Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 20. áf'úst 1971 Skoðanaskipti: HER ÁÍSLA Eftir Hjálmar W. Hannesson M.A. Hinn 12. júlí s.l. fór undirritað- ■r með eftirfarandi svargrein nið- nr á Morgunblað til birtingar. tiðn síðan nær fjórar vikur. Hringdi ég þá í Styrmi Gunnars- son og spurði liann livort þeir Mbl.-menn ætluðu að birta grein- ina eður ei. Kvað hann hana setta og kæmi hún „í næstu viku.“ GerfBst sú vika nú all löng og nenni ég ekki að bíða lengur eftir endi hennar. Hinn 12. ágúst birtist í Mbl. grein eftir Kristján Albertsson og var hún undirskrifuð Nll. ágúst. Er því alveg greinilegt hverjnm sem sjá vill, að lang stærsta dagblaðið á íslandi kær ir sig EKKI um örlítil skoðana- skipti um hermálin. Sjónarmiðin i eftirfarandi grein geta varla tal- izt mikil róttækni, en að „salta“ greinina sýnir þó hversu lítið álit þeir MbL-menn hafa á kjós- endnm. Þeir vilja „matreiða" ein- hæft, cn ekki treysta á dómgreind hins almenna borgara með því að leggja málin nokkuð óhlutdrægt fyrir eða a.m.k. leyfa cinstaka hjáróma rödd að heyrast. Sjálfstæðisflokkurinn hcfur á milli 30 og 40% kjósenda á bak við sig. „Morgunblaðsstefnan“ er EKKI stefna þeirra allra. Þetta er hættuleg stefna fyrir þann flokk og fyrir lýðræðið í landinu. Reykjavík, 17. 8. 1971. Hjálmar W. Hannesson. Er blaðaskrif um kynlífs- myndina í Hafnarbíó stóðu sem hæst í vetur, lét einn helzti and- stæðingur myndarinnar það álit sitt í ljós, hér í Mbl., að fyrst dagblaðið Tíminn leyfði sér að birta jákvæða gagnrýni um myndina, hefði blaðið þar með tekið afstöðu með henni. Lét hann mjög skína í hneykslan sína á þessari „afstöðu" Tímans. Væri lögmál öldungsins í gildi og dagblöð birtu eingöngu grein- ar eftir ákveðinni „línu“, þ. e. þeirri einu „línu“, sem einhver eða einhverjir ákvæðu, hefðum við engin skoðanaskipti í blöð- um okkar. Þá fengist aðcins ein hlið á hverju máli prentuð í þeim. Þegar svo er komið getum v'" ekki talað um lýðræði í vest- rænum skilningi, því prentfrels- ið og frjáls skoðanaskipti ásamt öðru, eru hyrningarsteinar þess. Ábyrgð Morgunblaðsins í þessu sambandi er geysileg vegna mikillar útbreiðslu í landi þar sem óhlutdrægt dag- blað er ekki til. Skrif í blaðið um bandaríska herinn á íslandi hafa yfirleitt verið einhæf. Einna lengst hefur Gunnlaugur Jónas- son gqngið í greininni: Her- varnir íslands, sunudaginn 20. júní, s.l., er hann telur upp alla þá miklu „kosti“ þess að hafa herliðið hér á landi, án þess að minnast á einn einasta galla slíks fyrirkomulags. Þetta er gert í anda Adolfs heitins Hitl- ers. Hann sagði í 6. kafla Mein Kampf m.a., að aldrei ætti góð- ur áróðursmaður að nefna gott eða rétt atriði í málatilbúningi andstæðingsins né nefna veilu í eigin málstað. f greininni gengur Gunnlaug- ur út. írá því, að frá 1627 hafi íslendingar lifað í öryggi fyrir árásum sjóræningja (og ann- arra?) vegna ástæðu, „sem þó er mjög einföld og liggur í raun- inni í augum uppi“, eins og hann kemst að orði er hann lýsir hern- aðarlegu alvaldi brezka flotans á N.