Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 6
6 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,38 0.59% Sterlingspund 127,53 0.40% Dönsk króna 11,89 -0.08% Evra 88,55 -0.09% Gengisvístala krónu 122,06 0,22% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 430 Velta 9.548 milljónir ICEX-15 2.132 0,81% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 616.990.318 Pharmaco hf. 99.657.886 Íslandsbanki hf. 90.161.863 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 3,57% Landssími Íslands hf. 2,99% Opin Kerfi Group hf. 2,65% Mesta lækkun SÍF hf. -1,80% Össur hf. -1,41% Líf hf. -1,25% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.569,9 0,4% Nasdaq* 2.087,2 0,5% FTSE 4.494,2 0,5% DAX 4.045,4 1,0% NK50 1.383,6 0,6% S&P* 1.126,6 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir morðingi sænska utan-ríkisráðherrans Önnu Lindh? 2Hvað heitir bandaríski leiðtogi sér-trúarsöfnuðar sem sakaður er um kynferðislega misnotkun á börnum? 3Hvaða fótboltalið er í þriðja sætibresku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu? Svörin eru á bls. 46 Félagslegar leiguíbúðir: Tvö þúsund fjölskyldur á biðlista HÚSNÆÐISMÁL „Frá því gamla félagslega kerfið var lagt af þá hefur fjölskyldum á biðlistum eft- ir félagslegu leiguhúsnæði fjölg- að úr 450 í 1.100 í Reykjavík þrátt fyrir að borgin hafi á sama tíma sett verulega fjármuni í að fjölga félagslegum leiguíbúðum úr 850 í 1.550. Ef landið er tekið í heild þá eru um 2000 fjölskyldur á biðlist- um eftir húsnæði og æ fleiri hafa ekki burði til að leigja á almenn- um markaði og þurfa á öðrum úr- ræðum að halda,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, sem óttast þann vanda sem blasir við þeim sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa húsnæði. ASÍ hefur miklar áhyggjur af þessum hópi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæðiskerfinu. Félagsmálaráðherra hefur sagt að 98% fjölskyldna í landinu fái alla sína þjónustu innan almenna hús- næðiskerfisins, en lögfræðingur ASÍ telur að sú túlkun sé röng. „Ef við gefum okkur að það séu 1.550 félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík, auk allra þeirra íbúða sem eru inni í gamla félagslega eignaríbúðakerfinu, og bætum síðan við samsvarandi íbúðum á öllu landinu, þá erum við ekki að tala um að einungis 2% fjöl- skyldna standi fyrir utan kerfið heldur miklu hærra hlutfall. Það er slæmt að ekki sé vilji til að leysa þeirra vanda sem vex stöðugt,“ segir Magnús. ■ Rannsókn um reykingar: Valda brjósta- krabba VÍSINDI Bandarískir vísindamenn hafa lagt fram afgerandi sannanir fyrir því að tengsl séu á milli brjóstakrabbameins og reykinga. Samkvæmt rannsókn sem birt var í læknaritinu Journal of the National Cancer Institute eru kon- ur sem reykja 30% líklegri til að fá brjóstakrabbamein. Yfir 116.000 konur tóku þátt í rannsókninni sem framkvæmd var af sérfræðingum við Cali- fornia Department of Health Services. Fylgst var með konun- um í fjögur ár og á því tímabili greindust 2.005 þeirra með brjóstakrabbamein. ■ Íslendingar grunaðir: KB tók við af Baugi VIÐSKIPTI Forsvarsmenn herrafata- keðjunnar Moss Bros klóra sér í hausnum þessa dagana yfir því hver hafi keypt 2,5% hlut í fyrir- tækinu. Að sögn Financial Times beindist grunur fyrst að Baugi. Að sögn blaðsins munu forsvarsmenn Baugs hafa sannfært kollega sína hjá Moss Bros um að þeir kæmu hvergi nærri. Næstir í röð grunaðra eru KB- banki sem gæti að sögn blaðsins verið að verki fyrir hönd viðskipta- vinar. Forsvarsmenn Moss Bros fylgjast grannt með hreyfingum bréfa í félaginu, þar sem galla- buxnakóngur, Shami Ahmed að nafni, hafi ásælst fyrirtækið og eigi 22% hlut í því. ■ Alltaf ód‡rast á netinu 83 flug á viku til 13 áfangastaða Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 MAGNÚS NORÐDAHL Lögfræðingur ASÍ óttast þann vanda sem blasir við þeim sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa húsnæði. Miklir yfirburðir Fréttablaðsins Ný könnun Gallups á notkun fjölmiðla staðfestir enn mikla yfirburði Fréttablaðsins á dagblaða- markaði. Um 105 þúsund manns lesa Birtu og 70.500 fasteignablað Fréttablaðsins. Stöð 2, Sýn og Popp TíVí sækja á en Sjónvarpið og Skár einn gefa eftir. KÖNNUN Fréttablaðið nýtur langt- um meiri lesturs en hin dagblöð- in tvö, Morgunblaðið og DV. Samkvæmt nýrri könnun Gallups, sem gerð var í desem- ber koma yfirburðir Frétta- blaðsins skýrt í ljós. Meðallest- ur á hvert blað Fréttablaðsins reyndist vera 65,1 prósent, 52,8 prósent hjá Morgunblaðinu og 14,9 prósent hjá DV. Uppsafnað- ur lestur í vikunni var 88,2 pró- sent hjá Fréttablaðinu, 74,7 hjá Morgunblaðinu og 34,5 prósent hjá DV. Lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins hefur lítið breyst frá síðustu könnun, sem gerð var í nóvember. Sem fyrr er Fréttablaðið lesið meira alla daga. Þó hefur lestur Morgun- blaðsins dregist saman á höfuð- borgarsvæðinu en aukist á lands- byggðinni. Talsverðar breytingar mælast á lestri DV. Í nóvember var með- allesturinn 19,8 prósent en var í desember 14,9 prósent. „Áður var mikil frídreifing sem skekkti myndina en þegar Frétt ehf. tók við útgáfu DV var allri slíkri dreifingu hætt og auk þess allri dreifingu til áskrif- enda sem fengu blaðið án endur- gjalds. Ef mið er tekið af þeim lagfæringum hefur lestur blaðs- ins aukist og því ber að fagna,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Fréttar ehf. Í könnun Gallups var mældur lestur á fast- eignablöðum Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins sem bæði koma út á mánudögum. Niðurstöðurn- ar sýna að um 23% fleiri lesa fasteignablað Fréttablaðs- ins, eða alls um 70.500 manns, sam- anborið við 57.500 hjá Morgunblað- inu. Einnig var mældur lestur á Birtu viku- blaði Frétta- blaðsins sem kemur út á föstu- dögum og Tímariti Morgunblaðs- ins sem kemur með Morgunblað- inu á sunnudögum. Niðurstöð- urnar sýna að um um 13% fleiri lesa Birtu eða um 105.000 manns. Um 93.000 manns lesa Tímarit Morgunblaðsins. Nokkrar breytingar hafa orð- ið á sjónvarpsáhorfi. Þar ber hæst aukið áhorf á Stöð 2, en meðaláhorf virka daga var 46,9 prósent í nóvember en 52,6 pró- sent í desember. Einnig horfðu talsvert fleiri á Popp TíVí og Sýn en áhorf á Sjónvarpið og Skjá einn hefur minnkað. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.