Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. júni 1972. '' TÍMINN 5 Borgfirzkar konur önnum kafnar viö uppsetningu svningarinnar, Timamynd Gunnar Borgfirzkur hand iðnaður í Glæsiba SJ—Reykjavik i gær var opnuð sýning á borg- firzkum handiðnum i kjallara Glæsibæjar við Alfheima. Sam- band borgfirzkrá kvenna stendur fyrir sýningunni, en að undiriagi þess hélt frú Sigrún Jónsdóttir námskeið i ýmiss konar listiðnum viða um Borgarfjarðarhérað si. vetur og vor. Frú Sigrún hefur verið driffjötrin i að koma sýningunni á fót, en aö sögn henn- ar var fóikið óframfærið og tregt til að koma verkum sinum á framfæri við Reykvikinga, — en þau eru þó fyllilega þess virði, sagði hún. Margvíslegir munir eru á sýningunni i Glæsibæ: vefnaður, útsaumur, handmálað postulín, leirmunir, hrosshársgjarðir og — belti og margt, margt fleira. Saga héraðsins, landsins og þjóðarinn- ar, islenzkur skáldskapur endui speglast i mörgum hlutunum. J». eru hugmyndir að minjagripur frá ýmsum stöðum úr héraöinu Og hvert einstakt verk ber sini persónulega blæ. — Ég hefði ein getað hvergi nærri komið, sagí frú Sigrún, en hún Iét i Ijós ánægju sina yfir þeirri reynslu sem hún hefði af að starfa me fólki út á landi og kynnast þvi o; lifi þess. Sýning þessi á tómstundavinn fólks úr Borgarfjarðarhérat verður opin alla daga frá kl. 9 morgnana tii 10 á kvöldin frai yfir kvennadaginn 19 júni. Sum munirnir eru til sölu. Kaffivei ingar verða á sýningunni. E ágóði rennur tii elliheimilanna Borgarfirði. Formaður Sam bands borgfirzkra kvenna er Þói unn Eiriksdóttir húsfreyja : Kaöalstöðum. 17. júní-merkið tengt útfærslu landhelginnar Dagskráin á 17. júni i Reykja- vik hefst með samhljómi kirkju- klukkna. Kl. 10.40 Hátiðin sett: Markús Orn Antonsson, formaður Þjóð- hátiðarnefndar. Forseti Islands, Kristján Eldjárn leggur blóm- sveig frá islenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Ávarp forsætisráð- herra, Ölafs Jóhannessonar. Ávarp fjallkonu. Kl. 11.15 Guðsþjónusta i Dómkirkjunni. Séra Leó Július- son prófastur á Borg á Mýrum predikar og þjónar fyrir altari. Kl. 13.30 skrúðgöngur frá Hlemmtorgi, frá Sunnutorgi, frá gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla frá gatnamótum Kleppsvegar og Dalbrautar að Laugardalshöll, en þar verður margt til skemmtunar fyrir börn og fullorðna. Kl. 15.30 17. júnimótið á Laugardalsvelli. Kl. 16.30 Sundmót og sund- knattleikur i Laugardalslaug. Kl. 16.30 Skemmta Lúðrasveit verkalýösins, félagár úr Þjóð- dansafélagi Reykjavikur og Karlakórinn Fóstbræður. KI. 17.30 Barnadans i Templarasundi. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur hjá Þórshamri i hálfa aðra klukkustund. Kl. 21.00—02.00 Dansaö á Lækjartorgi, i Templarasundi og við Vesturver. Kl. 02.00 Hátiðinni slitið. Merki dagsins er að þessu tákn- rænt fyrir útfærslu landhelginnar I 50 milur. Það er teiknað af teiknistofu Gisla B. Björnssonar. U m boðsskrif stof a Samvinnubankans í Króksfjarðarnesi I siðustu viku var opnuð i Króksfjarðarnesi umboðsskrif- stofa frá útibúi Samvinnubank- ans á Patreksfirði. Samtimis var yfirtekin innlánsdeild Kaup- félags Krfksfjarðar meö innstæö- um, sem nema hálfri elleftu milljón króna. Skrifstofan verður fyrst um sinn i verzlunarhúsi kaupfélags- ins. Annast hún öll almenn bankaviðskipti og verður opin á venjulegum skrifstofutima. For- stöðumaður hennar er Halldór D. Gunnarsson. AÐRIR MICHEUN í krappri beygju á mikilli ferð skiptir það máli hvort allur snertiflötur hjólbarðanna er á veginum eða hvort hluti þeirra lyftist frá. Það getur hæglega gert gæfumuninn. Michelin radial hjólbarðar beygja sig í hliðunum og halda öllum snertifleti hjólbarðans flötum á veginum. Það munar miklu, einnig við snögga hemlun og í hálku. RADIAL „MICHELIN genr muninn íí Allt á sama stað Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HF IS.'jrrfá: Vekur aðdáun allra fyrir NÝTÍZKULEGT ÚTLIT og vandaða vinnu. Fjölbreytt úrval fagurra áklæða. B SKEIFAN KJÖRGA R-ÐI, SÍMI, 16975 Aiigfts ■endur Auglýsingar, sim eiga að koma f blaöinu á sunnudögum þurfa að berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er í Bankastræti 7. Sfmar: 19523 - 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.