Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 9. júni 1972. Föstudagur 9. júni 1972. TÍMINN 11 Tímamenn með lögreglunni á laugardagsnóttu III. Verða að taka tugi manna úr umferð, sitja yfir börnum og eltast við þjófa Föstudagskvöldið er liðið og að- faranótt laugardags gengur i garð. Breytingin er ekki mikil, þótt kominn sé nýr dagur sam- kvæmt dagatalinu. Ferðir strætisvagna verða strjálli, i mið- borginni sést varla hræða, utan nokkrir tugir unglinga, sem hima i bilum feðra sinna á bilastæðinu, þar sem Hótel fsland stóð eitt sinn, en það er samkomustaður þeirra, sem fá bfla til umráða eina og eina kvöldstund. Ungu mennirnir eru hættir að ganga eða aka rúntinn, eins og áður tið- kaðist. Ekki þarf að eyða bensini i að eltast við íélagsskapinn. Það dugar að leggja bilnum fyrir bráðina.og þegar stúlkurnar ganga um hornið á Aðalstræti og Austurstræti, er rúðan skrúfuð niður og blistrað og öskrað. Og smáhópar léttstigra ungmeyja, sem leið eiga á skyndifundi, reyna að komast að niðurstöðu um hvort þær eigi að láta til- leiðast að fara inn i nýja Benzinn, sem kostar nærri milljón, þótt þeir sem i honum sitja séu nánast tötaralýður, eða gamla, skellótta Fordinn, þar sem egnt er fyrir þær með brennivinsflösku. Sá sem á ger- seminni heldur stendur hálfur út um gluggann, og ef ekki vildi svo til, að fötin eru flakandi niður undir nára, gæti maður haldið aö þarna væri miðaldra, drykkju- sjúk kona, sem fyrir löngu hefur látið sápu og greiðu fara veg allrar veraldar. Kominn er sá timi sólar- hringsins, þegar lögreglan verður að hafa afskipti af hvað flestum drykkjumönnum og konum. Milli klukkan tólf og eitt fyllast fangageymslurnar, en siðan smádregur úr útköllum fram undir morgun. Nokkrir lög- reglubilar eru á ferð um borgina, og þótt verið sé að taka mann og mann úr umferð vegna ölvunar, segja lögregluþjónarnir að þetta sé óvenju róleg nótt. Þakka þeir það kuldanum. Norðangjóstur stendur af Esjunni en fæstir eru kuldaklæddir, þvi að samkvæmt 100 manna hópur ungiinga á aldrinum 14 til 16 ára himir á þessu horni frá kl. 10 að kvöldi fram undirkl.2. Timamyndir GE: Við pylsusöluna í Umferðarmiðstöðinni er ös fram til kl. 5 að morgni. almanakinu er komið fram á sumar. Næturlifið virðist einkum vera i Nóatúninu. Þar hanga nú nær 100 unglingar, flestir á aldrinum 14 til 16 ára. Sumir eru áberandi drukknir, og aðrir hegða sér eins og þeir séu það. Piltarnir rangla um með handslætti og smáöskrum, og utan i sumum þeirra hanga stúlkukindur og halda sér fast, þvi það getur verið erfitt að standa i faðm- lögum, brennivinsþambi, háværu rifrildi við náungann og stiga dansspor og viðhafa önnur skyld drykkjulæti, allt samtimis. Ber- sýnilegt er, að þeir sem verst láta eru álitnir stærstu karlarnir. Utan um þá hópast aðdáendur, þar sem þeir styðjast upp viö veggi eða liggja ósjálfbjarga á gangstétt eða akbraut. Lögreglan er þegar búin að fara með einn bilfarm unglinga, sem þannig eru á sig komnir að ekki er vanza- laust aö hafa þá a almannafæri, og beðið er um annan bil til að bjarga nokkrum til viðbótar. Klukkan 1 er búið að loka sam- komuhúsunum, sem eru þarna I hverfinu, en utan við þau er enn sami gauragangurinn. Ung- mennin virðast ekki hafa neina aðra staði til að fara á, og hópurinn stækkar heldur en hitt. Annar lögreglubill kemur á staðinn, og nokkrir ósjálfbjarga er teknir upp. Meðan lögreglu- menn eru að störfum, er hávaðinn kannski ivið meiri, en þeir sem hirtir eru