Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 8. október 1!)72. Árelíus Níelsson: AAælgi - mælska n rr já#sjónvarp Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvals- vörur frá ITT SCHAUB-LORENZ. Kynnist tækniiega fullkominni framleiöslu. Feröaviötæki, segulbönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Þaö borgar sig aö kaupa það vandaöa. Veitum heiöruðum viðskiptavinum okkar FULLKOMNA varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin Garöarsstræti 11 Sími 20080 Sumir gætu ruglað saman hug- tökum þessara orða, sem hér eru að yi'irskrift. En bak við þau liggja tvær ólikar aðferðir i meðferð máls, sem ef til vill mætti skilgreina eitthvað á þessa leið: Mælgi er mörg orð um litið efni. Mælska er fá orð um mikið efni. Mælgin segir litið i langri ræðu. Mælskan segir mikiö á fáum orðum. Alla leið frá fyrstu öldum krist- ninnar hefur þótt mikilsvert að kenna prestum og boðendum trúaratriða mælskulist. Og frægustu kirkjufeður, eins og Jóhannes Chrysostomus og Aurelius Augustinus þóttu skara fram úr i þeirri list á sinum tima. Enda þýðir Chrysostomus gull munnur og Aurelius hinn gullni og sýna þessi heiti þeirra, senmlega af samtið gefin,hversu mikils orð þeirra voru metin. En ekki hefur alltaf jafnvel tekizt. Og ætið hafa verið skiptar skoðanir. Og Chrysostomus fékk ákúrur yfirmanna, þegar klappað var fyrir ræðum hans i kirkjum og hrifningaröldur fóru um áheyrendaskarann. En þvi miður hefur of oft farið svo, að mælskukennslan þykir hafa mistekizt. Og fátt er nú talið eins fráhrindandi i orðflutningi og einmitt predikanir presta. Er jafnvel svo komið, sem ætlar að láta orð sin vekja athygli verður að gripa til annarra ráða og annarra leiða en predikunar, til þess að ná eyrum fólks. Sömu orð sögð i almennum fyrirlestri eða jafnvel i dagblaði vekja miklu meiri hugsun og áhrif, en ef þau væru sögð i predikun á hinn hátt i predikunarstóli kirkjunnar. Þetta er sorgleg saga, sem á sinar orsakir Og við þeim orsökum þýðir ekki að þegja. Predikunaraðferðum og mælsku- formum verður að breyta sam- kvæmt bergmáli timanna á hverri tið. ffnitmiðaðri orð og styttri ræður eru kröfur timans nú. Og svo verða ræður að efni til að snerta daglegt lif fólksins og heimssins vandamál, vera og veita svör við spurningum og Kvenkjólar Kvenblussur Kvenbuxur Kvenpeysur Greiðslusloppar Sokkabuxur Á QtjtUckcud Herrapeysur Náttföt Skyrtur Nærföt — ull Nærföt — crepe Sokkar Vefnaðarvörudeild Skódeild Herradeild KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI - SÍM 96-21400 hugsunum einstaklings og heildar. Eitt er vist, önnur mál- efni, önnur sjónarmið eiga og efla sina mælskumenn ekki sizt stjórnmálin. Þar eru vopnin fægð og efld til hins ýtrasta. Og enn er þrátt fyrir allt i fullu gildi spekin forna: ,,Orð eru til alls fyrst.” Það er þvi algjör nauðsyn, að prestar reyni af fremsta megni, að haga þannig orðum sinum, að eftir þeim sé tekið. Dropinn holar steininn og eftirtektarverð ræða getur vegið eitthvað á móti fals- boðskap falsspámanna i stjórn- málum og nautnatizku. Annar hinna miklu kirkjufeðra og frumherja kirkjunnar sem fyrr eru nefndir hefur einmitt skrifað eftirtektarverða og ó- dauðlega bók i mælskufræði sem alveg nýlega hefur liklega i fyrsta sinn verið þýdd á dönsku. Þar ritar hann upphaf sitt á þessa leið: ,,Þegar mælskan talar á sann- færandi hátt máli sannleikans og blekkinganna, má enginn voga sér að viðurkenna að sann- leikurinn og verjendur hans ættu að standa óvarin gagnvart blekkingunum. Ætti það ef til vill að verða svo, að einungis þeir, sem vilja vinna fólk til fyglis við blekkingarnar, kunni þessi tök frá upphafi til að yekja góðvild, eftirtekt og námfysi áheyrenda, en málflytjendur sannleikans viti þess engin tök? Ættu aðeins hinir fyrrnefndu að setja fram ósannindi sin i stuttp, skýru máli og með áheyrilegum hætti, en flytjendur sannleikans að tala þannig, að leiðinlegt sé á að hlýða, erfitt að skilja og óþægi- legt að tileinka sér? Ættu flytjendur blekkinganna að ráðast á sannleikann og verja lygina með sviksamlegum en töfrandi rökum, en boðberar sannleikans hvorki að vera hæfir til að verja sitt mál né hrekja blekkingarnar? Ættu falsspámenn með fersk- um hætti i afvegaleiðslu sinni að hræða, hryggja, hvetja, gleðja og tendra, en verjendur sannleikans að svæfa og sefja áheyrendur með áhrifalausum og ástriðu- lausum málflutningi? Hver gæti verið nógu heimskur til slikra hygginda? Mælskan, vopnið sem notað er til ills og góðs eftir atvikum er öll- um tiltækilegt. Hvi ættu hinir góðu ekki að bera það og beita þvi svo sem bezt verður komið? Hinir illu og óheiðarlegu hafa engan einkarétt á vopnum mælskunnar á þjónustu hins illa og til að vinna að sigri þess. Sannarlega þurfa hinir góður að gripa mælskuna i baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Sannarlega eru þessi orð enn i tima töluð eins og þegar þau voru sögð og skrifuð fyrir fimmtán öldum. 7 1* V Ls' •J'r’. \ rA y'-X •• , i. "r Æskulýðsráð Ileykjavikur Auglýsir eftir leiðbeinendum Æskulýðsráð Reykjavikur óskar eftir sambandi við fólk, sem tekið gæti að sér leiðsögn og stjórn tómstundaflokka viðs vegar um borgina. Um er að ræða ýmsa iðju, svo sem: Ljósmyndaiðja, t'ramsögn og leikur, Leirmotun, Leðurvinna, liadióvinna, Ta uþrykk. Fjölmörg önnur viðfangsefni er um að ræða. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Æskulýðs- ráðs Reykjavikur, simi 15937, kl. 8.20-16.15. % ■n 1 s w & íVc T?# % & yu.! rv < u V kV. ♦>» M 1 /iii $Bf. Tilboð óskast i smiði og uppsetningu inn- réttinga og hurða fyrir barnadeild nr. 18 við Kópavogshæli. Verkinu skal vera lokið 15. júlí 1973. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, R., gegn 3.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjud. 31. okt. 1972, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÖO 26844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.