Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 17
íiiviinux STÖÐVAR VALUR SIGURGÖNGU FRAM OG FA VESTMANNEYINGAR SIN FYRSTU STIG í 1. DEILDARBARATTUNNI? - úr þessu verður skorið nú um helgina Vestmannaeyjar-Víkingur 10. júní - Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00 Sævar Tryggvason, Vest- mannaeyjum. „Víkingarnir verða erfiðastir” — Nei, ég er langt frá þvi að vera ánægður með fyrstu leikina okkar. Það er alltaf gamla sagan hjá okkur — okkur gengur alltaf illa i byrjun. — Hinir leikirnir voru erfiðir, en leikurinn gegn Vikingi verður samt sá allra erfiðasti. Vikingarnir léku tvo góða leiki i vikunni, það virkar örugg- lega vel á okkur — þvi að við vitum þá, að það þýðir ekkert annað en að berjast. — Jú, fólkið hér i Eyjum er mjög óánægt með okkur og það svartsýnasta er byrjað að tala um 3. deild næsta ár. — Siðustu æfingarnar hafa verið mjög góðar og er hugur i mönnum að fara að fá stig, þau fyrstu að sjálfsögðu þá gegn Vikingi Hafliði Pétursson. „Flóðgáttin opnast í Eyjum” — Nei, það er ekki skemmti- legt að leika leiki án þess að skora mörk — en við ætlum okkur að gera þar breytingar á. Það má búast við, að flóð- gáttin opnist i Vestmannaeyj- um, og við munum skora þar 1-2 mörk, eða svo mörg, að það dugi til sigurs. — Vestmannaeyingar hafa tapað sinum tveim fyrstu leikjum, og við stefnum að þvi að láta þá tapa þeim þriðja á morgun. — Við förum með alla okkar sterkustu leikmenn til Eyja og þeir eru allir ákveðnir að sigra þar og koma til baka með tvö stig. — Nei, við verðum ekki i fallbaráttunni i sumar. Það verður annað upp á teningnum hjá okkur. — Jú, það er erfitt að leika alla útileikina þrjá á einu bretti, en illu er bezt af lokið. AKRANES - BREIÐABLIK 10. júní - Akranesvöllur kl. 16.00 Matthias Hallgrimsson. „Segja minna og gera meira” — Leikurinn við Breiðablik leggst ekki allt of vel i mig. Við áttum i erfiðleikum gegn ' þeim i fyrra, þegar við Iékum við þá i fyrsta skipti á heima- velli — þá gerðum við jafntefli 3:3, og máttum teljast heppnir að hafa náð þvi. — Við reynum að sjálfsögðu að vinna þá á morgun, en ann- ars vil ég segja sem minnst um leikinn, og gera þeim mun meira. — Já, ég hef fengið tvær áminningar i tveimur fyrstu leikjunum, mér þykir það svo- litið undarlegt, þvi að ég hef aðeins fengið eina áminningu áður, siðan ég byrjaði að leika með meistaraflokki. — Ég er kannski klaufi að brjóta af mér, og ég hef ekki ætlað að gera það, en þetta vill oft koma fyrir I hita leiksins. Þór Hreiðarsson, Breiöabliki. „Eigum eftir að sigra í mörgum leikjum” — Við vorum slappir i fyrri hálfleik gegn Val en siðari hálfleik fór það að ganga betur há okkur og sýndum við mjög fjöruga kafla á lokaminútun- ;um. — Sams konar kafla sýndum við i Vestrrtannaeyjum, hann stóð lengur yfir en gegn Val, eða i 20 min, og skoruðum við þá einnig tvö mörk. En annars var leikurinn i Eyjum, glans- leikur hjá okkur, og sýndum við þá okkar bezta. — Ég hef góða trú á, að við eigum eftir að sigra i mörgum leikjum sem eftir eru og ætlum við okkur að byrja á Skagamönnum á morgun. Liðið hjá okkur er ekki enn orðið fastmótað, en úr þessu verður ekki langt að biða, að svo verði. — Við förum upp á Skaga til að sigra. Um helgina heldur baráttan i 1. deild áfram á þremur vigstöðum og má búast við jöfnum leikjum. Eins og komiö er, er ekki hægt að spá um hvaða lið sigri I. deildina. Til þess eru liðin svo jöfn — það má búast við að öll liðin i deild- inni, verði mjög jöfn að stigum, fram eftir sumri. Það er að segja, að ekki nema 1—3 stig skilji efsta og neðsta liðið. En siðar i sumar má reikna með þvi að 2—3 lið fari að skera sig út úr og 1—2 að heltast úr lestinni. Það hefur komið á óvart i 1. deildinni i ár hversu íáránleg niðurröðun leikja er. T.d. léku Vikingar i Keflavík um s.l. helgi, nú um helgina leika þeir i Vest- mannaeyjum og svo fer næsti leikur þeirra fram á Akranesi — Vikingsliðið leikur þvi alla útiieiki sina i röð. En aftur á móti leika KR-ingar, ekki útileiki sina fyrr en á timabilinu 22: júli til 19. ágúst. Ef eitthvað hefur verið hugsað um niðurröðina hefði átt að samræma útileiki Vikings og KR. En snúum okkur þá að leikjunum sem fara fram nú um helgina. Vikingsliðið, heldur til Vest- mannaeyja á laugardaginn og leikur'þar við