Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 38
38 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR PARÍS–DAKAR Frakkinn Jean-Louis Schlesser ekur um sandauðnir Máritaníu í 7. áfanga rallsins milli Parísar og Dakar. Rall hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 JANÚAR Föstudagur Alex Ferguson: Lofar Tim Howard FÓTBOLTI „Þetta var hörkuleikur og við þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum,“ sagði Alex Ferguson eftir leik Bolton og Manchester United. „Bolton gafst aldrei upp og það var virkilega erfitt að leika gegn þeim. Það er engin furða að þeir hafa náð góðum úrslitum að undanförnu því þeim hefur farið stórkostlega fram,“ sagði Ferguson. United leiðir úrvalsdeildina með þremur stigum því að á sama tíma tapaði Chelsea fyrir Liverpool og Arsenal gerði jafntefli við Everton. „Þetta var góður dagur fyrir okkur,“ sagði Ferguson. „Þetta var erfitt í lokin en við náðum góðum úrslitum og fengum einnig bónus vegna þess að úrslitin í öðrum leikj- um voru okkur í hag.“ Ferguson var sérstaklega ánægður með frammistöðu banda- ríska markvarðarins Tim Howard. „Hann hefur leikið svona allt tíma- bilið,“ sagði Ferguson. „Hann fær mikla reynslu af því að taka þátt í leikjum eins og þessum þar sem spennan er mikil. Tim varði frábær- lega þrisvar eða fjórum sinnum og það var stórkostleg markvarsla þegar hann varði frá Jay-Jay Okocha.“ ■ FÓTBOLTI „Við áttum fund, eins og eftir alla leiki,“ sagði Claudio Ranieri, framkvæmdastjóri Chelsea, um langan fund sem hann átti með Roman Abramovich eftir tapleikinn gegn Liverpool. „Ég fór í sjónvarpsvið- tal og þegar ég kom inn í búnings- klefann var hann þar með leik- mönnunum,“ sagði Ranieri við fjölmiðlamenn. „En hafið ekki áhyggjur, þið munið sjá mig á morgun og um langa framtíð.“ Sven-Göran Eriksson, landslið- þjálfari Englendinga, hefur lengi verið orðaður við starf Ranieris. „Þessi kafli hefur ekki verið góður en ég sagði „þið stóðuð ykkur vel,“ við leikmennina því þeir gáfu allt í leikinn,“ sagði Ranieri og leiddi hjá sér spurningar um framtíð sína hjá félaginu. „Við töpuðum en lékum eins og vel og við gátum. Ég er ekki ánægður með úrslitin en ég hef ekki áhyggjur.“ Ranieri sagði að ekkert félag geti stöðugt sýnt toppleiki og að það skipti mestu máli að hann væri að byggja upp lið. „Það er auðvelt að segja að við séum að berjast um titilinn. Ég er að berj- ast við að búa til lið. Ég trúi því enn að hér sé þolinmæði til þess.“ Sigurinn var mikill léttir fyrir Gerard Houllier, framkvæmda- stjóra Liverpool. Hann tileinkaði stuðningsmönnunum og stjórninni sigurinn vegna þess að þeir hefðu alltaf stutt leikmennina. „Þetta hefur verið mjög erfið vika og ég sagði leikmönnunum að þetta væri rétta tækifærið til að sýna karakt- erinn og hvers þeir væru megnug- ir,“ sagði Houllier. „Við höfum stundum átt undir högg að sækja á leiktíðinni en við höfum staðið saman og liðsandinn er frábær.“ „Það er mikið afrek að vinna Chelsea. Þetta var kannski ekki fallegur leikur en sigurinn var góður. Chelsea er greinilega að ganga í gegnum erfiðan kafla svo ég hef samúð með Claudio Ranieri en við létum þá líta út eins og miðlungslið,“ sagði Houillier. ■ Úlpa áður kr. 6.400 nú kr. 3.840 Bómullarpeysur áður kr. 3.900 nú kr. 1.950 Flísjakki áður kr. 6.400 nú kr. 3.840 Gallabuxur áður kr. 6.100 nú kr. 3.660 Barnabolur áður kr. 2.846 nú kr. 1.708 Barnabuxur áður kr. 3.900 nú kr. 2.340 ÚTSALA 40-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfjörður, sími 565 3900 Nýi Freemanslistinn er kominn út ■ ■ LEIKIR  18.45 ÍS leikur við Tindastól í íþróttahúsi Kennaraháskólans í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í kvennaflokki.  19.00 Leiknir og Þróttur leika í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta.  20.00 Landsleikur Íslendinga og Svisslendinga í handbolta að Varmá.  20.30 Þróttur og HK keppa á Nes- kaupstað í 1. deild kvenna í blaki.  21.00 ÍR keppir við Val í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  20.10 Landsleikur í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik karla- landsliða Íslendinga og Sviss- lendinga.  20.30 Motorworld á Sýn. Kraft- mikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  21.00 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítarleg umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir. FÓTBOLTI „Ég missi örugglega af leiknum við Real Sociedad,“ sagði David Beckham eftir æfingu í gær. „Þetta var í lagi í gær þegar ég var að hlaupa en í dag var þetta sárt.“ Beckham meiddist á hægri ökkla þegar hann lenti í smá stuði við argentínska varnarmanninn Jose Luis Acciari í leik Real Madrid og Murcia á sunnudag. Hann lék ekki gegn Eibar í Kon- ungsbikarkeppninni á miðviku- dag. „Ég bjóst ekki við að missa af leiknum á miðvikudag,“ sagði Beckham. „Núna veit ég að ég mun heldur ekki leika á sunnu- dag og það eru vonbrigði. Saum- arnir verða ekki teknir úr fyrr en á mánudag eða þriðjudag og ég má ekki sparka bolta fyrr en kannski á sunnudag.“ Leikurinn gegn Real Sociedad verður fjórði deildarleikurinn sem Beckham missir af í vetur en hann hefur leikið fimmtán leiki með Real í spænsku deildinni í vetur og skorað þrjú mörk. ■ Real Madrid: Beckham meiddur DAVID BECKHAM Beckham haltrar af velli í leiknum gegn Murcia á sunnudag. TIM HOWARD Alex Ferguson var ánægður með mark- vörslu Howards í leiknum gegn Bolton. Þið stóðuð ykkur vel Claudio Ranieri lætur ekki bugast þrátt fyrir tap gegn Liverpool en Gerard Houllier tileinkaði stuðningsmönnunum og stjórn Liverpool sigurinn. LIVERPOOL Bruno Cheyrou fagnar marki sínu gegn Chelsea á miðvikudagskvöld. Frédéric Kanouté: Leikur með Malí FÓTBOLTI FIFA ákvað í gær að heim- ila Frédéric Kanouté og Mohamed Sissoko að leika með Malí í Afríku- keppninni sem hefst síðar í þessum mánuði. Lamine Sakho fékk einnig heimild til að leika með Senegal. Ákvörðunin þýðir að Tottenham leikur án Kanoute í allt að fimm leikjum. Forráðamenn Tottenham töldu Kanouté franskan þegar þeir keyptu hann frá West Ham í sumar. „Fredi hafði leikið með Frökk- um í Evrópukeppni U21 liða og var því franskur samkvæmt skil- greiningu FIFA við undirritun samningsins,“ sagði John Alex- ander, ritari Tottenham. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.