Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 10
10 TÍMINN FÖSTUDAGUR 20. ágfet BWl FRA SKOLUNUM í KÓPAVOGI Áformað er að skólar kaupstaðarins taki til starfa í haust sem hér segir: BARNASKÓLAR Innritun nýrra nemenda, þeirra sem ekki áður eru innritaðir, fer fram miðvikudaginn 1. septem- ber kl. 14. Skólasetning verður mánudaginn 6. september. 7 ára bekkir komi kl. 10,30 8 ára bekkir komi kl. 11,30 9 ára bekkir komi kl. 13,00 10 ára bekkir komi kl. 14,00 11 ára bekkir komi kl. 15,00 12 ára bekkir komi kl. 16,00 Kennarafundur verður í öllum skólunum 6. sept. kl. 9,00. — Allir kennarar, sem ekki verða á nám- skeiðum mæti 1 skóla sínum við innritun nýrra nemenda. — Forskóli (6 ára bekkir) hefja starf í októberbyrjun og verður nánar auglýst um það síðar. GAGNFRÆÐASKÓLAR Staðfesting umsókna um skólavist fer fram í skól- unum miðvikudaginn 1. september frá kl. 10—12 og 14—17. Á sama tíma eru einnig síðustu forvöð að leggja fram nýjar umsóknir um skólavist. Námskeið fyrir unglingaprófsnemendur frá í vor, í stærðfræði, íslenzku og dönsku, hefst 6 .sept. — .Umsóknir um þátttöku í því, leggist fram á sama tíma. Skólasetning er áformuð 20. september og verður nánar auglýst síðar. Fræðslustjórinn. ISLANDSAAOTIÐ Keflavíkurvöllur laugardag kl. 3: Í.B.K. — Í.B.V. Miðasala frá kl. 1. Í.B.K. 2 samliggjandi jarðir Tilboð óskast í jarðirnar Innstaland ca. 3—4 hektarar, og Meyjarland ca. 7—8 hektarar, saman eða sitt í hvoru lagi. Jarðirnar eru rétt norðan Sauðárkróks, Skagafirði. Þeir, sem áhuga hafa, sendi tilboð á afgreiðslu blaðsins 1 Reykjavík fyrir mánaðamót, merkt: „Jarðir — 1196“, og þá fá þeir er óska nánari upplýsingar. Einar og Schell Framhald af bls. 1 Utanríkisráðherra mun svo gefa meðráðherrum sínum í ríkisstjórn- inn skýrslu um för sína til Bret- lands og Vestur-Þýzkalands, og einnig landhelgisnefndinni, og síð ar mun hann svo skýra blaða- mönnum frá för sinni, og þá eink um, hvað honum og þeirn, sem hann átti viðræður við, hafi farið á milli, en engar staðfestar fréttir hafa fengizt af viðræðunum enn. VELJUM ISLENZKt(L ^ÍSLENZKAN IDNAÐ Útvíkkunin þýðir Framhald af bls. 1 Fincial Times er: Vinsamlegar viðræður í utanríkisráðuneytinu um fyrirætlanir íslendinga. í blað inu er þess m.a. getið, að ef ís- lendingar létu verða af fyrirætl- unum sínum, þá hafi Godber sagt að Bretar myndu snúa sér til Al- þjóðadómstólsins í Haag. f The Times er frétt um við- ræðurnar og af blaðamannafund- inum, og það er eina blaðið sem birtir leiðara um fyrirætlun ís- lenzku ríkisstjómarinnar, og fer hann í lauslegri þýðingu hér á eftir: Leiðari Tlie Times í London Það er skiljanlegt að nýja ís- lenzka ríkisstjórnin leggi mikið upp úr fiskveiðitakmörkunum í kringum landið. Fiskveiðitakmörk eru mjög viðkvæmt mál fyrir fiski skipaflota allra þjóða, eins og samn ingar Breta við Efnahagsbandalag- ið sýna. Fyrir ísland þýðir fisk- veiðilögsagan líf eða dauða, vegna þess hve mikið er undir fiskveiðum komið hjá þjóðinni. Meira en fjór- ir fimmtu af útflutningi íslands og fjórðungur þjóðartekna er af fisk- veiðum. íslendingar líta á hafið umhverfis. jBndi? öem þeirra mestu náttúruauðlind. Þrátt fyrir eindreginn þjóðarvilja er ekki hægt að réttlæta einhliða ákvörðun um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í fimmtíu mílur, svo