Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. júni 1972. TÍMINN 15 ORl'ZY CREIFAFRÍ: BB Krókur á móti bragði Það sem gerðist, var sem hér segir: Tournefort, einn af duglegustu sporhundum hinnar alþjóðlegu öryggisnefndar, var úti á ferð i hræðilegu illviðri. Regnið streymdi niður eins og þvi væri hellt úr fötu, og Tournefort skreið i skjól i bogagöng meö þaki yfir, sem tilheyrðu hrörlegu húsi i St. Lazarehverfi. Nóttin var kol- dimm, hvinurinn i storminum og gusuhljóð regnsins ollu óþægileg- um hávaða. Tournefort var hroilkalt og hann þrýsti sér eins langt inn i dyrakrókinn og komizt varð, til skjóls fyrir illviðrinu. Rétt á eftir sá hann ljósrák til vinstri handar viö sig, og þar sem hann áleit.að ljósrákina legöi frá' dyravarðar- kofa, færði Tournefort sig i áttina þangað i von um að fá betra skýli fyrir óveðrinu en bogagöngin gátu viett honum. Þess má geta, að Tournefort sóttist eftir kunn- ingsskap allra dyravarða í Paris, hvar sem hann fór. Þeir voru einskonar undirmenn hans, og án aðstoðar þeirra hefði hann ekki getað stundað sitt viðtæka njósnastarf með jafngóöum árangri. Dyraverðirnir sáu lika hag i þvi að styðja þessar her- sveitir njósnara, sem byltingar- stjórn Robespierres lét snuðra um allar jarðir i leit að „aristos”, þ.e. aðalsmönnum og öllu tignar- fólki öðru. Samkvæmt þessu hikaði Tournefort ekki við að snúa sér til dýravarðarins i húsi þvi, sem hann var nú staddur hjá. Hann gekk hiklaust að dyrum dyra- varðarhússins og hafði þegar lagt höndina á snerilinn, þegar eitt- hvert hljóð innan frá vakti athygli hans, svo að hann fór að hlusta. Það var ástriða á Tournefort að hlera og hlusta. — Það, sem nú hafði vekið eftirtekt hans, var karlmannleg rödd, sem sagði með lotningarhreim. „Jæja þá, greifafrú, við munum gera allt , sem i okkar valdi stendur Það var sizt að undra, þótt njósnari hinnar þjóðlegu öryggis- nefndar hjá byltingarstjórninni i Paris færi að leggja við hlustir- nar. Hann fann ekki lengur til stormsins eða regnsins, sem lömdu hann að utan. Hér voru sýnilega einhver veiðarefni. „Náðuga greifafrú!” — Það mátti ekki minna kosta! Þær voru nú ekki margar eftirlifandi i Paris á þessum tima. Til allrar ógæfu lét svo hátt i storminum að nærri var ómögulegt að greina þau orðaskipti, sem fram fóru inni i húsinu. Allt, sem Tournefort varð visari, voru nokkur setningaslitur og sundurlaus orð úr samræðu, er þarna átti sér stað. „En kæri herra Bertin...” heyrðist sagt með kvenröddu. — „Ég veit ekki, hversvegna þér gerið allt þetta fyrir mig”. Rétt á eftir heyrði Tournefort sömu röddina segja þessi orö: „Hið eina, sem ég á nú eftir af eignum, eru gimsteinar minir og skartgripir. Aðeins þeir gætu forðað mér og börnum minum frá hungri og vesaldómi. Svo var að heyra, sem hin rödd- in, sem var karlmannsrödd, væri aö hughreysta konuna og telja kjark i hana. En þessi rödd talaði svo lágum hljóðum, að ekki var hægt að greina orðin, sem tölúð voru. Þau liktust mest suði fyrir eyrum mannsins, sem stóð á hleri. Brátt heyrði hann þó nokk- uð, sem kom blóði hans i hreyf- ingu. Frúin heyrðist nefna „Gentilly”, og rétt á eftir þetta: „Þér veröið að vera mjög varkár, kæri herra Bertin. Ég veit með vissu, að haldinn er vörður um höllina”. Tournefort gat varla