Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. október 1972. TÍMINN 9 tltgefandi: Fra'msóknarflokkurilin Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas KarlssonÍ;:;:;:;:; ;i;i;:;:;:;: Andrés Kristjánsson (ritstjóri^ Sunnudagsblafts TImans)i;;;;;;;;; ;i;i;i;i;i;i Auglýsingastjóri: steingrimur. Gisfeeh. - Ritstjórnarskrif-ti;:;:;;;: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 1830p-l*306<:;:;:ij: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýsj:;|i::: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300.,Askriftargjaldt;i;i;i;:; 425 Hxónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-t;:;:;:;:; ” takiö. Biaöaprent h-f. Mogens Kofod Hansen, Berlingske Tidende Nyerere er hyggnasti þjóðarleiðtogi í Afríku Hann og flmin eru algerar andstæður Björn og Ingólfur Svo virðist sem Morgunblaðið hafi fengið tvo menn i þjónustu sina til að skrifa um landbún aðarmál. Það eru þeir Björn Matthiasson hag- fræðingur og Ingólfur Jónsson alþingismaður. I seinnni tið hefur Björn verið mun afkasta- meiri og hallar orði verulega á Ingólf i þessum skrifum, hvað sem veldur. Mjög eru þessir sérfræðingar Mbl. ósam- mála um niðurstöður. Ingólfur hvetur til þess, að landbúnaðarframleiðslan verði aukin sem mest og bregzt reiður við, þegar bændur ræða um sérstakan fóðurbætisskatt, ef um offram- leiðslu yrði að ræða. Björn hvetur hinsvegar til þess að stórlega verði dregið úr landbúnaðar- framleiðslunni og landbúnaðarvörur fluttar inn. Hann segir: ,,Er ekki viturlegra, fyrst samkeppnisstöðu islenzks landbúnaðar er svona komið að láta af þeirri stefnu að ætla honum að sjá lands- mönnum fyrir öllum þörfum þeirra á kjöti og mjólkurvörum? Væri ekki nær að stöðva vöxt landbúnaðarins og lofa umframeftir- spurn eftir landbúnaðarafurðum að myndast með timanum, sem uppfyllt yrði með inn- flutningi? Árið 1971 eyddum við um 900 millj. króna i fjárfestingu i landbúnaðinum. Er þetta ekki algjörlega vanhugsuð ráðstöfun á verðmætum þjóðarinnar?” Þannig eru kenningar þeirra Björns og Ingólfs harla ólikar. Ingólfur vill auka land- búnaðarframleiðsluna og stefna að auknum út- flutningi. Björn vill draga stórlega úr henni. I staðinn vill hann flytja inn kjöt og mjólk frá Ástraliu, Nýja-Sjálandi og Argentinu. Fram að þessu hefur Mbl. verið alveg hlut- laust i þessum deilum sérfræðinga sinna. Þvi er ekki óeðlilegt að farið sé að spyrja: Hvorum sérfræðingnum fylgja Mbl. og Sjálfstæðis- flokkurinn að málum? Verður framtiðarstefna Sjálfstæðisflokksins i landbúnaðarmálum byggð á kenningum Björns eða kenningum Ingólfs? Ungur Sjálfstæðismaður svaraði þessari spurningu nýlega á þá leið, að svarið lægi i augum uppi. Ingólfur væri orðinn roskinn og myndi brátt leggja stjórnmál á hilluna. Hann væri fulltrúi liðins tima. Björn væri hins vegar ungur og fulltrúi framtiðarinnar. Er Mbl. kannski á sama máli? Eða hefur Mbl. ef til vill enga skoðun á þessu máli og túlkar á vixl ólikar kenningar, aðra handa bæjarbúum, sem eru andvigir sveitum, og hina handa sveitafólki og öðrum ibúum dreifbýlis- ins? En áreiðanlega munu óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins i sveitum vilja heyra álit Mbl. sjálfs á þessum málum? Er Mbl. Sammála Birni Matthiassyni að draga eigi stórlega úr landbúnaðarframleiðslunni og flytja inn i staðinn kjöt og mjólk frá öðrum heimsálfum? •iulius Nyercre IDI Amin harðstjóri i Uganda á i styrjöld við grann- rikið Tanzaniu, sem er aðili að Austur-Afrikusambandinu eins og Uganda. Amin sýnir Juliusi Nyerere forseta Tan- zaniu meira að segja sérstaka óvild. Orsakir liggja til alls, svo i þessu tilviki sem i öðrum. Fyrst má benda á, að Amin þarf að beina athygli ibúa landsins frá erfiðleikunum heima fyrir, einkum þó út- rýmingu andstæðinga hans og manna, sem eru af öðrum ætt- bálkum en hann sjálfur. Við- nám gegn ,,aðvifandi ógnun” kemur að góðu haldi i þessu efni ekki siður en brottvisun Asiumanna úr landi. AMIN tók völdin i stjórnar- byltingu i janúar árið 1971. Hann hefir frá upphafi litið á Nyerere sem mesta óvin sinn. Þetta er önnur ástæða óvildar- innar. Július Nyerere forseti Tanzaniu er ekki með öllu sak- laus i þessu efni. Að visu er rangt, að hann hafi látið hina fáu hermenn sina ráðast á Uganda. Hins vegar hefir hann stutt stjórnarandstæð- inga frá Uganda og leyft þeim aðþjálfa sig i Tanzaniu. Hann hefir einnig stutt fyrirrennara Amins, Milton Obote, sem nú er i útlegð i Dar-es-Salem. Þetta er ekki tilviljun. Amin er alger andstaða Nyerere og