hún nái yfir landgrunnið umhverfis eyna. Það er rétt, að íslenzka ríkis stjórnin hefur ekki enn tekið lögin í sínar hendur. Það sem ríkisstjórn in hefur gert er að tilkynna ætlun sína, um að færa út fiskveiðilög- söguna fyrir 1. september 1972. Eftir viðræður í utanríkisráðuneyt inu í London í gær, þar sem ástæð- urnar fyrir þessari yfirlýstu ákvörð un voru skýrðar, mun íslenzki utan ríkisráðherrann nú gera Vestur- Þýzkalandi grein fyrir útfærslunni en Vestur-Þýzkaland er það land á eftir Bretlandi sem útfærslan varðar mest. Áform Islands um að færa ein- hliða út fiskveiðilögsöguna mun auðvitað rjúfa samkomulagið við Breta frá 1961, en samkomulagið batt enda á síðustu meiriháttar deiluna milli þessara tveggja þjóða. Það væri mjög miður, því enginn vill endurtekningu á hinu svokall- aða þorskastríði, eða neinu í lík- ingu við það. Það er ekki aðeins það, að brezki fiskiskipaflotinn á á hættu að verða illa úti, sem gerir íslenzku ákvörðunina óæskilcg'a, þrátt fyrir efnahagslegt mikilvægi hennar. Heldur mun slík ráðstöf- un svo augljóslega hafa að engu almennar samþykktir í alþjóðalög- um. Island er ekki lengur einangr- uð þjóð. Landið hefur nýlega orð- ið fullgildur meðlimur í fríverzl- unarsvæði Evrópu, og sú þátttaka hefur í för með sér vissa ábyrgð, sem Bretland varð fljótlega að viðurkenna, þegar innflutningsgjald ið var tekið upp. Þá leitar Island nú eftir einhverskonar verzlunar- samningi við Efnahagsbandalagið. Hve alvarlega vcrður ísland tekið, ef nýja ríkisstjórnin ætlar að rifta samningum að eigin geðþótta? Grundvallaratriðið í þessu máli er, að friða fiskistofnana í hafinu kringum ísland, og ættu bæði Bretland og ísland að geta verið sammála um það efni. Það er eng- um efa bundið að sameiginlegar al- þjóða ákvarðanir ætti að taka á því sviði. Ef það er rétt, sem ís- lenzka ríkisstjórnin heldur fram, að alþjóðaráðstefnur hafi ekki ver- ið árangursríkar hvað það snertir að taka friðunarákvarðandir, þýðir það ekki að þessar tvær þjóðir geti ekki lagt saman og haft forystu um evrópska stefnu í málinu. Eftir að íslenzka ríkisstjórnin hefur hlustað á sjónarmið Breta og Þjóðverja, verður hún líklega ekki í neinum vafa um hvað þeim finnst um málið. ísland ætti að hugsa vel um raunverulega hags- muni sína, áður en hið örlagaríka skref, sem hún hefur tilkynnt um, verður stigið. \ víðavangi Framhald af bls. 3. fjórðungs af þeirri verðhækk- un á blokk, sem orðið hefur á Bandaríkjamarkaði á þessu ári, en pnudið hefur hækkað síðan í janúar úr 40 centum í 44 cent. Þar við bætist að heim ilt virðist vera að velta þessum innflutningstolli yfir í verðlag í Bandaríkjunum þrátt fyrir verðstiiðvun þar í þrjá mánuði, þanig að með öllu er óvíst, hvort hér verður um nokkra byrði að ræða fyrir íslenzkan fiskiðnað. — TK Chou En-Lai Framhald af bls. 7. að „hið nýja Kína“, eins og hann komst að orði, væri kjarnorkuveldi. Það fengist aðeins við tilraunir á því sviði. í sem fæstum orðum sagt lét forsætisráðherrann greini- lega í ljós, að hann hefði mik- inn áhuga á alvarlegum við- ræðum við forseta Bandaríkj- anna. Hann virtist ekki gera sér mjög háar vonir um já- kvæðan árangur af þeim við- ræðum, en var að minnsta kosti mjög fús að ræða vænt- anlegar breytingar í heiminum og sjá svo til, hverju fram yndi. Engin síld Framhald