Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 1971 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN rramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson RJtstjórar: Þórarinn Þórarinsaon (áb), Jón Helgason, IndriOl G. Þorstelnsson og Tómas Karlsson. Auglýslngastjóri: Steingrímur Gislason. Rit stjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamikastraeti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasiml: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 195,00 i mánnði lnnanlands. í lausasölu fcr 12,00 eint — Prentsm. Edda hf. Vel heppnuð för utanríkisráðherra til London För Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra, til Lond- on, til viðræðna við brezk stjórnvöld, um þá fyrirætlun íslenzku ríkisstjórnarinnar, að færa fiskveiðilögsögu ís- lands út í 50 sjómílur á næsta ári, hefur heppnazt mjög vel og eru allir á einu máli um að ráðherrann hafi staðið sig með ágætum og haldið vel á málstað íslands. Jafn- framt skýrði Einar Ágústsson þau sjónarmið, að íslenzk stjómvöld teldu forsendur brostnár fyrir samningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961 og myndi samn- ingunum verða sagt upp, ef ekki tækist samkomulag um að þeir féllu úr gildi. íslendingar ætla sér sams konar rétt og allar aðrar þjóðir heimsins hafa nú, til að færa út fiskveiðimörkin einhliða, án þess að skuldbinda sig fyrirfram um að slík útfærsla skuli háð úrskurði alþjóða- dómstólsins. Að loknum viðræðum í utanríkisráðuneytinu í Lund- únum í fyrradag efndi utanríkisráðherra til blaðamanna- fundar og skýrði málstað og rök íslendinga fyrir.^í- færslu og svaraði spumingum blaðamanna. Þá kom hann fram í útvarpi og sjónvarpi í Bretlandi og hélt þar vel og einarðlega á málstað íslands. Brezkir fjölmiðlar hafa tekið málflutningi Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra, mjög vinsamlega, þótt þeir skýri að sjálfsögðu einnig frá mótmælum brezku ríkisstjómarinnar gegn áformum íslendinga og þeim sjónarmiðum, sem ráða viðhorJB brezku ríkisstjómarinn- ar til málsins. Á blaðamannafundinum í London kom það meðal annars fram, að sá misskilningur er mjög útbreiddur, að íslendingar ætli að færa landhelgi sína (territorial waters) í 50 mílur. Landhelgi íslands er nú aðeins 3 mílur ídenzka ríkisstjómin hefur engin áform um að breyta henni, heldur er hér aðeins um fiskveiðilögsöguna að ræða (fisheries limits), sem nú er 12 sjómílur, en verður færð í 50 mílur á næsta ári. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, svaraði spuming- um blaðamanna um það, hvers vegna íslenzka rikisstjóm- in vildi ekki leggja útfærslu fiskveiðilögsögunnar undir alþjóðadómstólinn eða bíða eftir niðurstöðum hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973 á þann veg, að það myndi taka of langan tíma og fiskimið íslands yrðu upp- urin þegar það mál væri leyst. Hans G. Andersen skýrði fyrir blaðamönnum í þessu sambandi, hvemig farið hefði með hvalinn í Norðurhöfum, en hvalurinn hefði verið nær útdauður, þegar þjóðirnar komu sér loks saman um, hvemig ætti að takmarka veiði hans. í gær birtust frásagnir af blaðamannafundinum í 511- um helztu dagblöðunum í Bretlandi og þar skýrt skil- merkilega frá málflutningi Einars Ágústssonar, utanríkis- ráðherra, og þeim rökum, sem hann færði fyrir lífsnauð- syn íslendinga að færa út í 50 sjómílur þegar á næsta ári. í dag er Einar Ágústsson ásamt fylgdarliði í Bonn og ræðir við Walter Scheel, utanríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, von Braun, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis- ins, og Griesau, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu í Bonn. í kvöld situr Walter Scheel utanríkisráðherra svo kvöldverðarboð Árna Tryggvasonar, sendiherra, ásamt Einari Ágústssyni og fylgdarliði. — TK JAMES RESTON: Viö gerum ekki ráð fyrir lausn allra vandamála á augabragði Þannig fórust Chou En-lai forsætisráðherra Kína orð í viðtali við James Reston, sem rakið er að nokkru hér á eftir VIÐ ræddumst vi3 hinn 5. ágúst í Höll alþýðunnar í miðri höfuðborginni. Viðstadd- ir voru, auk forsætisráðherra og okkar hjónanna, nokkrir af starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins. Chou En-lai var í skrautlaus um, gráum jakka eins og Mao gengur í. Hann virðist ein- hvem veginn hafa gengið þess meira saman líkamlega, sem völd hans hafa aukizt. Hann var mjög kurteis og alvarleg- ur, og virtist mjög áfram um að