Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta „VIÐ flugum frá London til Kath- mandu í Nepal, stoppuðum þar í einn dag og flugum svo til Lhasa sem er höfuðborg Tíbets. Hún er í 3.600 m hæð og þar vorum við í að- lögun í fjóra daga til að venjast loftslaginu og skoða okkur um. Inni á hótelherberginu okkar voru súrefnistæki, við þurftum aldrei að nota þau en maður vaknaði þó stundum á næturnar við súrefn- isleysi,“ segir Freyr. Ferðin hjá þeim tók í heildina fjórar vikur en átján dagar af þeim tíma fóru í hjólaferðina. „Eftir aðlögunina var lagt af stað í hjólaferðina, leiðin sem við fórum er þekkt og heitir Friendship highway, eða Vináttu- þjóðvegurinn, og er aðalleiðin frá Lhasa til Kathmandu. Með út- úrkrók hjóluðum við um 1.100 km í heildina, dagarnir voru mislangir en við hjóluðum allt upp í 110 km á dag,“ segir Darri en hann átti ein- mitt 35 ára afmæli á þessu ári og var hjólaferðin afmælisgjöf til hans frá fjölskyldunni. „Það er bresk ferðaskrifstofa sem skipuleggur þessa ferð og hafði mig langað lengi í hana. Þegar ég fékk hana í afmælisgjöf langaði mig að hafa einhvern með mér sem ég þekkti og datt þá einn í hug sem er jafn brjálaður og ég og það er Freyr,“ segir Darri. Freyr hlær að vitleys- unni í honum en segir þó að hann sjái ekki eftir að hafa látið Darra plata sig út í þetta. Grunnbúðir Everest Útúrdúrinn sem þeir tóku úr leiðinni milli Lhasa og Kathmandu var þegar þeir hjóluðu að grunn- búðum fjallsins Everest sem eru í 5.200 m hæð. „Þetta var þriggja daga útúrdúr, við tjölduðum við munkaklaustur í 5.000 m hæð en hækkuðum okkur svo um 200 m í viðbót upp í grunnbúðirnar,“ segir Darri. Freyr bætir við að það hafi verið mjög erfitt að hjóla þann spotta upp í búðirnar. „Loftið var orðið svo þunnt. Maður varð eins og gamalmenni sem hafði ekki hreyft sig í tugi ára. Það þýddi ekki að vera með keppnisskap í þeim hjólatúr.“ Darri segir að í 5.000 m hæð sé súrefnið komið nið- ur í 50% og þá skipti engu máli hversu góðu formi menn séu í. „Það var einstök upplifun að koma að Everest, sérstaklega þar sem við vorum búnir að sjá fjallið í fjarska nokkrum dögum fyrr og nálguðumst það alltaf meira og meira.“ Miklir útivistarmenn Darri og Freyr hjóluðu í tíu manna hóp sem fylgdi tíu manna starfslið og farangursbílar. „Það voru tveir fararstjórar og var ann- ar þeirra búinn að hjóla þetta fimmtán sinnum, svo voru kokkar og bílstjórar. Við sváfum í tjöldum og það var eldað ofan í okkur alla daga. Þannig séð var þetta lúx- usferð því það var hugsað vel um okkur og við þurftum aldrei að hjóla með neinn farangur,“ segja þeir. „Það var byrjað að hjóla klukkan sjö eða átta á morgnana því þegar sólin sest á kvöldin þá verður mjög kalt. Hitinn gat farið upp í 20°C á daginn en um leið og sólin var sest þá féll hitinn og gat farið niður í mínus 5-10°C á nótt- inni.