Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES leikur með Hallgrími í Hvalsnes- kirkju, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög Ellýjar Vil- hjálms og Vilhjálms í Ytri-Njarð- víkurkirkju, Sigvaldi Kaldalóns í tali og tónum verður í Grindavík- urkirkju. Í Útskálum flytur Karlakór Keflavíkur Stjána bláa og fleiri sjómannalög en prófessor Gísli Gunnarsson flytur erindi um sjó- mennsku á Suðurnesjum. Þá fjallar dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur um landnám á Suðurnesjum og fornleifafundinn í Kirkjuvogi. Keflavík býður upp á fjölbreytta dagskrá sem og Kálfa- tjarnarkirkja og í Innri-Njarðvík- urkirkju flytur Barnakór Akur- skóla lög undir erindi séra Sigurðar Pálssonar „Arfurinn“ um Jón Þorkelsson Thorchillius skóla- stjóra. Að sögn Kristjáns Pálssonar for- manns Ferðamálasamtaka Suður- nesja er dagskráin í hverri kirkju tímasett þannig að þeir sem vilja fara á milli kirkna eiga að hafa nægan tíma til þess. „Þetta er í þriðja skiptið sem þessi hátíð er haldin og við erum að vonast til að hún festi sig í sessi. Okkur finnst áhuginn á þessu benda til þess að svo verði,“ segir Kristján, sem hef- ur setið í undirbúningsnefnd menningardags kirkna á Suður- nesjum fyrir hönd ferðamálasam- taka Suðurnesja frá upphafi. „Dag- skráin er miðað við það að í hverri kirkju sé einhver efniviður sem á rætur sínar í þeim stöðum. Þannig höfum við til dæmis haft mikið af Hallgrími Péturssyni í Hvalsnes- kirkju, enda var það hans fyrsta brauð. Einnig höfum við sótt Suðurnes | Undirbúningur fyrir menningardag í kirkjum á Suður- nesjum er nú í fullum gangi, en dagskráin mun hefjast í Kálfa- tjarnarkirkju kl. 10 sunnudaginn 23. okt. nk. og fer svo úr einni kirkjunni í aðra og er hver kirkja með sína dagskrá. Meðal viðburða í þeirri fjöl- breyttu dagskrá sem verður í boði verða tónleikar þar sem Megas margar persónur úr lífinu í Njarð- vík, sem hafa gert garðinn frægan. Við höfum átt marga góða söngv- ara og minnumst m.a. Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna með tón- leikum.“ Sungið til heiðurs Sigvalda Kaldalóns Kristján segir viðburðina vissu- lega hvern með sínum hætti og hver kirkja hafi sína dagskrá. „Þá er þessu dreift þannig yfir daginn að allir sem vilja eiga að geta notið allra atburðanna í hverri kirkju,“ segir Kristján og bætir við að hér sé um að ræða eina samfellda menningarveislu í ellefu klukku- tíma. „Dagskránni lýkur svo í Grindavíkurkirkju eins og ævin- lega. Þar hefur ávallt verið mjög fjölbreytt dagskrá sem sóknar- presturinn hefur undirbúið með sínu fólki. Í þetta skipti er það Sig- valdi Kaldalóns sem átti heima í Grindavík lengi á sinni ævi. Þá munu kirkjukórinn og margir sagnamenn segja frá lífinu sem Sigvaldi Kaldalóns stóð fyrir í Grindavík á sínum tíma og syngja honum til heiðurs.“ Í fyrra komu um 1.100 manns í kirkjurnar á þessum degi og von- ast undirbúningsaðilar eftir góðri þátttöku núna en aðgangur er ókeypis. Að undirbúningnum standa bæði prestar og mikill fjöldi safnaðarbarna úr hverjum söfnuði, auk þess sem fengnir eru að fræði- menn og listafólk. Undirbúnings- nefndina skipa, auk Kristjáns, sr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnesprófastsdæmis og Val- gerður Guðmundsdóttir menning- arfulltrúi Reykjanesbæjar. Samfelld ellefu tíma menningarveisla Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fjölsótt hátíð í fyrra Fjöldi fólks sótti menningardag kirkna og naut fjöl- breyttrar dagskrárinnar á Suðurnesjum í fyrra. Megas, barnakór, Guðrún Gunnars og Karlakór Keflavíkur á menningardegi í kirkjum NEFND um úrbætur í húsnæðismálum Fim- leikafélags Akureyrar hefur skilað skýrslu til bæjaryfirvalda. Þar kemur m.a. fram það samdóma álit nefndarinnar að úrbætur í hús- næðismálum félagsins séu afar brýnar. Nefndin leggur áherslu á að fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun nái fram að ganga sem allra fyrst og að Fimleikafélagi Akureyrar verði gert kleift að hefja æfingar í nýju hús- næði í byrjun haustannar 2007. Áætlaður kostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir er um 70 milljónir króna. Fram kemur í skýrslunni að vöxtur Fim- leikafélags Akureyrar hafi verið mikill og iðk- endafjöldi