Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.10.1972, Blaðsíða 20
Svo við hófum störf og reistum þennan fOg okkur a tekzt jafnvel að ná sjón- / varpinu á j— V Marz! y Sextán ár hér ein siðustu átta árin! lokið, Jón — þið þurfið ekki að vera ein Iengur! © King l'caluren .Syndieal^. Inr.. I<>72. WoTlll Ætlið þið að dvelja hér! I Nei, enþiðgetið komið tií baka með okkur! > Maria og Stebbi þekkja bara þessi heimkynni! Ég get ekki beðið þau um að V fara liéðan! r-------- h'RAMHALU Votheysverkun í plastbelgjum hefur gefízt mér ágætlega segir Eggert Sigurðsson í Smáratúni i Fljótshlíð — Ég hef undanfarin ár verkaít vothey i lofttæmdum plastbelgjum. sagfti Eggcrt Sigurðsson i Smáratúni i Fljótshlið i simtali i gær, og það hcfur gcfizt ágætlega. Að visu gcrði cg það ekki i sumar, en sonur minn, Sigurður. sem býr á Efri-Þverá, verkaði vot- hcy ineð þessum liætti. — Ég tel umbúnaðinn ódýr- an, sagði Eggert ennfremur. árleg endurnýjun á tiu kýrfóð- ur kostar eitthvað þrjU til f jög- ur þUsund krónur, og það fást til dæmis ekki margir fóður- bætispokar fyrir þá peninga. Það þarf aftur á móti að lylgjast vel með plastbelgjun um. Það myndast gas i hey- inu. og það verður að gæta þess að dæla Ur þeim loftinu. þvi aö annars lýjist plastið smám saman. þegar vindar. Lofttæmingin er ekki tima- frek. en kostar árvekni. Heyið sigur ákaflega i belgjunum. og þó að stæðan i þeim sé upphaflega fjögurra metra há. verður hUn að eins metra lag þegar hUn er sigin. Þá er bætt á belgina, og auð- vitað þarf að læsa þeim vand- lega i hvert sinn, og það tekur einn til tvo klukkutima. Á haustin verður að ganga vel frá plastbelgjunum, sagði Eggert að lokum, láta yfir þá, svo að þeir skaddist ekki i ill- viðrum. og bUa sem bezt um þá. En svo má lika gefa kUm Ur þeim Uti bæði haust og vor. ^ Suniiudagur S. októbcr 11)72, J Bretarnir fara í dag KJ-Hcykjavik Brczka scndincfndin, sem vcrið hefurhér á landi siðan á miðviku- dag, halda af landi hrott i dag, en dvöl þeirra varð lengri en búizt liafði verið við. Siðasti fundur brezku og is- lenzku embættismannanna átti að hefjast i gær, laugardag, klukkan hálf þrjU, en þegar Timinn fór i prentun i gær. var ógerningur að segja fyrir um, hvað tæki við eftir þann fund. Þessar viðræður. sem staðið hafa yfir frá þvi á fimmtudags- morgun. eru óformlegar könnun- arviðræður. og i kjölfar þeirra var gert ráð fyrir að fylgdu ráð- herraviðræður, ef eitthvað þokaö- ist i samningaátt i embættis- mannaviðræðunum. Ráðherrarn- ir ólafur Jóhannesson og LUðvik Jósefsson áttu i upphafi fund með aðalsamningamanni Breta Curtis Keeble og brezka sendiherranum i Reykjavik John McKenzie, og siðan hafa ráðherrarnir fylgzt mjög náið með gangi mála. 1 viðtali viðTimann i gær, sagð- ist Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingur, engu vilja spá um árangur viðra;ðna embættis- mannanna að undanförnu. Tveir ultu — en litið um slys ÞÓ-Reykjavik Bifreið valt við brUna á Korpu i gærmorgun, fimm farþegar voru i bilnum og skárust tveir þeirra litillega i andliti. ökumaðurinn, sem var ungur piltur, var réttindalaus. Þá lentu tveir bilar saman á horni Þingholtsstrætis og Skálholtsstigs. Annar billinn valt, fór eina veltu, en kom niður á hjólin aftur, þegar hann stöðvaðist. ökumaður bifreiðar- innar meiddist litillega og var hann fluttur á slysavarðstofuna. Korvald for- sætisráð- herraefni NTB-Ósló Flokkar þeir i Noregi, sem rcynl hafa að koma sér saman um stjórnarmyndun, mið- flokkurinn og hlutar vinstri og kristilega þjdðarflokksins, komu sér saman um það á laugardags- nóttina að Lars Korvald, for- inaður kristilega þjóðarflokksins og leiðtogi hans á stórþinginu, skyldi verða forsætisráðherraefni hinnar nýju stjórnar. Kom þetta mjög á óvart, þvi fram til þessa hafði flokkurinn lagt áherzlu á Kjell Bondevik sem forsætisráðherraefni. Hins vegar mun Bondevik hafa látið i ljós, að hann mundi neita, ef honum yrði boðið forsætisráðherraembættið. i gærmorgun, laugardag, lagði stjórn Brattelis fram lausnar- beiðni sina á aukarikisráðsfundi og sagði Bratteli á blaðamanna- fundi á eftir, að það yrði hreint enginn leikur að koma saman nýrri stjórn vegna þess að að- stæður væru á allan hátt óvenju- legar. Hið nýja forsætisráðherraefni, Lars Korvald, er 56 ára að aldri. Hann var kosinn á þing árið 1961 og formaður kristilega þjóðar- flokksins árið 1965. Hann er Ut- skrifaður frá Landbúnaðarhá- skóla Noregs og hefur dvalizt við nám i Bandarikjunum, V-Þýzka- landi, Sviss og Bretlandi. Strax eftir að Korvald hafði verið falið að mynda stjórn, sagði hann fréttamönnum. að hann hyggðist vera tilbúinn með ráð- herralista sinn i næstu viku. Fundarhöld hefjast á mánu- daginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.