Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 33 UMRÆÐAN Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • Munaður á myrkum kvöldum • Litið inn í lúxusíbúð • Rautt og rómantískt • Lystilega ljúfir réttir Lifun er dreift í 60.000 eintökum og áttunda tölublaðið í ár kemur út laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 2. nóvember Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is svarthvítir straumar stílhreint eldhús list eða hönnun? skák smáhlutanna nýtt og notalegt spennandi haustkrásir syndsamleg súkkulaðimús lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 07 2005 Í MORGUNBLAÐINU í gær var fyrri hluti greinar minnar um sjáv- arútvegsmál og jafnframt komið inn á mál er voru rædd í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins, ásamt því að kynna nokkur atriði er voru sam- þykkt í ályktun sjáv- arútvegsnefndar Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Hér kemur seinni hluti greinar- innar, en ítarlegri út- gáfu má einnig finna á vef Morgunblaðsins, www.mbl.is/greinar. Gegnsætt stjórnkerfi Í ályktun landsfund- arins kom fram að það þurfi að gera sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi, m.a. með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun. Hér er tekin meira afger- andi afstaða í þessum málum en oft áður í ályktun landsfunda Sjálfstæð- isflokksins. Oft hefur verið rætt um að of mikil samþjöppun hafi átt sér stað í sjávar- útvegi, en það er liðin tíð. Mun meiri samþjöppun ríkir í flestum öðrum at- vinnugreinum, en það heyrist minna rætt í þjóðfélaginu. Veiðigjaldið Með lögum um veiðigjald var þess freistað að koma til móts við gagnrýni á fyrirkomulag við fiskveiðistjórnun. Veiðigjaldið átti að vera sáttalausn, en sjávarútvegurinn er eina atvinnu- greinin sem ekki nýtur jafnræðis á við aðrar atvinnugreinar að vera með sérstakar álögur á sér. Aðrar at- vinnugreinar greiða eingöngu tekju- skatt ef þær eru reknar með hagnaði, en það gerir sjávarútvegurinn jafn- framt. Í landsfundarsamþykkt segir „að löggjafanum beri á hinn bóginn að tryggja sjávarútveginum jafnræði á við aðrar greinar og ekki séu gerðar til hennar ríkari skyldur um opinber gjöld en annarra at- vinnugreina sem nýta auðlindir, ella falli gjald- ið niður“. Lykilhlutverk stjórnenda og starfsmanna Í landsfundar- samþykkt segir. „Ís- lenskur sjávarútvegur hefur á undanförnum árum gengið í gegnum miklar breytingar, sem hafa miðað að því að auka hagkvæmni og skapa jákvæða ímynd á erlendum mörkuðum. Kaupendur íslenskra sjávarafurða nota í auknum mæli ís- lenska matvælavinnslu og veiðar sem dæmi um sjálfbæra þróun auðlindar. Enn sem komið er á þetta hugarfar hins vegar síður við um almenning á Íslandi. Það verður að vera forgangs- verkefni fyrirtækja og stjórnvalda á hverjum tíma að greinin hafi á sér já- kvæða ímynd og njóti sannmælis. Hér gegna stjórnendur og starfs- menn sjávarútvegsfyrirtækja lyk- ilhlutverki.“ Umgengni um auðlindina Ein ríkasta skylda útgerðarinnar, sjómanna og stjórnvalda er að ganga vel um auðlindina og nýta hana á sjálfbæran hátt. Ákvarðanir sem snerta lífríki hafsins verða að byggj- ast á traustum vísindalegum grunni. Mikilvægustu atriðin þar snerta haf- rannsóknir og ráðgjöf um heildarafla hverju sinni en eins má nefna þætti sem snerta veiðarfæri, svæðalokanir o.fl. Hafrannsóknastofnun gegnir lyk- ilhlutverki á sviði haf- og fiskirann- sókna. Nauðsynlegt er að starfsemi stofnunarinnar sé jafnan með þeim hætti að hún njóti trausts og víðtæks stuðnings almennings, sem og meðal þeirra sem starfa í greininni. Ítrek- aðar eru fyrri ályktanir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að mikilvægt sé að hyggja að fjölbreyttari haf- og fiskirannsóknum, meðal annars með því að gefa fleiri rannsóknaraðilum kost á að nýta gögn Hafrann- sóknastofnunar, taka þátt í rann- sóknum og virkja meðal annars há- skólaumhverfið í ríkari mæli. Loðnan og þorskurinn Þegar rætt er um loðnustofninn þá er hann annars vegar mikilvægur sem veiðistofn og hins vegar und- irstaða í fæðu þorsksins. Mikið hefur verið rætt um sumarveiðar á loðnu, flottrollsveiðar á loðnu og áhrif veið- anna á uppbyggingu þorskstofnsins. Í ályktun landsfundar segir. „Fund- urinn fagnar því að rannsóknir hefjist á áhrifum flottrollsveiða á loðnuna. Jafnframt er áhersla lögð á að veiðar á loðnu og öðrum nytjastofnum fari ætíð þannig fram að það sé í sam- ræmi við æskilegt veiðiálag og að nægilegt fæðuframboð sé til staðar. Þorskurinn hefur haft takmarkaðan aðgang að loðnu á undanförnum ár- um. Loðnan hefur haldið sig langt ut- an við íslenska landgrunnið og þar af leiðandi hafa mælingar og veiðar ekki verið sem skyldi.“ AVS-sjóðurinn Árni M. Mathiesen beitti sér fyrir því að stofnaður var rannsókn- arsjóður sem hafði það verkefni að auka virði sjávarafurða (AVS). Með þessum sjóði er tekið mikið frum- kvæði og aðilum sem hafa kjark og þor til þess að koma hugmyndum sín- um á framfæri mætt með mótfram- lagi úr sjóðnum. Landsfundur fagnar þessu mikilvæga frumkvæði sjávar- útvegsins, en skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2006 er gert ráð fyrir 210 millj- ónum í AVS-sjóðinn. Lokaorð Ég hef oft verið spurður að því sem formaður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, hvort lokun á sóknardagakerf- inu þýði ekki að þetta sé fyrsta skref- ið í að sameina aflamarkskerfið og krókaaflamarkskerfið í eitt kerfi. Svarið við þessu er Nei, ekki meðan ég er í þessari stöðu og ég veit að bæði núverandi og fráfarandi sjáv- arútvegsráðherra hafa báðir hafnað þessu. Það er styrkleiki fyrir stóra út- gerðaraðila að hafa smábátana og einyrkjana við hliðina á sér í þessu kerfi. Veikleiki kerfisins er sú óvissa sem enn ríkir, þ.e að þessi atvinnu- grein sé boðin upp í alþingiskosn- ingum á fjögurra ára fresti, þegar sumir stjórnmálaflokkar koma með mjög óábyrgar tillögur um breyt- ingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Það þarf að koma í veg fyrir að slíkur gjörningur gæti gerst á Alþingi. Góð samstaða í sjávarútvegsmálum Guðjón Hjörleifsson skrifar um sjávarútvegsmál í tilefni af ný- afstöðnum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins ’Ein ríkasta skylda út-gerðarinnar, sjómanna og stjórnvalda er að ganga vel um auðlindina og nýta hana á sjálf- bæran hátt.‘ Guðjón Hjörleifsson Höfundur er alþingismaður og for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Meira á mbl.is/greinar Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu kr. 6.900                       Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.