Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 9. júni 1972. Landfari dirfist aö minna á það einu sinni enn, að honum er einkum i mun að fá stutt, gagnorð bréf. Löng bréf er honum torvelt að birta i þessum afskömmtuöu dáikum. Og honum er ljúft, að menn komisí frjálslega að orði og setji skoðanir fram hi.klaust. Og eitt enn: Hikið þið ekki viö 3ð hafa nafniö ykkar undir bréfun- um. Það hafa verið allt of mikil brögð á þvi, að fólk vilji leynast að ástæðulausu undir alls konar dulnefnum. Bréfið sem á eftir fer, er þó talsvert miklu lengra en ákjósan- legt er: Flekafuglinn og Björn í Bæ Morgunblaðið birti þann 7. april s.l. grein eftir Björn i Bæ, sem hann nefnir „Svartfuglinn og sildin”. Höfundur greinarinnar er Björn hreppstjóri i Bæ i Hofs- hreppi i Skagalirði. Björn hel'ur verið merkisbóndi i rúm fjörutiu ár i Bæ, sem er' vildisjörð norðan Hofsóss nærri sjó og Höfðavatni. Jörðin er nytja og hlunninda jörð. Bóndinn hefur þvi vanizt veiöum, þó ekki skyti hann fugla, eins og hann tekur fram i greininni. Innlifaður hefur hann verið búsmala og dýrum frjálsrar náttúru. Af bæjarhlað- jnu i Bæ blasir Drangey við i vestri. Gott matarbúr hefur eyjan verið Skagfiröingum frá land- námi til siðustu ára. Drangeyjar- fugl og egg veittu ibúum Skaga- fjarðar, þegar i maimánuði, langþráð nýmeti, eftir salt — og reykmeti vetrarmánaðanna — og fiðrið færði peninga og i rúmfatn- aði hlúði það að lúnum likömum. Tæki það, sem beitt var við veiðar fugls i eða við Drangey, var snara, sem fugl festir fót i, er hann bröltir um þá slaði, þar sem nún er egnd. Snaran var lengst af gerð úr taglhári, sem var snúið saman eða lléttað og brugðið i lykkju. Hin siðustu ár snöruveið- anna voru snörurnar gerðar úr nælonþræði eða girni. Ef veiða skyldi i snörur á sjó, voru þær festar á rimlafleka. Svartfugl bröltir upp á allt, sem flýtur á sjó. Til þess að lokka fuglinn frekar upp á flekana, var lengi vel, þó þvi væri hætt hin siðari ár, lifandi fugl tjóðraður á flekana, svo nefndur bandingi. 1 bjargi var snörum komið fyrir á speldum. Ofan á var á brúnum og i lunda- byggð komið fyrir snörum á fjöl- um eða þær hælaðar niður ein- stakar. Auk þessa voru svo egg tekin og venjulega úr tveimur vörpum. begar ein umferð hafði verið farin, var byrjað á nýjan leik. Þessarar miklu aðsóknar ber fufalifið minjar. Lunda- byggðin á megin eyjunni hefur al- gjörlega eygzt. Aðeins enn til á Lambhöfða. Heyöflun og útigang- ur hafa haldizt i hendur með veið- unum. Bautasteinar lundavarps- ins eru þúfnakarginn og hið gróskumikla gras uppi á Drangey. Misjafnir lifnaðarhættir teg- undanna hafa bjargað bjarg- fuglinum i Drangey. Á móti 99 stuttnefjum er aðeins ein lang- via. Þetta hlutfall er al- veg öfugt i björgum Vest- mannaeyja, enda er stutt nefjan norrænni tegund, — meiri heimskautaíugl. Langvian leitar sér ætis á grunnsævinu nærri landi en stuttnefjan leitar til hafs — út á meira dýpi. Við Látra- og Hornbjarg, þar sem minni mismunur er á fjölda tegundanna, er það viðburður, ef stuttnefja sést i fuglaflotunum undir þeim björgum. Af rúmlega 4000 fuglum veiddum á fleka við Drangey fann ég aðeins eina Stuttnefju. Sá fugl, sem veiddist á fleka við Drangey var aðkomu- fugl, sem var i ætisleit á grunn- sævinu við eynna, en ekki bjarg- fugl i björgum hennar. Þetta er ástæðan fyrir þvi að fuglinn hefur viðhaldizt i björgum Drangeyjar, þrátt fyrir allar veiðarnar á snörufleka gegnum aldirnar. Bann við flekaveiðum á sjó við Drangey var ekki lögtekið til verndar varpfugli i bjarg- veggjum hennar, heldur til þess að útrýma ómannúðlegri veiðiað- ferð, sem hafði verið beitt við Grimsey og Drangey lengi eftir að hún hafði verið lögð niður við önnur björg og eyjar landsins. Við hér norður frá hneykslumst á veiðiaðferðum Belgiumanna og ibúa sumra Suðurlanda, sem beita við veiðar smáfugla á far- timanum limstöngum og fingerð- um netum. Þessar veiðiaðferðir finnst okkur seint ganga að upp- ræta, þrátt fyrir að alþjóða-fugla- veiðisamþykktir leggi aðildar- þjóðunum þá skyldu á herðar að afnema allar slikar kvalafullar aðferðir. Við tslendingar urðum þjóða fyrstir að staðfesta þessa sam- þykkt. Okkur bar þvi að lögbanna hjá okkur aðferðir við fugla- veiðar, sem i samþykktinni voru skilgreindar ómannúðlegar. Til slikra aðferða telst veiði fugla i snörur á flekum. Björn i Bæ mun án efa minnast þess, að á fjörur við Skagafjörð rak fótslitna svartfugla og nefndust „flekafugl” og að ekki eru mörg ár liðin siðan snöru- flekar fundust á reki i mynni Eyjafjarðar með ekki svo fáum fuglum. Slikt mun oftar hafa átt sér stað, án þess að frá hafi verið greint. Notkun stórra mótórbáta, sem Björn