Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 9. júni 1972. Baráttan fyrir brottför hersins i HERSTOÐVARGANGAN NÆSTA SUNNUDA Dagskrá göngunnar og útifundarins: Guömundur Sæmundsson Kl. 18 sunnudag 11. júní: Bílferðir frd Lækjargötu, Vonarstræti og Hlemmi. Kl. 19 Lagt af stað úr miðbæ Hafnarfjarðar (d milli bíóanna) að afloknu dvarpi Gunnlaugs Ástgeirssonar, formanns Stúdentardðs. Kl. 21 Stuttur útifundur í Kópavogi — Guðmundur Sæmundsson flytur óvarp og Böðvar Guðmundsson stendur fyrir söng. Kl. tæpl. 23 Cltifundur við Menntaskólann við Tjörnina. Fundarstjóri: Njörður P. Njarðvík. Ræðumenn: Cecil Haraldsson, Elías Jónsson, Kjartan Ólafsson og Tryggvi Aðalsteinsson. Reykvíkingar: Munið útifundinn ó sunnudagskvöldið. Njöröur P. Njarðvik Cecil Haraldsson Gunnlaugur Astgeirsson Böövar Guömundsson Kjartan Ólafsson Tryggvi Þór Aöalsteinsson Elias Jónsson Hvers vegna göngum við? Um þessar mundir cr nákvæmíega ár liöiö sföan kosn- ingar voru siöast haldnar á tslandi. Þá geröust þau stór- tiöindi eins og menn muna, aö rikisstj. féll og önnur hlaut aö taka viö. Hin nýja rikisstjórn vinstri flokkanna geröi þaö þegar i upphafi eitt af stefnumáium sinum, aö bandaríska varnar- liöið skyldi hverfa úr landi á yfir- standandi kjörtimabiii. Af ýmsum ástæöum hefur enn sem komiö er þó ekki orðið af því, aö varnarsamningnum væri form- lega sagt upp, enda eiga fyrst aö koma til viðræöur viö bandarisk stjórnvöld um máiiö. Ungir framsóknarmenn tóku upp þá afdráttarlausu stefnu i varnarmálunum fyrir nærri sex árum, aö herinn skyldi sendur til heimahúsanna. Þessi stefna ungra framsóknarmanna hlaut siöan brautargengi meöal fram- sóknarfólks aimennt, og umrætt ákvæöi var tekiö upp i stefnuskra flokksins. Rétt er aö taka hér fram, aö önnur ungsamtök stjórn- málaflokkanna hafa á siöustu árum einnig snúiö i vaxandi mæli inn á sömu braut og ungir Fram- sóknarmenn i herverndarmáiinu. Ungir jafnaöarmenn hafa afdráttarlaust ályktaö á þá Ieiö, aö herinn skuli sendur brott, og meira aö segja hafa heyrzt háværar raddir um sama efni innan raöa ungra Sjáifstæöis- manna, sem einhvern tima heföi þótt saga til næsta bæjar. Gangan gegn herstöövum á tsiandi næsta .sunnudag er farin öörum þræöi til aö minnast þess, aö ár er iiöiö frá þvi aö hægri stjórnin féil og raunhæfur grund- völiur til aö losna viö herinn skapaðist. t heimsmálum hefur ýmislegt breytzt, og i Evrópu hefur tvímælalaust mjög dregiö úr spennunni nú á síöustu timum. Nýja samkomulagið um Berlinarmáliö er þar mjög mikil- vægt og hiö mesta fagnaöarefni öllu friöelskandi fólki. Með göngunni úr Hafnarfiröi á sunnudagskvöldiö viija hin nýju samtök gegn herstöövum á islandi veita rikisstjórninni aöhald og stuöning i þessu mikilvæga máli. 25 manns í Starfsmiðstöð í starfsmiðstöð hinna nýju samtaka gegn her- stöðvum á íslandi eiga 25 manns sæti. Það eru: Arni Björnsson, þjóðháttafræðingurNjöröur P. Njarövík, iektor Björn Teitsson, sagnfræöingur Björn Þorsteinsson, kennari Cecil Haraldsson, kennari Einar Bragi, rithöfundur Guömundur Ólafsson, stud.scient. Guömundur Sæmundsson kennari Hildur Hákonardóttir, vefari Hjalti Kristgeirsson, hagfræöingur Inga Birna Jónsdóttir, form. Menntamálaráös Jón Asgeir Sigurösson, form StNE Már Pétursson, lögfræðingur Páll Baldvinsson, menntaskólanemi Pétur Einarsson, stud.jur. Rafn Guömundsson, tæknifræöingur Reynir Ingibjartsson, skrifstofum. Sigurður Magnússon, rafvirki Stefán Karlsson, handritafræöingur Sveinn Kristinsson, kennaraskólan. Tryggvi Aöalsteinsson rafvirki Vernharður Linnet, kennari Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona Þorsteinn frá Hamri, skáld Örlygur Geirsson, fuiltrúi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.