Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2003  15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin. Mörk helgarinnar úr spænska boltanum.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  20.00 Sýn Liverpool Story – Walk on. Einstök heim- ildamynd um Liverpool, sigursælasta fé- lagið í ensku knattspyrnunni.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis. KÖRFUBOLTI Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs 113:110 í fyrsta úrslitaleik Vesturdeildar NBA- deildarinnar í fyrrakvöld. Leikur- inn var háður á heimavelli Spurs. Það sem skipti sköpum í leikn- um var að leikmenn Mavericks hittu úr 49 vítaskotum af 50, sem er frábær nýting, á meðan leik- menn Spurs hittu aðeins úr 31 af 47. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 38 stig fyrir Mavericks og Michael Finley setti niður 26. Tim Duncan átti stórleik fyrir Spurs, skoraði 40 stig og tók 15 fráköst. ■ TROÐSLA Dirk Nowitzki, leikmaður Maver- icks, treður boltanum í körfuna með tilþrifum. Tim Duncan kemur engum vörnum við. Úrslitakeppni NBA: Spurs tapaði á heimavelli hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 MAÍ Föstudagur AP /M YN D GOLF Svíinn Annika Sörenstam verður í dag fyrsta konan í 58 ár sem tekur þátt í PGA-mótaröðinni þegar hún keppir á Colonial-mótinu í Texas. Síðasta konan sem keppti í PGA var Babe Zaharias, sem vann sér rétt til að leika á Opna Los Ang- eles-mótinu árið 1945. Sörenstam, sem er 32 ára, hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfar- ið vegna þátttöku sinnar og þegar hún mætti á völlinn í gær var hún strax umkringd fréttamönnum. Margir hafa gagnrýnt þátttöku hennar, þar á meðal kylfingurinn Vijay Singh, sem hótaði því að keppa ekki ef hún myndi leika við hlið hans. Eftir að hafa unnið Byron Nelson-mótið um síðustu helgi ákvað hann hins vegar að hætta við að taka þátt og sagðist þurfa á hvíld að halda. Sorenstam er fremsta golfkona heimsins í dag. Hún hef- ur unnið 43 mót á ferlinum, þar af 13 á síðasta ári. Hún segist þurfa á nýrri áskorun að halda og vill prófa sig á meðal karlanna. „Ég ákvað að taka þátt vegna þess að ég vil sjá hversu langt ég kemst. Ég er að fara í algerlega nýtt um- hverfi, erfiðari völlur, erfiðari andstæðingar og miklu meiri at- hygli. Þetta verður allt saman mjög frábrugðið því sem ég er vön,“ sagði Sorenstam. ■ SORENSTAM Annika Sorenstam talar við kylfusvein sinn. Sorenstam verður í nýju umhverfi dag þeg- ar hún etur kappi við hitt kynið á golfvell- inum. Annika Sörenstam: Keppir við karlana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.