Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Vestmannaeyingar unnu Framara 4:1 og Stefna nú hraðbyri að sigri Hætta vi8 Frammarkið í leik Fram og ÍBV. Sundmót í Hveragerði AE-Vestmannaey j ar, ET-Reykjavík. Það var logn en dálítil rigning í Vestmannaeyjum, er Frarn og Vestmannaeyjar leiddu saman hesta sína { 1. deild í fyrrakvöld. Leikurinn var mjög mikilvægur fjrir báða aðila, því að fyrir hann hafði ÍBV 14 stig og var efst í deildinni, ásamt ÍBK. Fram kom svo næst með 13 stig. Þessi leik ur réði því líklegast úrslitum um það, hvort liðið berst um íslands- meistaratitilinn. — Úrslitin urðu þau, að Vestmannaeyingar sigr- uðu 4:1. Sá sigur var fyllilega verðskuldaður; Vestmannaeyingar léku mjög vcl og náðu yfirleitt vel saman. Hins vegar voru Fram- arar slakir í Eyjum í fyrrakvöld og lcikurinn samhengislaus; eink- um var framlína Fram bitlaus, þveröfugt við framlínu ÍBV. — Það er sem Framarar hafi brotn- að niður við óvæntan sigur Breiðabliks yfir þeim í síðustu viku. Á sama tíma hafa Vest- mannaeyingar eflzt, ekki sízt við sigurinn yfir Val á dögunum. Þeir eru nú líklegastir sigurvegarar í 1. deild. Þó eiga þeir eftir erfið- an leik á móti Keflvíkingum, sem gefa sig ekki fyrr en í fulla hnef- ana, enda liafa þeir enn mikla möguleika á sigri í deildinni. Leik ur ÍBV og ÍBK verður á laugar- dag í Keflavík og mun hann að líkindum skera úr um sigurinn ET—Reykjavík. Landskeppni Dana og íslendinga í sundi, lauk í fyrrakvöld með sigri Dana, 152 stig gegn 131 stigi íslendinga. Keppnin í fyrrakvöld var ekki eins spennandi og kvöldið áður, þar eð Danir tóku strax í upphafi kvöldsins örugga forystu með tvöföldum sigri í 100 m skriðsundi kvenna og sigri í 100 m skriðsundi karla. í þessum sundum sigruðu þeir tveir dönsku keppendur, er danski sigurinn byggðist að veru- legu leyti á, þ.e. þau Ejvind Peter- sen og Kristen ICnudsen. Þau sigr- uðu í fjórum sundgreinum hvort; auk þess varð Petersen annar í 100 m baksundi. Bæði áttu þau svo stóran þátt í þremur boðsunds- sigrum Dana. Ekki er ástæða til að rekja keppn ina í fyrrakvöld nánar en gert var í blaðinu í gær. Aðeins er ástæða til að minnast á eitt atriði, það atriði sem fyrst og fremst réði úr- slitum í landskeppninni. Það er sú breidd, er Danir virðast hafa í hverri grein. Hins vegar virðumst við Islendingar eiga aðeins einn Hver er fljótastur? f dag kl. 5 eiga allir snöggir krakkar á aldrinum 10—13 ára að mæta á Melavellinum. Þá fer fram keppni í 60 m. hlaupi. Bóka- útgáfan Leiftur veitir sigurvegur- unum verðlaun. Það er frjálsíþróttadeild KR, sem stendur fyrir þessari keppni. Og munið: Allir krakkar á Mela- völlinn kl. 5! í 1. deild í ár. En rétt er að taka fram, að allt getur gerzt í knatt- spyrnunni! Víkjum þá að gangi leiksins í fyrrakvöld: Fyrstu 15—20 mín. lciksins cinkenndust af mikilli t_ugaspennu hjá liðsmönnum beggja aðila. Á 14. mín átti Ólafur Sigurvinsson skot af löngu færi á mark Fram, en Þorbergi Atla- syni tókst að slá boltann yfir. — Á 22. mín. gaf Páll Pálmason, markvörður, boltann langt fram til Óskars Valtýssonar. Óskar óð upp völlinn og skaut þrumuskoti að Frammarkinu. Þorbergur varði en hélt ekki boltanum. Örn Óskars son kom þá aðvífandi og sendi knöttinn í netið, 1:0. — Eftir þetta sóttu Vestmannaeyingar stíft. Á 25. mín. var tekin hornspyrna og upp úr henni myndaðist mikil þvaga við Frammarkið. Valur Andersen náði loks knettinum og sendi hann með föstu skoti upp X hornið, nálægt samskeytunum, en Þorbergur varði snilldarlega. Á 40. mín. léku Vestmannaeying- ar laglega sín á milli upp völlinn. Þegar þeir nálguðust mark Fram, skaut Sævar Tryggvason skoti að markinu og Haraldur „gullskalli“ Júlíusson rak endahnútinn á ann- að mark ÍBV, 2:0. — Framarar tóku nú skyndilega mikinn fjör- kipp. Kjartan Kjartansson einlék laglcga upp völlinn og skaut að marki, en þar var Gísli Magnús- topp í hverri grein. Séu úrslit keppninnar athuguð, kemur í ljós, að íslendingar sigra í jafn mörgum einstaklingsgreinum og Danir. í þeim greinum, sem við sigrum, vinnum við aðeins tvöfaldan sigur í einni grein en Danir í þremur; eigum fyrsta og þriðja sætið í einni einustu grein en Danir í þremur. Hins vegar eigum við fyrsta og fjórða sætið í átta grein- um en Danir aðeins í tveimur. Þessar tölur tala fyllilega sínu máli. Úrslitin í landskeppninni, síðari daginn: 800 metra skriðsund kvenna. Kristen Knudsen D 10.17,4 Vilborg Júlíusdóttir 1. 