Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 35

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 35 UMRÆÐAN Flutt í Mörkina 1 HAUSTÚTSALA! Árleg bókaútsala SKJALDBORGAR hefst 28. október 2005 Eitthvað fyrir alla. Verð í algjöru lágmarki og bónus við magnkaup. Gríptu bókina, jólin nálgast. Skjaldborg – Mörkinni 1 – sími: 588 2400 Netfang: skjaldborg@skjaldborg.is OPIÐ: Virkadag a: 9-17 Laugarda ga: 10-1 7 Sunnuda ga: 13-1 7 Á VETTVANGI Norðurlandaráðs sem þingaði í Reykjavík í þessari viku voru málefni sem varða öryggi óbreyttra borgara meðal annars til umræðu. Norð- urlandaráð hefur lengi beitt sér fyrir auknu samstarfi norrænu ríkjanna um mál sem varða fyrirbyggjandi að- gerðir gegn átökum á hættusvæðum með frið- argæslu og borgara- legum aðgerðum. Sam- ræming neyðaraðstoðar á hamfarasvæðum komst á dagskrá ráðsins eftir flóðin miklu í Suð- austur-Asíu um jólin í fyrra en sem kunnugt er aðstoðuðum við Íslendingar við brott- flutning sænskra borgara af hamfara- svæðunum í Taílandi. Í kjölfarið hefur farið fram mikil umræða bæði í lönd- unum og á vettvangi Norðurlandaráðs um nýtt hættumat og ógnir sem steðja að samfélögum og borgurum Norð- urlanda. Breytt heimsmynd Hryðjuverkaárásirnar á London á liðnu sumri, sem beindust að breskum almenningi, óbreyttum borgurum, færðu okkur í enn eitt skipti heim sanninn um að öryggisumhverfi Vest- urlanda hefur gjörbreyst frá því á tím- um Kalda stríðsins. Öryggisógnir þess tímabils fólust fyrst og fremst í hefð- bundnum hernaðarógnum, með til- heyrandi vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna, en núverandi hættur eru bæði mun margbreytilegri og ófyr- irséðari. Þeim verður hvorki mætt með vopnuðum hermönnum á landa- mærum ríkja eða herþotum sem sveima innan lofthelgi. Hefðbundnar hernaðarógnir eru vissulega enn fyrir hendi en hinar ósamhverfu öryggis- ógnir samtímans felast fyrst og fremst í hryðju- verkum, átökum innan einstakra ríkja, skipu- lagðri glæpastarfsemi, náttúruhamförum, um- hverfisslysum og far- sóttum að ógleymdri fá- tækt og flóttamanna- straumum. Stöðug- leikinn í alþjóða- samfélaginu og öryggi óbreyttra borgara bygg- ist í dag ekki síst á því að koma á lýðræði og efla pólitískan, efnahagslegan og fé- lagslegan stöðugleika og jöfnuð sem víðast á byggðu bóli, því staðreyndin er sú, að einræðisstjórnarfar, misrétti, fátækt og kúgun í fjölmörgum ríkjum heims felur í sér frjóan jarðveg fyrir öfgahópa og hryðjuverkaöfl. Endurskilgreining og endurmat Víða á Vesturlöndum vinna nú sér- fræðingar að því að endurskilgreina og endurmeta öryggishugtakið og draga upp heildarmynd af þeim ógnum sem við blasa, samspili þeirra og helstu or- sökum. Það er ein meginforsenda markvissra aðgerða og viðbúnaðar stjórnvalda til að geta tryggt öryggi alls almennings heima og heiman. Samhliða er víða unnið að því að end- urskipuleggja og samhæfa viðbrögð ríkja svo sem með fyrirbyggjandi að- gerðum á borð við herta landamæra- gæslu, auknu löggæslusamstarfi yfir landamæri, friðargæslu á átakasvæð- um, og alþjóðlegri samstöðu í barátt- unni gegn hryðjuverkahópum. Í því til- liti er mikilvægt að hafa í huga að viðbúnaður gegn nýjum ógnum brjóti ekki gegn grunngildum réttarríkisins, frelsi einstaklingsins og mannrétt- indum. Baráttan má ekki leiða til þess að grunngildum sé fórnað. Rannsóknir, greiningar- vinna, samstarf Frændþjóðir okkar á Norðurlönd- unum hafa á undanförnum árum unnið að endurskipulagningu öryggismála sinna. Má sem dæmi nefna að í Svíþjóð vinnur varnarmálanefnd að stefnu- mörkun um hvernig efla má viðbúnað samfélagsins gagnvart ógnum sam- tímans og hvers kyns hættuástandi framtíðarinnar. Þá er horft jafnt til ógna innan frá og utan og ætlunin að útlista valkosti sem byggja jafnt á hernaðarlegum og borgaralegum að- gerðum og viðbúnaði. Öryggisumræðan hér á landi snýst einkum um varnarsamstarfið við Bandaríkin og endurskoðun á fram- kvæmd varnarsamningsins. Vilja Bandaríkjamanna, til þess að draga úr viðbúnaði varnarliðsins hér á landi, ber að skoða í ljósi hinna breyttu aðstæðna í öryggismálum enda hefur stórfelld endurskoðun átt sér stað á skipulagi og hlutverki herafla Bandaríkjanna í takt við breytt umhverfi. Enda þótt varnarsamstarfið við Bandaríkin og aðildin að NATO séu óumdeilanlega kjölfestan í öryggismálum okkar Ís- lendinga þá er full ástæða til að um- ræða um hérlend öryggismál fari fram á breiðari grunni og reynt verði að skilgreina stöðu landsins og getu til að bregðast við ólíkum ógnum og áföllum. Í leiðara Morgunblaðsins 30. júní sl. er því slegið fram að forsendur skýrr- ar stefnumörkunar í öryggis- og varn- armálum séu markvissar rannsóknir og fræðimennska. Íslendingar stunda engar rannsóknir eða fræðimennsku á þessu sviði, hvorki einir eða í samstarfi við aðrar þjóðir. Hér áður fyrr gegndi sérstök nefnd sem kennd var við ör- yggismál þessu hlutverki að einhverju leyti en hún var lögð niður í lok kalda stríðsins. Ef til vill var þá gengið full hratt til verks. Í það minnsta virðist full ástæða nú til að taka það til ræki- legrar skoðunar að skapa vettvang og koma á fót markvissri vinnu við að fjalla á breiðum grunni um öryggi Ís- lands og þær ógnir sem geta steðjað að íslenskum almenningi, eins og óbreyttum borgurum annars staðar. Sérstök íslensk rannsóknarstofnun á þessu sviði er hugsanlega ekki raun- hæft markmið en að minnsta kosti þarf að tryggja aðkomu okkar að rannsóknar- og greiningarvinnu sem fram fer annars staðar og náið sam- starf við aðrar þjóðir, þær sem standa okkur næst og tengjast okkur sterk- ustu böndunum. Ógnir og öryggi óbreyttra borgara Jónína Bjartmarz skrifar um öryggismál ’Sérstök íslensk rann-sóknarstofnun á þessu sviði er hugsanlega ekki raunhæft markmið en að minnsta kosti þarf að tryggja aðkomu okkar að rannsóknar- og greiningarvinnu …‘ Jónína Bjartmarz Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.