hafa engan mátt til að veita mótspyrnu, og félagar þeirra hafast ekki að, nema einstaka menn mótmæla þvi að þessi eða hinn sé tekinn, og segja að strákræfillinn sé ekki eins fullur og hann litur út fyrir aðvera,en að öðru leyti eru lög- reglumenn látnir óáreittir við störf sln, enda vita kunningjarnir að þeim, sem teknir eru upp, er það sjálfum fyrir beztu, úr þvi sem komið er. En hvað fer fram i þessum stóra flokki ungs fólks, sem eyðir tima sinum i að þrengja sér undir húsvegg og hima þar klukk- stundum saman án annars sýni- legs markmiðs en drekka frá sér vitið. Eftir hvaða Godot er verið að biða? Tiltölulega algáður utangarðsmaður blandaði sér i selskapinn, þó ekki væri til annars en forvitnast um hvaða umræðuefni væru á dagskrá. Er skemmst frá þvi að segja, að hávaðinn var eins og i fugla- bjargi, og ekki nokkur leið að greina orðaskil, utan einstaka formælingar eða klámyrði, sem sérstök áherzla var lögð á. Fólkið bara þvælist hvað innan um annað og hafði hátt. Enginn hörgull var á áfengi, þótt fæstir þeirra, sem þarna voru, hafi aldur til að kaup slikan varning samkvæmt lögum. Gengu flöskurnar á milli, og voru þeir sem varninginn áttu óniskir á dropann. í hvert sinn sem flaska var tæmd, var henni kastað, beint af augum. Nærliggjandi götur voru þaktar glerbrotum, og voru þau sums staðar bókstaflega i haugum. Klukkan 1.20 barst kall frá lög- reglustöðinni þess efnis, að eldur væri laus i bil við Siöumúla. Þegar þangað kom stóð bill i ljósum logum á baklóð. Slökkvi- liðið brá við skjótt og kæfði eldinn, en billinn var ónýtur, Kannski hann hafi verið það fyrir. Enginn vafi lék á þvi að kveikt hafði verið i bilhræinu. Skömmu siðar barst afur kall um talstöðina. Astoðar lögreglunnar var þörf I einu af út- hverfum borgarinnar. Varð heimilisfaðirinn að biðja um lög- regluaðstoð til að koma syni sin- um út úr húsinu. Var pilturinn drukkinn og svo óður, að for- eldrarnir treystust ekki til að hafa hann lengur á heimilinu og urðu að biðja um lögregluaðstoð til að fjarlægja hann og hýsa þar til af honum bráði. Hringt var frá hóteli kl. 1.30 og sagt, að menn væru að slást þar fyrir utan. Þegar lögreglan kom að, var talsvert af köppunum dregið og illt að sjá hvort þeir voru i slags- málum eða faðmlögum. Þeir héldu hvor öðrum I hryggspennu- tökum og skullu siðan saman i götuna . Ekki slepptu þeir tök- unum þótt fallið væri þungt, hafa sennilega ekki vitað að þeir stóðu ekki á fótunum lengur. Þegar gengið var á milli og mennirnir reistir upp féllust þeir aftur i faðma og voru ekkert nema elskulegheitin hvor við annan. Þegar búið var að færa mennina i jakka sina, gengu þeir syngjandi á brott og studdu hvor annan. Að dansleik loknum i einu af fínni hótelum borgarinnar barst þaðan neyðarkall kl. 1,40. Var beðið um bæöi sjúkrabil og lög- reglu. Það var maður slenginn svo illa, að flytja þurfti hann i sjúkrahús, og sá sem barði fékk gistingu á öðrum stað. Þegar liðnir eru tveir klukku- timar af sólarhringnum, er farið að hægjast um. Hópurinn i Nóatúni er orðinn þunnskipaðar, en annar samkomustaður er tekinn við. 1 Umferðarmiðstöð- inni eru seldar pylsur og tóbak fram til kl. 5 að morgni. Selt er út um op, og þar troðast nætur- hraínar hver um annan þveran til að verzla. Oðru hverju myndast biðraðir.en þær riðlast fljótlega aftur, og olnboga- rétturinn ræður þvi, hverjir komast að jötunni. Margir eiga erindi að krásunum, þvi að sifelldur straumur bila er að söluopinu, en