Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 37 MINNINGAR Uppi í hrauninu skammt fyrir inn- an Gufuskála undir Jökli er dálítill hellufláki. Þar er refagildra hlaðin úr hraunhellugrjóti, aldagamalt veiði- tæki sem kynslóðir Jöklara hafa not- að hver af annarri. Í útjaðri helluflák- ans, þar sem hraunið ýfist er dálítið skotbyrgi hlaðið af drengnum sem situr þar og bíður eftir lágfótu. Hann veit að gildran var hlaðin rétt við þjóðbraut refa og þess vegna er hann hér. Hann er fjórtán ára og nýbyrj- aður sjálfsmennsku. Hann er ákveð- inn í að standa sig í lífinu og ætlar að framfleyta sjálfum sér og verða for- eldrum sínum og systkinum að liði. Til þess þarf að nota hvern bjargræð- isveg og refaskinn voru verðmæti. Þessar veiðar voru stundaðar á nótt- unni þegar veðrahamur bannaði sjó- róðra og flest önnur umsvif. Vetrar- KARVEL ÖGMUNDSSON ✝ Karvel Ög-mundsson, fyrr- verandi útgerðar- maður í Njarðvíkum, fædd- ist á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi 30. september 1903. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Garðvangi, Garði, 30. september síð- astliðinn og var kveðjuathöfn um hann í Ytri-Njarð- víkurkirkju í gær. Útför Karvels verður gerð frá Ingjaldshólskirkju á Hellissandi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. nóttin er nístingsköld og myrkrið svart þarna inni í hrauninu, helst að dragi frá tungli öðru hverju. Brimhljóð berst frá ströndinni og veðra- dynur frá fjöllum. Skyldi ekki hafa farið um hinn unga Karvel Ögmundsson þarna um haustið 1917 þar sem hann sat og beið. Ég veit það ekki, það barst aldrei í tal, og ekki heldur þegar við Sólveig, dóttir hans og kona mín, gengum um þetta veiðisvæði hans sjötíu og einu ári síðar. Þá skein sól í heiði og logn um allan sjó. Þannig var það oftar á þessum fornu slóðum og við nutum samfylgdar hans og gest- risni frænda hans og vina vestur þar. Hann kvaddi þetta líf á afmælis- daginn þegar hann varð 102 ára. Þá voru liðin rúm fjörutíu og fimm ár síðan ég tengdist fjölskyldu hans. Mér er minnisstætt þegar hann bauð mér góðan dag í fyrsta sinn. Hann stóð í eldhúsdyrunum á Bjargi og leit á mig athugull. Hver ert þú, ungi maður, sagði svipurinn. Fljótlega hófum við búskap á heimilinu hjá Karvel og þá hófst vinátta og ómet- anlegt sálufélag sem entist fram á síðustu daga hans. Á þessum árum bættist okkur drengur í bú og það voru mikil hlunnindi að eiga afa sem, væri hann heima, gat greitt úr mál- um drengsins þegar honum þótti ver- öldin þreytandi og ósanngjörn. Sama gilti síðar um hin börnin okkar þó við héldum ekki heimili saman. Afi var alltaf skammt undan og sambandið sterkt og gott. Áfram var haldið og næsta kynslóð bjó við sömu vináttu frá langafa og þótti afskaplega vænt um hann. Karvel hafði mikil umsvif í at- vinnurekstri á sjó og landi áratugum saman og þótt vert væri fjalla þessi minningabrot ekki um það. Þegar svo hægðist um tóku við aðrir þættir sem ég trúi að minnst verði um ókomin ár. Hann settist niður og ritaði merkar bækur. Frásagnarlist og fagurt mál einkennir þær. Einnig það hversu söguefnið er merkileg og sönn teng- ing komandi kynslóða við líf fólks á liðinni tíð. Þetta undraði