Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Gnípuheiði 2 - Kópavogi Glæsilegt útsýni - opið hús Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu glæsilegt 250 fm einbýlishús á einstökum útsýnisstað. Húsið er á 2 hæðum með möguleika á 2ja herb. séríbúð á jarðhæð. Glæsilegar stofur, massívt parket. Stórar suðursvalir. Vandaðar innréttingar. Glæsilegur garður og frágengið bílaplan. Eign á einstökum stað. Verð 69,0 millj. Húsið verður til sýnis í dag, laugardag, milli kl. 13-15.                          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! 2    89  $ 8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $      !"  - % =;22)  "$% >/ & $%  . 1? ! .) $%  :@ @  ! #$ %& 4A=B .>)   ) -)                     0       0  0 0 0   0 0 0 -; $! 1 ;  ) -) 0 0  0 0  0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 C DE C DE C  DE C 0DE C DE C DE C  DE 0 C DE C  DE C 0DE C  DE C DE 0 0 0 C 0DE 0 0 C DE 0 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .                      0      0   0 0 0   0 0 0                                                                < )   > +G   :# H !$  2 %  )     0   0  0 0 0 0 0 0 :#0 <-!$ ;  ')  J      K L       7L                 L  KM         TVEIR hópar hluthafa fara nú með ríflega 60% eignarhlut í Icelandic Group, eftir viðskipti með bréf fé- lagsins í gær. Ekki mun þó skapast yfirtökuskylda á öðrum hlutum í fé- laginu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var á fimmtudag gengið frá sölu á samtals 55,64% af heildarhlutafé í Icelandic Group hf., sem áður hét Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Stærstu seljendur voru Straumur-Burðarás Fjárfest- ingabanki sem seldi 30,84% eign- arhlut og Landsbanki Íslands seldi 14,48% eignarhlut. Um var að ræða sölu á samtals 1.206.255.772 hlutum að nafnverði og voru þeir allir seldir á genginu 9,8. Kaupverðið nam því 11,8 milljörðum króna. Eimskipafélag Íslands ehf. á nú 10% hlut í Icelandic Group. Auk þess á Mirol Investment nærri 8% hlut en það félag er í eigu Magn- úsar Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns Eimskips og stjórnarfor- manns og eiganda Avion Group. Þá keypti BOM ehf., félag í eigu Sjafn- ar fjárfestingarfélags hf., 5% hlut í Icelandic en Sjöfn er m.a. í eigu Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eim- skipafélagsins, en hann á einnig sæti í stjórn Icelandic. Þannig má segja að Avion Group, móð- urfélag Eimskips, og tengd félög ráði um 23% hlut í Ice- landic Group. ISP ehf., sem er félag í eigu Sunds ehf. og Tryggingamið- stöðvarinnar hf. keypti 20% hlut í Icelandic en fyrir átti Sund ríflega 12% hlut í félaginu. Sund á um 20% hlut í Tryggingamiðstöð- inni. Þá kaupir félag í eigu Ellerts Vigfússonar, framkvæmdastjóra Sjóvíkur, 4% hlut og á þar með 6,8% hlut í félaginu. Að auki keyptu fjórir aðrir ótilgreindir aðilar 8,6% hlut. Samkvæmt útreikningum Grein- ingardeildar Landsbankans fara Avion og Sund, beint eða óbeint, með ríflega 60% eignarhlut í Ice- landic Group. Ekki eru greinileg tengsl milli þessara aðila og því skapast væntanlega ekki yfirtöku- skylda á öðrum hlutabréfum í félag- inu. Hluthafafundur verður haldinn síðar í þessum mánuði og þá verður ný stjórn kjörin. Fjárfest til framtíðar Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, segir félagið hafa átt gott samstarf við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í gegnum tíðina. Ice- landic Group sé auk þess góður fjárfestingarkostur, þær breytingar sem gerðar hafi verið á félaginu skapi auk þess ýmis tækifæri. „Við viljum halda áfram að vaxa með Icelandic Group og þjónusta félagið. Við sjáum fram á frekari uppbygg- inu og vöxt félagsins og ætlum að leggja okkar lið í þeim efnum.“ Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Trygginga- miðstöðvarinnar, segir áratuga hefð fyrir nánu samstarfi félagsins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann segir að TM hafi verið boðið að taka þátt í verkefninu fyrir nokkrum og því sé aðdragandinn ekki langur. „Við vildum því gjarn- an taka þátt í því að leiða Icelandic inn í framtíðina, nú þegar bank- arnir sleppa hendinni af félaginu. Við erum að fjárfesta til langstíma og teljum okkur vera komna til samstarfs með góðum hluthöfum. Öll félögin sem nú koma að Ice- landic eru tengd sjávarútvegi á einn eða annan hátt.