Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 8. október 1972. TÍMINN 19 Murtuveiðar Framhald af bls. 11. er vatnsbotninn þar 11 m undir sjávarmáli. Það ber að geta þess. að Veiði- málastofnunin hefur farið á stað með rannsóknir á vötnum lands- ins, og i sumar var ungur fiski- fræðingur. Jón Kristjánsson að nafni. við rannsóknir á Þingvalla- vatni. en niðurstöður þeirra liggja ekki fyrir enn. Rannsakaði hann nxa. kvarnir bleikju, sem nokkuð er af i vatninu, og eftir þeim að dæma telur hann, að of litið sé veitt i vatninu, þannig að ekki séu eðlileg lifsskilyrði. Um murtuna er það að segja, að hún er svifæta og nærist einkum á krabbafló, en komið hefur til tals, að flytja vatnarækju til átu. Hafa tilraunir i Sviþjóð með að flytja vatnarækju milli fjallavatna gef- izt mjög vel. í sumar var stofnað veiðifélag 19 jarða i Þingvallasveit, sem land eiga að vatninu. Er ætlunin að gera stórátak i þvi að vernda og friða vatnið, en mikill mis- brestur hefur verið á þvi siðari ár. Mikill aragrúi sumarbústaða er við Þingvallavatn, t.d. einir 40 i Kárastaðalandi. en yfir hundrað á annarri jörö. Hafa margir bændur reynt að færa „sumar- hyskið” sér i nyt. Leyfilegar eru 300 stengur i vatninu nú, en Guð- björn sagðist vita til, að einn bóndinn hafi veitt leyfi fyrir allt að 600 stöngum á sinu svæði með 10 ára leiguskilmálum. — Svo að aftur sé vikið að murtunni, þá má rekja veiðisögu hennar frá þvi fyrir aldamót eftir skýrslum. Lengi vel var murtan notuð i vöruskiptaverzlun við bændur i grannsveitunum. Var þá skipt á þúsund stykkjum af salt- aðri murtu og veturgamalli kind eða einni tunnu af kartöflum. Komu menn óðfúsir eftir fisk- metinu úr Laugardalnum, Biskupstungum og Grimsnesi og vestan úr Kjós. Fyrst var farið að veiða murt- una til vinnslu, er Sambandið setti upp söltunarstöð á Þing- völlum árið 1939, en sú vinnsla gekk aðeins eitt sumar. Þá var einnig reynt að frysta murtuna til útflutnings, en það blessaðist ekki heldur. Murtan er mjög viðkvæm fyrir allri geymslu og frystingu, og sagði Guðbjörn hana óæta ef hún lægi eina nótt óslægð. Það var svo árið 1953 eða fyrir um 20 árum, að niðursuðuverk- smiðjan Ora fór að kaupa murt- una til niðursuðu, og hefur sú starfsemi gengið óslitið siðan. Meðan veiðitiminn stendur yfir, kemur vörubill frá verksmiðjunni daglega og safnar saman veiðinni hjá viðskiptavinunum, tólf bæjum kringum vatnið. Er afraksturinn yfir daginn 1 til 3 tonn eða meira. Fréttamaður hafði samband við Tryggva Jónsson, forátjóra verksmiðjunnar Ora — kjöt og rengi, i Kópavogi, og ræddi við hann um starfsemina. Murtan er soðin niður i dósir, 4 eða 5 stykki i dós. Er framleiðslan svo til ein- göngu flutt út. Mjög litil eftir- spurn er eftir murtunni hér á landi, enda þótt hún sé herra- mannsmatur, (þar get ég talað af reynslu, þvi murtan, sem ég fékk hjá Guðna, bragðaðist skinandi vel, steikt i heilu lagi). Framleiðslan er mest flutt út til Bandarikjanna, Frakklands og Vestur-Þýzkalands og hefur eftir- spurn verið næg. Murtan þykir mjög finn matur og er borin fram með alls konar góðgæti, sem sérréttur, forréttur, á finustu hótelum i New York. Ef til vi 11 þykir hún eftirsóknarverð- ari vegna þess, hve fágæt hún er, en talið hefur verið, að hún sé aðeins til hérá íslandi. Auk Þing- vallavatns þar sem hún er i lang- mestu magni, finnst murtan einnig i einhverju vatni i Þing- eyjarsýslu, Hraunsvatni i öxna- dal og Hestvatni i Grimsnesi, að sögn Tryggva. Þá hefur hann fengið senda murtu til sýnis úr Skagafirði, og er sú stærri en i Þingvallavatni. Eins og áður segir hafa þegar veiðzt um 16 tonn af murtu i haust. 1 fyrra veiddust 43 tonn, en 1963 veiddust yfir 70 tonn og er það metár. 1 fyrra bórgaði Tryggvi bænd- unum um 40 krónur fyrir kilóið af murtunni, en hann sagðist ekki vita, hvað verðið yrði i ár. — Stp NORSKU landhelgisKORTIN fást á ritstjórn Timans. Send i póstkröfu. Takmarkaö upplag. Verð krónur 45. Allurágóði rennur i Landhelgissjóðinn. SkwbMRcoupé - riiMagiilnm-r.irr -- „ PARDUSINN *S O“Þ0 kaupir þennan sportbíl fyrir aðeins Kr. 305.600.00 það er að segja TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. ef þú kaupir AUÐBREKKU 44-66 SlMI 42600 KÓPAVOGI hann strax. SÖLUUMBOÐ A AKUREYRI; SKODAVERKSTÆÐID KALDBAKSG. tt B SlMI 12520 Við flytjum búðina (nokkur hænufet) að Nybýlavegi 8 Frá gömlu búðinni þarf aðeins að fara undir fínu umferðabrúna og smáspöl af Nýbýlaveginum (rennisléttum með nýlagðri olíumöl) að númer 8. Þar höfum við opnað svo stóra sölubúð að við getum sýnt yður allar búðarvörur okkar við góðar aðstæður — og það er meira en við gátum stært okkur af í gömlu búðinni. NYBVLAVEG 8 SÍMI:41000 BYG GIN GAVÖ RUVERZLU N /ICS. KÓPAVOGS /y BYKO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.