-Atlantshafi. Hvers konar tímabil voru þessar 3 aldir? Var hætta á því, að ísland yrði her- tekið? Á fyrri hluta tímabilsins er ísland nær gleymt. Hér eru mikl- ar hörmungar. Landsmönnum fækkar af ýmsum orsökum, svo sem alþjóð veit. í Evrópu geisa styrjaldir 17. og 18. alda. Árið 1763 er saminn friður að loknu „Sjö ára stríðinu.“ England er orðið heimsveldi að undangeng- inni langri baráttu við Frakk- land um heimsyfirráðin. Hver er að hugsa um ísland þá? Bar- áttan stendur um N.-Ameríku, Indland, Ceylon, Ástralíu og m. fl. auðug lönd. Hvernig gat Jörundur gerzt ein- valdur hér uppi á íslandi, svo að segja einn, ef landið var varið af brezka flotanum? Það hefði eins getað verið heii herdeild rík- is með áhuga á íslenzkri skreið. Nei, varnir íslands og Bret- lands fóru ekki saman á þessu tímabili. Það var ekki liernaðar- lega mikilvægt fyrir óvin Bret- lands að hafa bækistöð á Is- landi. Innrásarfloti frá íslandi á 17., 18. og jafnvel mestan hluta 19. aldar hefði nóg með að kom- ast til Bretlands, hvað þá held- ur að berjast eftir slíka ferð. Ferðatækni nutímans hafði ekki enn breytt fjarlægðunum Hirik vegár er Gunnlaugs: . . • „varnir íslands og Breytlandseyja verða ef á reynir ekki aðskildar. Ef verja á Bretland, þá verður líka að verja ísland . . .“ í höfuðdrátt- um rétt, ef við lítum eingöngu á sögu 20. aldarinnar, fram til 1945. Með því að hertaka ísland um leið og Noreg og Danmörku 1940, hefðu Þjóðverjar vafalítið átt auð veldara með að koma Bretum á kné. Ein af ástæðunum fyrir því, að Þjóðverjar urðu af seinir til er sú, að hernaður þróast sí- fellt. Með þeirra þróun skapast ný sjónarmið og möguleikar áður óþekktir. Sú þróun kafbátahern- aðar, sem átt hafði sér stað frá 1914 til 1940, gerði það að verk- um, að alger einangrun Bretlands með skefjalausum kafbátahern- aði var meira en fjarlægur mögu- leiki. Flotaaðstaða á íslandi hefði hjálpað Þjóðverjum mjög. Auk ofangreinds, var nú komið nýtt og mjög mikilvægt hernaðar tæki til sögunnar: flugvélin. Með flugvéla- og kafbátaaðstöðu Þjóð- verja hér, eru líkurnar á því að Bretland hefði fallið mun meiri er. ella. Á þessari nýtilkomnu stað reynd áttuðu Bretar sig fyrr en Þjóðverjar 1940. f heimsstyrjöldinni síðari varð ísland því í fyrsta skiptið hern- aðarlega mikilvægt Bretum og öðrum stríðsaðilum. Óþarft, er að gera grein fyrir gangi heimsstyrjaldarinnar síðari, inngöngu íslands í NATO og varn- arsamningnum frá 1951 hér. Ástæða er hins vegar til að dvelja lítillega við hernaðarþróunina. Hvað gerði ísland svo liernað- arlega mikilvægt 1940? Svarið er eins og allir vita: lcga laiuls- ins. Ekki hefur hún breytzt á þrjátíu árum. en breyting hefur orðið ' hernaðartækninni, eða hvað? Jú, Gunnlaugur Jónasson skrifar meira að segja: „Þegar kjarnorkusprengjur eru notaðar til árása geta þær vissu- lega eyðilagt þá borg, sem skotið er á, en við sprenginguna mynd- ast geysistórt geislavirkt ský, sem vegna snúnings jarðar, gæti á skömmum tíma valdið stórfelldu manntjóni á stórum svæðum ann- ars staðar á jörðinni, einkum í víð lendum ríkjum, eins og stórveldi jafnan eru.