Eyjaskeggja, sem eru örugglega i vigahug. Ef Vest- mannaeyingar ætla sér að vera með i baráttunni i 1. deild, verða þeir að vinna leikinn. Þeir hafa ekki unnið leik i keppninni og sitja nú einir á botninum. Fyrst töpuðu þeir óvænt á heimavelli fyrir Breiðabliki og siðan komu þeir enga frægðarför til Reykjavikur, þar sem þeir töpuðu fyrir Fram. Vikingsliðið hefur aftur á móti nælt sér i eitt stig gegn Keflavík, og ef þeir sýna eins góðan leik i Eyjum, eins og þeir sýndu gegn KR i Reykjavikurmótinu, má alveg eins reikna með að liðið, komi með bæði stigin frá Eyjum, en þá verða leikmenn liðsins að fara að skora mörk. Á laugardaginn, fer einnig fram einn leikur á Akranesi, þar mæta Skagamenn, hinum bar- áttuglöðu Breiðabliksmönnum, sem unnu það afrek, að koma með bæði stigin frá Eyjum og stela sigrinum frá Val, á siðustu sex min. á Melavellinum nú i vikunni. Nú er stóra spurningin: Hvað gera þeir á Skaganum, fara þeir með bæði stigin þaðan? Skagamenn eru örugglega ekki á þeim buxunum, að fara að tapa tveimur heimaleikjum i röð, á heimavelli, en eins og menn eflaust muna töpuðu þeir óvænt i sinum fyrsta leik i deildinni þar gegn Keflvikingum. Ef ég þekki Skagamenn rétt, þá fara þeir ekki að tapa tveimur dýrmætum stigum á heimavelli til viðbótar, þar sem þeir ætla sér að vera með i baráttunni um Islandsmeistara- titilinn. Þá fer fram einn leikur á Laugardalsvellinum, á mánu- dagskvöldið — leika þá erki- fjendurnir úr Reykjavik, Valur og Fram. Má búast við æsispennandi leik og mjög tvisýnum, þegar liðin mætast — Valsmenn reyna örugglega að stöðva sigurgöngu Fram og Framarar að halda toppsætinu i deildinni. Það er ekki hægt að spá um úrslit leiksins, en það má búast við þvi, að það lið, sem nær völdunum á miðjunni, sigri leikinn. Á þriðjudaginn leika svo á Laugardalsvellinum, KR og Keflavik. Við munum minnast nánar á hann, hér á siðunni, i þriðjudagsblaðinu. SOS VALUR - FRAM 12. júní - Laugardalsvöilur kl. 20.00 Staðan: Fram 2 2 0 0 3:0 4 KR 3 2 0 1 5:3 4 Keflav. 2 1 1 0 3:1 3 Breiðab. 3 1 1 1 5:7 3 Akranes 2 1 0 1 3:3 2 Vik. 2 0 1 1 0:1 1 Valur 2 0 1 1 3:4 1 Vestm 2 0 0 2 .2:5 5 Markhæstu menn: Atli Héðinsson KR 3 Steinar Jóhannss. tBK 2 Matthias Hallgrimss. 1A 2 Alexander Jóhanness. Val 2 Hinrik Þórhallsson Breiðab. 2 Óskar Valtýsson fBV 1 Simon Kristjánsson Fram 1 Bókanir: Matthias Hallgrimss. 1A 2 Jón Guðlaugss. 1A 2 örn Óskarss. fBV 1 Óskar Valtýss. IBV 1 Guðni Kjartanss. tBK 1 Steinar Jóhannss. IBK 1 Atli Héðinss KR 1 Bergsveinn Alfonss. Val 1 Ingi B. Albertss. Val 1 Þór Hreiðarss. Breiðab. 1 Guðmundur Þórðars. Breiðab. 1 Sigurbergur Sigursteinss. Fram 1 Brottrekstur af leikvelli: Jón Guðlaugsson tA Úrslit í fyrra: Vestm. — Vik — Akranes — Breiðab. 3:3 Valur —Fram 5:3 KR — Keflav. 1:1 „Eigum ekki í vandræðum með Fram” „Hvert stig er dýrmætt” — Leikurinn við Fram legg- st mjög vel i mig, viö vinnum hann 4:2 og eigum ekki i vand- ræðum með það, þvi að við tökum öll völd i okkar hendur strax i byrjun. — Þótt Framliðið hafi ekki fengið á sig mörk i Islands- mótinu, erum við ekki hrædd- ir, þvi að við skorum alltaf mörk i leikjunum okkar og oft ast fleiri en eitt. — Við erum ákveðnir að missa ekki sigurinn úr hönd- unum á okkur á siðustu min., eins og i leiknum gegn Breiða- bliki. Heldur verðum við hinir öruggu sigurvegarar. — Vil ég eindregið benda þeim sem vilja koma og sjá Vals sigur, á að koma á Laugardalsvöllinn n.k. mánu- dagskvöld. Þeir sem koma, fara ekki vonsviknir heim. Asgeir Eliasson Fram. — Leikurinn við Val verður mikill baráttuleikur þar sem við munum leggja okkur alla fram, þvi að hvert stig er dýr- mætt. Ég held, að leikurinn verði mjög góður og skemmti- legur. — Þegar liðin mættust i fyrra, var leikur liðanna mjög vel leikinn — spennandi frá fyrstu min til þeirra siðustu. Atta mörk voru skoruð i leiknum og máttum við þola tap þá, 3:5. — Ég tel, að það verði ekki skoruð eins mörg mörk i leik liðanna á mánudagskvöldið — en annars er ekki hægt að spá um það að svo stöddu. Það getur allt gerzt i knattspyrnu, eins og svo oft hefur komið fram i yfirstandandi 1. deildar-keppni. — Við erum mjög ánægðir með leikinn gegn Vestmanna- eyjum, sem viö sigruðum um s.l. helgi. Ingi B. Albertsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.