varizt þvi að reka upp fagnaðaróp. Gentilly? Greifafrú? Höllin henn- ar? — Nú, hann skildi þegar, hvernig öllu var háttað. Hinn fyrrverandi greifi, de Sucy, sem hafði verið frægur „aristo” og konungssinni, hafði látið lifið og höfuð sitt undir fallöxinni fyrir hálfum mánuði. Höll hans, rétt hjá Gentilly, stóð nú auð, og sá orðrómur lagðist á, að kona hans hefði komizt undan til Englands ásamt börnum þeirra tveim. Jæja, hún var þó ófarin ennþá, eftir þessu að dæma, þar sem hún var hér i húsi dyravarðarins á tali við einhvern svikara, sem átti að finna gimsteinasafn hennar. Gimsteinarnir voru auðsjáanlega vel fólgnir einhversstaðar i auðu höllinni. Hvilik stórheppni sem þetta var fyrir Tournefort! Hvilik lyftistöng til frama, valda og verðlauna. Það voru dýrlegar horfur um skjóta hækkun til met- orða. Hann blessaöi storminn og regnið, sem hafði knúið hann til að leita skjóls einmitt hér, þar sem verið var aö unga út eitruðu ráðabruggi. Hér átti bersýnilega að stela undan miklum verðmæt- um, sem voru eign þjóðarinnar með réttum lögum, og auk þess svipta fallðxina, „Madame la Guillotine,” dýrmætu höfði aðals- konu, sem vitanlega var svikari eins og maður hennar hafði verið. Tourneforthleraði enn um stund i von um að fá kannski einhverjar upplýsingar varðandi staðinn, þar sem gimsteinarnir væru fald- ir. Hann vissi af reynslu.að þegar þetta hrokafulla aðalsfólk hafði verið tekið til fanga, þá var engin leið til að fá það til að gera nokkuð það uppskátt, sem byltingar- stjórninni mátti verða að gagni. En hann varð ekki margs visari. Ekkert var á það minnzt, hvar greifafrúin hefði falið sig, né heldur, hvar gimsteinarnir væru fólgnir, ellegar hvað gera ætti við þá, ef þeir yrðu fundnir. Tournefort mundi hafa gefiö mikið til að hafa einn af félögum sinum með sér. Eins og nú stóð á varð hann að starfa einn sins liðs og fara eftir sinu höfði aðeins. Hann ákvað helzt að biöa, unz greifafrúin kæmi út úr kofa dyra- varðarins, og elta hana siöan þar til hún kæmi út á opið stræti. Ekki var ráðlegt að veita henni aöför þar sem hún var nú komin. Herra Bertin gat vel verið eitthvert afarmenni af buröum, eða þá áflogakragi og auk þess liklega vopnaöur, þar sem Tournefort var sjálfur vopnlaus með öllu. — Svo virtist, sem herra Bertin hefði verið falið það starf að finna gimsteinana. Sjálfsagt var þvi aö elta hann og missa ekki sjónar af honum þar til er hann hefði fundið fjársjóöinn, taka hann þá fastan, þar sem hann hafði i höndum fjársjóð, sem var réttmæt eign rikisins. Hann beið þvi um stund þolin- móðlega. Auðvitað mundi þetta hyski biða, unz óveörinu slotaði. Raddirnar voru nú þagnaðar, dauðaþögn rikti i þessum vesæla og fátæklega afkima Parisar- borgar. Þögnin varð enn átakan- legri, þegar regnið stytti upp og vindþyturinn hljóðnaði. Það var einmitt þögnin og kyrrðin, sem vakti grunsemdir hjá Tournefort. Auð.