Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. júnl 1972. TÍMINN 7 Hverfa disel járnbrautirnar? Á næstu fimm árum munu rafknúnar lestir leysa eimreiöir og diselvagna af hólmi á liðlega 500 kilómetra löngum kafla Transbajkal-járnbrautarinnar i austurhluta Siberiu. Þessar framkvæmdir eru hluti af heildarrafvæðingaráætlun sovézku járnbrautanna á fyrr- nefndu timabili, en þar er gert ráð fyrir um 6000 km. löngum höfuðraflinum. Raforkuframleiðslan eykst jafnt og þétt i Sovétrikjunum, þvi að ný orkuver eru stöðugt tekin i notkun þar, og jafnframt teygist net háspennuraflinanna i allar áttir. Rafvæðing járn- brautanna helzt i hendur við hina auknu orkuframleiðslu. Hinir nýtizkulegu rafknúnu dráttarvagnar hafa reynzt jafn vel i rekstri eins og beztu disel- vélar. A Transbajkal-brautinni á þannig að vera unnt að aka með 160 km hraða á klukku- stund. Rafknúnar lestir munu smám saman leysa diselvélarnar af hólmi á æ fleiri leiðum sovézku járnbrautanna. Málbandið og veitinga- staðirnir Nákvæmar reglur gilda um það i Paris, hversu langt skuli vera á milíi veitingastaða. Nú hafa þessar reglur enn verið hertar, svo hver sá sem hyggst setja á fót veitingastofu, verður að eiga gott málband, svo að hann sé öruggur um, að opna ekki veitingastofuna sina of nærri þeirri næstu. Veitingahús, sem selja áfenga drykki, mega ekki vera nær hvert öðru en 75 metra, þá hefur einnig verið sett sú regla, að minnsta fjar- lægð veitingahúss frá skóla sé 75 metrar, og sama regla gildir um kirkjur og herskála. 1 gömlu reglunum var fjarlægð þessi aðeins 50 metrar. Borgarstjórn Parisar segir, að ástæðan fyrir þessum breytingum sé i fyrsta lagi sú, að dregið sé úr freist- ingum drykkjumanna, ef vin- veitingastaðir standa ekki mjög þétt,. Einnig þurfi eigendur veitingastaðanna ekki að óttast jafn mikla samkeppni og verið hefur, ef legnra er á milli stað- anna. Orðnir vanir eiðunum 1 fyrri daga var lif og fjör á Seyðisfirði. Þar var barizt og bitizt af mikilli hörku á dögum Skafta Jósefssonar og sam- tiðarmanna hans, og Páll Olafs- son orti margan óþveginn brag um andstæðinga sina. Af deilum manna og sviptingum spruttu málaferli, sem seint varð endir á, og fylgdu miklar eiðtökur og svardagar. Nú var það á sveitarfundi i öðru byggðarlagi þar eystra, að maður einn seyðfirzkur rétti upp þrjá fingur við atkvæða- greiðslu. Eftir þessu var tekið, og spurði einhver, hverju þetta sætti. ,,Ja, það er nú þannig”, sagði maðurinn, ,,að við erum orðnir svo vanir að sverja á Seyðisfirð- i, að við réttum alltaf orðið upp þrjá fingur, þegar við greiðum atkvæði á fundum”. Leigubílstjórar i hættu Innanrikisráðuneytið i Frakk- landi kannar nú, hvað hægt sé að gera til þess að koma i veg fyrir siendurteknar árásir og likamsmeiðingar leigubifreiða- stjóra i Paris. Hvað eftir annað hefur komið fyrir. aðieigubil- stjórar hafi verið rændir, og jafnvel myrtir. Aðallega á þetta sér stað að næturlagi, og eru það farþegarnir, sem bilstjórunum stafar þessi mikla hætta af. Margt hefur verið athugað, sem koma mætti i veg fyrir þessar árásir á bilstjórana, eneinna- helzthallast menn að þvi að gott væri að koma fyrir aðvörunar- merki á þaki leigubifreiða, þannig, að ljós kviknaði, ef bil- stjórinn teldi sig vera i hættu staddan. Bilstjórinn á með litilli fyrirhöfn að geta kveikt ljósið, og ekki er þörf á þvi, að farþeg- inn taki eftir þvi, að ljósið hafi verið kveikt. Ljósið sýnir hins vegar lögreglubilum, eða öðrum þeim, sem leigubillinn ekur fram hjá, að eitthvað er að, og þá er hægt að koma bilstjóran- um til aðstoðar. Einnig hefur komið til tals, að setja óbrjót- andi glerrúðu á milli bilstjóra og farþega, en fallið var frá þvi aftur, þar sem talið var að hætta gæti stafað af rúðunni, ef billinn lenti i árekstri. Iðjusami betlarinn Sebastiano Amara er heppinn betlari. Hann er 28 ára gamall, og var i góðri atvinnu i Syracusu á Italiu, þegar honum datt allt i einu i hug aö fara til Rómar að betla. Þetta átti bara að vera glens, og hann brá sér einnig til Milano og Flórens i sömu erindagerðum. A þremur árum hefur hann unnið sér inn 14 þús- und sterlingspund með betlinu einu saman, og stundum hefur hann haft um 50 pund á dag i hreinan hagnað, eða 11.000 krónur. Hvernig fer hann svo að þessu? Jú hann klæðir sig i tötra, og lætur hækjur liggja við hlið sér, og svo réttir hann fram höndina i hvert sinn, sem ein- hver á leið framhjá honum. Sebastiano hefur skrifað bók um sjálfan sig og nefnist hún II mendicante idustriale, sem þýðir iðni betlarinn, og nú er hann i þann veginn að hefja leik i kvikmynd um sjálfan sig. Hann hefur aldrei leikið áður, en hann segir, að með betlinu hafi hann lært að leika, og þvi ætti sér ekki að verða nein skotaskuld úr þvi að gera þaö sæmilega. Hér á myndunum sjáið þið Sebastiano sitjandi úti á götu, og mann vera að gefa honum peninga, en á hinni myndinni er hann heima i stof- unni sinni. Þetta er sannarlega ekki dónaleg stofa, greinilega mjög vel búin fallegum hús- gögnum, málverkum og mynd- um. ,/Levera honum þína hjálp" • Fyrrum var alsiða, að prestar bæðu fyrir veiku fólki af stóln- um. Ein bæn séra ögmundar Högnasonar á Krossi er sögð hafa verið á þessa leið: „Virztu að taka að þér þann langþjáða mann, Halldór Guð- mundsson á Strönd. Þú veizt, hvar hann býr. Hann hefur fáar kýrnar — enn færri hefur hann ærnar, þvi allt er gengið af hon- um. Virztu að levera honum þina hjálp og aðstoð. Verði þinn vilji. En virztu að girða mig um minar lendar, að ég kunni rétti- -lega fyrir honum að biðja. Amen.” Ytf// — Og það varst þú, sem sagðir að hann væri svo hræðilega feiminn, að hann vissi ekkert, hvað hann ætti að gera við hendurnar á sér. Þetta breytir engu. Út með árarnar, við erum enn á leið til Kúbu. — Hvenær rútan þin fari, kæra tengda mamma —eftir 2 tima, 37 minútur og 6 sekúndur....! DENNI DÆMALAUSt Þetta notaðirðu i gömlu góðu dag- ana frú Wilson, eða var það ekki?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.