Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 16
16 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Heimsókn KÁLFURINN SNYRTUR Á sunnudaginn fjölgaði í dýragarðinum í Varsjá í Póllandi þegar gíraffamamman Lissi eignaðist lítinn en hálslangan kálf sem hér fær smá andlitssnyrtingu hjá móður sinni. Námskeið um byggingar og jarðskjálfta við Hveragerði: Skjálfti skók fundarmenn JARÐSKJÁLFTAR „Þetta var í lok nám- skeiðsins og ég var í miðju kafi að útlista fyrir þátttakendum nám- skeiðsins hversu vel byggingin ætti að þola jarðskjálfta þegar einn snarpur reið yfir. Mér þótti ekki slæmt að fá tækifæri til að sanna mál mitt í beinni,“ segir Guðni Jóhannesson, prófessor í bygginga- verkfræði. Guðni var með námskeið á miðvikudagskvöld fyrir sænska ferðamenn á Hótel Eldhestar í Hveragerði. Á námskeiðinu út- skýrði hann byggingu hótelsins sem byggt er eftir sérstöku kerfi sem Guðni hefur þróað til að þola betur jarðskjálfta. Skjálftinn sem Guðni vísar til átti upptök sín sunnan í Dalafelli skammt norðvestan við Hveragerði. Hann mældist 3,7 að stærð og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftan- um, Flóanum, Selfossi og víðar. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið. Guðni segist ekki hafa brugðið enda fullviss að húsið myndi halda. „Ég giskaði á að skjálftinn hefði mælst 3,5 stig og var aðeins 0,2 stig- um frá hinu rétta.“ Hann segir Sví- ana fara heim með góða sögu í farteskinu. „Við vorum einmitt að segja að ef þessi frétt færi í press- una í Svíþjóð yrði niðurlagið án efa „Ingen Svensk omkom“ eða enginn Svíi fórst. Sænskir blaðamenn enda allir fréttir af náttúruhamförum úti í heimi á þennan hátt.“ ■ Fordæmir orðróm John Burton, fyrrum konunglegur dánardómstjóri bresku krúnunnar, segir það óhugsandi að Karl Bretaprins hafi lagt á ráðin og sviðsett bílslysið í París til þess að losa sig við Díönu. „Ég veit að hún var ekki ófrísk. Ég skoðaði legið,“ segir Burton sem var viðstaddur krufninguna eftir slysið. John Burton, fyrrum konungleg-ur dánardómstjóri bresku krúnunnar, rauf í fyrradag sex ára þögn þegar hann skýrði frá síðustu klukkustundunum í lífi Díönu prinsessu í viðtali við bres- ka blaðið The Times. Hann krefst þess einnig að með réttarrann- sókninni, sem hófst í Bretlandi á þriðjudaginn, verði endir bundinn á miskunnarlausar lygar og sam- særiskenningar, sem komið hafi upp í kjölfar dauða prinsessunnar árið 1997. Burton gerir lítið úr þeim full- yrðingum að Díana hefði verið ófrísk að barni elskhuga síns, Dodis Al Fayed, þegar slysið varð í París og að fóstrið hefði verið fjarlægt á leiðinni til sjúkrahúss- ins. Kornið sem fyllti mælinn „Þessi kenning var kornið sem fyllti mælinn og varð til þess að ég segi nú frá þessu opinberlega. Ég veit að hún var ekki ófrísk. Ég skoð- aði legið,“ segir Burton sem var við- staddur krufninguna eftir slysið. Hann fordæmdi einnig þann „soralega“ orðróm um að franskur meinafræðingur hefði verið með í ráðum um að leyna svokallaðri þungun Díönu og sagði það óhugs- andi að Karl prins hefði lagt á ráðin og sviðsett bílslysið til þess að losa sig við Díönu. Burton, sem lét af störfum sem konunglegur dánardómstjóri í fyrra, sagði að fyrrum ónefndur starfsbróðir sinn hefði fyrst sagt sér frá þessari fáránlegu ásökun um að fóstureyðing hefði verið framkvæmd á leiðinni til sjúkra- hússins eftir slysið. Algjör þvættingur „Að halda því fram, eins og sum- ir gera, að greinilega hafi mátt sjá á Díönu að hún væri ófrísk aðeins sex vikum eftir að hún kynntist Dodi er algjör þvættingur sem komið var af stað af fólki sem var uppfullt af alls konar samsæriskenningum. Og þó ég viti það að hún hafi ekki verið ófrísk þegar hún lést þá trúa marg- ir því að hún hafi verið það. Ég finn til með sonum hennar að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur og í upp- hafi ákvað ég að þegja yfir þessu til þess að hlífa þeim. Þess vegna ræddi ég niðurstöður krufning- arinnar aldrei í smáatriðum,“ segir Burton og bendir á að þessar ásak- anir hafi ekki komið fram fyrr en ári eftir slysið. Þær komust svo aftur í hámæli þegar franskur lögreglumaður full- yrti í blaðaviðtali í síðasta mánuði að Díana hefði verið ófrísk þegar slysið varð og að því hefði síðan verið haldið leyndu. Þegar Burton var spurður um þessar fullyrðingar lögreglumannsins sagði