aðrir koma til að sýna sig og sjá aðra. Tilkynning til allra ökutækja lögreglunnar heyrist i talstöð- inni: Áberandi drukkinn öku- maður ekur Lönguhliöina. Siðan er skýrt frá einkennisnúmeri bilsins og gefin á honum lýsing. Lögreglumenn i bilum, sem dreifðir eru um alla borgina, hafa nú augun hjá sér og svipast um eftir bilnum. Billinn er með utan- bæjarnúmeri og ómögulegt að gizka á hvert áa drukkni leggur leið sina. Verið er aö hirða upp þá fáu unglinga , sem enn halda sig I Nóatúninu. Þeir eru ófærir um aö komast heim af sjálfsdáðum. Lögreglumaður i bilnum, sem verið er að taka ungmennin upp I, biður stöðina að hafa samband við Hafnarfjarðarlögregluna og biðja hana að koma á bil til móts við lögregluna úr Reykjavik. Ungur Hafnfirðingur kemst ekki heim til sin með öðru móti en þvi, að honum er ekið i lögreglubil suður I Kópavog, og þar tekur lögreglan i heimabæ hans við honum og ekur suður eftir. Allir klefar fangageymslunnar eru uppteknir kl. 2,50, og i svo- kölluðum almenningum eru geymdir unglingar, sem ekki er tækt að setja i fangelsi, enda ekkert rúm fyrir þá þar. Er þess beðið, að svo rátlist af þeim, að hægt sé að aka þeim heim. A kvennadeildinni hefur ein kona til viðbótar fengið inni, og eru þær nú þrjár, sem þar dvelja. tJr klefum á karladeildinni kveða við barsmiðar og öskur. Sumir heimta að fá að komast strax út, aðrir biðja um vatn, eða að komast á salerni, en sumir bara öskra. Úr flestum klefanna heyrist þó hvorki hósti né stuna. Þar eru dauðadrukknir menn, sem ekki fara að stynja fyrr en að morgni. A lögreglustöðinni við Pósthús- stræti segja menn að nóttin sé óvenjulega róleg. Samt er-löngu búið að fylla allar fanga- geymslur, og þeir eru ótaldir, sem ekiðer heim ofurölvi, en lög- reglan setur menn ekki i fanga- geymslu fyrr en i fulla hnefana. Eru þeir, sem eru með ofstopa og læti, menn sem ekki geta sagt til nafns eða heimilisfangs, og siðan þeir, sem ekki er hægt að hemja á heimilum sinum og eiginkonur eða foreldrar ráða ekki við vegna drykkjuláta. Slikir drykkjurútar eru, sjálfra sin vegna og annarra, bezt geymdir bak við lás og slá meðan móðurinn rennur af þeim. Úr þvi klukkan er orðin þrjú fara lögreglumenn I eftirleit. Eru þá þeir, sem slangra um dauða- drukknir, hirtir upp og þeim komið i skjól, heima eða i fanga- geymslunni. A slysadeild Borgarspftalans er lögregluþjónn á vakt allar helgar. Stundum þarf að halda óðum mönnum meðan verið er að gera að meiðslum þeirra, en aðalverkefni varðarins þarna er að verja starfsfólkið fyrir fólki af báðum kynjum, sem leggur leið sina á slysadeildina til að heimta lyf. Er fólk þetta oft aðgangshart og viti sinu fjær af drykkju eða of- notkun örvandi lyfja. Kominn er sá timi nætur, þegar breyting verður á störfum lög- reglunnar. Göturnar eru auðar, en hringingum úr heimahúsum fjölgar og beðið er um aðstoð, þegar skorizt hefur i odda með heimilisfólki og eða gestum. Þegar samkomuhúsin loka, færist drykkjuskapurinn inn á heimilin og heldur viða áfram fram á morgun. Kl. 3 er lögreglan þegar búinaðhirðagestiútúr nokkrum „partium”. Viðkvæmustu málin sem lög- reglumenn þurfa að sinna, eru heimiliserjur. Sagði varðstjórinn, að langoftast væri það vegna drykkjuskapar annars hjónanna eða beggja. Það er annað en gaman að verða draga heimilis- föður eða húsfrú út af heimilinu eða að ganga á milli hjóna, sem hóta hvort öðru lffláti. Stundum verða erjurnar svo hatrammar, að taka verður hjón úr umferð, og