gera þessa tilraun í könnun stjórnmálasamskipta meðan tími ynnist til. Hann gagnrýndi mjög ein- c’regið stefnu Bandaríkja- manna gagnvart Kína, For- mósu, Indókína og Japan, en hann sagði ekki aukatekið orð, sem líta mátti á sem persónu- lega gagnrýni á Nixon forseta. Hann var og sýnilega mjög áfjáður í allt, sem gefið gæti vísbendingu um manngerð for- setans. ÖRSÆTISRÁÐHERRANN; hældi Nixon forseta fyrir.. dirfskuna, sem hann hefði sýnt með framkvæðinu að því að reyna að koma á samskiptum við Kínverja. Greinilega kom fram, að honum var mætavel kunnugt efni ræðunnar, sem Nixon var nýbúinn að flytja í Kansas City, og hann sagðist eiga von á eftirriti af þvf, sem farið hefði fram á síðasta blaðamannafundi forsetans. Chou En-lai viðurkenndi, að greiða yrði fram úr miklum og margvíslegum tækniflækjum áður en úr heimsókn forsetans til Kina yrði. Hann taldi hugs- anlegt, að ýmiss konar sérfræð- ingar gætu veitt veralega að- stoð við þetta, en fullyrti eigi að síður, að „ef leysa á þau vandamál, sem við er að fást, þá verða þau ekki með nokkra móti leyst fyrr en forsetinn er kominn í eigin persónu." Hann lagði einnig mjög ríka áherzlu á, að engir einkasamn- ingar af neinu tagi hefðu ver- ið gerðir meðan Henry A. Kissinger, ráðgjafi forseta I utanríkismálum, stóð við I Peking um daginn. Þá gerði forsætisráðherrann sér sér- stakt far um að rifja upp vin- samleg samskipti bandarísku þjóðarinnar og kínversku þjóð- arinnar á liðinni tíð. HITT leyndist ekki, að for- sætisráðherrann lét ekki hinn minnsta bilbug á sér finna, hvorki að því er varðaði ágrein inginn um Indókína, Formósu eða aðildina að Sameinuðu þjóðunum. Að því er aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum varðaði var greinilega ekki um neinn meðalveg að ræða. Ráðherrann var hvergi nærri eins hvassyrtur um tjl- lögu Williams P. Rogers utan- rflrisráðherra Bandaríkjanna OHOU EN-LAI, forsætisráðherra Kfna. um aðild „tveggja kinverskra ríkja“ að Sameinuðu þjóðun- um og tíðkað er hér í opin- beram fréttaflutningi. En hann sagði með hógværð, að sú aðferð væri „ekki skref fram á við.“ Hann fullyrti einnig, að Kínverjar miðluðu ekki málum milli stríðsaðilanna í Indó- Mna. Þeir stæðu með þeim öflum, sem Bandaríkjamenn ættu í höggi við, og það myndu Síðari hluti þeir halda áfram að gera, þar til Bandarikjamenn hyrfu með herafla sinn á burt Hann sagði Bandarikjamenn hafa hafið árásina í þessum hluta heimsins, og „sá, sem hnýtti hnútinn, verður að leysa hann.“ „ÞAÐ er hverju orði sann- ara, að ýmsar breytingar era að verða á í heiminum, en þessar breytingar mega ekki vinna kínversku þjóðinni meira tjón en orðið er. Við höfum ekki gert öðram mein undangengin rúmlega tuttugu ár, heldur hefur bandaríska rflrisstjómin spillt öðrum lönd um og unnið öðrum þjóðum mein' Við höfum þegar beðið í meira en tuttugu ár og við get um beðið eitt ár enn ef á þarf að halda. Það skiptir ekki máli, en lausnin verður að vera réttlát, þegar þar að kemur." Yfirleitt var þó á forsætis- ráðherranum að heyra, að hann væri þess fullviss, að mjðg umfangsmikið endurmat væri á döfinni hjá öllum helztu þjóðum heims, og Kínverjar vildu að þessu sinni eiga þ&tt f þeim viðræðum, sem fram færu. í hans augum er For- mósa tákn um vestræn yfirráð yfir kinversku landsvæði, og hann er staðráðinn í að binda endi á þau, og umfram allt þó að koma í veg fyrir, að Japan- ir hafi þar hönd í bagga. CHOU EN-LAI gaf ekki í skyn, að Nixon forseti ætlaði sér ekki að lóta bandariska herinn hverfa á burt frá Viet- nam. Raunar var helzt svo að heyra, að hann hefði meiri áhyggjur af framtíðarsam- skiptum kínversku stjómarinn ar við rflrisstjómimar f Moskvu og Tokyo en rílds- stjómina f Washington. Þrátt fyrir viðvöranartal hans um áreitni Sovétríkjanna og yfirvofandi hættu á innrás þeirra í Kína, þá viðhafði hann harðorðari ummæli um Jap- ani. „Hver og einn, sem stend- ur andspænis hættu, verður að risa gegn henni strax f upp- hafi,“ sagði hann. „Almenn at- hygli verður ekki vakin með öðru móti.“ YFIRLEITT var forsætisráð- herrann miklum mun mildari í orðum en tíðkað er f hinum opinbera byltingaráróðri þeirra Pekingmanna. Hann kvaðst ekki koma auga &, að grunnkenning Sameinuðu þjóð anna um friðsamlega lausn allra deilna og yfirlýst stefna Peking-stjómarinnar um stuðn ing við frelsisstríð þjóða þyrftu að stangast á. Hann neitaði meira að segja, Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.