farið úr 300 í 420 á aðeins tveimur árum, sem er aukning um 40%. Er nú svo komið að félagið treystir sér ekki til að fjölga iðkendum fyrr en bætt aðstaða verður tilbúin til notkunar. Skýrslan um úrbætur í húsnæð- ismálum félagsins var til umfjöllunar á síð- asta fundi íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkti hana fyrir sitt leyti. Fimleika- félagið er með aðstöðu í Íþróttamiðstöð Gler- árskóla og niðurstaða nefndarinnar er sú að hagkvæmast sé að byggja 18x25 metra við- byggingu með fullri lofthæð við suðurenda íþróttahússins, þar sem sett verði upp gryfja, löglegt keppnisgólf, tvíslár og fleira. Þá leggur nefndin til að bætt verði við 50 fermetra lægri viðbyggingu, með þriggja metra lofthæð, sem nýtt verði sem geymsla og vinnuaðstaða þjálfara. Nefndin leggur einnig til að sýningaraðstaða í Íþróttahöllinni verði bætt og fram að þeim tíma sem við- bygging verður tilbúin verði bætt úr tækja- kosti á báðum stöðum og úrbótum á sýning- araðstöðu í Höllinni verði lokið áður en viðbyggingu lýkur. Úrbætur í húsnæðismálum Fimleikafélags Akureyrar fyrirhugaðar Æfingar hefjist í nýju húsnæði haustið 2007 Morgunblaðið/Kristján Jafnvægi Ungar fimleikastúlkur í Fimleika- félagi Akureyrar í æfingu á jafnvægisslá í Íþróttamiðstöð Glerárskóla. Sameiningarviðræður | Bæjarráð Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar funduðu með Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í vikunni vegna fyrirhugaðra viðræðna um samein- ingu þessara sveitarfélaga. Á vef Siglufjarð- arkaupstaðar kemur fram að á fundinum hafi m.a. verið kynntar reglur sem gilda um aðkomu ráðuneytis að hugsanlegri samein- ingu, reglur um jöfnunarsjóð og fleira en hins vegar voru engin loforð gefin um fjár- magn frá ríkinu enda ekki tímabært á þessu stigi. Bæjarstjórar beggja sveitarfélaga hafa lýst yfir ánægju með fundinn. Gera má ráð fyrir að í framhaldinu verði settar á fót starfsnefndir hjá báðum sveitarfélögum til þess að fara yfir málin og kanna til hlítar möguleika á sameiningu. Tillaga um samein- ingu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði var felld í kosningunum sl. laugardag, tillagan var að- eins samþykkt á Siglufirði og í Ólafsfirði en felld með afgerandi hætti í öðrum sveit- arfélögum á svæðinu.    AKUREYRINGURINN Hafþór Hauksson var kjörinn herra Norð- urland 2005 í Sjallanum um síð- ustu helgi. Jónas Freyr Guð- brandsson hafnaði í öðru sæti og Gestur Örn Arason í því þriðja. Alls tóku 9 herramenn þátt í keppninni að þessu sinni. Hafþór var einnig valinn hármódel kvölds- ins og Jónas Freyr var kjörinn netherrann, sportherrann, Per- fectgaurinn og ljósmyndafyr- irsætan. Morgunblaðið/Heiða Föngulegir Jónas Freyr Guðbrandsson, Hafþór Hauksson og Gest- ur Örn Arason á sviðinu í Sjallanum. Hafþór herra Norðurland Mótmæla mismunun | Fé- lagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri samþykkti á fimmtudags- kvöld ályktun þar sem fagnað er að innan tíðar verður nýr leikskóli, Hólmasól, tekinn í notkun og óskar þeim sem þar munu nema og starfa alls hins besta. Fundurinn mótmælir hins vegar harðlega þeirri mismunun sem inn- leidd er í leikskólastarf í bænum með þeirri ákvörðun meirihluta skólanefndar að einkavæða þennan nýjasta leikskóla bæjarins og greiða hærra framlag vegna hvers barns á skólanum en gert er á öðr- um leikskólum bæjarins, segir í ályktuninni. Örn ráðinn sparisjóðsstjóri | Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Norðlendinga. Hann tekur við starfinu af Jóni Björns- syni, sem hefur störf sem framkvæmdastjóri Lífsvals ehf. um áramótin. Örn kem- ur til starfa í sparisjóðnum í lok þessa mánaðar og mun starfa við hlið fráfarandi sparisjóðsstjóra fyrst í stað. Örn Arnar Óskarsson er 35 ára að aldri. Hann er rekstrarfræðingur að mennt og hefur und- anfarin ár gegnt starfi viðskiptastjóra Ís- landsbanka á Norðurlandi. Örn er kvæntur Þórdísi Sævarsdóttur og eiga þau tvö börn.    Fiðla og píanó | Tónleikar verða í Tónlist- arhúsinu Laugarborg á morgun, 16. október, kl. 15. Þar koma fram Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari og Gerrit Schuil og flytja m.a. Kreutzer-sónötu Beethovens og Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.