Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 22
22 9. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Jarðarfarir Englendingurinn Philip Astleykom á fót fyrsta nútíma fjöl- leikahúsinu í London þennan dag árið 1768. Knapar, fimleikamenn, trúðar og þjálfuð dýr höfðu sýnt listir sínar öldum saman en það var ekki fyrr en seint á átjándu öld að nútíma fjölleikahús var stofnað. Astley, sem hafði verið foringi í riddaraliði, bjó til sýningu þar sem hann gerði ýmsar kúnstir á hestbaki þar sem áhorfendur sátu hringinn í kringum hann. Frum- sýningin var 8. janúar 1768 og gekk svo vel að hann ákvað að ráða til sín fleiri skemmtikrafta, svo sem trúða og tónlistarmenn, og ákvað að setja tjald yfir hring- inn. Hann ferðaðist meðal annars með sýninguna til Versala þar sem Loðvík XV konungur var meðal gesta. Árið 1782 kom hann á fót svokölluðum Royal Circus, en nafnið fékk hann að láni frá rómversku hringleikhúsunum. Á nítjándu öld var nafnið circus svo tekið upp hjá almenningi á Englandi yfir þetta nýja form skemmtana. Astley, sem lifði til ársins 1814, kom á fót átján fjölleikahúsum víðs vegar um Evrópu. Árið 1792 opnaði John Bill Ricketts fjölleikahús í Phila- delphiu, það fyrsta í Bandaríkjun- um, og síðar önnur í New York og Boston. Fjölleikahúsið hefur þróast talsvert frá því það var opnað fyrst en meginformið hefur hald- ist að mestu leyti. ■ Þetta verður örugglega hefð-bundinn föstudagur,“ segir Teitur Örlygsson, fyrrum körfu- boltamaður með Njarðvík, sem er 36 ára í dag. „Það verður unn- ið fram eftir degi og vonandi fæ ég eitthvað gott að borða. Um kvöldið verður svo Idol-partí með börnunum. Við höfum mjög gam- an af því og höfum fylgst með. Ég held samt ekki beint með neinum í Idol, það breytist á milli þátta hver stendur sig best.“ Teitur, sem spilaði lengi vel körfubolta með liði Njarðvíkur, er ekkert á þeim buxunum að snúa aftur í körfuna þó svo að margir hafi þrýst á hann. „Það kemur kannski að því að ég fari að spila með fyrsta flokki. Núna er ég ekkert í íþróttum. Það er voðalega erfitt að skipta sér ekk- ert af hvernig liðinu gengur en Njarðvík hefur gengið vel og engin þörf fyrir mig. Enn sem komið er hefur mér ekki dottið í hug að fara að þjálfa körfubolta, þó svo að það hafi verið nefnt við mig. Það getur komið seinna en eins og er hef ég ákveðið að ein- beita mér að öðrum hlutum.“ Teitur vinnur núna í fyrirtæki með bróður sínum við að flytja út fiskafurðir. „Þetta er gríðarmikil breyting en það er gaman að hafa allan þennan tíma og borða mat- inn sinn á réttum tíma.“ Þrátt fyrir að Teitur hafi lagt skóna á hilluna er hann dyggur stuðningsmaður Njarðvíkur og mætir vel á leiki. Hann hefur mikla trú á að liðið komist í úrslit í ár. „Strákarnir eiga góða mögu- leika ef þeir halda vel á spilun- um. Það skiptir miklu máli á vor- mánuðum hvort þeir styrkjast og geta tekið mótlæti.“ Ef úr verður efast hann ekki um að hann mæti á völlinn og styðji sína menn. „Það verður örugglega erfitt að vera áhorfandi í úrslitaleik, erf- iðara en að vera á vellinum.“ ■ Afmæli TEITUR ÖRLYGSSON ■ körfuboltamaður í Njarðvík er 36 ára. Verður með Idol-partí í kvöld ásamt börnunum sínum. RICHARD NIXON Fyrrum forseti Bandaríkjanna fæddist þennan dag árið 1913. Hann lést árið 1994. 9. janúar ■ Þetta gerðist 1793 Jean-Pierre Blanchard er fyrstur manna til að fljúga í loftbelg í Bandaríkjunum. 1799 Breski forsætisráðherrann Willi- am Pitt tekur upp sérstakan skatt til að fjármagna hernað gegn Napóleon. 1894 New England síma og sím- skeytafyrirtækið kynnir fyrsta raf- hlöðuknúna skiptiborðið, sem tekið er í notkun í Lexington. 1902 Ný lög í New York banna daður á almannafæri. 1905 Bylting í Rússlandi verður til þess að almenningur fær aukin rétt- indi. 1936 Bandaríski herinn tekur upp hálf- sjálfvirka riffla. 1937 Fyrsta tímarit blaðsins „Look“ lítur dagsins ljós. SIRKUSTJALD Fjölleikahús njóta enn gríðarlegra vin- sælda. Fyrsta nútímafjölleikahúsið PHILIP ASTLEY ■ Kom á fót fyrsta nútímafjölleikahúsinu rétt eftir miðja átjándu öld. 9. janúar 1768 Valgerður Jóhannesdóttir, Langeyrar- vegi 11, Hafnarfirði, lést mánudaginn 29. desember. Útförin hefur farið fram. Ingibjörg Kristófersdóttir lést föstudag- inn 2. janúar. Birgir V. Schiöth, Háaleiti 3b, Keflavík, lést þriðjudaginn 30. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Fanney Gísladóttir lést þriðjudaginn 6. janúar. Jón Sigurgeirsson, kennari og fyrrver- andi skólastjóri Iðnskólans á Akureyri og tæknideilda, lést þriðjudaginn 30. des- ember. Ingólfur R. Jónasson, Hvassaleiti 18, Reykjavík, lést 26. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Gunnar Salómon Pétursson, Reynimel 86, Reykjavík, lést föstudaginn 19. des- ember. Útförin fór fram í kyrrþey. Hilmar Pálsson, frá Hjálmsstöðum, Laugarnesvegi 94, lést mánudaginn 5. janúar. ■ Andlát Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni að verðmæti kr. 40.000 1123 6936 12500 14979 23330 35311 44273 51170 57066 64535 2646 7630 12570 17191 23585 37700 47605 51723 58085 64553 2704 9070 12701 17923 24676 39412 48262 52075 58743 64730 3809 9406 12799 18028 31076 39876 49003 52950 61323 65609 4871 9614 12890 18878 31506 40235 49665 54164 61987 66176 4993 10034 13127 18951 32991 42431 49755 54338 62754 67711 5040 11030 14513 19035 33776 43432 49795 55009 63555 68071 5840 11651 14565 19549 35039 43591 49876 56470 63957 68565 5978 11735 14725 22832 35081 43681 50513 56659 64440 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík s:552-9133Þökkum veittan stuðning, Ferðavinningur með Úrval Útsýn (leiguflug) að verðmæti kr. 160.000 113 22088 38100 41337 46858 55621 1739 26267 38252 42018 51121 56831 16416 26876 38436 44708 51654 58010 17033 27075 39153 44800 52530 60816 Fujitsu-Simens lifebook E4010v. kr. 219.700 2259 6892 29413 50834 Subaru Impreza Gx 2,0 kr. 2.280.000 35769 37750 Vinningar Jólahappdrætti Sjálfsbargar 2003 Dregið var 31. desember 2003 Ástkær unnusti minn, sonur okkar og bróðir Áki Már Sigurðsson Brúsastöðum Vatnsdal A-Hún. lést 2. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 10. janúar. kl. 13.30. Jarðsett verður í Undirfellskirkjugarði. Díana Huld Sigurðardóttir Gróa Margrét Lárusdóttir Sigurður Ólafsson Arndís Sigurðardóttir 13.30 Anna S. Þórarinsdóttir, Lunda- hólum 1, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Margrét Bjarnadóttir, Grímshaga 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Ólafur Ketill Frostason, Þverholti 15, Mosfellsbæ, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. 13.30 Þorsteinn Jakobsson, fyrrverandi stýrimaður og hafnarvörður, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Gilja- landi 33, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 14.00 Sigurbjörg Kristjánsdóttir, fyrr- verandi húsfreyja á Skipalóni, verður jarðsungin frá Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal. 15.00 Útför Una Guðmundar Hjálmars- sonar, rennismiðs, verður gerð frá Ríkissal Votta Jehóva. 15.00 Axel Wilhelm Einarsson, Rauða- læk 14, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Gunnar Þór Ísleifsson, Njarðvík- urbraut 25b, Njarðvík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Sigríður Vigdís Ólafsdóttir, Brekkuseli 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Garðakirkju. 15.00 Guðbjörg Valdimarsdóttir verður jarðsungin frá Digraneskirkju. 13.30 Magnea Dóra Magnúsdóttir, Grandavegi 47, áður Tjarnargötu 9, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. TEITUR ÖRLYGSSON Hefur engar áætlanir um að snúa aftur í körfuboltann en styður sitt lið dyggilega. Erfitt að vera áhorf- andi í úrslitaleik Ingi Sigurðsson, fyrrum bæjar-stjóri í Vestmanneyjum, er nú að undirbúa að taka við nýju starfi sem framkvæmdastjóri Vél- smiðju Suðurlands. Ingi, sem er menntaður byggingatæknifræð- ingur og fyrrum knattspyrnumað- ur með ÍBV, hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri bygg- ingafyrirtækisins Steina & Olla. Ingi, sem kom úr röðum sjálf- stæðismanna, lét af störfum sem bæjarstjóri í júlí 2003 eftir að nýr meirihluti Vestmannaeyjalista og framsóknarmanna tók til starfa. ■ Sest í stól framkvæmdastjóra INGI SIGURÐSSON Tekur brátt til starfa sem framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.