“ Um öll heimshöfin sigla nú kaf bátar stórveldanna. Innan borðs eru langdrægar eldflaugar, sem hægt er að skjóta úr kafi. Einnig má nefna, að sendi stórveldi A eldflaugar á loft í átt að stórveldi B, sendir B á loft sams konar eldflaugar til árása á A auk smærri gagneldflauga, er eyði- leggja allstóran hluta eldflauga A, sem eru á leiðinni (sbr. Salt viðræðurnar). Allt gerist þetta ©1 ®{D)n ER FRJÁL fyrir tilstilli mjög fullkomins fúllyrðing' 'het.s'"radarstöðýa #fö|’,^'eTvíhnátta, sem senda upplýsir.gar utn . árás nokkrum sekúndum eftir að hún hefst. Slík tæki minnka mjög mikil- vægi herstöðva eins og Kefla- víkur. Um það atriði má t.d. lesa fjölmargar bandarískar bækur og greinar. Þar af leiðandi hafa margir háttsettir ráðamenn í Bandaríkjunum rætt og ritað um minnkandi mikilvægi bandarísku og NATO herstöðvanna sem mynda hring kringum Sovétríkin. Hér skal aðeins nefnd grein eftir ekki ómerkari mann en Eisenhower hershöfðingja og forseta, er hann nefndi: „Let’s be honest with ourselves", og birti í blaöinu Saturday Evening Post, 26. okt., 1963. Ekki er þá verið að nefna einn af fjölmörgum bandarískum gagnrýnendum á bandaríska utan- ríkisstefnu. í Bandaríkjunum eiga sér fjör- legar umræður stað um utanrík- is- og varnarmál. Mikið af þeim fer fram • fyrir opnum tjöldum, enda er prentfrelsið mjög varið í stjórnarskránni. (Sbr. birt- ingu varnarmálaráðuneytisskjal- anna nú á dögunum.) Þá reyna menn með frjálsum skoðana- skiptum að komast að því hvað hagstæðast sé fyrir þjóðina. Þau skoðanaskipti fara nú til dags fram án þess að eilíflega sé ver- ið að stimpla menn „kommúnista eða meðreiðarsveina þeirra," eða éitthvað álíka gáfulegt. Það er einmitt stóri kostur vestræna lýð- ræðisins, að menn geta skipzt á skoðunum og gagnrýnt án þess að leggja frelsi, sitt og mannorð í hættu. Það er því fui'ðulegt, að menn eins og Gunnlaugur Jónasson halda að það sé verið að „sví- virða og sverta hina göfugu bandarísku þjóð,“ eins og hann orðar það, ef minnzt er á galla bandarísku liersetunnar á ís- landi. Ræði maður við Banda- ríkjamenn sjálfa um þetta mál, skilja þeir ofurvel mismuninn á því að vera andvígur erlendum her á íslandi og að vera á móti Bandarikjamönnum sem slíkum. Að sjálfsögðu eigum við að hafa góð samskipti við Bandaríkin eins og Gunnlaugur vill, en án þess þó að selja landið okkar. Hvert mannsbarn, sem fylgist með innanríkismálum Bandaríkj- anna sér, að þingið er ekki á þeim skónum, að samþykkja stóraukin útgjöld til hinna ýmsu hermann- virkjagerða, víða um landið, sem Gunnlaugur vill léta knýja Banda ríkjamenn í nýrri varnarsamnings gerð til að gera. í þeirri nýju samningsgerð eiga sjónarmiðin að vera tvö, telur hann. Hið fyrra eigi að vera: .......að varnirnar yi'ðu miðað- ar við það, að skyndihertaka ís- lenzkra hafna í upphafi styrjald- ar, yrði árásaraðila svo erfið og kostnaðarsöm, að hann myndi hugsa sig tvisvar um, áður en í hana yrði ráðizt.“ f hinni frægu og mikilvægu 5. grein Atlantssáttmálans stend- ur m.a.: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða N.-Ameríku skuli talin árás á þá alla.