Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Sunnudagur S. október 1972. Fra kiörstað i ráðhúsinu: Aldursmunurinn er dæmigerður en „hver á að erfa landið?” (Timamyndir: Ó.V.) fasistastjórn er á Spani, ítalia rambar á barmi stjórnleysis og svo framvegis. Auk þess er Vestur-Þýzkalandi stjórnað af bandarisku fjármagni, þannig að EBE getur örugglega ekkert gert til að sameina þjóðir Evrópu á já- kvæðan hátt og tryggja sjálfstæði þeirra”. Við blaðsöluturna voru stórir hópar fólks — sem flettu beint á iþróttasiðuna eftir að hafa rennt augunum yfir fyrirsagnirnar á forsiðunni. Einstaka mann heyrði maður segja við þann, er næstur honum stóð: „Jæja, hvað heldurðu?” Þeir merktu sögðust vona það bezta en hinir sögðu tja, það er ekki gott að segja. Enginn heyrðist nefna töfraorðið, EF eða EEC, eins og þarlendir kalla Efnahagsbandalagið. Aðeins blöðin voru uppfull af fréttum og vitanlega voru stjórnarblöðin ákaflega sigurviss að loknum fyrri kjördegi, á hverju sem þau hafa nú byggt afstöðu sina og leiðarafyrirsagnir. Osló er undarleg stórborg miðað við þær hinar. Klukkan 10 að kvöldi eru nær allir horfnir af götum borgarinnar og i úthverfunum er hljótt og dimmt eins og i dauðs manns gröf. Ég var orðinn þyrstur og spurði þvi skuggalega nátthrafna til vegar: mig vantaði að komast á pöbb til að fá mér glas af öli. Jú, Andy’s Pub var niðri á Karli Jóhanni. Klukkan var rétt að verða 11 þegar þangað kom og reyndist pöbbinn þá vera hinn versti fyrir þreyttan og göngumóðan mann, hvergi var hægt að setjast, fyrir þvi hafði arkitektinn einfaldlega ekki gert ráð. Ég lét mér detta i hug, að ef til vill væri annar pöbb einhvers- staðar i nágrenninu og spurði þvi vertinn hinum megin við borðið hvenær hann lokaði, færi svo að ég fyndi ekki pöbb þar sem hægt væri að setjast niður. Vertinn var ákaflega vel klipptur og rakaður maður, dálitið farið að þynnast á honum hárið upp af enninu og barnafitan ekki almennilega horfin úr andlitinu. 1 barmi bar hann merki: „Stem JA”. Ég var sjálfur að visu merkislaus, en hárprúöur nokkuð og órakaður i 3 ár, þannig að vertinn horfði lengi ámigáðurenhannsvaraði: „Það er ekki lokað ennþá”. „Ég geri mér grein fyrir þvi”, svaraði ég, „en ég spurði hvenær hér yrði lokað.” ,,0g ég sagði aö ekki væri búið að loka ennþá”, svaraði hann á móti og horfði meinfýsislega á mig og sigurglottandi á kúnnana i kringum sig, sem margir hverjir voru með samskonar merki og hann. Þeir hlógu hátt og skelltu glösunum i borðið svo fast, að ölið þeyttist upp úr þeim. Annar pöbb fannst ekki i nágrenninu, þannig að ég mátti leita aftur inn til Andýs — en varaði mig að að fara ekki til sama vertsins. Þegar ég hafði fengið mitt öl hjá merkislausum vert, sem aldrei leit upp, spurði ég hann sömu spurningarinnar og kollegi hans hafði átt erfitt með að svara: Hvenær væri lokað? Hann leit á klukkuna. Hún var nákvæmlega 11. „Núna”, sagði hann. „Drekktu út!”. Daginn eftir eignaðist ég_ mitt eigið Stem nei!- merki. Það var að aflokinni skoðunarferð til Kon- Tiki safnsins, að við settumst nokkur inn á sjoppu til að nærast. Sjoppan var ákaflega litil, ekki mikið stærri en biðskýlið á Hlemmtorgi, en virkaði margfalt stærri vegna spegla á öllum veggjum. Og þar sátum við og nærðumst á einhverskonar osta- steik, ræddum landsins gagn og nauðsynjar (eins og brjóstmál afgreiðslustúlknanna ) og hvildumst litillega. Þá varð ég alltieinuvar við að einhver rak nál á kaf i öxlina á mér. Þegar ég leit við var þar að verki ákaflega kuldaleg kona — og með „kulda- leg” meina ég blá og rauð af kulda þrátt fyrir prýðilegt veður — sem brosti vandræðalega og sagði: „Átt þú ekki þetta?” — Það var „Stem Nei”-merki, sem ég átti ekki og þvi svaraði ég neitandi. „Nei,” sagði konan þá, „ég var bara að spauga. Ég á