telur að hafi mjög bætt veiðarnar hin siðustu ár þeirra, hafa litið megnað að draga úr illri liðan fugla, sem hanga fastir á fótum og berjast um á flekum úti á rúmsjó, lemstraðir og svangir. Greinarhöfundur spurði: „Var þessi veiðiaðferð verri en þegar skotglaðir dýraverndarar særa svartfugl, rjúpu eða aðra fugla?” Óheppni við veiðar, er deyðing fer ekki fram með jafn hröðum hætti og frekast átti að verða, hvort sem „dýraverndari” eða annar heldur á vopninu, réttlætir ekki veiðar íugla i snöru á flekum, sem óhjákvæmilega veldur hverjum fugli, sem i snöru festist sársauka og lemstrun. Dráp 100-200 þúsund svartfugla árlega með notkun snörufleka vill Björn i Bæ réttlæta með þvi að bjargfuglinn sé keppinautur okkar mannanna um sildina og hefur á undan förnum árum notað LflUST EMBÆTTI, er forseti íslands veitir Frófessorsembætti i lögfræði við Háskóla islands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 10. júli 1972. Laun samkv. launaflokki B 2 i launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um embætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuney tið, 30. mai 1972. þetta, sem rök i baráttu sinni fyrir þvi að fá veiðiaðferðina leyfða að nýju. Sild veiðir svart- fugl ekki sér eða ungum sinum til lifsviðurværis. Hann sækir sér æti i sjó og er eins og allar lifverur hlekkur i lifskeðju náttúrunnar. Hann hjálpar salta til að viðhalda hringrás nærandi salta og drit hans, sem er mjög auðugt af köfnunarefni er nauðsynlegur áburður fyrir frumgróður hafsins -plöntu-rekið — . Visindamenn meðal Rússa og Bandarikja- manna, sem hafa rannsakað lifnaðarhætti svartfugla, telja fuglabjörgin „áburðarverk- smiðjur” hafanna. Björn I Bæ telur sig ekki með skrifum sinum vera: ,,..að fordæma fuglinn..” en ver þó drjúgum kafla i þeim, til þess að sanna, að fuglinn sé réttdræpur, þar sem: „Dagleg lifsbjörg þessa skara er meiri en við gerum okkur grein fyrir — margar sildar og mikið verðmæti er þar étið.” Vona ég, að Björn i Bæ, sem kann vel að meta gróskumikið og fag- urt grænt tún og veit hvað til þess þarf, liti Drangey og drithvit björg hennar hýrari augum og hugsi betur til fuglsins, sem þar sezt upp á útmánuðum hvert ár, þegar hann veit, að fuglinn býr i haginn fyir sildina og stuðlar þvi siður en svo að eyðingu hennar. Aðdróttunum Björns i Bæ til okkar: ,, skotglaðra dýravernd- ara”, sem: ,, .. hafi hugsað skammt og kannski ekki litið niður með sinu eigin nefi, þegar unnið var að þessari lagasetn- ingu” hefi ég hér að framan leitazt við að visa á bug, en að óvirðingarorðum hans eyði ég ekki orðum. Þeim er svo oft drótt- að að okkur, sem reynum að vinna að þvi, að dýr njóti vernd- ar, öryggis og velliðanar — og lifshættir þeirra skilnings. Þorsteinn Einarsson. Kramlag og fjárheimta Stjórnmálaleiðtogarnir tala um það grátklökkir, einkum rétt fyrir kosningar, hvað þeir þrái að gera eitthvað fyrir „gamla fólkið”. En hvað er eiginlega þetta gamla fólk gamalt? Sjötugt, áttrætt — eða hvað? Jú, við fáum ellistyrk, en sveitar og bæjarstjórnirnar taka hann af okkur, þegar þær leggja á útsvörin. Öldungur. HAPPDBJETTI HASKOLA ISLANDS Á mánudag verður dregið i 6. flokki. 4.300 vinningar að fjárhæð 27.820.000 krónur. í dag er siðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóia íslands (>. flokkur. 4 á 1.000.000 kr. 4.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 800.000 kr. 240 á 10.000 kr. 2.400.000 kr. 4.044 á 5.000 kr. 20.220.000 kr. Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 4.200 27.820.000 kr. Almennir stjórnmálafundir í Vesturlandskjördæmi 9. og 11. júní Stykkishólmi, Lions- húsinu. sunnudaginn 11. júní kl. 15.30 Ræðumenn: Ásgeir Bjarnason, alþm. Daniel Ágústinusson, fulltr. Þorsteinn Geirsson, lögfr. Vegna jarðarfarar Þóris Steinþórssonar fyrrverandi skólastjóra i Reykholti verður fundunum, sem fram áttu að fara i Borgarnesi og á Hellis- sandi á laugardaginn frestað um óákveðinn tima. Haildór Daniel Ólafur Asgeir BREIDABLIKI föstudaginn 9. júní kl. 20.30 Ræðumenn: Ásgeir Bjarnason, alþm. Alexander Stefánss. oddvití. Elias Jónsson. blaðamaður Alexander Elias DALASÝSLU, i Tjarnarlundi, sunnudaginn 11. júní kl. 15.30. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, Alexander Stefánsson, oddviti, Jónas Gestsson, útibússtjóri. Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi efnir til 6 almennra stjórnmálafunda í kjör- dæminu á eftirtöldum stööum: AKRANESI i Framsóknarhúsinu, föstudaginn 9. júni kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra. Daniel Ágústinusson, fulltrúi. Dr. tflafur R. Grimss. lektor. Þorsteinn Jónas

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.