Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 Föstudagur 9. júní 1972. Tómahljóð í kollinum Enskan er duttlungafullt tungumál og lögmál hennar á reiki. Þess vegna fékk Bogi Ólafsson að reyna hið sama og fleiri enskukennarar, að stúdentsefnum sóttist námið ekki ævinlega sem greiðast. En með þvi að hann gat verið mein- yrtur, er honum fannst slaklega að verið, fuku honum stundum eftirminnilegar setningar af vörum i kennslustundum. Einu sinni var það, að nem- andi nokkur, er hann var að krefja sagna, tók að berja hnú- unum i höfuð sér, likt 'og hann væri að reyna að hrista upp i heilabúinu. Bogi horfði um stund á þessar aðfarir, en sagði siðan: „Þetta þýðir ekkert, drengur minn, það er ekkert þarna”. Dýrt forsetakjör Hver svo sem verður næsti forseti Bandarikjanna, mun hann sverja forsetaeiðinn i jan- úar næst komandi. Undirbún- ingur að þeirri athöfn er þegar hafinn. Fulltrúadeildin hefur ákveðið upphæðirnar, sem þarf varðandi valdatöku forsetans, en reiknað er með, að kostnað- urinn verði ekki minni en 200.000.000 krónur. * Nú selja þeir sendibréfin Nú er svo komið, að sendibréf eru orðin mikils virði, a.m.k. i Englandi. Brezkt vikurit segir frá þvi, að nýlega hafi bréf frá kvikmyndastjörnu þöglu mynd- anna, Ramon Navarro, verið selt fyrir 1200 pund. Bréfið var frá Navarro, og var hann að þakka fyrir kvöldverðarboð, sem honum hafði verið sent. En það er hægt að selja bréf frá fleirum en kvikmyndastjörnum og frægu fólki, segir blaðið. .Gömul bréf frá afa og ömmu, t.d. bréf, sem segja frá lifinu i Ástraliu fyrrá árum, frá lifinu i fyrri heimstyrjöldinni, og öðru álika geta verið mjög dýrmæt. Hægt er að fara með bréfin til British Museum, eða hvaða safns annars i Englandi og fá safnverði til þess að meta þau að verðleikum. Ekki er rétt af fólki að selja eitt og eitt bréf, heldur fleiri saman, segir blað- ið, og þurfi menn ekki á pening- unum að halda, er rétt að biða með að selja bréfin. Þau hækka i verði. * * jHH' 1 Rli f* 111 f7j f m- ' « fe' | w. "pm % / Hótel í tunnum * Yfir mesta ferðamannatimann er viðast hvað i heiminum skortur á hótelrými, rétt eins og er hér á tslandi. t Rúdesheim i Þýzkalandi fékk hóteleigandi nokkur þá hugmynd, að innrétta tunnur sem gistirými fyrir ferðamann. 1 hverri tunnu er rúm fyrir tvo gesti. Þeir hafa fataskáp i tunnunni, en i gólfi hennar er hleri, sem hægt er að opna, og ganga þar niður litinn stiga niður i baðherbergi, sem er undir tunnunni. Mikil aðsókn er að þessu tunnuhóteli, og verða þeir, sem óska eftir að búa i þvi, að panta með löngum fyrirvara. 100 ára gamalt öl á uppboði Englendingar, sem hafa hald- ið þvi fram að undanförnu, að ölið á kránum þeirra sé ekki eins og það var hér áður fyrr, fá brátt tækifæri til þess að sanna það. A Christie-uppboðinu þekkta, sem haldið er i London, verður brátt boðin upp tylft flaska af öli frá 1875, og sagt er, að ekkert sé þvi til fyrirstöðu aö drekka þetta öl, þótt gamalt sé. Með ölinu verða einnig boðnir upp vindlar, sem upphaflega voru búnir til sérstaklega handa Hermann Göring hinum þýzka. * Góður endir Kona nokkur i London varð amma, mamma og tengda- mamma á einum degi. Það gerðist, þegar hún endurheimti allt i einu dóttur sina, sem hún hafði ekki sé ð i fjöldamörg ár og jafnvel talið að væri látin. Dóttirin, Dora yfirgaf heimili sitt og móður sina Dorothy Reeds, þegar hún var 24 ára gömul. Skömmu siðar hafði lögreglan samband við móðurina, og hún var fengin til þess að koma og skoða lik ungrar stúlku, sem talið var að væri Dora. Ekki gat móðirin staðfest að hér væri um lik dóttur sinnar að ræða, þar sem likið var svo illa farið. Hins vegar þótti öllum það liklegt, úr þvi engar fréttir bárust af Doru. * En Dora hafði allt i einu fengið löngun til þess að hverfa að heiman og lifa lifinu að eigin geöþótta. Hún hitti ungan mann og þau giftu sig og eignuðust fjögur börn. Dora reyndi þó eftir nokkurn tima að ná sambandi við foreldra sina aftur, en þá höfðu þau flutzt og hún fann þau ekki. Þegar fram liðu stundir fékk Dora mikla löngun til þess að sjá foreldra sina aftur, og þá sneri hún sér til Hjálpræðis- hersins, sem aðstoðaði hana við að finna foreldra hennar Móðir hennar varð óendanlega hamingjusöm, þegar hún endurheimti dótturina, sem hún hélt, að væri látin og barna- börnin fjögur, Stephen sex ára, Alen 5 ára, Carol.3 ára og hina eins árs gömlu Söru. DENNI DÆMALAUSl Læknirinn sagði, að hann hefði ’ ekki nema gott af þvl, að elta litla strákinn i næsta húsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.