Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 20
.y.v.v.v.v.v.v.'.v.v.v.'.v.v.'.v.-.v.v.-.v, v ■: Stokkhólmsráðstefnan: Sameiginlega yfirlýsingin loks komin á lokastig NTB—Stokkhólmi Eftir að nokkur skriður komst á verkið á miðviku- dagskvöid, hjá þeim, sem vinna að sameiginlegri yfir- lýsingu umhverfisráðstefn- unnar i Stokkhólmi, er nú Ijóst, að yfirlýsingin veröur tilbúin til umræðu á allsherj- arfundi i dag. Aö visu veröur yfirlýsingin nokkuö „úfin”, þvi að aðeins hefur náðst sam- staða um 20 af 28 atriöum hennar. Einkum var það tvennt, sem varö til þess, aö skriöur komst á yfirlýsinguna. Maurice Strong, aöalritari setti upp sina eigin starfsnefnd 15 rikja, þar sem fjallaö var um mála- miölunartillögu Svia um for- mála yfirlýsingarinnar og þau atriði hennar, þar sem ríki stóö gegn riki i skoðunum. Hitt var það, aö Kinverjar drógu talsvert langt til baka fyrri kröfur sinar um að setja hvassyrtar klausur inn i bæöi formála og ýmis atriði yfir- lýsingarinnar. Þannig var i fyrrakvöld komið á samkomulag i aðalat- riðum um fimm aöalatriðin: Nýlendustefnu, kynþáttaað- skilnað, náttúruauðæfi, hrá- efni og eyöileggingarvopn. Siðasta atriðið var gert skarp- ara og beint eingöngu að kjarnorkuvopnum, en ljóst er, að Bandarikin, Kina og Frakkland munu samþykkja það. Viðvikjandi þeim atriðum, sem eftir eru, þá skulu fara fram beinar umræður þeirra aðila, sem greinir á, en þarna mun að mestu um að ræða formsatriði, en ekki málefni. Ein undantekning er þó á: Argentina hefur vegna bygg- ingarframkvæmda Brasiliu- manna i á nokkurri krafizt þess, að tekið verði með atriði, þar sem lönd eru skylduð til að skýra frá slikum áætlunum fyrirfram, ef þær geta haft einhver áhrif á umhverfi i öðr- um löndum. Ain,sem um ræð- ir, rennur inn i Argentinu og landsmönnum finnst þeir .V.’ ekki hafa fengið nægar upp- lýsingar um tilganginn með framkvæmdunum. Bæöi atriðin um nýlendu- stefnu/kynþáttaaðskilnaö og náttúruauðlindir/hráefni hafa veriö mikil hjartansmál Afrikumanna á ráðstefnunni. Fulltrúar þaðan voru i fyrst- unni vonsviknir yfir lélegum undirtektum við máli sinu, en nú hafa þeir unnið sigur, ef svo má segja. Auðvitaö sam- þykkja fulltrúar S-Afriku ekki atriðið um kynþáttaaðskilnað, en hins vegar, að vernda skuli náttúruauðlindir þróunar- landanna og greiða þeim sanngjarnt verð fyrir hráefni úr þeim. .V.'.V.V.V.V.'.V.V.V.V.W „Kemur ekki til greina” - segir Kennedy um meint framboð sitt NTB—Washington Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður hélt blaða- mannafund i gær og lýsti þar mjög ákveðið yfir, að hann kæmi alls ekki til greina, hvorki sem forseta- né varaforseta- efni demókrata við for- setakosningarnar. Til- efni fundarins var frétt i Boston-blaði, þar sem hið gagnstæða var látið i ljós. — Ég er ekki i framboði á nokkurn hátt, sagði Kennedy, og ég samþykki ekki, að stungið verði upp á mér. í frétt blaðsins átti Kennedy að hafa sagt, að hann útilokaði ekki þann möguleika, að hann samþykkti að verða varaforsetaefni flokksins. Kona lézt og tvær aðrar liggja þungt haldnar eftir árekstur OÓ—Reykjavik 38 ára gömul kona fórst i bilslysi i Reykjavik i fyrra- kvöld. Tvær aðrar konur, sem voru i sama bil, slösuðust mikið, en eru úr lifs- hættu. Konan.sem lézt, hét Sigrún Eiðsdóttir, til heimilis að Aspar- felli 2 i Reykjavik. Hún var gift Braga Melax kennara og áttu þau þrjú ung börn. Slysið varð um kl. 22 á mót- um Miklubrautar og Réttar- holtsvegar. Voru konurnar þrjár i Daf bíl, sem ekið var út á Miklubraut, en þar lenti Fiat bill, sem var á leið vestur Miklubraut á hliö Dafsins og kastaðist hann á þriðja bilinn og valt. Konurnar köstuðust allar út úr biílnum og á göt- una. Sigrún sat ásamt annarri konu i aftursætinu. Hlutu þær báöar meiri áverka, en sú.sem ók. Voru konurnar allar flutt- ar á slysadeild Borgarspital- ans og þar lézt Sigrún, skömmu eftir að komið var með hana þangað. Hinar konurnar voru báðar meðvit- undarlausar fram eftir nóttu, en eru nú taldar úr lifshættu, þótt þær séu mikiö slasaðar. Okumaður Fiat bilsins slasaðist einnig og var fluttur á Borgarspitalann. NTB—Ancona Tugþúsundir ibúa borgarinnar Ancona á italiu flúðu borgina i fyrrakvöld, er tveir miklir jarö- skjálftakippir komu þar og 38 minni. Mikill lögregluvörður gæt- ir nú húsa og eigna manna tii að koma i veg fyrir gripdeiidir. Tug- ir bygginga hrundu og einn mað- ur fékk hjartasiag og iézt. Tjónið af völdum jarðskjálft- anna er talið nema um 26 millj. (isl.) króna. Fyrsti kippurinn, 12 stig á Mercalli-kvarða kom um kl. 20 i fyrrakvöld og tók fólk þá þegar að flýja að heiman, minn- ugt jarðskjálftanna miklu þarna fyrir nokkrum mánuðum, er hundruð húsa hrundu. 