIAGRA getur leitt til blindu, að því er m.a. kemur fram á vef Aftenposten. Í Bandaríkjunum er talið að 38 manns hafi misst sjónina eftir að hafa notað Viagra. Norska lyfjaeftirlitið hefur nú varað lækna við notkun Viagra, Vialis og Levitra sem eru svipuð lyf og sett ákveðna fyrirvara við notkun þeirra. Lengi hefur verið vitað að lyfin geti leitt til skammvirkra sjón- truflana en nú hefur komið í ljós að þær geta varað lengur. Viagra getur leitt til blindu  HEILSA ÁSTRALSKT biblíufélag hefur ákveðið að breiða Guðs orð út með sms. „Sá tími er löngu liðinn að Biblían sé bara til í fínu svörtu bandi með krossi,“ segir talsmaður Bible Society í Ástralíu, Michael Chant í The Register, en greint er frá þessu á sænska vefnum N24.se sem er haldið úti í samstarfi Svenska Dagbladet og Aft- onbladet. Biblíutilvitnanir eru umorðaðar þannig að þær fari betur í sms-sendingum. Eitt dæmi af vefsíðu félagsins er “4 God so luvd da world og minnir það kannski frekar á hip-hop texta en tilvitnun í Nýja testa- mentið. Ætlunin er að fólk nái í biblíuna á vef félagsins og breiði síðan út Guðs orð með 150 orða löngum textaskilaboðum. Guðs orð með sms  TÆKNI Nánari upplýsingar eru á www.biblesociety.com.au. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Kristinn Koma til móts við félagsþörfina Gefur lífinu gildi Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.