ádð var, að þetta aðalsdót ætlaði ekki að yfirgefa dyra- varðarbústaðinn þetta kvöld. Nú, jæja, þó að Tournefort hefði ekki ætlað sér að gera neitt ónæði i húsinu, né lenda i neinu harki við svikarann Bertin, þá varð nú ekki hjá þessu komizt. Hann varö aö ráðast til inngöngu. Dyrnar á kofa dyravarðarins yoru lokaðar. Tournefort kippti fast i bjöllustrenginn hvað eftir annað. Nokkrum minútum siðar heyröist fótatak, likt og dragnazt væri til dyra meö semingi. Dyrnar opnuðust úr i þær kom maöur á nærfötunum, berfættur og hafði fleygt teppi yfir sig. Fót- unum haföi hann stungið i striga- skóræfla, og stóð nú þannig frammi fyrir hinum undrandi gesti, þjóni velferöar- og öryggis- nefndarinnar i Paris. Tournefort var næst að halda, að sig hefði verið að dreyma og væri enn að dreyma. Þvi maðurinn, sem kom til dyranna, var vel þekktur af öllum njósnurum stjórnarinnar. Hann var uppgjafa hermaður, sem hafði misst annan handlegg- inn, og hafði eftir það verið veitt dyravarðarstaða, og var nafn hans Grosjean. Hann var gamall og kengboginn af gigt, nauðsköll- óttur og grindhoraður. í þetta sinn var hann auk þess þungt haldinn af kvefi, svo tárin Lárétt 1) Arstið.- 6) Blin,- 8) Fersk,- 10) Vond,- 12) Fluga,- 13) Afa,- 14) Óhreinka.- 16) Annriki.- 17) Tré.- 19) Svi- virða.- Lóðrétt 2) Nit,- 3) Grassylla.- 4) Landnámsmaður.- 5) Ars- tið.- 7) Samsull,- 9) Gagn- leg,- 11) Hamingja.- 15) Handlegg.- 16) Fugl.- 18) Tveir eins.- Ráðning á gátu No. 1125 Lárétt 1) Mjólk,- 6) Ósa.- 8) Ból.-10) Sól.- 12) Um,- 13) La,- 14) Raf,- 16) Fis,- 17) óró,- 19) Blóta.- Lóðrétt 2) Jól,- 3) Os,- 4) Las,- 5) Aburð.- 7) Hlass,- 9) óma,- lDOli,-15) Fól,-16) Fót,-18) Ró,- ii 11 I Föstudagur 9. júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tiltcynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 SIðdegissagan: „Einkalif Napóleons” eftir Octave Aubry 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskra næstu vikú. 15.30 Miðdegistónleikar: Söngiög 16.15. Veðurfregnir.. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Cr ferðabók Þorvalds Thoroddsens 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45. Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Við bókaskápinn Tryggvi Emilsson verkamaöur flytur þáttinn. 20.00 Mál til meðferðar. Árni Gunnarsson fréttamaður stjórnar þættinum. 20.30 Frá listahátiö i Reykjavik: Sinfónfuhljómsveit lslands leikur f Laugardaishöll. Stjórnandi: Karsten Ander- sen frá Björgvin. Einleikari: Yehudi Menuhin fiðlusnillingur frá Lundúnum. a. „Stiklur”, hljómsveitarverk eftir Jón Nordal. b. Fiðlukonsert i D- dúr, op. 61 eftir Ludwig van Beethoven. 21.15 Marzurkar eftir Chopin. Henryk Sztompka leikur á pianó. 21.30 (Jtvarpssagan: „Nótt i Blæng” eftir Jón Dan 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur 22.35 Danslögf 300 ár. — annar þáttur Jón Gröndal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur9. júní 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar. 20.30 Opin bók.Mynd frá Sam- einuðu þjóðunum, gerð i til- efni af „Ari bókarinnar 1972”. Rakin er saga bókar- innar, fjallað um stöðu hennar i heimi nútimans og greint frá þróun prentlistar- innar. 20.50 Mandala Hljómsveitin Trúbrotflytur frumsamin ljóð og lög. Einnig ræðir Geir Vilhjálmsson, sálfræðingur við þá félaga. Hljómsveitina skipa Gunnar Jökull Hákon- arson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Rúnar Júliusson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 fronside. Skömm er óhófs ævi. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.05 Erlend málefni Umsjón- armaður Jón H. Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.