hvor um sig litur á hinn sem fulltrúa þess, sem honum er mest á móti skapi, bæði um aðferðir, hugsjónir og ætterni. Amin er múhameðstrúar, frumstæður og grófur her- maður, þungbyggður hnefa- leikamaður, hneigður til fas- isma. Nyerere er hins vegar kaþólskrar trúar, mildur að eðlisfari og lærður kennari, menntaður maður og um- burðarlyndur. Hans hugsjón er að mynda i Tanzaniu sam- félag svartra, hvitra og brúnna manna. Hann aðhyllist afrikanskan sósialisma, mót- aðan af hentistefnu og sniðinn af hefðbundnum félagsvenjum sveitaþorpanna i álfunni, en ekki byggðan á hreinum marxisma. SUMIR þeirra, sem eru andstæðir vinstristefnu Nyer- ere og samvinnu hans við Kin- verja, munu vilja nefna þetta hástemmda hugaróra. Þvi verður heldur ekki neitað, að ferill Nyerere er siður en svo flekklaus, og má þar fyrst og fremst nefna, að sem forseti verhann blóðuga framvindu á Zanzibar, sem er hluti af Tanzaniu. Þessi vörn Nyerere er þó lit- ið annað en formsatriði. Hann hefir afar litil raunveruleg áhrif á Zanzibar. Hitt má ef til vill gefa honum að sök, að hann skuli ekki i heyranda hljóði fordæma kúgunina þai; heldur gera sér vonir um, að hóflegur þrýstingur og gott fordæmi bæti ástandið smátt og smátt. FRIÐRIK konungur kom til Tanzaniu árið 1970 og féll mjög vel við Nyerere og taldi sig skilja, hvers vegna þessi smávaxni en aðlaðandi maður væri nefndur hyggnasti þjóðarleiðtogi i Afriku. Hann er einn af þeim sárafáu afri- könsku leiðtogum, sem hafa haft forustu i allri frelsisbar- áttu þjóðar sinnar og einnig setið við stjórnvölinn siðan frelsið fékkst. Þetta eitt hrykki til að gera hann eftir- tektar verðan. Tanzania varð sjálfstætt riki árið 1961. Nyer- ere lét af stjórnarforustu skamma hrið en honum var ekki vikið frá. Hann notaði að- eins tækifærið til að lifa og hrærast meðal almeniiings óg komast að raun um, hvað i huga hans byggi. Ljóst má vera, að Nyerere hefir lifandi samband við al- þýðu manna. Hann fer allra sinna ferða án lifvarða, flytur tölur á fundum4 ræðir við hvern, sem er, hlustar, leggur á minnið og hagar siðan fram- kvæmdum eftir þvi, sem hann verður áskynja. Af þessum sökum leggur hann jafn mikla áherzlu á gagnlega framvindu og raun ber vitni, en forðast áburðarmiklar framkvæmdir til álitsauka. Nefna mætti samvinnuþorpin, — sem segja má að sé ein skýringin á þvi, að samvinnurikið Danmörk veitir Tanzaniu meiri virka aðstoð en nokkru öðru vanþró- uðu riki. EN hafa ekki Tanzaniu- menn þjóðnýtt mörg fyrirtæki útlendinga og ástunda þeir ekki samvinnu við Kinverja? Satt er þetta að visu, en siður en svo eins dæmi um vanþróað riki, auk þess sem Tanzania var með snauðustu rikjum þegar nýlendutimanum lauk. I öðru lagi hefir Nyerere ekki þjóðnýtt önnur fyrirtæki en banka og hampekrur, sem erlendirmenn notfærðu sér til þess að hafa tögl og hagldir i hinu fábreytta efnahagslifi Tanzaniu. Kinverska aðstoð hefir hann aðeins fengið við lagningu járnbrauta og efl- ingu smáiðnaðar, en eftir þeirri aðstoð hafði hann áður leitað án árangurs meðal vest- rænna þjóða. Þar á ofan henta aðferðir Kinverja betur i Tanzaniu en aðferðir vest- rænna manna, þar sem Kin- verjar beita einkum miklu vinnuafli, en aðferðir vest- rænna manna eru afar fjár- magnsfrekar. NYERERE er ekki kommúnisti og ekki einræðis- herra. Að visu er aðeins einn flokkur i landinu, TANU, en hann er ekki einn vegna þess, að til séu nein lög um eins flokks kerfi. Aðrir flokkar hafa einfaldlega ekki verið stofnaðir, en hins vegar fer fram lýðræðisleg barátta inn- an þessa eina flokks. Þetta viðgengst vegna þess, að aldrei hefir verið við neinn alvarlegan stjórnmálavanda að striða i Tanzaniu, utan hvað gerð var umfangslitil til- raun til hernaðarbyltingar ár- ið 1964. Tanzania er hin kyrr- láti blettur i þeim kraumandi hluta Afriku, sem öðlast hefir sjálfstæði á undangengnum áratugum og býr við sárs- aukafullar breytingar. NYERERE hefir aldrei gengið á hönd neinu stórveldi eða rikjasamtökum. Hann hefir hins vegar gegnt mikil- vægu hlutverki i hinum svo- nefnda þriðja heimi og ástundað vinsamlega sambúð við fyrrverandi nýlendur, bæði Israel og einkum þó Arabarikin. Stuðningur Egypta og Libyumanna við Amin veldur Nyerere vonbrigðum, — enda segir hann Amin geðbilaðan. Nærvera hermanna frá Libýu á landamærum Uganda og Tanzaniu má skoða sem ógnun við hina svörtu Afriku og þetta hlýtur að valda þvi, að Nyer- ere taki utanrikisstefnu sina til nýrrar yfirvegunar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.