það sjálf.” Þegar ég var að furða mig á undarlegu háttalagi konunnar, sem var snyrtilega klædd og leit ósköp venjulega út, byrjaði hún að segja mér að hún væri i „Folkebevegelsen”, stæði fyrir utan kjörstaði og hvetti fólk til að greiða atkvæði á móti aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu. „Við vinnum,” sagði hún. „I Folkebevegelsen eru 15.000 starf- andi einstaklingar og margfalt fleiri sem styðja okkur, og við erum lika úr öllum flokkum. Þetta er raunveruleg folke- bevegelse og slikar hreyfingar eru ósigrandi”. „Hvers vegna vill,, Folke- bevegelsen mot EEC” halda Noregi fyrir utan bandalagið?” spurði ég. „Við eigum landið,” sagði hún og sogaði upp i sig spaghetti, sem áreiðanlega var ekki styttra en 75 sentimetrar. „Hvi ættum við að selja landið okkar? Hvi ættum við að láta stóra, erlenda auðhringa komast inn i Noreg með sina peninga og nota þá til að græða peninga á okkur? Eins og með oliuna i Norðursjónum: ef við göngum i EBE koma stóru oliu- félögin og hirða alla oliuna — og búa til úr henni benzin fyrir orrustuflugvélar. Olian á ekki að verða bezin heldur prótin. Prótin fyrir þróunarlöndin”. Hún hélt lengi áfram að tala og fræddi mig meðal annars á þvi, að eftir sigur Nei-fólksins myndi Noregur færa fiskveiðilögsögu sina út i 50 milur eins og ísland hefði gert — og þá myndi norska stjórnin senda Islendingum skip til aðstoðar við að bæja frá brezkum landhelgisbrjótum. Þegar ég viðurkenndi að það væri fallega hugsað þreif hún „Stem Nei!”-merkið upp úr vasa sinum og gaf mér það. „Ég á nóg af þessu,” sagði hún. „Ég á lika merki, sem stendur á „50 MIL FOR ISLAND”. Við unga fólkið verðum að standa saman i svona réttlætismálum. Hver á að erfa landið ef ekki við?”. Kosningavökur voru skipu- lagðar á að minnsta kosti þremur stöðum eftir að tölur fóru að berast. Fylgjendur aðildar höfðu ekki fyrir að auglýsa i blöðunum — og reyndar efast ég um að þeir hafi haldið kosningavökur (Valgvaka) — en Folkebevegel- sen og aðrir andstæðingar héldu kosningavökur i Chatcau Ncuf, stúdentaheimilinu, Kroa og Euroraog gátu menn eftir á ekki komið sér saman um hvar mest hefði verið fjörið og stemningin. Vitt og breitt um öll þessi hús voru sjónvarpstæki og i Chateau Neuf var einnig innanhússjón- varp, þannig að alltaf vissi maður hvað var að gerast, bæði á talningsskrifstofunum og eins sviðinu i stóra salnum. Var á þessum „valvökum” fylgzt með svo lengi sem tölur bárust og er ekki úr vegi að ætla að viða hafi verið haldið upp á sigurinn á eftir. A milli þess sem tölur voru lesnar upp á kosningavökunum var gestum boðið uppá „avslapp- ende politiske og kunstneriske innslag”. Eitt af kúnstnerisku innslögunum i Chateau Neuf var ungur maður, sem las barnalegan lofsöng um Kina af slikri inn- lifun, að tárin streymdu úr augum hans að lestrinum loknum. Um klukkan 22 höfðu ca. 5% heildaratkvæða verið lesin: Já sögðu 33,4% og Nei 66,6%. Skemmtu þessar tölur lengi vel en þegar leið á kvöldið unnu fylgj- endur aðildar svo hressilega á, að ýmsir alþýðufylkingarmenn og stúdentar voru orðnir vonlitlir og i sænska útvarpinu var þvi lýst yfir um miðnættið, að nú væru úrslit ljós: Noregur færi með i Efnahagsbandalag Evrópu. Þar með væri afstýrt þeirri stjórn- málalegu kreppu, sem Trygve Bratteli hafði spáð greiddi norska þjóðin atkvæði gegn aðild. En tölurnar breyttust og fátt bendir til þess, að Bratteli hafi haft rétt fyrir sér. Samt sem áður var ekki laust við að dálitil ringulreið væri i Osló daginn eftir. Venjulegt fólk fékk ekki að gegna erindum sinum i opin- berum byggingum, sem mikil- vægar gátu talizt þann daginn og þá næstu og fylgjendur aðildar og veit-ekki fólk var enn þögulla en fyrr og áhyggjusvipurinn áberandi. En kannski hefur roskna konan i blaðsöluturninum verið dæmi- gerðari fyrir almenning er þeir áhyggjufullu og þögulu. Þegar við fórum frá Osló um hádegi stopp- aði ég þar við til að kaupa Herald Tribune og notaði tækifærið til að spyrja hana álits. Hún brosti breitt. „Det gár bra,” sagði hún. „Þetta verður allt i lagi. En nú hefst fyrst vinnan fyrir okkur.” Um leið fletti hún peysunni frá barmi sér og á kraganum á sloppnum hennar var merkið: „STEM NEI!”