Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 29
29FÖSTUDAGUR 9. janúar 2004 Vín eru ekki bara góð með mateða ein og sér; það getur verið hreinn unaður að blanda saman víni og súkkulaði. Möguleikarnir eru óendanlegir því súkkulaði er ekki bara súkkulaði frekar en vín er bara vín. Tegundirnar geta ver- ið með mjólkurbragði, dökkar, bitrar, unnar, blandaðar og síðast en ekki síst óendanlega góðar. Að ná tengingu milli þessara heima hefur verið mikið reynt en gengið misvel. Painter Bridge-vínin frá Kaliforníu hafa runnið ljúft í munni með súkku- laði. Painter Bridge Chardonnay Þetta ferska unga chardonnay er auðugt af perum, sítrus og apríkósum í bragði með góða mýkt og snerpu í eftirbragði. Árangurinn er vín með mikla fyllingu, gnægð ávaxta og gott jafnvægi. Ótrú- legt en satt þá pass- ar þetta hvítvín fantavel með súkku- laði. Vínið hefur leg- ið í sex mánuði á gamalli eik, sem gefur ljúfan en öflugan keim. Painter Bridge Zinfandel - Shiraz Ein kryddaðasta og kraftmesta þrúgan er hin kaliforníska zin- fandel sem er ameríska útgáfan af hinni ítölsku negroamaro. Shiraz er mildari og berjaþrungnari og blanda þessara beggja gefur af sér óvenjulegt og skemmtilegt vín. Painter Bridge Zinfandel - Shiraz hefur unglegt yfirbragð með björtum rauðum tónum og góðum lit. Freistandi angan af krydduðum rauðum ávöxtum sem samein- ast mjúku bragði blá- berja, kirsuberja og brómberja. Zinfandel- þrúgurnar koma frá Lodi-svæðinu og shir- az frá Paso Robles, en vínið á að baki tólf mánuði á eik- artunnum. Passar afar vel með súkkulaði og er gott alhliða mat- arvín, ræður við sterka rétti og villibráð. Vínin fást í Heiðrúnu og Kringlunni og kosta 1.190 kr. ■ Súkkulaðivín Vín vikunnar Painter Bridge ■ Meðlæti Kreólakjötbollur Þessi réttur er ótrúlega ferskur,léttur, lifandi og heitur, sem er kannski akkúrat það sem þarf til upplyftingar í skammdeginu. 600 g nautahakk 550 kr. 1 laukur (mjög fínt saxaður) 3 msk. hveiti 1 sterk paprika salt og pipar KREÓLASÓSAN 1 laukur (fínt saxaður) 1 1/2 rauð paprika (fínt söxuð) 135 kr. 3 hvítlauksgeirar (saxaðir smátt) 1 dós teningaðir tómatar 120 kr. 1 lárviðarlauf 1 lítil dós ananaskurl 60 kr. 1 tsk. mólassi eða dökkur púðursykur 1 dl vatn salt og pipar Blandið lauk, hveiti, og kryddi saman við hakkið og mótið bollur, um 20 stk. Steikið kjötbollurnar varlega í ólífuolíu á pönnu þar til þær hafa brúnast á báðum hliðum. Best að nota skeið við að snúa þeim. Raðið bollunum í eldfast mót. Útbúið sós- una: Fínt saxaður laukur er steiktur á pönnu í ólífuolíu þar til hann er mjúkur, paprikunni og hvítlauknum er svo bætt út á pönnuna og allt steikt í um mínútu. Þá er öllum hinum hráefnunun blandað út í og sósan látin sjóða upp. Smakkið sósuna til og kryddið eftir smekk. Henni er síðan hellt yfir kjötbollurn- ar og rétturinn bakaður í 200 gráðu ofni í 20 til 25 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og grænu salati. Kostnaður samtals um 1.000 kr. ■ Uppskrift: Gulrótar- og engifergleði 6 gulrætur, skornar smátt 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður 2 litlir laukar, fínt saxaðir 2 msk. engifer, rifið 1/2 tsk. tímjan 1/2 tsk. estragon, (fáfnisgras) 1 dl rjómi Sítrónusafi Múskat Salt og pipar Aðferð Hitið laukinn, hvítlaukinn, tímjanið og estragonið í smá olíu á pönnu. Bætið gulrótunum út í og steikið þar til þær fara að mýkj- ast. Bætið út í rjómanum og rest- inni af hráefninu. Sjóðið niður þar til rétturinn þykknar aðeins. Hægt er að bera þetta fram bæði heitt og kalt og með hinum ýmsu réttum. ■ BÖKUÐ KARTAFLA Gott er að baka allar stærðir af kartöflum en bök- unarkartöflur mega gjarnan vera stórar. Þrífa þarf kartöflurnar vel, og á meðan þær eru enn blautar er gott að strá yfir þær fínu sjávarsalti. Síðan á að stinga göt á kartöflurnar hér og þar með gaffli. Þannig bakast þær betur. Bakið kartöflurnar í 200˚c heitum ofni í góðan klukkutíma og bætið 15 mínútum við ef þær eru mjög stórar. Kartaflan er tilbúin þegar hún gefur aðeins eftir þegar maður þrýstir á hana með þumalputta og vísifingri. Einnig ætti hún að syngja hljóðlega fyrir kokkinn. Síðan er að ná henni út úr ofnin- um og passa að brenna sig ekki og sprengja upp holdið og sökkva sér í. Munið: Álpappír á aldrei að koma nálægt bakaðri kartöflu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.