10.31.0 Guðmunda Guðmundsd. I. 10.33,0 Jane Madsen D 10.52,9 D 6 = 68 í 5 = 63 1500 metra skriðsund karla: Ejvind Petersen D 18.13,8 Friðrik Guðmundsson i 18.15,9 isl. met. Guðmundur Gíslason í 18.48,5 Fin Biering Sörensen D 18.50,3 D 6 = 74 í 5 = 68 100 metra skriðsund kvenna: Kristen Knudsen D 1:05,2 Jeanette Mikkelsen D 1:05,8 Lísa Ronson Pétursd. í 1:06,6 Salome Þórisdóttir i 1:11,9 D 8 = 82 i 3-71 100 m. skriðsund karla-. Ejvind Petersen D 55,6 Finnur Garðarson i 55,8 Peter Börgesen D 57,5 Sigurður Ólafsson Í 59,0 D 7 = 89 í 4 = 75 son fyrir og bjargaði á marklínu. Adam var þó ekki lengi í Paradís, því að skyndilega voru Vestmanna eyingar í sókn, Sævar gaf skemmtilegan stungubolta inn í vítateig og Örn Óskarsson sendi boltann viðstöðulaust í netið, 3:0. Enn sóttu Framarar. Hornspyrna var tekin og úr henni skallaði Sigurbergur Sigsteinson að marki en rétt yfir. í byrjun síðari hálfleiks virtust Framarar ætla að hrista af sér slenið. Þeir sóttu mjög á fyrstu mínútum hálfleiksins. Á 8. mín. myndaðist mikil þvaga frammi fyrir marki Vestmannaeyinga og mark lá í loftinu. Það reyndist rétt, allt í einu iá boltinn j net- inu og hafði Kristinn Jörunds- son enn einu sinni komið honum þangað. — Eftir þetta fjaraði sókn Framara smám saman út, og Vestmannaeyingar tóku leikinn svo að segja í sínar hendur það sem eftir var. Á 19. mín. gaf Tómas Pálsson boltann fyrir mark Fram en boltinn lenti innarlega. Þorbergur ætlaði að handsama hann, en á klaufalegan hátt missti fyrrv. landsliðsmarkvörður bolt- ann inn fyrir sig, 4:1. Sigur Vest- mannaeyinga var tryggður. Síð- ustu mínútur lciksins gerðist svo fátt markvert. Vestmannaeyingar sýndu nú mjög góðan leik og hafa sjaldan Framhald á bls. 10. 100 m. bringusund kvenna: Helga Gunnarsdóttir 1 1:23,7 Anne M. Henszclman D 1:24,1 Winnie Nielsen D 1:24,2 Ingibjörg Haraldsd. í 1:26,2 D 5 = 94 í 6 = 81 100 m. bringusund karla: Guðjón Guðmundsson í 1:12,3 Karl Chr. Koch D 1=13,1 Klaus Petersen D 1=13,8 Leiknir Jónsson í 1:13,9 D 5 = 99 í 6 = 87 í tilefni af 25 ára afmæli Hvera- gerðishrepps verður haldið sund- mót í héraðssundlauginn í Lauga- skarði Hveragerði hinn 22. ágúst n.k. og hefst keppnin klukkan 14.30. Keppt verður í eftirtöldum ,girqjr)urr): 100 metra baksundi drengja, 100 bringusundi kvenna, 50 m. skriðsundi sveina f. 1959 og síðar. 50 m. flugsundi kvenna, 100 skriðsundi sveina f. 1957 og síð- ar, 100 m. bringusundi telpna f. 1957 og síðar. 100 m. skriðsundi karla, 50 metra bringusundi telpna f. 1959 og síðar, 100 m. bringu- sundi sveina f. 1957 og síðar, 100 m. skriðsundi kvenna, 50 m. flug- sundi karla, 100 metra skriðsundi telpna f. 1957 og síðar, 100 m. bringusundi karla, 50 m. baksundi kvenna, 4x50 m. fjórsundi karla, og 4x50 m. fjórsundi kvenna. Þátttökutilkynningar sendist til Ester Hjartardóttur eða Hjartar Jóhannssonar, Laugaskarði, Hvera- gerði, sími 99-4113 eða 99-4213, sem allra fyrst. Þegar eru fél. frá nokkrum sund- fél. búnir að skrá sig til íkeppni. Um mótið sér sunddeild Ungmenna félags Hveragerðis og Ölfuss. íslandsmót fslandsmótið í 2. aldursflokki stúlkna í utanhúss handknattleik, verður háð á Húsavík daigana 20. til 22. ágúst n.k. Mótið verður sett föstudaginn 20. ágúst kl. 19 og verða þann dag leiknir fimm leik- ir. Laugardaginn 21. ágúst verða leiknir 16 leikir og sunnudaginn 22. ágúst verða leiknir fimm. leik- ir, auk úrslitaleikja. Mótinu verð- ur slitið síðari hluta sunnudags, eða á sunnudagskvöld. AHs taka lið frá 14 íþróttafé- lögum þátt í mótinu, eða hátt á annað hundrað stúlkna. fþrótta- félagið Völsungur sér um mótið. Framhald á bls. 10. Dönsku keppendurnir siappa af í heita kerinu í Laugardalslauginni, eftir harða keppni við íslendinga. Talið frá vinstri f fremri röð: Peter Börjesen, Finn Romanovsky, Lars Börjesen. Aftari röð: Pia Sögaard, Anne M. Hen- zeiman, Lone Mortensen og Ejvind Petersen. tTímamvnd Gunnar) Landskeppni Dana og íslendinga í sundi: DANIR UNNU A MEIRI BREIDD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.