Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 16. júni 1972. LAUS EMBÆTTI er forseti fslands veitir Eftirtalin prófessorsembætti i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla íslands (verkfræðiskor) eru laus til umsóknar: Tvö prófessorsembætti i byggingarverk- fræði, annað i steinsteypuvirkjum en hitt i vatnafræði og hafnargerð. Tvö prófessorsembætti í véla- og skipa- verkfræði, annað i tæknihagfræði, en hitt í varma- og straumfræði. Eitt prófessorsembætti i rafmagnsverk- fræði, fjarskiptagreinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur til 12. júli 1972. Um öil framangreind embætti er gert ráö fyrir, aö til- högun þeirra geti oröiö i samræmi viö nýsamþykkta breytingu á háskólalögum, er lýtur aö þvi, aö til greina geti komiö samvinna viö opinberar stofnanir utan háskól- ans um starfsaöstööu háskólakennara. Þá skal og tekiö fram, aö fyrirhugað er, aö prófessorsembættunum i véla- og skipa vcrkfræöi veröi fyrst um sinn ráöstafaö meö setn- ingu, en ckki skipaö i þau aö sinni. Umsækjendur um framangreind prófessorscmbætti skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vis- indastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamáiaráðuneytið, 13. júni 1972. LAUST EMBÆTTI er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i vistfræði (ökólógíu) i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla íslands (liffræðiskor) er laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur til 12. júli 1972. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um embætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 13. júni 1972. Á myndinni sjást fundarmenn ásamt gistivinum þeirra Islenzkum fyrir utan Hótel Sögu búnir til ferðar eftir fundinn. Frá vinstri: Sólveig Jónsdóttir Nordal, Anna Steingrimsdóttir, Gunnar Nessing, Arni Kristjánsson, Johan Betzon, Jón Nordal, Kjeld Hansen, Egil Nordsjö, Martha Nordsjö, Egil Oxdam, Birgitte Oxdam, Ake Landqvist, frú Larsson, Kristian Lange, Anne-Marie Lundh, frú Rabe, Gunnar Lársson, Folki Rabe, Oiavi Pesonen, Risto Kivela, frú Kuosma, Kauko Kuosma, Róbert A. Ottósson. Norrænn tónlistarráðsfundur í Reykjavík Hafnarframkvæmdir á Neskaupstað ÞÓ—Neskaupstað Framkvæmdir eru nú að hefjastvið hafnarmannvirki hér. I siðustu viku kom hingað vita- skipið Árvakur með dýpkunar- skipið Hák i togi. 1 sumar er áformað að dæla 70.000 rúm- metrum úr nýja hafnarsvæðinu hér. Þegar þvi er lokið verður dýpt rennunnar með nýja hafnar- garðinum hér, um það bil 6 metrar á fjöru og verður það mikil breyting til batnaðar, þar sem stærri bátar og togarar hafa átt frekar örðugt með að komast hér inn. Reiknað er með, að fram- kvæmdir þessar kosti um 8 milljónir króna. Dagana 10. - 11. þ.m. var haldin hér i Reykjavik sameiginlegur aðalfundur ráðgjafanefnda um tónlistarmál og tónlistarsam- vinnu Norðurlanda Tóku þátt i honum fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum en fyrir tslands hönd sátu fundinn þeir, Árni Kristjánsson, Jón Nordal, Þorkell Sigurbjörnsson, dr. Ró- bert A. Ottósson og Ingvar Jónas- son. Ber islenzka nefndin heitið Tónlistanefnd Alþjóðaviðskipta, og var hún stofnuð fyrir nokkrum vikum. Forseti International Council of Music, Yehudi Menuhin, kom á fundinn, ávarpaði fundarmenn og skýrði frá nýjustu aðgerðum al- þjóðaráðsins. Mörg mál voru á dagskrá fund- arins. Meðal mála, sem rædd voru, voru t.d. samvinna félag- anna, fjárveitingar til tónskálda og rikistónleikahalds og fleira. Þá var einnig rætt um, hvort unnt yrði að halda næsta þing Al- þjóðasamtaka Nútimatónlistar hér á landi á næsta sumri. Sala miða á heims meistaraeinvígið hafin Klp—Reykjavikv 1 gær hófst sala á aðgöngu- miðum á hinar ýmsu umferðir heimsmeistareinvigins i skák milli Spassky og Fischer, sem hefst um næstu mánaðamót. Þegar hafa margir pantað miða á einstaka umferðir og verða þeir afgreiddir næstu daga. Miðasalan er nú fyrst um sinn i Norðurveri, Hátúni 8a, simi 25536 og 25537. Báðir keppendurnir hafa til- kynnt komu sina til landsins. Spassky og hans fylgdarlið kemur þann 21. júni en Fischer og hans menn fjórum dögum siðar, eða 25. júni. Nýtt útibú Lands- bankans í Grindavík Útibú Landbankans i Grindavík opnaöi afgreiöslu i nýjum húskynnum I s.l. viku.. Þá varð sú breyting á starfsemi úti- búsins, aö eftirleiöis veröur opiö á hverjum virkum degi, eins og aörir bankar á landinu, en ekki þrjá daga I viku, eins og áöur var. Landsbankinn og Póstur og simi stóöu sameiginlega aö byggingu bússins, og mun pósthúsiö og sim- stööin flytjast inn á næstunni, en verið cr að innrétta þann hluta byggingarinnar, sem þær þjón- ustugreinar verða I. Myndin er af nýja húsinu, sem stendur nærri höfninni. SAFNAÐARFERÐ NESSÓKNAR verður farin sunnudaginn 25. júni. Farið verður um uppsveitir Árnessýslu. Þátttaka tilkynnist i sima 16783 milli kl. 4- 7 mánudag til miðvikudagskvölds 21. júni. Þar verða einnig nánari upplýsingar gefn- ar. Safnaðarfélög Nessóknar. (DQOOOOO A OOOOOOOOU F 5 T ”■biPðrur AAEÐ LYFTIGASI oooooooooooooooo oooooo Fánar-Rellur °g fleira NESTI á Ártúnshöfða ooooooo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.