hann óhugsanda að um nokkurs konar samsæri hefði verið að ræða. Stóðu sig vel Önnur ástæðan fyrir því að Burton ákvað að rjúfa þögnina var fullyrðingin um að franski meina- fræðingurinn, Dominique Lecomte, hefði tekið þátt í leynimakkinu. Lecomte var einn tveggja franskra sérfræðinga sem rannsökuðu blóð- sýni úr Henri Paul, bílstjóra Díönu, sem sýndi að alkóhólmagn í blóði hans var tvöfalt meira en leyfilegt er undir stýri samkvæmt breskum lögum. Burton rauf þögnina daginn eftir að eftirmaður hans, Michael Burgess, fyrirskipaði lögreglunni að rannsaka ásakanir um að Díana hefði verið myrt. „Fyrir mig var þetta ný kenning sem ég hafði ekki heyrt áður og hvorugur okkar hafði trú á að hún stæðist. Hún gengur út á það að meint fóstureyðing hafi verið ástæðan fyrir því að svo lang- an tíma tók að flytja lík Díönu á spítalann eftir slysið. Sannleikurinn er sá að hún lenti í hræðilegum árekstri og þurfti að gangast undir meiriháttar aðgerð. Frönsk yfirvöld stóðu sig vel og gerðu það sem hægt var að gera,“ segir Burton. Tvisvar stoppað Samkvæmt rannsóknargögnum frönsku lögreglunnar tók það eina klukkustund og tíu mínútur að flyt- ja Díönu til Pitié-Salpêtrière- sjúkrahússins í París þar sem hún lést. Því hefur verið haldið fram að á leiðinni hafi sjúkrabílnum verið ekið fram hjá tveimur heilsugæslu- stöðvum þar sem hægt hefði verið að veita henni nauðsynlega læknis- hjálp og tvisvar hafi verið stoppað á leiðinni. Í rannsóknargögnum kem- ur fram að sjúkrabíllinn hafi verið stöðvaður til að sjúkraliðar gætu sinnt Díönu vegna fallandi blóð- þrýstings. ■ Opinberir starfsmenn: Fjölgar um 17 prósent ATVINNUMÁL Opinberum starfsmönn- um fjölgaði tvöfalt meira en starfs- mönnum á almennum vinnumarkaði á árunum frá 1998 til 2002 að því er fram kemur í úttekt Samtaka atvinnu- lífsins á vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar. Þar kemur fram að op- inberum starfsmönnum fjölgaði um fimm prósent milli áranna 2001 og 2002 en á sama tíma fækkaði starfs- fólki í einkafyrirtækjum um 4 %. Hjá hinu opinbera fjölgaði starfs- fólki mest í fræðslustarfsemi, um 40%, en næst mest í opinberri stjórnsýslu, um 30%. Minnst fjölgaði í heilbrigðis- og félagsþjónustu eða um 3%. ■ 200 kíló hurfu S.l. vetur grenntust konurnar á Body&Mind námskeiðinu hjá Önnu Haralds alls um 200 kg með frábærum æfingum. Enginn hávaði og engin hopp, aðeins góðar æfingar, teygjur og slökun. Kennt er hjá Technosport í Hafnarfirði. Nánar í síma hjá Önnu: 899 79 09 og á ShopUSA.is GUÐNI JÓHANNESSON Prófessor við konunglega verkfræðiháskól- ann í Stokkhólmi segir langt um liðið frá því hann fann fyrir jarðskjálfta síðast. Fréttaskýring ERLINGUR KRISTENSSON ■ fjallar um rannsókn á dauða Díönu prinsessu. SÓTTVARNARLÆKNIR Haraldur Briem segir alla þá sem vilja geta fengið bólusetningu gegn heilahimnu- bólgu C. Slíkt verði þó menn að greiða sjálfir. Hægt sé að fá bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Heilahimnubólgu- tilfellum fer fækkandi: Tveir veiktust á síðasta ári HEILBRIGÐISMÁL Tíu til fimmtán tilfelli á ári greindust hér á landi af heilahimnubólgu C áður en bólusetningar á fólki 19 ára og yngri hófst um miðjan októ- ber á síðasta ári. Algengast var að börn veiktust. Tvö tilfelli komu upp á síðasta ári, bæði voru eldra fólk sem ekki var bólusett.“ Helstu áhættuhópar er fólk undir 19 ára aldri. Haraldur Brim sóttvarnarlæknir segir bólusetningar við heilahimnu- bólgu C orðna hluta af ung- barnabólusetningu. „Fólk vex úr grasi með þessa vörn og við erum að vona hún endist þeim ævilangt.“ Haraldur tekur fram að fleiri stofnar heilahimnubólgu geti valdið vandræðum. Fyrst og fremst b-stofn. Hann sé fágætur en geti valdið vandræðum. Hann segir stofninn hegða sér í flestöllum atriðum eins og c- stofn. Bóluefni séu til staðar en hingað til hafi þau ekki þótt nægjanlega góð. „Við bindum vonir við að eitthvað jákvætt gerist innan fáeinna ára.“ ■ AF LANDI BROTT Donald John- ston, aðalframkvæmdastjóri Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnunarinnar, heldur af landi brott í dag eftir þriggja daga op- inbera heimsókn í boði utanríkis- ráðherra. Hann fundaði með for- sætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðis- ráðherrra auk formanns banka- stjórnar Seðlabankans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.