Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003 GUNNAR HELGASON LEIKARI Um eftirlætis veitinga- ogskemmtistaði sína miðað við hvenær sólarhringsins hann er á ferðinni. Morgunn – Hótel KEA Ég var einu sinni þar að leita eftir verslun sem seldi morgunverð fyrir fjölskylduna, rambaði inn á Hótel KEA með syni mínum, þá eins árs gömlum, og þetta var ógleymanleg morgunverðar- stund. Sonur minn fékk bestu þjónustu sem hann hefur nokkru sinni fengið. Hádegi – Á næstu grösum Eini græni maturinn sem góður er á bragðið, hann finnst þar. Miðdegi – 10-11 Súfistinn í Hafnarfirði Það sem helst dregur mig þangað eru Hafnfirðingarnir sem sækja staðinn. Óborganlegir. En staður- inn hefur reyndar látið á sjá eftir að Stefán Karl lét draga sig til Reykjavíkur. Kvöldverður – Grillið á Sögu Það hefur ekki klikkað hingað til, maturinn alltaf tipp-topp og þjón- ustan gerist ekki betri á landinu og þótt víðar væri leitað. Bar – Vínbarinn Tiltölulega kúltiveraður drykkju- staður, til þess að gera, og ágæt loftræsting. En ekki hægt að vera mjög lengi því eitís-kynslóðin sem sækir staðinn verður svo fljótt full. Dans – NASA Þar er Jackson spilaður og þar get- ur maður hreyft sig með góðu móti. Dauður maður sem ekki fer í stuð þegar Jackson er annars vegar. Staðirnirmínir verðlaun í anda tónlistarverðlaun- anna og margt fleira, við höfum nú þegar mikinn metnað“ segir Erling að lokum. Fyrstur til að sýna í Kling og Bang gallerí er Börkur Jónsson og er þetta hans fyrsta einkasýning, en hún samanstendur af þremur myndbandsverkum. Börkur lýsir sjálfur verkum sínum sem heim- ild um gjörninga unnum í miðilinn vídeó, þar sem áhorfendur eru laðaðir að verkinu í gengum sjón- ræna og líkamlega skynjun sína á hreyfingunni sem fram fer. Börk- ur Jónsson útskrifaðist með mastersgráðu frá listaakademí- unni í Helsinki fyrir um ári og frá Myndlistar- og handíðaskólanum árið 1999. Kling og Bang gallerí er til húsa að Laugavegi 23 og er opið miðvikudaga til sunnudaga frá 14- 18. ■ STOFNENDUR KLING OG BANG Kling og Bang gallerí opnaði á dögunum við Laugaveg 23. Markmið myndlistar- mannanna tíu sem að því standa er að skapa vettvang fyrir framsækna íslenska list. Börkur Jónsson er nú þar með sína fyrstu einkasýningu. Fyrstu tónleikarnir Kammerkór Reykavíkur er meðyngstu kórum landsins. Hann var stofnaður í haust sem leið og heldur fyrstu opinberu tónleika sína í Laugarneskirkju í kvöld. Hann hafði þó komið fram á söfn- unartónleikunum Fíkn er fjötur síðla vetrar. „Hugmyndin var sú að stofna kór sem hefði það á stefnuskrá sinni að sinna styrktartónleikum, sem við hyggjumst halda á hverju ári til stuðnings ýmsum málefnum. Auk þess er meiningin að kórinn haldi eigin tónleika,“ segir Sigurð- ur Bragason, stjórnandi kórsins. „Á tónleikunum verða sungin bæði íslensk gullaldarlög og nýrri verk eftir tónskáld á borð við Hildigunni Rúnarsdóttur, Hall- grím Helgason og Hjálmar H. Ragnarsson.“ ■ KAMMERKÓR REYKJAVÍKUR Heldur tónleika í Laugarneskirkju klukkan níu í kvöld. ■ TÓNLIST puma - nike - adidas - hummel buffalo london - el naturalista bronx - leqoc sportive björn borg - face -roots - dna VERSLUNIN HÆTTIR ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Allt á að seljast 20-50% afsláttur Mikið úrval K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 0 5 1 dna 19 Þrefalt AC/DC Glöggir lesendur sjá eflaust aðástralska rokksveitin AC/DC á þrjár breiðskífur inni á topp 20 sölulista Skífunnar þessa dagana. Óþrjótandi vinsældir sveitarinnar hér á landi hafa meira að segja hrint af stað þeim orðrómi að hún sé væntanleg hingað til tónleika- halds. Meginástæða þess að plöturnar „Back in Black“, „Razor’s Edge“ og „Let There Be Rock“ eru á meðal tuttugustu söluhæstu titla Skífunnar er sú að þær eru allar hluti af svokölluðu „2 fyrir 2.200“ tilboði. Svo virðist sem gítarhetju- rokkið sé aftur á uppleið eftir ára- langa lægð. Hæsta íslenska platan á listan- um er fimmta breiðskífa Botn- leðju, „Iceland National Park“, en hún fær keppinaut á næsta lista þegar plata Mínus, „Halldór Lax- ness“, stekkur inn á listann. ■ ■ PLÖTUSALA AC/DC Orðrómur er á kreiki um að ástralska rokksveitin AC/DC sé á leiðinni til landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.