oft kemur fyrir, að lögreglumenn verða að taka að sér barnfóstru- störf, þangað til hægt er að ná i afa og ömmu, eða aðra nákomna ættingja, til að vera hjá börnunum, eftir að búið er að bera foreldrana út, ofurölvi, og viti sinu fjær. Varðstjórinn sagði að afskipti lögreglunnar af borgurunum kvöld og nætúr, væru nær eingöngu vegna ölvunar og aftur ölvunar. Komið er meö tvitugan pilt á lögreglustöðina kl. 3, 30-Hann er með poka meðferðis, og i honum eru þrjár brennivinsflöskur. Lögregluþjónar sáu til ferða hans við höfnina, og þótti háttarlag hans grunsamlegt, Hann gaf þá skýringu á áfenginu, að bróðir hans hefði sent hann eftir þvi i bát, sem hann væri skipverji á. Kvað hann bátinn vera ólæstan og ekkert þvi til fyrirstöðu að ná I áfengið. Kvað hann bróður sinn biða eftir fengnum heima hjá sér. Ekki þótti sagan trúleg, og var lögreglubill sendur með piltinn heim til bróðurins, en hann var ekki heima. Var aftur komið með piltinn á stöðina, og breytti hann þá fram- burði sinum, en við það varð skýring hans enn ótrúlegri. Grunur lék á að pilturinn hefði keypt áfengið af leigubilstjóra, en vildi ekki viðrukenna það, til að hlifa sölumanninum. Um talstöðina berst kall kl. 3.45. Það er beðið um að athuga grun- samlegan bil sem sást siðast á Langholtsvegi. Laust fyrir kl. 4 er bill sendur af fangageymslunni til að taka þar þá menn, sem hægt er að senda heim, og rýma þannig fyrir öðrum, sem á húsnæðinu þurfa að halda. Lögreglumenn eru sendir út um borgina til að hyggja að drukknum ökumönnum og 'vera vel á verði, þvi að um þetta leyti fara innbrotsþjófar á kreik. Ekki leið á löngu þar til fyrsti þjófurinn var tekinn. Var hann staðinn að innbroti i tóbaks- og sælgætisverzlun við Frakkastig. Þarna var kornungiir piitur á ferðinni. Varhann búinn að troða i vasa sina og inn á sig eins miklu magni af sígarettum og þar tolldi. Þegar farið var að athuga mál hans á stöðinni kom i ljós, að piltur hafði stoliðmeira magni en eigandi verzlunarinnar, sem vakinn var upp, sagði að tekið hefði verið. Þá var eftir að athuga hvar hann hafði brotizt inn áður. Leigubilstjóri hringdi og bað lögregluna að taka i sina vörzlu farþega, sem hann var að aka. Var stutt að fara, þvi að far- þeginn lá örmagna undir suður- hlið Hótel Borgar. Bilstjórinn sagði, að hann hefði tekiö manninn upp i bil sinn skömmu áður, og hefði hann verið drukkinn, en þá fyrst hefði tekið I hnúkana, þegar hann var kominn upp i bilinn. Maðurinn tók upp pela og þambaði úr honum snar- lega, svo að ógleymið hlaut að vera i nánd. Viö Dómkirkjuna fór maðurinn úr bilnum, og var ekki að sökum að spyrja, að hann endasteyptist á gangstéttina og gat ekki staðið upp aftur. Bilstjórinn vildi ekki yfirgefa farþegann svona á sig kominn, og sagðist hann kannast við manninn og hafa átt við hann skipti i mörg ár, en aldrei vitað til áður, að hann drykki sér til óbóta. Þótt oft séu það sömu aðilarnir sem lögreglan þarf að hafa afskipti af, kemur iðulega fyrir menn úr öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins að þeir falla svo fyrir Bakkusi, að taka verður þá úr umferð. Þegar klukkan er orðin fimm, að morgni, er orðið albjart og ró yfir borginni. Jafnvel úthalds- beztu drykkjumenn hafa gefizt upp og sofa á sitt græna, heima hjá sér eða einhvers staðar úti i bæ, þar sem þeir vakna ringlaðir og illa til reika og reyna að koma fyrir sig hvar i veröldinni þeir eru staddir og hvað þeir höfðust að siöustu klukkustundirnar áöur