Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 16. júní 1972. ÖKUKENNSLA Æfingatímar Kenni á Skoda 1971 Fullkominn ökuskóli Útvega öll gögn á einum stað Sveinberg Jónsson simi :J4!I20 (( Auglýsið í Tímanum Bréf frá lesendum brístapar i hættu. Ég hef veitt þvi athygli á und- anförnum árum, þegar ég hef ek- ið þjóðveginn um Húnavatns- sýslu, aö hólarnir, þar sem Friðrik og Agnes voru tekin af lifi á nitjándu öld, eru eyöileggingu _ meiri afköst mea fjölfætlu Vinsælasta heyvinnuvél i heimi 4 stærðir— Vinnslubreidd 2,4 til 6,7 m — Geysileg flatar- afköst— Nýjar og sterkari vélar — Mest selda búvélin á íslandi ÞÚRHF REYKJAVIK SKÓLAVOROUSTÍG 25 TRAKTORAR ™DA6A «i«- enzku hádegtsré tízku- Jftir M6de,- Ulenzkur He, föstudaga, z:M .. * sklnnavörum. undirorpnir. Rétt suðvestan viö þá er girðing, og það er auðséð að útigönguhross leita skjóls undir þeim i vondum veðrum. bau hafa siðan myndað rofabörð með traðki og nuddi, og það veröur varla langt að biða, að gróður- torfan flettist alveg af hólunum, ef ekki er eitthvað gert til þess að stemma stigu við þvi. bað er tillaga min, að þessir hólar, sem margir vitja vegna þeirra átakanlegu sögu, er þeim er tengd, verði friðaðir og girtir af og gengið um leið frá rofinu á þann veg, að vindar og veður vinni þar ekki hervirki, en handa hrossum verði hlaðnar skjólkviar norðan hólanna, þvi að auðvitað veitir þeim ekki af afdrepi. Og það ættu menn raunar viðar að gera, þar sem hross eru höfð á útigangi. Bifreiðarstjóri. bað er gott að fá brýningar — þeir, sem sliku er beint til, ættu að taka þvi meö þökkum. Hér kemur eitt bréf af þeim toga — að visu dálitið stytt, en þó ekki meira en svo, að þar ætti öllu að vera til skila haldið, er höfundur þess vildi segja. IIAI.DII) AFHAM biö skuluð vita, þarna hjá Timanum, að lýsingar ykkar á svokölluöu næturlifi i Reykjavik hafa verið lesnar með athygli. bær hafa vakið eftirtekt margra, og mér finnst betur gert en ógert, að þið skylduð taka ykkur þetta fyrir hendur. Auðvitað eru þeir margir, sem þekkja þetta allt af eigin raun. Bæði eru það þátttakendur og svo ekki siður hinir, sem eiga við raunir að striða, sprottnar af þessum toga. En þeir Reykvik- ingar eru lika margir, er ekki vita svo glöggt, hvernig umhorfs er i bænum á næturþeli né hvað þung- ar búsifjar drykkjuskapur og óreiða gerir bæði einstaklingum og samfélaginu öllu. En þetta er eitt af þvi, sem miður fer, og við, sem teljum okkur af kyrrlátara tagi höfum gott af að vita dálitið um. En það verðum við lika að gera okkur ljóst, að þið hafið ekki getað sagt okkur nema undan og ofan af öllu þvi, sem gerist i kringum okkur. betta hafa vafalaust verið að- eins örfáar svipmyndir af þeirri ’mannlegu lægingu, sem stundum veröur meiri en tárum taki. Sárast var að heyra, hvernig sumir foreldrar vanrækja skyld- ur sinar við niðja sina og beinlinis hrekja þá út i vandræði, bæði með fordæmi sinu og umhirðuleysi. Grisir_ gjalda, en gömul svin valda.’ segir máltækið, og það á hér við á sorglegan hátt. Syndir feðranna koma niður á niðjunum. En þó að það séu orð, sem oft er vitnað til, er þvi minni gaumur gefinn af einstaklingunum, hvernig það gerist. Og hinir, sem betra fordæmi sýna, eru ekki alveg saklausir heldur. beir hafa sofið og látið sig litlu skipta, hvernig óð á súðun- um. bað verö ég til dæmis að játa um sjálfan mig. En þökk kann ég ykkur fyrir að hafa ýtt við mér. Haldið þið áfram að vekja okkur, bæði mig og aðra. Eyfirðingur. Húsgögn á tveim hœðu NYTT HJÓNA- RÚM Getum nú afgreitt þessi eftirsóttu hjónarúm, sem vöktu hvað mesta athygli á húsgagnasýningunni í Laugardal — Verð með dýnum og nóttborðum kr. 33.500 Komið og skoðið hinar ýmsu nýjungar í okkar FJÖLBREYTTA HÚSGAGNAÚR VALI lHÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKURj BRAITARHOLTI 2 — SÍMI 11-940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.