Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. júni 1972. TÍMINN 15 mt\ (iRKIFU’Kl': Krókur á móti bragði ,Gefðu hættumerki, borgari,” svaraði Chauvelin með ákefð, „ella mun Satan sjálfur hjálpa honum til að sleppa frá okkur aftur”. ,,En ” stamaði Tournefort um leið og hann þuklaði eftir blistru sinni. „Við munum hafa þörf fyrir alla þá hjálp, sem við getum fengið,” svaraði Chauvelin hvasst, „ef mér skjátlast ekki þvi meira, þá er hér göfugra veiðidýr til að elta en venjulegur götu- slæpingi i Paris”. Á meðan á þessu stóð hafði Rateau labbað upp að brjóstvörn- inni hægra megin á brúnni. Tournefort gaf nánar gætur að honum, en með sjálfum sér undraðist hann mjög, hve æstur Chauvelin var orðinn nú að sið- ustu. Rateau hallaðist fram á brjóstvörnina, eins rólegur og áhyggjulaus og nokkur maður gat verið. Hann hafði lagt böggul sinn á steinhandriðið við hliðina á sér. Hann beið þannig litla stund, unz litill bátur kom i ljós úr skuggan- um undir brúnni. Þá greip Rateau böggulinn og kastaði honum niður i bátkænuna. Á sama augabragði heyrðist hvellt, skerandi blistur frá Tournefort rjúfa rökkur- kyrrðina á óþægilegan hátt. „Bátinn, borgari Tournefort, gættu að bátnum,” hrópaði Chau- velin, „hér eru nógir menn til að gæta flóttamannsins. „Út úr skuggunum við brúarsporðinn komu nú i ljós dökkir skuggar af mönnum, sem þar höfðu leynzt. Þeirhröðuðu sér upp á brúna um leið og Rateau tók viðbragð til að koma sér undan. Nokkrir þeirra tóku hann höndum, en aðrir hrópuðu á bátsmanninn að nema staðar”, i nafni þjóðarinnar og lýðveldisins. En Rateau gafst upp alveg orrustulaust. Hann virtist fremur vera hissa en hræddur, og hann veitti þjónum velferðarnefnd- arinnar enga minnstu mótstöðu, er þeir leiddu hann fyrir Chauvel- in. VI i þessum sömu svifum kom Tournefort til yfirboðara sins og hafði meðferðis hinn dýrmæta böggul. Kvað hann bátsmanninn hafa látið hann af hendi án nokkurra minnstu mótmæla. „Maðurinn vissi alls ekkert um þetta,” sagði Tournefort. „Hann varð frá sér numinn af undrun, þegar þessu flykki var kastað nið- ur i ferjuna hans.” Nú komu til nokkrir af her- mönnum lýðveldisins, og leiddu þeir fangann á milli sin fyrir Chauvelin. Einn hermannanna gekk fyrstur, hélt hann á saman- brotnum bréfmiða i hendinni og rétti hann að Chauvelin. „Þessu hafði verið stungið undir borðann á hatti fangans, borgari,” mælti hann um leið og hann rétti Chauvelin ljóskerið, sem hann hélt á. Chauvelin tók við blaðinu. óljós geigur og grunur um hvað i vænd- um væri olli þvi, að hönd hans titraði og honum spratt sviti á enni. Hann leit upp og sá fangann standa frammi fyrir sér. Hann þreif ljóskerið og lýsti framan i fangann, sem hafði veitt svo undurlitla mótstöðu eftir langan og þrálátan eltingaleik. Chauvelin rak upp hálfkæft reiðiöskur. „Hver er þessi maður?” hrópaði hann. Einn her- mannanna varð fyrir svörum: „Þetta er Victor gamli, veitinga- maður i ,,La Bon Copain”. Hann er heimskingi, og hefur nú verið að gera eitt heimskustrikið”. Tournefort hafði einnig rekið upp undrunaróp, er hann sá framan i gamla veitingamann- inn. „Jean Victor!” hrópaði hann. „Hvern fjandann ert þú að gera hingað, borgari? „Chauvelin greip aftur á móti harkalega i handlegg fangans og mælti: „Hvað á þetta að þýða? Heyrirðu?” „O, það var bara veðmál, borgari, alveg saklaust veðmál”, svaraði Victor önugur. „Er nokkur ástæða til að ráðast svona á heiðarfegan borgara og ættjarðarvin, fyrir engar sakir, eins og hann væri óður hundur?” „Veðmál, hvernig?” urraði Chauvelin, sem varð æ reiðari og æstari. „Við hvað áttu? Hver ertu? Talaðu maður, annars skal ég...” „Nafn mitt er Jean Victor”, svaraði fanginn. „Ég er veitinga- maður i „La Bon Copain”. Fyrir einni klukkustund kom maður inn i veitingastofuna. Hann var skritinn náungi, liklega tæringar- veikur, og hafði hósta, sem gat gert mann dauðhræddan. Nokkrir af gestum minum þóttust þekkja hann i sjón, sögðu að hann héti Rateau og væri stöðugur gestur i veitingahúsinu „Liberté” i