Morgunblaðið - 17.10.2005, Side 52

Morgunblaðið - 17.10.2005, Side 52
52 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURGATA Nýkomið í einkasölu gott eldra einbýli í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið er alls 121 fm, allt endurnýjað jafnt að utan sem að innan. Mjög fallegar upprunalegar gólffjalir á gólfum sem búið er að gera upp á glæsilegan hátt. Stór og góður sólpallur til suðurs. Glæsilegt eldra hús á þessum vinsæla stað sem vert er að skoða. LÆKJARBERG Nýkomið í einkasölu glæsilegt ca 200 fm einlyft einbýli ásamt innbyggðum bílskúr á glæsilegum stað í Hafnarfirði við Lækinn neðst í Setberginu. Fallegar innréttingar og gólfefni, gegnheilt parket. Mjög fallegur garður. Mjög rólegur og friðsæll staður. Verð 59,8 millj. KLUKKUBERG Nýkomið í sölu glæsilegt ca 410 fm hús á einum glæsileg- asta útsýnisstað í Hafnarfirði. Húsið er pallbyggt og býður upp á mikla möguleika. Tvær samþykktar íbúðir eru í húsinu. Mjög falleg hönnun, góðar stofur og mörg herbergi. Allar nánari upplýsingar á www.fasteignastofan.is. VESTURGATA Nýkomið í einkasölu glæsilegt 149 fm tvílyft einbýli á góðum stað í vesturbænum í Hafnar- firði. Húsið er mjög glæsilegt í alla staði og hefur verið „nostr- að“ við það jafnt að utan sem að innan. Glæsilegar innrétting- ar og gólfefni. Verð 35 millj. HOLTSBÚÐ - GARÐABÆ Nýkomin í einkasölu mjög gott og vel staðsett tvílyft einbýli í Garðabænum. Húsið er alls 294 fm, þ.m.t. innbyggður 47 fm bílskúr. Einstaklega góð staðsetning. Möguleiki er á að hafa tvær íbúðir. Óskað er eftir tilboðum í eignina. HEIÐVANGUR Vorum að fá í sölu lítið en afar huggulegt einbýli á þessum frá- bæra stað í Norðurbænum. Húsið er alls 150 fm með bílskúr og er umlukið mjög fallegum trjágarði. Frábær staðsetning í botnlanga þar sem er stutt í skóla og leikskóla. Afar barnvænt umhverfi. Verð 37,9 millj. HÖRGSHOLT Vorum að fá í einkasölu gullfal- legt parhús á einni hæð. Húsið er alls 190 fm, þar af bílskúr 28 fm. Afar skemmtileg hönnun er á húsinu og m.a. er hátt til lofts í nánast öllum rýmum. Parket og flísar eru á öllum gólfum. Svefn- herbergin eru fjögur og eldhús mjög rúmgott. Falleg og ræktuð lóð sem er auðveld í viðhaldi. Húsinu hefur ávallt verið haldið vel við og lítur mjög vel út. Verð 38,5 millj. GRÆNAKINN Vorum að fá í einkasölu báðar íbúðirnar í þessu fallega tvíbýl- ishúsi í Kinnunum og því góður möguleiki á að breyta húsinu í einbýlishús. Íbúðirnar eru rúm- lega 80 fm hvor um sig og í góðu ástandi. Heildarstærð hússins er þó ca 180 fm með sameign. Neðri hæðin er 4ra herb. en sú efri 3ja. Neðri íbúð var mikið tekin í gegn fyrir 8-9 ár- um. Mjög góður garður, skjólríkur og með góðum palli. Nánari upplýsingar á Fasteignastofunni. MIÐVANGUR Nýkomin í sölu mjög falleg og mikið endurnýjuð íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Fjölbýlið allt klætt að utan með áli, yfir- byggðar svalir. Parket og flísar á gólfum, nýleg glæsileg eld- húsinnrétting. Gott sjónvarpshol og þvottaherbergi í íbúð. Verð 23,9 millj. LYNGBERG Vorum að fá i einkasölu einstak- lega fallegt 153 fm einlyft ein- býli með innb. 36 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Setberg- slandi. Glæsilegur og skjólgóð- ur garður. Baðherbergi allt ný- endurnýjað, mjög gott skipulag. Verð 38,9 millj. BREIÐVANGUR Vorum að fá í einkasölu fallega 3ja herbergja íbúð, 90 fm auk geymslu, í Norðurbænum. Blokk sem alltaf hefur verið í góðu standi. Falleg og vönduð gólfefni eru á íbúðinni. Baðher- bergi endurnýjað fyrir ca 6 ár- um. Þvottahús í íbúð. Verð 16,9 millj. HOLTSGATA Vorum að fá í einkasölu 65 fm, 3ja herb. risíbúð á góðum stað í göngufæri við daglega þjón- ustu, m.a. miðbæinn. Íbúðin hefur verið endurnýjuð talsvert, m.a. eldhús og bað. Skipulag er mjög gott og íbúðin er ekki mik- ið undir súð. Hús að utan virðist í fínu lagi sem og gler og glugg- ar. Góð íbúð fyrir unga fólkið. Verð 15 millj. BLIKAÁS Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 70 fm íbúð með sérinn- gangi á jarðhæð í litlu sex íbúða fjölbýli. Skemmtileg og vönduð íbúð með parketi og flísum á gólfum og rúmgóðu herbergi. Fjölbýlið er klætt að utan og stór, afgirt verönd til suðvest- urs. Verð 16,9 millj. BURKNAVELLIR Vorum að fá í einkasölu mjög fallega íbúð á 2. hæð í klæddu fjölbýli á Völlunum. Eignin er alls 88 fm, 3ja her-bergja og skemmtilega hönnuð. Sérinn- gangur af svölum sem eru lok- aðar með öryggisgleri. Glæsi- legar innréttingar úr kirsu- berjaviði. Verð 18,9 millj. ff.is Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með und- irritun sinni. Allar breytingar á sölu- samningi skulu vera skriflegar. Í sölu- samningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuld- bindur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einn- ig við, þegar eignin er boðin fram í makaskiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fasteignasölum en einum. Söluþókn- un greiðist þeim fasteignasala, sem selur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé aug- lýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýs- ingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dag- blaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskatt- skyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölu- samningi er breytt í almennan sölu- samning þarf einnig að gera það með skriflegum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fast- eignasalans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 1000 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fast- eignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríkisins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýs- ingu húsfélags um væntanlegar eða yfirstandandi framkvæmdir. Formað- ur eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fasteignasala í þessu skyni. Minnisblað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.