en þeir sofnuðu, og enn aðrir bylta sér á plastdýnum i græn- máluðum klefum og biða þess að þeim verði hleypt út, svo að þeir geti aftur leitað á náðir vinguðs- ins, og er allt eins líklegt að þeir muni vakna aftur næsta morgun á sama stað i svipuðu ástandi. Lögregluvaktin, sem starfaði um nóttina, situr og skrifar skýrslur. Þessar skýrslur eru ekki annað en þurr upptalning á þvi að þessi eða hinn hafi verið tekinn einhversstaðar og ein- hvers staöar og skýrt frá ástandi viðkomandi, og hvers vegna hann eða hún lenti i höndum lögreglunnar. En að baki þessum einföldu frásögnum reynist oft harmsaga um mannlif, sem verið er að leggja i rúst, ekki einasta lif þess, sem skýrslan fjallar um, heldur einnig ástvina, sem fórnað er á altari Bakkusar A myndinni er Reymond Sveins son lögreglumaður, sem sér um að koma skilaboðum um talstöðina. uKbBM ' ■HH DÓMÍNÓ eftir Jökul Jakobsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Tónlist: Magnús Blöndal Jóhannsson Leikstjórn: Helgi Skúlason Flest, ef ekki öll verk, sem Jökuli Jakobsson hefur samið fyrir svið, eru i ætt við sannan leikskáldskap. Þau eru sem betur fer i öðrum gæðaflokki en tilbera- smérið, sem „listrænir” frá- villingar hafa verið að strokka hver i kapp við annan upp úr gömlum en góðum skáldsögum á siðustu og verstu leikárum. Dóminó er þvi kærkomin og hressileg tilbreyting frá þeirri fánýtu iðju. t hugleiðingu um Jökul Jakobsson i leikskránni kemst Sverrir Hólmarsson að eftir- farandi niðurstöðu um nýjasta hugverk höfundar: ,,Hér er það samspil fortiðar, nútiðar og framtíðar, sem vefur hina ýmsu þætti leiksins, og það kemur i ljós, að það er harla litill munur á framtiðardraumum ungu stúlkunnar og fortiðarórum móður hennar, hvorttveggja er af einum toga spunnið. Hlut- verkaskipti gests og eiginmanns i lokin verða til að undirstrika óraunveruleik fortíðarinnar. — Það skiptir ekki svo ýkja miklu máli við hvern draumurinn tengist, það er draumurinn sjálfur, sem allt snýst um”. Þetta er gott, svo langt sem það nær, en mér er hins vegar spurn, hvort það nái nógu langt. Sá, sem þetta ritar, litur t.d. öðrum augum en greinarhöfundur á fortið annars vegar og framtið hins vegar. Fortið er óvéfengjanlega raun- veruleiki, sem við höfum lifað, hversu brenglaðar sem minning- arnar um hana kunna annars að vera. Hann er grunnur, sem byggt hefur verið á, jafnvel þótt allt hrynji seinna i rúst. Framtíð er á hinn bóginn óráðin gáta, óþekkt stærð eða ónumið land. Það er þvi býsna djarft fyrir- Hver er ég? - Hvað er ég? - Hvar er ég? tæki að vega hvorttveggja á sömu vogarskálum og láta móöurina sjá fortið sina i jafnóskýru og óræðu ljósi og dóttirin sér framtið mannkyns fyrir sér eftir hundrað ár. Kristján, eiginmaður Margrétar, og Gestur (fyrr- verandi unnusti, Pétur mandólin eða Eine kleine Nachtmusik?) eru misraunverulegir i brenglaðri vitund hennar á hinum ýmsu leikstundum Dóminós. Þeir eru, þegar allt er skoðað ofan i klofið geð Margrétar, ekki annað en holdteknar hugsanir hennar eða órar, sem taka á sig furðulegustu myndir, bregða sér i óræðustu gervi og hafa meira að segja hlutverkaskipti, þegar henni elnar mest vitfirringin. Hvaða skilning, sem menn kunna annars að leggja i Dóminó, þá blandast sennilega engum hugur um, að Margrét er geðsjúklingur og verkið sjálft þvi að verulegu leyti lýsing á sjúkdömi hennar, eða réttara sagt þeim afskræmi- legum myndum, sem af honum eru sprottnar. Ætlist höfundur aftur á móti