Kristinargötunni. Nú, nú, hann fór að spjalla við mig og gestina. Hann ruglaði um allt mögulegt og veðjaði um allt mögulegt og ómögulegt. Sum veðmálin vann hann, en tapaði þó flestum. Skylt er að geta þess, að hann borgaði skilvislega, þegar hann tapaði. Loks vorum við allir orðnir ákafir, og veðmálin flugu eins og skæðadrifa hornanna milli i stof- unni. Ég vissi varla hvernig það atvikaðist, en allt i einu bauð hann að veðja við mig um nokkuð, sem ég þyrði ekki að gera. Ég átti að ganga i dimmunni alla leið til Pont Neuf, klæddur i blússuna hans og með hattinn hans og bera böggulinn hans undir hendinni. Hvort ég mundi þora það? Ha-ha, ég, Jean Victor, sem var verð- launaður hnefaleikamaður og barsmiðaseggur á beztu árum minum! Ég bauð honum að veðja heil- um gullpeningi um þetta, það skyldi ég geta leyst af hendi eins og að drekka. Hann bauð að bæta fimm gullpeningum við, ef ég gæti kastað bögglinum ofan af brúnni og niður i einhvern bátinn, sem alltaf eru á ferð um fljótið. Nú, nú. borgari hélt Jean Victor áfram og hló við. „Nú spyr ég, AKRANES - STARF Akraneskaupstaður auglýsir hér með eftir starfsmanni til að taka að sér störf við heilbrigðiseftirlit; Starfið er hugsað sem hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir Þórður Oddsson hérðaslæknir simi 93-1520, Hermann G. Jónsson lögfr. simi 93-1822 og bæjarstjóri simi 93-1211. Umsóknir sem tilgreini ald- ur, menntun, fyrri og núverandi störf sendist heilbrigðisnefnd Akraness Kirkju- braut 8 fyrir 30. júni n.k. Akranesi 16. júni 1972. Heilbrigðisnefnd Akraness. Kross 1131. Lárétt 1) Skemmd,- 6) Komist,- 8) Tind.- 9) Dropi.- 10) Eins.- 11) Spik,- 12) Ágóða.- 131 Efni,- 15) Tapa. Lóðrétt 2) Dauða.- 3) Féll.- 4) Fölur,- 5) Laut.- 7) Hrekk- 14) Tónn- Ráðning á gátu No. 1130 Lárétt 1) Álfar,- 6) Afl,- 8) Lón,- 9) Dóm -10) Gor,-11) VVV.- 12) Aur - 13) lið,- 15) Halar,- Lóðrett 2) Langvia.- 3) FF.- 4) Aldraða.- 5) Slæva.- 7) Smári.- 14) II.- i i I iliiBI Föstudagur 16. júni. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdeg i ss a g an: „Einkalif Napóleons” eftir Octave Aubry, i þýðingu Magnúsar Magnússonar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Úr ferðabók Þorvalds Thoroddsens. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Kókmenntagetraun. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Kókmenntagetraun. 20,00 Pinaókonsert i a-moll op. 133 eftir Max Iteger. Stross kvartettinn leikur. 20.35 Tækni og visindi. 20.55 Frá austurriska útvarp- inu: Strauss hljómsveitin i Vinarborg leikur, polka og valsa eftir Jóhann Strauss. 21.30 Útvarpssagan: „Nótt i Klæng” eftir Jón I)an. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga’ cftir Kristinu Sigfúsdóttur. 22.35 Danslög i 300 ár, — þriðji þáttur. Jón Gröndal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 16. júni. 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 A hrcfnuveiðum. Kvik- mynd um hrefnuveiðar feðga frá Súðavik. Sjón- varpsmenn fengu að fylgj- ast með i einni veiðiferð, en þá fengu þeir þrettándu hrefnu sumarsins. Umsjón Ólafur Ragnarsson. Kvik- myndun Sigurður Sverrir Pálsson. Hljóðsetning Marinó Ólafsson. Filmu- klipping Sigurður Jón Ólafs- son. 20.55 Kirathimo. I Kenya, skammt frá Mairobi, er þorpið Kirathimo (blessun). Þar rekur Rauði krossinn heilsugæzlustöð og veitir ibúum héraðsins ýmiss kon- ar fræðslu um heilbrigðis- mál. Kvikmynd um þorpið og starfsemina, sem þar fer fram, var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátið Rauða krossins i Búlgariu og hlutu þar 1. verðlaun i flokki stuttra heimildarkvik- mynda. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.15. Ironside. Orösending að handan.Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.35 Dagskrárlok. D R E K I 1 þessari tösku eru nöfn allra hrægammanna, sem starfab hafa hér i borginni. Einnig skrá um ^ glæpi þeirra. Ættí( að vera auðvelt aö ná þeim — Hálfnað erterk þáhafiðer sparnaðor skapar verðnueti Samviiunbaiikliu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.