Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 KangaROOS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 11 98 05 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 MALCOM Stærðir 36 - 42 Verð 5.990 kr. SUPERBOARD Stærðir 34 - 41 Verð 3.990 kr. Sandali Stærðir 36 - 41 Verð 2.990 kr. Sportsandali Stærðir 36 - 46 Verð 3.990 kr. Ungbarnaskór Stærðir 19 - 24 Verð 2.990 kr. Ungbarnaskór Stærðir 19 - 23 Verð 2.990 kr. USED Stærðir 40 - 46 Verð 5.990 kr. USED Stærðir 30 - 40 Verð 5.990 kr. fyrir frjálsar tær Flottir skór á góðu verði BARCELONA Luis Enrique Martinez, leikmaður Barcelona (til hægri), í baráttu við Harold Lozano, leikmann Mallorca, í leik liðanna sl. sunnudag. Spænskir knattspyrnumenn virðast eiga erfitt með að fá launin sín borguð um þessar mundir. Spænski boltinn: 80% liða skulda leikmönnum FÓTBOLTI Meira en 80 prósent spænskra knattspyrnufélaga skulda leikmönnum sínum pen- inga. Talið er að skuldir liðanna verði orðnar tæpir 3,9 milljarðar króna þegar leiktíðinni á Spáni lýkur í næsta mánuði. Að sögn forseta leikmanna- sambands Spánar hafa skuldir fé- laga gagnvart leikmönnum sínum tvöfaldast frá síðustu leiktíð. Leikmenn Compostela, sem leikur í 2. deild hafa t.a.m. ekki fengið borgað síðan í upphafi leik- tíðarinnar auk þess sem leikmenn Atletico Madrid, sem leikur í 1. deild, hafa hvað eftir annað kvart- að yfir seinkun á útborgun. ■ Úrslitaleikur Evrópukeppni félagsliða: Celtic vann síðast 1967 FÓTBOLTI Skoska liðið Celtic mætir portúgalska liðinu Porto í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í Sevilla í kvöld. Celtic varð síðast Evrópumeist- ari árið 1967 eftir sigur á Inter Mil- an 2:1 í Evrópukeppni bikarhafa, en sá leikur var háður í Lissabon, höfuðborg Portúgals. Þremur árum síðar tapaði Celtic í úrslitum fyrir Feyenoord og er leikurinn í kvöld fyrsti úrslitaleikur liðsins í Evrópu- keppni síðan þá. Porto varð hins vegar síðast Evrópumeistari árið 1987 en þá var núverandi framherji liðsins, Helder Postiga, aðeins fimm ára gamall. Bæði lið ættu því að vera hungruð í sigur í kvöld. „Skosk lið berjast til síðustu mínútu, þau gefast aldrei upp,“ seg- ir Jose Mourinho, þjálfari Porto. „Við viljum aftur á móti halda bolt- anum og sýna boltafærni okkar. Núna getum við sýnt umheiminum að besti fótboltinn í Evrópu er ekki bara leikinn á Ítalíu eða á Spáni.“ Svíinn Henrik Larsson getur skorað sitt 200. mark fyrir Celtic í leiknum, sem hann segir vera þann mikilvægasta á sínum ferli. ■ Bjarni Guðjónsson: Samdi við Bochum FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson hefur gert þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bochum, sama lið og bróðir hans Þórður leikur með. Bjarni hefur leikið með Stoke City undanfarin þrjú ár en var með lausan samning eftir nýafstaðna leiktíð. Þórður framlengdi um leið samning sinn við Bochum um eitt ár og gildir hann nú til ársins 2006. Bræðurnir spiluðu síðast í sama félagsliði með belgíska liðinu Genk árið 1999. Þeir hafa sex sinnum leikið saman með landsliðinu. Bjarni á 13 landsleiki að baki en Þórður 44. ■ UPPHITUN Áhangendur Glasgow Celtic hita upp fyrir leikinn í miðborg Sevilla á Spáni með söng og drykk. Talið er að helmingurinn af þeim 50 þúsund stuðningsmönnum Celtic sem eru komnir til Sevilla fái miða á völlinn. Michael Johnson: Tími Green er liðinn FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Michael John- son, heimsmethafi í 200 og 400 metra hlaupi, segir að tími Maurice Green, heims- og Ólympíumeistara í 100 metra hlaupi, sé liðinn. „Hann á kannski eftir að ná nokkrum góðum hlaupum en tími yfirburða hans er liðinn,“ sagði Johnson um „Fallbyssu- kúluna frá Kansas,“ eins og Green er kallaður. Green lenti í þriðja sæti í fyrsta hlaupi sínu á árinu í Or- egon á dögunum. Tími hans var 10,33 sekúndur, töluvert frá heimsmeti Tim Montgomery, sem er 9,78 sekúndur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.