Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 1971 TÍMINN MaSur hahBkúpu- brotnar, er mastur á gufubor bognaSi Þetta er gufuborinn, sem bognaSi. ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag. Einn maSur slasaðist þegar mastur á gufubornum stóra bogn aði mjög mikið, en það gerðist um hádegið í dag. Maðurinn var á leiðinni upp mastrið og var hann kominn í 5—6 metra hæð, þegar mikill hnykkur kom á mastrið. Við hnykkinn bognaði efsti hluti mast ursins mjög mikið fram yfir sig, og féll maðurinn til jarðar með þeim afleiðingum, að hann hlaut höfuðkúpubrot. Verið var að ljúka við borholu skammt frá Syðri-Reykjum í Mos- fellssveit, og var búið að bora niður á 1235 m. dýpi. Samkvæmt upplýsingum verkstjórans við gufuborinn var verið að byrja á að pakka holuna, en það er það sjðasta, sem gert er, áður en farið er af staðnum. Verið var að hífa borstangirnar upp úr hol- unni, og við það myndaðist yfir 100 tonna átak, með þeim afleið- ingum, sem að frarnan greinir. Auðséð er, að gufuborinn verður ekki notaður meira á þessu ári, því talið er að mastrið á honum sé ónýtt. Má búast við að taka muni 2—3 mánuði að fá nýtt mastur til landsins. Mastrið átti að þola 150 tonna átak. (Tímamynd GE) Mesta mildi þykir, að ekki Krefjast endurskoðunar á banni við hundahaldi í Reykjavík OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Hundavinafélagið hefur ritað borgarráði bréf þar sem farið er fram á að borgarstjóm endurskoði afstöðu sína um bann við hunda- Lög um tekju- stofna sveitar- félaga endurskoðuð Félagsmálaxáðherra, Hannibal Valdimarsson, hefur hinn 16. þ.m. skipað nefnd til að endurskoða gildandi löggjöf um tekjustofna sveitarfélaga og er nefndinni falið, að lokinni þeirri endurskoðun, að semja frumvarp til laga um þær endurbætur á tekjuöflunarkerfi sveitarfélaganna, sem hún telur rétt og nauðsynlegt að gera. I nefndinni eiga sæti: Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvík, Jóhann Henmannsson, bæjarfulltrúi, Húsavík, Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík, Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Kópavogi, og Hjálm ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, sem jafnframt er formaður nefnd arinnar. Félagsmálaráðuneytið, 18. ágúst 1971. haldi í Reykjavík. Kom þetta fram á fundi sem borgarráð hélt s.l. þriðjudag. Einnig var lögð fram tillaga, sem Albert Guðmundsson kynnti á síðasta fundi borgarráðs, en var þá frestað til bókunar. Tillagan er eftirfarandi: Borgarráð samþykkir að fresta aðgerðum gegn hundahaldi í Reykjavík, sem fyrirhugaðar eru frá 1. sept. 1971, um óákveðinn tíma, eða þar til málið hefur ver- ið rætt að nýju á reglulegum fundi £ borgarstjórninni. Samþykkt var á síðasta fundi borgarráðs að vísa erindi Hunda- vinafélagsins til athugunar heil- brigðisráðs og afgreiðslu erindis- ins og tillögunnar frestað. Eins og mönnum hlýtur að vera ljóst fer nú óðum að styttast til þess tíma er banna á algjörlega hundahald í Reykjavík, en eins og kunnugt er var hundaeigendum gefinn frestur til að losa sig við hunda sína til 1. sept. n. k. Að vísu var hundahald bannað fyrir í borginni, en svo virtist sem bæði hundaeigendur og yfirvöld hefðu það bann að engu. En hvort látið verður til skarar skríða gegn hund um í Reykjavík eftir tæpar tvær vikur er harla ólíklegt. Hefur m.a. yfirlögregluþjónn látið þau orð falla í blaðaviðtali að ekki komi til neins blóðbaðs, eins og sumir hafa viljað vera láta. En hundaeigend- ur, sem eiga dýr, sem kvartað er yfir af nágrönnum, eða hugsa ckki þeir lenda á flækingi, verða að þeir ienda á flækingi verða að vera við þv£ búnir að losa sig við hunda sina. En nú er eftir að sjá hvað heil- brigðismálaráð og borgarstjórn segir við síðasta erindisbréfi borg- arstjórnar. Biskup vísiterar Barðastrandar- prófastdæmi Biskup íslands visiterar Barða strandarprófastsdæmi dagana 24 —29. ágúst n.k. Verður visitazi unni hagað sem hér segir: Þriðjudaginn 24. ágúst kl. 3 e.h. Flatey. Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 2 e.h. Gufudalur. Sama dag kl. 8 e.h.: Skálmarnessimúli. Fimmitudaginn 26. ágúst kl. 1 e.h.: Brjánslækur. Sama dag kl. 5: Hagi. Föstudaginn 27. ágúst kl. 1,30: Sauðlauksdalur. Sama dag kl. 5: Breiðavík. Laugardaginn 28. ágúst kl. 2 e.h.: Selárdalur. Sama dag kl. 6 e.h.: Bíldudalur. Sunnudaginn 29. ágúst kl. 2 e.h.: Patreksfjörður. Sama dag kl. 5: Stóri-Laugardalur. Guðsþjónusta verður á öllum kirkjunum, svo og viðræður við sóknamefnd og söfnuð. skyldu fleiri slasast, þegar mastr ið bognaði. Nokkrir menn stóðu rétt undir mastrinu og hrundi alls konar drasl i kringum þá. Maður inn, sem höfuðkúpubrotnaði, var fluttur í Borgarsjúkrahúsið, og að sögn lækna þar leið honum vel eftir atvikum. HESTAMÓT í SKAGAFIRÐI Hestamót skagfirzku hestamanna félaganna var háð á Vindheima- melum um verzlunarmannahelg- ina. Úrslit urðu sem hér segir: 250 m. folahl. stökk: 1. Randver, 19,5 sek., eig. Skóla búið Hólum; 2. Glanni, 19,7 sek., eigandi Mikael Ragnarsson, Akur eyri; 3. Skýfaxi, 19,8 sek., eig. Sveinbjörn Jónsson, Hafsteinsst. 300 m. stökk:, 1. Morgunroði, 22,6 sek., eig. Sigfús Steindórsson, Steintúni; — 2. Vinur 22,6 sek., eig. Stefán Hrólfsson, Keldulandi; 3. Skugga- blakkur, 23,3 sek. eig. Bæring Hjartarson, Fjalli. 800 m. stökk: 1. Blakkur, 62,2 sek„ eíg. Hólm steinn Arason, Borgarnesi; 2. Tvistur, 63,1 sek., eig. Hólmsteinn Arason, Borgarnesi- 3. Reykur, 63,3 sek., eig. Jóhanna Kristjáns- dóttir, Reykjavík. 250 m. skeið: 2. v. Snæfaxi, 28,0 sek., eig. Halldór Jónson, Reykjavík. Alhliða góðhestakeppni: 1. Hrafnkatla, eigandi Sveinn Guðmundsson, S-Króki, 2. Vinur, eig. Anna Guðmundsdóttir, Reykj arh.; 3. Lipurtá, eigandi Bjarni Jónsson, Hóli. Klárhestar með tölti: 1. Gimsteinn, eigandi Magnús Jóhannsson, Hólum; 2. Gulltopp- ur, eig. Halldór Sigurðsson, Stokk hólum, 3. Sokki, eig. Kristján Hrólfsson, Hofdölum. E.S. Timi Blakks í 800 m. er nýtt landsmet. Fyrra metið setti hann á sama stað 1970. MINNING Jarðarför Bergljótar Eiríksson læknis, fer fram í dag kl. 10.30, frá Fossvogskirkju. Hennar verð- ur nánar getið í íslendingaþátt- um Tíimans. 3 Stendur gjaldeyris- kreppan í heiminum í margar vikur? Margt virðist nú benda til þess, að gjaldeyriskreppan i lieiminum geti staðið all lengi, ef til vill i nokkrar vikur. Agreiningur er kominn upp meðal Efnahagsbandalagsrikj- anna um það, hvernig bregðast skuli við cfnahagsráðstöfunum Nixons, Bandaríkjaforseta. Er starfsenii banka, kauphalla og verðbréfamarkaða, enn tak- mörkuð við brýnustu nauð- synjamál. Vestur-Þjóðverjar eru taldir fylgjandi frjálsri gengisskrán- ingu gjaldmiðla Evrópuríkj- anna, þ.e. svonefndu „fljótandi gengi“, en Frakkar vilja að tekin verði upp tvennskonar skráning Bandaríkjadollara, þannig að önnur skráningin sé ætluð til alþjóðlegra viðskipta, en hin fyrir spákaupmenn. Jap anir hafa gagnrýnt mjög harð- lega efnahagsráðstafanir Banda ríkjastjórnar og hefur japanska stjórnin lýst þv?' yfir, að liún muni standa fast gegn gengis- hækkun yensins. Franska stjórnin tilkynnti í fyrrakvöld, að hún væri and- víg því að gengi frankans yrði hækkað og vildi tvöfalda geng isskráningu á dollar. Vestur-þýzka stjórnin vill hins vegar að þetta tækifæri verði notað til að samræma gjaldmiðla Efnahagsbandalags- ríkjanna og vill að tekið verði upp „fljótandi gengi“ um nokk urt skeið. Búizt er við að ríkistjórn Japans muni ráðfæra sig við stjórnir iðnaðarríkja Vestur- Evrópu áðv- en hún tekur cnd anlega afstöða til gjaldeyris- málanna. Er sagt, að Japanir séu miög andvígir tillögu vest- ur-býzku stjórnarinnar um að lekið verði upp fljótandi gengi, slíkt fyrirkomulag myndi senni legast neyða japönsku stjórn- ina til að hækka gengi yensins. Aðeins fjórðungur af verðhækkuninni Nú hefur það fengizt stað- fest skriflega hjá bandarískum yfirvöldum, að hinn nýi inn- flutningstollu- J Bandaríkjun- um mitni hafa sáralítil áhrif á innfíiitning á íslenzkum fisk- afurðvm á Bandaríkjamarkað. Er þvtta í samræmi við það, sem Tíminn hafði áður skýrt frá í fréttum, en með fyrirvara um staðfestingu bandarískra stiórnvald!’. sem nú er komin. Ilinn nýi innflutningstollur legpst á innflutta fiskblokk o? hækkar tollur á henni úr 0.2 centum á pund, í 1,25 cent á pund. eða hækkar um 1,05 cent á pund. Tollur á fiskflökum vcrður óbreyttur 2,5 cent á pund. Óverulegt magn af þorsk fiök'im og ýsuflökum höfðu ver'ð undir kvóta með nokkru lægri tolli, cða 1.875 cent á pund, en kvótinn fellur nú niðiir og verða öll fiskflök f 2,5 centa tolli á pund. Þessl tollahækkun fiskblokka, sem hér utn ræðir, svarar aðeins til Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.