Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 60

Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi GÁMUR fauk af vörubíl á Vesturlands- vegi í Kollafirði í gær og gekk illa að ná honum upp aftur vegna hvassviðris. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík er ljóst að bílstjór- inn læsti ekki gámnum á bílnum eins og honum er skylt að gera. Ekki hefði þurft að spyrja að leiks- lokum ef gám- urinn hefði fallið á bifreið sem komið hefði úr gagnstæðri átt. Lögreglan segir að þekkt séu dæmi þess að vörubílstjórar læsi ekki gámum við bíla sína þegar þeir þurfa að fara um í miklu hvassviðri, og í þeim fáu tilfellum sem þekkt eru er það vegna þess að þeir telja sig hólpnari ef gámurinn fýkur af en ef hann veltir vörubílnum. Lögregla hvetur bílstjóra til að huga vandlega að því hvort vegir séu færir vegna hvassviðris, því ef ekið sé um með gáma án þess að læsa þeim við vörubílinn sé verið að stofna öðrum vegfarendum í stórkostlega hættu. Vilja frekar að gámar fjúki af en bílar velti ELDRI borgarar í Kópavogi iðka sundleikfimi þrisvar í viku í Kópavogslaug. Líkamsþjálfun í vatni þykir mjög góð leið til að auka líkamsþol og styrk og iðkun hennar er einnig hressandi fyrir sálina, að ekki sé talað um ágæti þess að vera í góðum félagsskap. Morgunblaðið/Ásdís Sælar í sundleikfimi VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst hyggst taka upp kynjakvóta þannig að lágmarkshlutfall hvors kyns í deildum skólans sé 40%. Einnig ætlar skólinn að veita kon- um, í hópi útskrifaðra nemenda, sérstakan stuðning. Þetta kemur fram í nýrri jafnréttisáætlun sem háskólaráð Viðskiptaháskólans á Bifröst samþykkti í fyrradag. Þar segir að markmið skólans með áætl- uninni sé að jafna aðstöðu karla og kvenna innan háskólans, m.a. hvað varðar laun og önnur starfskjör, þátttöku í stjórnun og aðstöðu og tækifæri til náms. Stuðningurinn við brautskráðar konur frá skólanum mun annars vegar felast í samvinnu skólans við atvinnulífið og hins vegar að að- stoða þær við atvinnuumsóknir. „Við erum með gögn sem sýna að það er verulegur launamunur, um 50%, á heildarlaunum karla og kvenna sem hafa útskrifast frá okk- ur,“ sagði Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans. „Mun- urinn skýrist að verulegu leyti af því að karlarnir fara mun meira í stjórnunarstöður en konur.“ Runólfur taldi ástæður þess geta verið tvíþættar. Annars vegar að aðgengi karla að stjórnunarstöðum sé betra en kvenna. Hins vegar að konur sækist síður eftir slíkum störfum og geri minni kröfur en karlar. Runólfur sagði að svo virtist sem konur stæðu höllum fæti í atvinnu- lífinu, en karlar í menntakerfinu. Samkvæmt hinni nýju jafnrétt- isáætlun á bilið á milli hlutfalla kynjanna við inntöku nemenda í einstakar deildir skólans aldrei að verða breiðara en 40/60%. Jöfn kynjahlutföll í dag „Það er mikil ásókn í skólann. Fyrir þetta skólaár bárust rúmlega 500 umsóknir. Kynjahlutföll um- sækjenda í dag eru tiltölulega jöfn, þannig að þetta ákvæði skiptir ekki meginmáli nú. En það er engin trygging fyrir að svo verði í framtíð- inni,“ sagði Runólfur. „Við sjáum að almennt eru konur í miklum meiri- hluta í íslenskum háskólum. Við leggjum áherslu á að búa til breiðan nemendahóp á Bifröst, hvað varðar kynjahlutföll og aðra þætti. Nem- endur okkar vinna mikið í verkefna- vinnu og það er mikilvægt að það sé breidd innan slíkra hópa.