“ Gunnlaugur Sævar segir að án efa fylgi einhverjar breytingar nýj- um eigendum en þær verði að koma í ljós síðar. Sátt um að finna nýja forstjóra Nafni Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna var breytt í Icelandic Group fyrr á þessu ári eftir samein- ingu SH og Sjóvíkur. Tók þá Jón Kristjánsson, sem jafnan er kennd- ur við Sund ehf., við formennsku í stjórn Icelandic Group enda átti Sund þá um helming hlutafjár í Sjó- vík. Eftir sameininguna réð stjórn Icelandic Þórólf Árnason í stöðu forstjóra félagsins en hann hefur nú látið af störfum. Gunnlaugur Sævar segir ekki óeðlilegt að slíkar breyt- ingar séu gerðar þegar nýir kjöl- festufjárfestar komi að félagi. Þeir vilji gjarnan ráða sinn mann til verksins. „Það varð sátt meðal nýrra hluthafa um að leita að nýj- um forstjóra,“ segir Gunnlaugur Sævar. Eftirmaður Þórólfs hefur ekki verið ráðinn en stjórnarformaður félagsins, Jón Kristjánsson, mun tímabundið sinna starfskyldum for- stjóra. Þá hefur Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic Serv- ices, verið ráðinn framkvæmda- stjóri Icelandic France. Magnús Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic France, hefur verið skipaður sem alþjóðlegur markaðs- stjóri hjá samstæðunni. Er þar um nýja stöðu að ræða og er ætlunin að leggja aukna áherslu á samhæfingu markaðsmála milli dóttur- félaga samstæðunnar. Umbreytingu lokið Í tilkynningu er haft eftir Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka, að arðsemi fjárfestinga í Icelandic Group og forvera þess hafi verið góð. Hann sé þeirrar skoðunar að það sé ekki hlutverk fjárfestingabanka að vera langtíma kjölfestufjárfestir í félögum í öðrum rekstri en fjármálaþjónustu. Hann líti svo á að umbreytingu félagsins með Straum-Burðarás sem bakhjarl sé nú lokið og því tímabært að selja hlut bankans til traustra aðila sem munu taka að sér hlutverk kjöl- festufjárfesta í félaginu. Landsbankinn hefur átt umtals- verðan hlut í SH og síðar Icelandic í um tvö ár. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að Icelandic standi nú á tímamótum og Landsbankinn líti svo á að hlutverki hans sem umbreytingafjárfestir í félaginu sé nú lokið. Tvær fylkingar með yfir 60% hlut í Icelandic '()*+,-.,/   '--.   ! "#$# %"# &$$ '( %"# !N   ( )%*     ( O ",  -(. "*  /00#12#21 00#304#0 003#414#21  (. "*  5(                 -.  %"#  6"7(8 '( %"#  ( *   7 %"#   ( )%*     (  ,6. "*  5(               %"#  9 8 ,88 8 -*  %"# 8  %"#  ( *    9 8 8: P # 7 %"#  9 8 !" "! "  8"7( ' 0      0 .  -  +,-  %"#  6"7(8 '( %"#  8: P  ((  ; 8": 7 "! "  8 %"# &$ '( %"     ! "  8 8 "  *  6       -(  $,88 %  ( &$ Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 25.762 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir 22.174 millj- ónir króna. Þar af námu viðskipti með hlutabréf í Icelandic Group um 14,4 milljörðum króna og lækkaði gengi bréfanna um 1,5%, sem var mesta lækkun dagsins. Bréf SÍF lækkuðu einnig um 1,5%. Mesta hækkunin varð aftur á móti á bréfum Flögu Group en þau hækkuðu um 6,5%. Þá hækkuðu bréf Össurar um 4,5%. Enn hækkar Flaga Group ● NÝTT nafn sameinaðs fé- lags Mjólk- ursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna var kynnt í gær og mun fyrirtækið einfaldlega heita MS. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nýja nafnið hafi verið samþykkt á fundi stjórnar síðast- liðinn miðvikudag en niðurstaðan í málinu hafi átt sér talsverðan að- draganda. Þetta hafi síðan orðið niðurstaðan enda eigi nafnið sér „sögu og hljómgrunn meðal þjóð- arinnar sem samheiti yfir mjólk- urafurðir.“ Niðurstaðan varð MS AVION Group, sem á meðal ann- ars Eimskip og Air Atlanta, er í öðru sæti á nýjum lista yfir fram- sæknustu fyrirtæki í Evrópu árið 2005. Listinn heitir Europe’s 500 og er tekinn saman af Europe’s Entrepreneurs for Growth og hefur verið birtur frá árinu 1995. Á honum eru þau fimm hundruð meðalstóru fyrirtæki í Evrópu sem hafa vaxið hvað mest og skapað flest störf. Í fréttatilkynningu frá Avion Group segir að fyrirtækið sé fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo hátt á listanum en þess má geta að Bakkavör Group lenti í þriðja sæti á sama lista á síðasta ári. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt: „Í viðurkenningunni frá Europe’s 500 segir að stjórn- endum Avion Group hafi tekist að búa til mjög framsækið fyr- irtæki sem hef- ur náð góðum árangri.“ Sjö íslensk fyrirtæki Magnús Þor- steinsson, stjórnarformað- ur, Avion Group, sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri mjög skemmtilegt að hafna svo of- arlega á svo virtum lista. Að- spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir fyrirtækið svaraði hann: „Það er eftir því tekið að við erum að gera góða hluti og gefur okkur og okkar góða starfsfólki aukinn styrk til frek- ari dáða.“ Alls eru sjö íslensk fyrirtæki á lista ársins en auk Avion Group eru þar Actavis Group, Kögun, TM Software, Creditinfo Group, Opin Kerfi Group og Össur. Þau þrjú síðastnefndu voru einnig á lista síðasta árs; Össur var þá í 68. sæti, Opin Kerfi í því 91. og Creditinfo Group var í 153. sæti. Avion Group í öðru sæti á Europe’s 500 Magnús Þorsteinsson " 1  2 #3    $   *!$ A-%  $  7 $ *- :, .<- 3  4 5  4 4 67 5  ; @ .@
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.