1 borginni búa um 100 þúsund manns og i gærmorgun voru aðeins um 20 þús. manns innan borgarmark- anna. Meðal húsa þeirra, sem skemmzt hafa, er hin ævaforna San Domenc-dómkirkja, þar sem mörg verðmæt listaverk eru geymd. Mörg hús hafa verið girt af, vegna þess að hætta er á, að þau hrynji. Yfirvöld i Ancona óttast nú mjög, að ferðafólkið, sem jafnan fjölmennir til Ancona á sumrin, muni hætta við komuna. Föstudagur 16. júni 1972 Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFOH ce •4 fll O W FLYJA ENN JARÐSKJÁLFTANA íí m o mSw m* m wjMjaTV SloæÍmJhLmJ A B C D I F 6 Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 26. leikur Reykvikinga: HD5-e5 Japanska flugvélin sprakk - alls fórust 87 manns NTB—Nýju Dheli Ljóst er nú, að 87 fórust I fiug- slysinu, sem varð við Nýju Dehli i gær, er japönsk flugvél á Ieið frá Tókió til Frankfurt hrapaði þar I iendingu. Meðal þeirra látnu eru þrir Indverjar, sem brak úr vél- inni féii á. Fimm farþegar lifðu af, þ.á.m. tvö smábörn. Sjónarvottar að slysinu segjá", að flugvélin hafi sprungiö skömmu áður en hún átti að lenda. Vélin hrapaði siðan niður i þurran árfarveg, en brak úr henni dreifðist yfir stórt svæði. Þegar lögreglan kom a»flakinu um 20 minútum eftir slysið, voru 13 manns á lifi, en margir þeirra létust fljótlega. Ekki er vitað um orsök slyssins, en eftir segulböndum að dæma, virðist allt hafa veriö i lagi i að- fluginu. Farþegar flugvélarinnar voru frá 10 þjóðum, þ.á.m. fimm Norðurlandabúar, sem létust all- ir. Börnin, sem lifðu af, eru brezk. Rændu 61 fiskimanni - hóta að myrða þá, standi á lausnargjaldinu NTB—Kuala Lumpur Sextiu og einum maiayiskum fiskimanni var rænt I gær og sitja þeir nú sem fangar á litilli eyju i Maiakkasundi. Það voru vopnað- ir Indónesiumenn á stórum báti, sem rændu fiskimönnunum og krefjast þeir um einnar milijónar (isl. kr.) i lausnargjald. Einn fiskimannanna, Isa að ■ nafni, var sendur með skilaboöin um lausnargjaldið. Sagöi hann, að þeir hefðu verið að veiðum sin- um, er Indónesarnir komu, vopnaðir vélbyssum og skipuðu þeim að veita engan mótþróa. Sagði Isa, að ræningjarnir hefðu hótaö að drepa fangana og eyði- leggja báta þeirra og veiðarfæri, ef lausnargjaldið yrði ekki greitt fljótlega. Myrti þrjá lögreglu- menn f skotbardaga — er hann átti að leggjast á sjúkrahús NTB—Bonn Þrir v-þýzkir lög- reglumenn voru skotnir til bana og tveir aðrir særðust al- varlega, er til skot- bardaga kom á heim- ili vandræðamanns þar i borg i gær. Mað- urinn, 9 barna faðir, sem lifir á hinu opin- bera, átti að leggjast á sjúkrahús til rann- sóknar, en hafði neit- að þvi. Lögreglan ætl- aði að athuga málið með þessum afleið- ingum. Maðurinn hafði um nokkurn tima verið grunaður um að hafa vopn ólöglega undir höndum og þegar lögreglu- mennirnir komu að heimili hans i friðsamlegum tilgangi, var tekið á móti þeim með kúlnahrið. Húsið var þegar umkringt og kallað á meiri liðsstyrk. Loks var ráðizt til inngöngu i íbúðina og táragas tekið i brúk. Eftir nokkurt handalögmál og skothrið, var loks unnt að yfirbuga manninn og eiginkonu hans, sem hafði aðstoðað hann. Flest barn- anna komust út úr.ibúöinni um stiga, sem lögreglan reisti upp við glugga. Lögreglumennirnir, sem voru vopnaðir vel og auk þess klæddir skotheldum vestum og gasgrimum, fyrirskipuðu fólki i næstu húsum að yfir- gefa þau eða fela sig i kjöllur- unum, meðan ósköpin gengu á. Eftir á fannst mikið magn af sjálfvirkum byssum margs konar i Ibúð hjónanna. ✓

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.