Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 46

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Skógrækt á Jarlsstöðum í Aðaldælahreppi 580 kW virkjun í landi Gríshóls í Helga- fellssveit Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 25. nóv- ember 2005. Skipulagsstofnun. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Geir Rögnvaldsson erindi: „Heims- mynd bókanna — Samræður við Guð“ í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Emils S. Björns- sonar sem stýrir smiðju um and- leg viðfangsefni. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Á sunnudögum kl. 10 er hug- leiðing með leiðbeiningum. Starfsemi félagsins er öllum opin. http:/gudspekifelagid.is I.O.O.F. 1  18610288  I.O.O.F. 12  18610288½  9.I. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 Seyðisfjörður | Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði hef- ur boðað til fundar um málefni minnisskertra einstaklinga og að- standenda þeirra n.k laugardag. Í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að málefni aldraðra hafi verið talsvert áberandi í samfélagsumræðunni síðastliðin ár. Bent hefur verið á marga vankanta í þjónustu við þennan hóp. Þjónusta við minnisskerta einstaklinga og aðstandendur þeirra tengist þessari umræðu svo og sá þáttur þjónustunnar sem snýr að íbúum dreifbýlisins. Frá árinu 1998 hefur verið starfandi við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði sérdeild fyrir minnisskerta. Þar eru í boði hvíld- arinnlagnir í 4-6 vikur, skammtímainnlagnir, þar sem mat og ráðleggingar eru veittar og einnig hefur verið boðið upp á dag- vistun. Aðalstarfsemin lýtur þó að þjónustu við þá einstaklinga sem þar búa. Deildin hefur þjónað öllum fjórðungnum og hefur starfsemin þar fengið jákvæð viðbrögð sérfræðinga í öldrunar- lækningum. Starfsfólk deildarinnar hefur jafnan lagt mikið upp úr faglegri umönnun skjólstæðinga sinna sem og góðri samvinnu við aðstandendur þeirra sem þar dvelja. Ekki hefur verið um að ræða formlegt samband milli aðstand- enda minnisskertra á Austurlandi. Starfsfólk deildarinnar hefur hug á að kanna hvort áhugi fyrir slíku sambandi sé fyrir hendi og einnig að kynna það starf sem fram fer á Seyðisfirði. Einnig að leggja mat á þörf fyrir víðtækari þjónustu við minnisskerta og aðstandendur þeirra í fjórðungnum. Af því tilefni var ákveðið að efna til fundar um málefni minnisskertra og aðstandenda þeirra á Austurlandi. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar- innar á Seyðisfirði laugardaginn 29. október n.k. og hefst kl. 14, segir í tilkynningunni. Málefni minn- isskertra rædd JARÐHITAFÉLAG Íslands, Orku- stofnun og Íslenskar orkurannsókn- ir halda málþing til minningar um dr. Guðmund Pálmason 2. nóvember kl. 13 í nýjum sal í Orkugarði, Grens- ásvegi 9. Guðmundur fæddist 1928 og lést 2004. Hann nam eðlisfræði í Svíþjóð og Bandaríkjunum, en ævistarf hans sem forstöðumanns jarðhitadeildar Orkustofnunar sneri að jarðeðlis- fræði og nýtingu jarðhita. Rann- sóknir hans, sem skýrðu megin- drætti í jarðskorpu landsins og gliðnunarbeltum landrekshryggja, öfluðu honum víðtækrar viðurkenn- ingar. Undir forustu Guðmundar urðu miklar framfarir í rannsóknum og nýtingu jarðhita hér á landi, að því er segir m.a. í fréttatilkynningu. Guðmundur tók mjög virkan þátt í alþjóðasamstarfi á sviði jarðhita og jarðskorpurannsókna. Í apríl 2003 var hann kjörinn heiðursfélagi Jarð- hitafélagsins. Á málþinginu munu fimm nánir samstarfsmenn hans og vinir fjalla um nokkur sér- svið þar sem Guð- mundur markaði mikilsverð spor. Ólafur G. Flóvenz ræðir um fræði- manninn Guð- mund, Sveinbjörn Björnsson um hin víðtæku alþjóða- samskipti hans, Valgarður Stefánsson um stjórnand- ann og Friðrik Ólafsson um skák- manninn Guðmund. Að lokum mun Benedikt Steingrímsson sýna mynd- ir úr lífi og starfi Guðmundar. Síðasta stórverk Guðmundar var að skrifa bók, sem hann nefndi Jarð- hitabók – Eðli og nýting auðlindar. Bókin kom út fyrr á þessu ári hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Bókin verður til sýnis og sölu (á til- boðsverði) í kaffihléinu. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn. Þátttakend- ur ská sig hjá Orkustofnun í síma 569 6000, netfang: os@os.is. Málþing til minningar um Guðmund Pálmason Guðmundur Pálmason NÝVERIÐ var opnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn skartgripaversl- unin SMAK þar sem seldir eru handsmíðaðir gull- og silfurskart- gripir frá Jens í Kringlunni, en verslanirnar eru báðar reknar af Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmið. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið hafi í gegnum tíðina þróað sérstakan stíl sem meðal annars sé sóttur í ís- lenska náttúru og því sé vonast til að hann skapi nokkra sérstöðu á dönsk- um markaði. SMAK er til húsa í Skoubougade 1 við Strikið, við hliðina á Café Glace. Á þessum stað hafa verið starf- ræktar skartgripaverslanir í meira en 100 ár, þar á meðal Ballin og Georg Jensen. Rekstur verslunar- innar er í höndum Ingibjargar Snorradóttur, sem stundar nám við viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn. Jens opnar verslun í Kaupmannahöfn EGGERT Páll Ólafsson sem gefur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík í vor, opnar í dag, föstudaginn 28. október kl. 17, kosningamiðstöð að Sætúni 8, við hliðina á Heimilis- tækjum. Boðið er upp á léttar veit- ingar. Opið verður daglega í kosn- ingamiðstöðinni fram að próf- kjörinu frá kl 14 og þar til síðasti maður fer. Opnar kosningamiðstöð Ein áskrift... ...mörg blöð Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur. Ertu nokkurn tímann alveg viss? Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is Fim 27.okt kl. 20 UPPSELT Fös 28. okt kl. 20 UPPSELT Lau 29. okt. kl. 20 UPPSELT Sun 30. okt. kl. 20 AUKASÝN.UPPSELT Fös 4. nóv. kl. 20 UPPSELT Lau 5. nóv kl. 20 UPPSELT Lau 5. nóv. kl. 23.30 AUKASÝN.örfá sæti laus Sun 6. nóv. kl. 20 AUKASÝN.í sölu núna Lau 12. nóv. kl. 21. UPPSELT Fös 18.nóv kl. 20 örfá sæti laus Lau 19. nóv kl. 19 örfá sæti laus Lau 19. nóv kl. 22 örfá sæti laus Sun 20. nóv kl. 20 UPPSELT “hættulega fyndið” - “hröð og þétt” - “fólk æpti í lokin” - “meistaralegt” - “aðra eins snilld hef ég ekki séð í langan tíma” Tryggðu þér miða í tíma! Takmarkaður sýningartími! Miðasala opin 13-17 og allan sólarhringinn á netinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.