“ Freyr og Darri eru báðir með- limir í Íslenska fjallahjólaklúbbn- um og hafa farið saman í nokkrar ferðir. „Við hjólum mikið innan- lands og höfum farið saman í fjallahjólaferðir til Noregs og Bretlands. Svo stundum við mikið af annarri útivist. Til að fara í svona ferð eins og þessa þá verður maður að vera í mjög góðu formi. Okkur fannst við þokkalega und- irbúnir þegar við fórum út en það er ekki hægt að búa sig undir þetta súrefnislausa andrúmsloft sem við hjóluðum í. Það er okkur minnisstætt fyrsta daginn, þegar við vorum búnir að hjóla 80 km, hvað við vorum orðnir þreyttir en við venjulegar aðstæður hefði það ekki verið neitt mál. Súrefnisleysið dró svo úr manni þróttinn.“ Mannlífið og Potalahöllin 90% af hjólaferðinni eyddu þeir í yfir 4.000 m hæð. „Landslagið sem við hjóluðum í gegnum var hrjóstr- ugt, fjöll og sandar og ekkert ólíkt því að hjóla á hálendi Íslands.“ Aðspurðir hvað hafi verið minn- isstæðast úr ferðinni þá svarar Freyr því að það hafi verið mann- lífið og umhverfið. Darren tekur undir það með honum og bætir við að honum hafi fundist mikil upp- lifun að sjá Potalahöllina í Lhasa en í henni bjó Dalai Lama áður en Kína réðst inn í landið. Einn dagurinn af ferðinni var þeim einstaklega eftirminnilegur, það var þegar þeir fóru að lækka sig niður. „Á einum degi lækk- uðum við okkur um 3.600 m, eftir því sem neðar dró var meiri gróður og meira súrefni og þá var ofsalega gott að geta andað virkilega djúft, maður vaknaði aftur til lífsins,“ segir Darri. Þeir piltar eru ekki hættir í úti- vistinni eftir þessa ferð því í byrj- un næsta árs ætla þeir að taka þátt í Vasa göngunni í Svíþjóð, en það er 90 km gönguskíðakeppni sem stendur yfir í einn dag. Þeir eru líka byrjaðir að huga að næstu hjólaferð en búast ekki við því að fara í jafn erfiða ferð og þessa aft- ur, a.m.k ekki á næstunni.  HJÓLAFERÐ| Inni á hótelherbergjunum voru súrefniskútar Hjóluðu þjóðveg vináttunnar Freyr og Darri eru hér kampakátir og halda á íslenska fánanum á milli sín við grunnbúðirnar Freyr Franksson og Darri Mikaelsson eru miklir útivistarjaxlar. Í maí fóru þeir í hjólaferð um Nepal og Tíbet þar sem þeir komu m.a. við í grunnbúðum Everestfjalls. Ingveldur Geirsdóttir hitti þá pilta til að ræða þessa óvenjulegu hálendishjólaferð. „Landslagið var hrjóstrugt, fjöll og sandar og ekkert ólíkt því að hjóla á hálendi Íslands,“ segja Darri og Freyr. Hér horfir ein konan í Tíbet á þennan hjólahóp sem fer um landið hennar. ingveldur@mbl.is RUE Mouffetard heitir matargata mikil í París. Þar á Hemingway alltaf að hafa keypt sér ost og þangað fara Parísarbúar út að borða og á markað. Gatan er í Latínuhverfinu og um hana er nýlega fjallað á vef Aftenposten. Parísarbúar kalla götuna La Mouffe og þar er nóg af veitingastöðum. T.d. Le Cedre, líbanskur veitingastaður á nr. 6 og Creperie Oroyona á nr. 36. Við götuna hafa einnig aðsetur bakarar, slátrarar og ost- og fisksalar. Auk líbanska staðarins eru veitingahús sem sér- hæfa sig í matarmenningu frá Ítalíu, Japan, Kóreu og Grikklandi við matargötu þessa í París. Og auð- vitað ekta franskir staðir eins og L’Assiette Aux Fromage á nr. 25 og Le Jardin d’Artemis á nr. 31. Við endann á Rue Mouffetard er markaðstorg og þar stendur kirkja frá tólftu öld, Saint-Médard. Á torginu er líflegur ávaxta- og grænmet- ismarkaður á hverjum virkum degi frá kl. 9 til kl. 13.30.  PARÍS Matargatan La Mouffe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.