“ Í fyrra voru karlar 49,5% nem- enda og konur 50,5% í Viðskiptahá- skólanum á Bifröst. Hlutföllin munu vera áþekk í ár. Samkvæmt upplýs- ingum frá nemendaskrá Háskóla Íslands voru konur 63,6% og karlar 37,4% nemenda skólans hinn 20. október síðastliðinn. Í Kennarahá- skóla Íslands eru konur í miklum meirihluta nemenda, eða 82,4%, og karlar 17,6% nemenda. Í Háskólan- um í Reykjavík eru karlar í meiri- hluta eða 59,6% og konur 40,4% nemenda skólans. Ný jafnréttisáætlun samþykkt fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst Kynjakvóti og konur studdar í atvinnuleit Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGURÐUR Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings banka, segir að þótt dótturfélag Kaupþings í Svíþjóð hafi ekki verið beitt sektum af sænska fjármálaeftirlitinu líti bankinn áminn- ingu þess alvarlegum augum. Morgunblaðið sagði í gær frá því að sænska fjármálaeftirlitið, FI, hefði veitt Kaupthing fonder, eigna- stýringarfélagi Kaupþings í Svíþjóð, áminningu. Málavextir voru þeir að í tveimur af sjóðum sínum hafði Kaup- thing fonder óskráð félag, Airsonett AB, sem á þriggja ára tímabili var reiknað inn í sjóðina miðað við kaup- verð. Virði félagsins hafði þá hins veg- ar lækkað verulega. „Þarna var sjóðstjóri sem var að gera hluti sem hann átti ekki að gera. Við tökum afleiðingunum af því og maðurinn er ekki lengur starfandi hjá fyrirtækinu,“ segir Sigurður. „Því er hins vegar ekki að leyna að í sjóðnum viðgengust ákveðnar starfs- aðferðir sem ekki voru í lagi, fyrir- tækið hefur gengist við því og starfs- reglum fyrirtækisins hefur verið breytt.“ Sigurður segir fjárhagslegt um- fang málsins hafa verið um 10 millj- ónir íslenskra króna, sem sé ekki stór upphæð á sænska markaðnum. „Því held ég ekki að málið muni hafa nein áhrif á orðstír eða afkomu fyrirtæk- isins þar. En því er hins vegar ekki að neita að við hefðum vel getað verið án þessarar umfjöllunar.“ Starfsaðferðir voru ekki í lagi  Íhuguðu | 14 BREYTINGAR á skipulagi hjá Flögu hf. munu hafa áhrif á um fjörutíu starfs- menn fyrirtækisins hér á landi, að sögn Boga Pálssonar, forstjóra fyrirtækisins. Um tuttugu stöðugildi verða lögð niður og verkefnin úthýst, og tuttugu önnur verða færð til annarra landa. Um tuttugu stöðugildi færast frá Íslandi nær við- skiptavinum fyrirtækisins í Banda- ríkjunum og Evrópu. „Flestar stöðurnar verða fluttar til starfsstöðvar Flögu í Ott- awa í Kanada,“ segir Bogi. Framleiðsla, vöruhúsaþjónusta og dreifing verður úthýst og er því ætlað að leiða til aukinnar skilvirkni og færa kostnað úr föstum kostnaði yfir í breyti- legan. | 14 Hafa áhrif á 40 starfsmenn MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar samþykkti í gær að selja Norð- urorku Hitaveitu Ólafsfjarðar. Samn- ingur milli Norðurorku og Ólafs- fjarðarbæjar, frá 6. október, sem hefur verið til kynningar og umræðu í bæj- arráði Ólafsfjarðar á tveimur bæjar- ráðsfundum, var lagður fram á fund- inum en ekki myndaðist samstaða um hann. Var hann þó samþykktur með meirihluta atkvæða og verður hitaveitan því seld. Kaupverðið var 535 milljónir. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri Ólafsfjarðarbæjar, segist harma það að full samstaða hafi ekki náðst um sölu hitaveitunnar, en andvirðinu verður var- ið til að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Hitaveita Ólafsfjarðar seld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.