engan sem þekkti til því Karvel hafði frá upphafi ræktað með sér list orðsins. Íslend- ingasögur og sagnageymd þjóðarinn- ar var og verður drýgst uppsprettu- lind alls þessa. Fyrstu þrjár bækur Karvels voru ævisaga. Það var svo nokkru síðar að hann rakst á auglýs- ingu frá Námsgagnastofnun. Þar var efnt til samkeppni um bók um nátt- úrufræðilegt efni. Þá má segja að hann snaraði fram bók um refinn. Sú hlaut verðlaun og stofnunin gaf hana út. Því var hvíslað að dómnefndin, sem auðvitað vissi ekki hver höfund- ur bókarinnar var, hafi talið sig sjá að þessi bók væri greinilega ungs manns verk. Þá var höfundurinn 83 ára. Einhvern tíma hefði svona karl verið talinn ólíkindatól. Síðust bóka hans var svo Þrír vinir. Ævintýri litlu selkópanna. Hún er bæði skemmtileg og merkileg. Karvel lagði mikla alúð við að bókin yrði vel úr garði gerð enda tókst það. Einn er þáttur í lífi Karvels sem vert er og gaman að segja frá. Það varðar jólagjafir. Á efri árum eyddi hann löngum stundum í að ganga frá þeim og fylgdi kynslóðunum eftir einni af annarri. ,,Pabbi minn, viltu ekki bara hætta þessu. Þetta er svo mikil vinna og umstang fyrir þig,“ sagði dóttir hans. Svarið var á þessa leið: ,,Jú, jú, nú er ég alveg hættur.“ Samt fór það svo að þessi orðheldni maður virtist hvað þetta varðaði hafa misst tökin á orðheldninni og þannig stóð í mörg ár. Allt líf Karvels einkenndist af æðruleysi og kjarki. Honum ægði fátt. Hann ók bíl fram á tíræðis aldur. Síðustu árin fór hann líklega ekki margar nýjar slóðir en þær kunnugu án þess að hika. Það var í örfá skipti að hann kom akandi til okkar hér í Reykjavík og tók því þegar ég bauðst til að snúast með hann um bæinn. Hann hefði líklega ekki beðið um það. Þegar hann var orðinn 95 ára koma hann akandi að Hlévangi í Keflavík og sagðist vera kominn til að vera. Eftir það ók hann ekki sjálfur. Hann var víðfrægur ræðumaður og greip oft til þess bæði í gamni og alvöru. Ég man eitt sinn þegar Stangveiðifélag Keflavíkur hélt árshátíð að hann var ræðumaður kvöldsins. Fólk engdist af hlátri með stórum bakföllum og trúlega hafa einhverjir efast um það áður en lauk að hláturinn lengdi lífið. Í annað sinn fregnaði ég að á aðal- fundi stórra landssamtaka hafi menn skipst svo í andstæðar fylkingar að við lá að menn segðu sig úr lögum hverjir við aðra. Þá steig hann í ræðustól og smurði saman fylking- arnar svo enn er heilt löngu síðar. Hann mun hafa stundað það í upp- vextinum að efla sjálfan sig bæði til sálar og líkama og greip þá oft til fornsagna. Ekki hefði Grettir guggn- að fyrir þess, mælti hann stundum við sjálfan sig og þá gekk betur. Hann var líka mikill trúmaður og eitt sinn þegar öll sund virtust lokuð varðandi heilsufar dóttur hans sagði hann svo ég heyrði að hér gæti eng- inn bjargað nema Guð almáttugur. Ég trúi að það hafi verið rétt og að hann hafi líka gert það. Ekki svo að skilja að aðrir hafi legið á liði sínu. Í því efni gerðu allir eins og þeir framast gátu. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Svona hefst eitt af merkiskvæðum Stefáns G. og mér þykir það hafa bærilega ræst hjá Karvel Ögmunds- syni. Hann byggði sér íbúðarhús í Ytri-Njarðvík og skírði Bjarg. Sú nafngift á sér upphaf í Grettissögu, ekki síst, að því er hann sagði mér. Við áttum saman ótal ánægju- stundir á vettvangi Íslendingasagna og raunar fleiri sagna enda brunn- urinn óþrjótandi. Hér verð ég að tína til eitt enn. Við sátum heima hjá hon- um og töluðum margt um bækurnar hans. ,,Þetta er það sem ég hefði helst viljað gera,“ mælti hann þá, og víst hefði margur þegið það, bæði börn og fullorðnir. Nú hefur hann kvatt okkur og við stöndum eftir og söknum en sættum okkur við orðinn hlut. Það er ekkert tóm í sál okkar. Fangið er fullt af minningum og lærdómi sem mun endast um ókomin ár. Að síðustu er svo þakkað fyrir liðna tíð og það hversu raungóður vinur hann var öllu okkar fólki. Sigurður Pálsson. ✝ ValgerðurSveinsdóttir fæddist á Grjótá í Fljótshlíð 18. apríl 1921. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 4. október síð- astliðinn. Foreldar hennar voru Sveinn Teitsson, f. 23. ágúst 1879, d. 28. septem- ber 1955, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð og Vilborg Jónsdóttir, f. 28. mars 1888, d. 31. mars 1966, hús- freyja á Grjótá og síðar á Eyrar- bakka. Systkini Valgerðar eru a) Ingunn Sveinsdóttir, f. 7. maí 1911, b) Þórunn, f. 27. febrúar 1913, d. 4. mars 1914, c) Teitur, f. 24. janúar 1917, og d) Helga, f. 8. október 1925, d. 30. október 1992. Fyrri maður Valgerðar var Magnús Kristjánsson, f. 22. febrúar 1918, d. 3. ágúst 1948, bifreiða- stjóri frá Merkisteini á Eyrar- bakka. Þau giftust 11. desember 1943. Börn þeirra eru: 1) Svanhild- ur, f. 25. júlí 1943 húsmóðir á Eyr- arbakka, maki Skúli Ævarr Steins- son, tamningamaður og reiðkennari. Börn þeirra: a) Magn- ús, f. 1963, hestabóndi í Svíþjóð, maki Anna Skúlason. Dóttir þeirra: Svanhildur. Dóttir Magnúsar með Elísabetu Steinunni Jóhannsdótt- ur: Jóhanna. Sonur hans með Odd- rúnu B. Bjarnadóttur: Teitur. b) Vilborg Þóra Ævarr, f. 1964 ust 18. nóvember 1950. Börn þeirra: 1) Magnús Karel, f. 10. apríl 1952 á Eyrarbakka sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, maki Inga Lára Baldvinsdóttir, starfsmaður Þjóðminjasafns Ís- lands. Sonur þeirra Baldvin Karel, f. 1985, nemi. 2) Sigríður Ingibjörg, f. 30. júlí 1960 húsmóðir í Kópa- vogi. Maki I: Finnur Kristjánsson sjómaður á Eyrarbakka. Þau skildu. Sonur þeirra Hannes Finns- son, f. 1978, sölumaður í Kópavogi, sambýliskona Eva Björk Sveins- dóttir. Maki II: Einar Ingi Jónsson. Þau skildu. Dóttir þeirra Sonja, f. 1987 nemi. Sambýlismaður Baldvin Þór Heiðarsson. Þau skildu. Fóst- urdóttir þeirra er Ásgerður Lilja Aðalsteinsdóttir, f. 1994. Valgerður ólst upp á Grjótá í Fljótshlíð. Hún var um hríð í skóla Árnýjar Filippusdóttur í Hvera- gerði. Líkt og þá tíðkaðist var hún í vist á yngri árum; í tvígang í Vest- mannaeyjum en einnig í Reykjavík. Fyrir hvatningu húsbænda sinna þar fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Valgerður var búsett á Eyrarbakka frá 1943 og stundaði þar ýmsa almenna verkamanna- vinnu samhliða húsmóðurstörfum. Lengi starfaði hún við þrif í Barna- skólanum á Eyrarbakka. Valgerð- ur var virk í félagsstarfi. Hún var fyrst kvenna kjörin sem aðalmaður í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps og sat í henni 1970–74. Hún var um áratugi félagi í Kvenfélaginu á Eyrarbakka og var formaður þess um skeið. Hún vann kvenfélaginu allt sem hún mátti og var kjörin heiðursfélagi þess árið 2001. Útför Valgerðar verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. íþróttakennari í Reykjavík. c) Gróa Jakobína, f. 1965 starfsmaður Dvalar- heimilisins Sólvalla á Eyrarbakka, maki Gunnar Erlingsson. Börn þeirra Erling, Davíð og Valgerður. Dóttir Gróu með Val- garði Sigurðssyni: Svanhildur. d) Steinn Ævarr, f. 1970 hesta- bóndi á Stokkseyri, sambýliskona Jessica Linnéa Dahlgren. Sonur þeirra Alex Freyr. Sonur Steins með Helenu Marteinsdóttur: Skúli. 2) Sveinn, f. 3. júní 1947 skip- stjóri á Eyrarbakka, maki Rann- veig Sverrisdóttir, starfsmaður Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Synir þeirra: a) Val- geir, f. 1971 sjómaður á Eyrar- bakka, maki Guðlaug Anny Guð- laugsdóttir. Synir þeirra: Rúnar Sveinn, Kristján Ingi og Alex Snær. b) Kjartan Ingi, f. 1975 sjómaður á Eyrarbakka, maki Kristina Sveins- son. Börn þeirra: Sindri Ívan og Ingunn. c) Sverrir, f. 1979, smiður á Stokkseyri, sambýliskona Lena Dögg Vilhjálmsdóttir. Börn þeirra: Aron Ingi, Skúli Dan og Selma Dögg. d) Magnús Þórir, f. 1987 sjó- maður á Eyrarbakka. Seinni maður Valgerðar var Hannes Þorbergsson, f. 5. nóvem- ber 1919, d. 15. október 2003, bif- reiðastjóri á Eyrarbakka. Þau gift- Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin hljóð. Fennir yfir orðasennur, eftir lifir minning góð. Þannig yrkir Matthías um alda- mótin 1900. Efnið er enn í gildi um nýliðin aldamót og mun trúlega verða um aldir meðan mannkyn hrærist. Tímahjólið rennur án afláts og öll- um er afmörkuð stund. Í þetta sinn hefur stundaglasið hennar Völu vin- konu minnar á Eyrarbakka runnið sitt skeið. Við urðum kunnugar fyrir rúmri hálfri öld, og ekki man ég eftir nein- um hávaða eða orðasennum. En vin- kona mín hafði sínar ákveðnu mein- ingar og kom ýmsu í framkvæmd án hávaða. Það var hennar verk að koma á fót vinnuhópi Kvenfélags Eyrarbakka sem vann af krafti árum saman að undirbúningi fyrir hinn árlega basar félagsins. Aldrei verða reiknuð þau spor eða lykkjur sem þar voru tekn- ar. Því síður þær notalegu stundir er hópurinn kom saman, í áraraðir, létt- ur í lund og fullur af áhuga. Það mátti ganga að því vísu er haustaði að Valgerður tók upp tólið og sagði eitthvað á þessa leið: „Eig- um við ekki að byrja hjá mér?“ Und- an því skoraðist að sjálfsögðu engin af þessum níu kvenna hópi á besta aldri. En – aldir renna – og smám saman rifast seglin. Orðasennur gleymast, hafi þær einhverjar verið. – Eftir lifir minn- ingin góða. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að vera tekin með í hópinn, þótt ég væri flutt í burtu. Það var ekkert vandamál. Hjá Völu og Hannesi beið mín ætíð uppbúið rúm og opinn faðmur. Á nóttum ræddum við margt og urðum með tímanum nánar vinkonur. Við hjónin, vinnuhópurinn og aðrir kunnugir sakna vinar í stað. Blessuð sé minning Valgerðar og eiginmanns hennar, Hannesar Þor- bergssonar, sem látinn er fyrir tveimur árum. Blessun fylgi ástvinum þeirra og frændgarði öllum. Í Guðs friði. Anna Sigurkarlsdóttir. Elsku amma, alltaf er það jafn erf- itt þegar einhver kveður okkur, en svona er víst tilgangur lífsins. Okkur langar bara til þess að þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við fengum að eiga með þér, minningin sem við munum alltaf eiga er hversu glaðlynd og góð þú varst. Við kveðjum þig með þessum fallegu orðum hér að neðan. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Elsku amma, hvíl í friði. Svanhildur, Erling, Davíð og Valgerður. Valgerður Sveinsdóttir á Eyrar- bakka er látin. Árum saman höfum við oft notið samvista við hana enda mamma eins besta vinar okkar. Á þessari stundu vil ég þó fremst minnast okkar skemmtilegu sam- vista í Búlgaríu fyrir nær tveimur áratugum. Farin var ferð undir stjórn Magnúsar Karels þar sem hver og einn sem vettlingi gat valdið af eldri borgurum Árnessýslu sam- einaðist í ferð með eldri borgurum frá Keflavík og varð þetta í heildina hundrað manns sem í þrjár vikur kom sér fyrir í litlum sumarleyfisbæ suður við Svartahaf. Valgerður var þar hrókur alls fagnaðar. Magnús stóð í miklum útréttingum nær dag- lega og var það ýmislegt spaugilegt, eins og gengur, sem kom upp á. Val- gerður lenti persónulega líka í ýmsu spaugilegu og hafði gaman af árum saman. Nýlega vorum við að rifja upp spennuna og prakkaraskapinn í sambandi við að fara og skipta doll- urum á afviknum stöðum. Valgerður var mikill húmoristi og á sinn fín- stemmda og rólega máta tókst henni að gera góðar sögur enn betri. Þeir sem tóku þátt í þessu ævintýri á heilsustöðinni í Búlgó gleyma því nú líklega aldrei þegar menn fóru til þess að láta mæla í sér sjónina og fengu þessi fínu vottorð fyrir innan við hundrað íslenskar krónur, en þá kom upp vandamálið að það var ekki hægt að kaupa gleraugu í sama bæ. Magnús Karel dreif sig á háværri leigðri Lödu með fullan bíl af sjón- skertum gamalmennum til Gullnu strandarinnar en þar var lítil gler- augnabúð sem allir þráðu að komast í. Þetta var fyrir tíma bensínstöðv- argleraugnanna. Nú kveðjum við Valgerði Sveins- dóttur með söknuði og verðum sjálf að setjast niður og rifja upp allar þessar ótrúlegu sögur sem hún hafði svo gaman af að endurlifa. Ég sé ljóslifandi fyrir mér hvað hún hló innilega þegar sveitungi hennar einn, sem var með íslenskt nesti með sér allan tímann, fór á stúfana í leit að varahlutum í Löduna sína, og hvíslaði að lækni heilsustöðvarinnar hvort hann gæti nokkuð sprautað náttúru aftur í frúna. Næstu daga fór frúin á hverjum degi til sprautu og hélt að það væri vítamín sem það auðvitað bara var, en eiginmaðurinn varð spenntari og spenntari með hverjum deginum enda glaðbeittur bóndi á níræðisaldri sem sagði öllum sín leyndarmál nema frúnni. Börnum, tengdabörnum og barna- börnum Valgerðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum margar góðar sam- verustundir. Blessuð sé minning hennar. Elísabet Brekkan og fjölskylda. VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Karvel Ögmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar þeirra eru: Konráð Lúðvíksson, Kristján Pálsson, Böðv- ar Jónsson, Sólmundur Tr. Einars- son og Karvel Strömme og fjölsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.