. ó.vald. Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra var haldinn að Hótel Loftleiðum dag- ana 9. og 10. sept. s.l. i skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að vel hafði miðað vinnu við orðabók þá, sem félagið hefur ákveðið að láta gera og sniðin verður við þarfir heyrnardaufra, en hún mun einnig koma að not- um öllum börnum, bæði á heimil- um og i skólum. Starfi félagsins til aðstoðar heyrnardaufu fólki, sem komið er á unglinga- eða fullorðinsár, var haldið áfram. Maður frá félaginu átti með þvi fundi og veitti aðstoð' við að skipuleggja eigin félags- skap þess. Húsnæði var ennfrem- ur lánað til fundahalda. A siðast- liðnu sumri fór svo hópur heyrn- ardaufra ungmenna á mót i Dan- mörku, þar sem heyrnardaufir frá öllum Norðurlöndunum voru þátttakendur. Brandur Jónsson skólasjóri var fararstjóri i þeirri ferð. Félagsstjórnin hafði góða sam- vinnu við Heyrnleysingjaskólann, eins og jafnan áður, svo og aðrar þær stofnanir og félög, sem láta mál heyrnardaufra sig nokkru v^arða. Fyrri dag fundarins flutti Eyjólfur Jónsson, skrifstofustjóri Tryggingastofnunar rikisins erindi, þar sem hann greindi frá helztu þáttum almannatrygginga og svaraði fyrirspurnum. Siðari daginn var sameigin- legur fundur með Sérkennara- félagi íslands. Þar voru ræddar tillögur Þorsteins Sigurðssonar um sérkennslumiðstöð rikisins. Margar ályktanir voru gerðar á fundinum um félagsstarfið o.fl. Samþykkt var, að félagið sækti um aðild að öryrkjabandalagi Islands. I stjórn félagsins eru nú: Sigurður Jóelsson, formaður, Vilhjálmur Vilhj.son varaform. Hákon Tryggvason ritari, Ásgeir Axelsson gjaldkeri Anna Norðfjörð meðstjórnandi. I varstjórn: Ellý Þórðardóttir, Björn Balddvinsson Jóhann G. Bergþórsson. IDNSKOLINN I REYKJAVIK Nemendur sem stunda eiga nám i 3. bekk á annarri námsönn þetta skólaár, en hafa ekki lokið prófum i einstökum námsgrein- um 2. bekkjar með fullnægjandi árangri, gefst kostur á að sækja námskeið i dönsku, rcikningi og el'nafræði ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram i skrifstofu skólans dagana 9. til 11. þ.m. kl. 8.30-16.00. Námskeiðin heljast 16. októberog próf byrja 6. nóvember. Námskeiðsgjald verður Kr. 500,- fyrir hverja námsgrein. Nemendur sem þurla að endurtaka próf i öðrum náms- greinum 2. bekkjar skulu koma og láta innrita sig i þau dagana 23. til 25. október. Skólastjóri. NÚTÍAAA VERKSTJÓRN KREFST NÚTÍMA FRÆÐSLU Þetta vita þeir 700 verkstjórar, sem sótt hafa verkstjórnarnámskeið að undanförn- um árum. Á almennum 4ra vikna námskeiðum er lögð áherzla á þessar greinar: o Nútima verkstjórn, vinnusálarfræði o öryggi, eldvarnir, heilsufræði o Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði o Vinnurannsóknir, skipulagstækni Á framhaldsnámskeiðum gefst fyrri þátttakendum tæki- færi á upprifjun og skiptum á reynslu. KENNSLUSKRÁ VETRARINS: 1972 39. námskeið, fyrri hl. 40. námskeið, fyrri hl. 7. íramhaldsnámskeið 1973 39. námskeið, siðari hl. 41. námskeið, fyrri hl. 40. námskeið, siðari hl. 8. framhaldsnámskeið 41. námskeið, siðari hl. 16. til 28.okt. 13. til 25. nóv. 30. nóv. til 2. des. 2. til 13. jan. 22. jan. til 3. febr. 19. feb. til 3. marz 15., 16. og 17. marz 2. til 14. april Innritun og upplýsingar i sima 81533 hjá Verkstjórnar- Iræðslunni, Iönþróunarstofnun tslands, Skipholti 37.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.