“ Það er hugsunin í þessari grein, sem gerir þátttöku fslands í NATO ákjósanlega. Sem sagt: Ráðist Sovétríkin á Austfirði, eins og Gunnlaugur óttast svo mjög (til hvers ættu þau að vera að því? - sbr. breytta hernaðartækni), ráðast þau þar með á öll NATO ríkin. Þá skiptir heldur litlu máli livort suður á Keflavíkurflugvelli eru staðsettir nokkrir tugir þota. NATO fáninn eða merkið gerði sama gagn. (Auk þess fela orðin ,,erfið“ og ,,kostnaðarsöm“, úr ofanritaðri klausu Gunnlaugs, í sér« mun meiri eyðingu íslenzkra maniislífa og landsvæða, ef á okk- umyrði ráðizt (?) en yrði ef að- eins væru fámennar radarstöðvar, t.d. á tveimur stöðum á Aust- fjörðum). Seint á árinu 1963 sýndu Banda ríkjamenn að hægt er innan fárra klukkustunda að senda stór ar herdeildir alla leið frá Texas til V.-Þýzkalands (Operation Big Lift). Þetta var gert m.a. til að draga úr ótta margra V.-Þjóðverja \ I fækkun í bandaríska herliðinu þar. Gctum við ekki dregið ein- hvern lærdóm af þeim flutning- um hér uppi á íslandi. NIDURLAG Með breyttri hernaðartækni er lega íslands enn mikils virði. Fámenn(ar) radarstöð(var) á Austurlandi er(u) mun mikilvæg- ari. í varnarneti NATO en fjöl- menn (á okkar mælikvarða) her- stöð. Hún gerir hreint ekki meira gagn en mepki eða fáni NATO gerði. Fyrst málin hafa þróazt svo, eigum við þá ekki að hreyfa við hernum? Það skiptir ekki máli hvar í flokki menn eru í þessu sambandi . . íslenzk þjóð- erniskcnnd er afar sterk og á vart sinn líka í veröldinni . . .“ skrif- ar Gunnlaugur Jónasson. Getur þessi sterka þjóðerniskennd farið saman við hersetu crlends liðs hér? Ég spyr.-Er það merki um stcrka þjóðerniskennd okkar, að íslenzki alþjóða ferðamannaflug- völlurinn lítur út eins og Ft. Bragg, N.C., U.S.A. eða hver önn- ur bandarísk herstöð? Stjórnmála legir og félagslegir gallar herset- unnar eiga að vera augljósir þjóð með svo sterka þjóðerniskennd og flokki sem kennir sig við sjálf- stæði. Eða hvað? Við erum ekki að segja okkur úr NATO með því að láta lier- inn hverfa, enda er einsýnt, að mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur áfrpmhaldandi þátttöku í varnarsamtökum vestrænna þjóða (NATO). Þau samtök settu sér markmið við stofnun og þcim hafa þau náð. Hin ákveðna stefna NATO hefur heft yfirgang Sovét- ríkjanna frá 1949. Því er ekki hægt að neita, þó oft sé reynt. Með því að hafa fámenna(r) radarstöð(var) t.d. á Austfjörð- um erum við að leggja skerf í varnarkerfi NATO. Þá erum við að styrkja öryggi ríkisins, en get- um jafnframt látið herinn fara og komizt þannig hjá margs konar vandamálum. íslendingar geta vel rekið alþjóðlegan flug- völl í Keflavík án hjálpar. Það hafa þeir nú þegar sýnt. Það er vonandi, að menn geti skipzt á skoðunum hér í Mbl. um hermálið sem og um öll önn- ur mál. Það er von allra hugsandi manna, að hernaðarbandalög svo sem NATO og Varsjárbandalag- ið verði ekki nauðsynleg miklu lengur. En á meðan þau standa er nauðsynlegt að smárikið fsland geri sér grein fyrir hernaðar- tækniþróuninni á hinum ýmsu tímum. Reykjavík, 11. 7. 1971. Gerið góð kaup Herrajakkar kr. 2700.00. Terylenebuxur herra kr. 900.00. Bláar manchetskyrtur kr- 450.00. Sokkar með þykkum sólum, tilvaldir fyrir sára og sjúka fætur og einnig fyrir íþróttafólk. Sendum gegn póstkröfu. LITLI-SKÓGUR Snorrabraut 22. — Sími 25644. Ferðafól Heitur matur i hádeginu og á k ivöldin Grillréttir, kaffi og smurt brauð allan daginn. • Esso- og Shell-benzín • Verið velkomin! Staðarskáli, Hrútafirði og oliur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.