Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 30
Útsölutímabilið er hafið og flest-ar barnafataverslanir hafa þegar hafið útsölur eða eru við það að lækka verð. Algengur afsláttur er á bilinu 30 til 50 prósent og mun- ar um minna því börnin eru fljót að vaxa upp úr flíkunum og á ákveðn- um aldri geta þau líka verið afar fljót að slíta fötum. Því þarf oft að endurnýja allan fataskápinn. Margir hagsýnir foreldrar bíða því eftir árlegum útsölum. Betra er að kaupa stærri föt en minni á útsölu því yfirleitt er ekki hægt að skila útsöluvörum. Fötum sem gefin voru í jólagjöf á þó að vera hægt að skila þótt útsölur séu hafnar. ■ börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Algengustu vangaveltur foreldraungra barna eru tengdar svefni og næringu barnsins. Á göngudeild- inni erum við oft bara að fræða fólk um hvað er eðlilegt og hverju hægt sé að búast við af barninu varðandi svefn. En við þurfum líka að takast á við flóknari vandamál,“ segir Arna Skúladóttir hjúkrunarfræð- ingur. Algengast er að börn séu að vakna á nóttunni en einkennin eru misjöfn eftir aldri. Meðalaldur barnanna er um eins árs. „Yngstu börnin sofa oft á vitlausum tímum, kannski frá fimm á nóttu til hádeg- is. Hjá krökkum nær eins árs aldri er algengast að þau vakni oft á nóttu og þá helst til að drekka. Eldri krakkar eiga oft erfitt með að fara að sofa. Svo eru sum börn með öll þessi vandamál eða jafnvel flóknari hegðunarvanda.“ Arna segir að viðbrögðin fari eftir aldri og persónuleika barn- anna. „Við spyrjum ýmissa spurn- inga til að fá þær upplýsingar sem við þurfum. Til dæmis klukkan hvað barnið sefur á daginn og met- um hvort þurfi að breyta því. Það er oftast einfalt og getur haft mikil áhrif á nætursvefn. Við viljum byrja á einföldum hlutum því kannski er hægt að leysa málin með auðveldum hætti. Ef ég ætti að gefa einfalt ráð væri það að hafa ákveðna reglu á svefnvenjum og breyta ekki mikið frá því um helgar. Krakkar sem eiga við svefnvandamál að stríða þurfa oft ákveðnari reglur en aðrir og þau þola oft illa breytingar. Um jólin verður til dæmis röskun á dag- legu lífi og byrjun janúar er oft tími sem reynir á. Við finnum fyrir því að álagið hér eykst á þeim tíma.“ Foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn vita að ekki eru öll börn eins. Allt getur gengið eins og í sögu með fyrsta barn en svo þarf að leita að- stoðar vegna næsta barns. Því er ekki hægt að kenna um reynsluleysi foreldra eða uppeldisaðferðum. Enda segist Arna frekar beina aug- um að lundarfari barnanna. „Út- gangspunkturinn er að börnin eru misjöfn. Í uppeldismálum eru til margar mismunandi stefnur og ekki hægt að segja að einhver ein lausn dugi fyrir alla. Við þurfum að finna aðferð í samvinnu við for- eldra sem hentar barninu og er auð- veldust fyrir alla. En við fáum vissulega ákveðna karaktera til okkar, og yfirleitt þrautseigustu börnin.“ Arna segir að hægt sé að byrja strax eftir fæðingu að kenna börn- um ákveðna hluti eins og mun á nóttu og degi og viðhalda hæfileik- um til að hugga sig sjálf. „Lykillinn er yfirleitt að þjálfa hæfileikann til að sofna sjálf. En það er hægt að gera það á ýmsan hátt. Við reynum að nota eins mjúkar aðferðir og hægt er. Algengast er að við mælum með að foreldrar dragi sig smám saman í hlé þegar barnið er að sofna, geri minna og minna fyrir barnið dag frá degi. Við notum stundum harðari aðferðir en það fer eftir persónuleika barnsins og aldri. Því eldri sem börnin eru því ákveðnari er hægt að vera, þar eð þau þurfa að vera komin með ákveðinn skilning. En það má alveg segja nei. Börnin mega verða reið en ekki hrædd.“ audur@frettabladid.is Börn og svefnvandamál: Lundarfar barnanna lykilatriði Barnaföt: Útsölurnar hafnar BÖRN Þótt meirihluti breskra mæðra ungra barna vinni utan heimilis kysu flestar þeirra að gera það ekki. Breskar mæður ungra barna: Vinna meira en þær vilja Meirihluti breskra mæðra, eða55%, sem eiga börn fimm ára og yngri eru nú útivinnandi sam- kvæmt nýlegri rannsókn. Mæðurn- ar eru ýmist í fullu starfi eða hluta- starfi. Árið 1980 unnu 31% breskra mæðra með börn yngri en fimm ára úti. Mæður eldri barna eru enn lík- legri til að vinna úti. 73% mæðra barna á aldrinum fimm til tíu ára og mæður barna á aldrinum 11 til 15 ára eru jafnvel líklegri en barn- lausar konur til að vinna úti. Á fréttavef BBC er haft eftir Jill Kirby á Centre for Policy Studies að býsna hátt hlutfall þess- ara útivinnandi mæðra kysu frekar að vera ekki í vinnu utan heimilis. Konur í sambúð sem vinna fulla vinnu utan heimilis verja að meðaltali nærri fjórum og hálfum tíma á virkum dögum með börn- um sínum. Karlmenn sem vinna jafnmikið verja um klukkutíma skemur með sínum börnum. ■ Svefnvandamál Eitt algengasta viðfangsefni foreldra ungra barna ersvefnvandamál. Við Barnaspítalann er starfrækt sérstök göngudeild fyrir börn með svefnvandamál. Þar starfa tveir hjúkrunarfræðingar, Arna Skúladóttir og Ingibjörg Leifsdóttir. Deildin hefur verið starfrækt síð- an 1997 og sífellt fleiri leita þar aðstoðar. Á síðasta ári leituðu sex til sjö hundruð fjölskyldur þangað. Erfitt er að benda á ákveðna orsakavalda vegna svefnvandamála. Er sjónum yfirleitt beint að lundarfari barnsins og reynt að finna lausn sem hentar hverju barni fyrir sig. ■ ARNA SKÚLADÓTTIR Með einn skjólstæðinga sinna sem á ekki svefnvandamál. SVEFNVANDAMÁL ERU MISMUNANDI Algengast er að foreldrar sjö mánaða til þriggja ára barna leiti sér aðstoðar. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM 1.6 999Hver leikur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Í SMÁRALIND Á útsölum má gera góð kaup á barna- fötum fyrir börn á öllu m aldri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.