af bls. 2. fást af athugunum þessum, byggja að miklu leyti á saman burði á ungfiskmagni við afla magn þess árgangs síðar. Fást af þessu sinni vísbendingar fremur en ákveðnar ályktanir. Á svæðinu varð þorsks vart frá Reykjanesi vestur um og að Sléttu og var aðalmagn þorsk- seiðanna í ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa. Virðist útbreiðsla þorsks svipuð við fyrra ár. — Fyrir Suðurlandi varð talsvert vart við ýsu og á svæðinu frá Reykjanesi að Sléttu var ýsa f svipuðu magni og í fyrra. Karfi fannst á öllu svæðinu milli íslands og Grænlands. Einnig fannst karfi sunnan- lands allt austur að fslands- Færeyja hryggnum og fyrir Norðurlandi að Eyjafjarðarál. Meira magn og útbreiðsla er á karfanum en í fyrra . Á landgrunnsvæðinu frá Reykjanesi að Horni varð víð- ast vart við loðnu í talsverð- um mæli og fyrir Norðurlandi fannst mikið magn af loðnu á austanverðum Húnaflóa. Annars varð loðnu vart allt austur að Sléttu, þó minna á djúpmiðum. Austur af Vestmannaeyjum og á svæðinu milli Ingólfshöfða og Stokksnes voru einnig loðnu seiði í verulegu magni. Þetta bendir til þess. að klak hafi tekizt allvel hér við land a. m.k. eru tvö að9kilin hiygning arsvæði. Ekld verð vart ung- síldar frá því í vor. Af íslands hálfu sátu fund- inn Hjálmar Vilhjálmsson, Sig- fús Schopka, Sigurður Lýðsson og Eyjólfur Friðgeirsson. Fram - ÍBV Framhald af bls. 9. eða aldrei verið betri- Vörnin var góð með bakverðina Ólaf og Gísla sem beztu menn. Sérstaklega átti Gísli nú góðan leik. Tengiliðimir voru góðir og hið sama er að segja um framlínuna, sem alltaf var síógnandi í leiknum. Óskar Valtýsson átti nú skínandi leik. Framarar voru yfirleitt lélegir, einkum framlínan. Vörnin var mikið skárri og var Marteinn Geirsson beztur vamarmannanna. Þá átti Þorbergur mjög góðan leik í markinu. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn og fórst það mjög vel úr hendi. Sérstaklega gekk honum vel að halda leiknum niðri, en mikil harka var oft á tfðum í þessum mikilvæga leik. Danir unnu Framliald af bls. 9. 100 m. flugsund kvenna: Susanne Petersen D 1:13,1 Guðmunda Guðm.d. f 1:13,2 ísl.m. Pia Sögaard D 1:13,4 Vilborg Júlíusdóttir f 1:19,3 D 7 — 106 í 4 — 91 100 m. flugsund karla: Guðm. Gjslason í 1:01,8 fslandsm. Sören Korbo D 1:04,7 Finn Romanowsky D 1:06,3 Gunnar Kristjánsson f 1:06,3 n 5 — iu f 6 — 97 100 m. baksund kvenna: Salome Þórisdóttir | 1:14,6 Lone Mortensen D 1:15,5 Pia Holdt D 1:17,5 Halla Baldursdóttir f 1:20,2 D 5—116 f 6—103 100 m. baksund karla: Lars Börgesen D 1:08,6 Ejvind Petersen D 1:09,3 Finnur Garðarsson í 1:11,1 Páll Ársælsson f 1:13,0 Stefán Stefánson 1:11,9 (utan keppni) D 8—124 f 3—106 400 m fjórsund kvenna: Kirsten Knudsen D 5:47,5 Guðmunda Guðmundsd I 5:52,2 Vilborg Júlíusdóttir f 5:55,5 Pia Sögaard D 5:55,6 D 6 = 130 I 5 = 111 400 m fjórsund karla: Guðmundur Gíslason I 5:07,3 Hafþór B. Guðmundss. I 5:18,5 Erik Nielsen O 5:19,0 Per Rasmussen D 5:27,2 (ógildur' D 2 = 132 í 8 = 119 4x100 m skriðsund kvenna: Danmörk 4:26.2 fsland 4:30,7 Landssv.m. D 10 = 142 I 6 = 125 4x100 m. fjórsund karla: Danmörk 4:15,9 DM. ísland 4:18,0 Landssv.m. D 10 = 152 I 6 = 131 HUSEIGENDUR -i » 1 l'ek að mér að skafa og oiíubera útidyrahurðir og annan útiharðvið. Sími 20738.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.