til, að aðalpersóna verksins sé tekin sem algild táknmynd fyrir- rikjandi hugarfar eða sálar- ástand nútimamanna, hefur hann ekki náð tilætluðum árangri Þetta sjúkdómstilfelli er of ein- staklingsbundið og sérstætt til þess, að svo megi verða, og i þessu er einmitt fólginn megin- galli verksins að minni hyggju, en svo er guði fyrir að þakka, aö þrátt fyrir þennan þverbrest býr verkið yfir öðrum kostum, sem eru ekki svo léttir á metunum, og skal siðar greint frá þeim. Verk Jökuls Jakobssonar eiga það flest, ef ekki öll, sammerkt, að örlagaríkustu atburðirnir hafa gerzt, þegar tjaldið er dregið frá i leikbyrjun. Afleiðingin er sú, að mestum tima er varið i að rifja upp gamlar endurminningar eða skara að gömlum glóðum. Slik til- högun hlýtur að leiða til nokkurrar kyrrstöðu. Hér koma gleggst i ljós áhrif þau, sem leik- skáldið hefur orðið fyrir fyrir frá Glerdyrunum hans Tennessees Williams(þarsem móöirin lifir og hrærist i fortið sinni eða öllu heldur glataðri hamingju) svo og ekki sizt kvikmyndinni í fyrra i Marienbad (Alain Resnais og Robbe-Grillet), þar sem eftir- farandi spurning vaknar þráfald- lega i brjósti manns: „Gerðist þetta eða gerðist þetta ekki?” Erum við á valdi draums eða veruleika? Og hvar eru mörkin? Málfar Jökuls Jakbossonar er tilgeröarlaust hnitmiðað og einfalt, en aldrei einfeldningslegt. Þrátt fyrir skáldleg tilþrif, eins og t.d. i lýsingu Sifar á bongtrénu, bruðlar hann ekki með orð. Að minu viti semur ekkert núlifandi islenzkt leikskáld jafnsnjöll, knöpp og eðlileg samtöl og Jökull Jakobsson. Honum er næstum ekkert ófært i þeim efnum. Orð hans, sem tiðum eru endurtekin af sömu leikpersónu, mynda listi- lega gert mynztur i töfravoð, er hefur stundum þá náttúru að storka mannlegum skilningi. Höfundur býr ekki aðeins yfir safarikri kimni og frumlegri, heldur lika næmu leikskyni og seiðmagni, sem hver sannur leik- listarunnandi hlýtur að skynja, og það i talsvert rikum mæli. Jökli Jakobssyni er lagið að skapa geð- hrif, sem geymast i hugskoti manns löngu eftir að sýningunni er lokið. Þetta er að minnsta kosti min reynsla. Styrkur Dóminós er m.a. fólginn i persónufæðinni, svo og þeirri gleðilegu staðreynd, að þær halda sig á einum og sama stað. Flestir eru vist búnir að fá sig' fullsadda á atriðaskiptingum á öörum sýningum á þvi leikári, sem nú er að kveðja. Þótt persónusköpun Jökuls sé ef til vill ekki alveg lýtalaus, er hún samt sem áður svo góð, aö frekari aðfinnslur i þeim sökum eru óþörf prentsvertueyðsla. Steinþór Sigurðsson hefur ljáð Dóminó fagurlega umgjörð, sem veitir leikendum verulegan styrk i viðureign þeirra við sin flóknu vandamál. Tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar fellur einkar vel að sjónleiknum. Ef frá eru taldar Sif, dóttir Margrétar og Kristjáns, og Soffia, eru persónurnar mark- aðar lifsþreytu og leiða. Fráleitt búa þær yfir frumefldum lifs- þorsta og heilbrigðum lifsvið- horfum. Þetta er ekki sagt til þess að vefengja listgildi Dóminós, heldur aðeins til að lýsa þeim ögn nánar. Sýningin er leikstjóra og leik- endum öllum til varanlegs sóma, svo jafnfprýðileg sem hún er að öllu leyti, og mér og sálu- félögum minum til fölskvalausrar gleði og nautnar. Þótt ég hafi ekki ætlað mér að gefa frekari einkunnir, get ég ekki stillt mig um að færa Þóru Borg sérstakar þakkir og hugheilar, I trausti þess að ég styggi ekki leiksystkin hennar né særi. Halldór Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.