Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. marz 1973 TÍMINN 3 skáp Það cr tii litils að geyma fé i öfiugum peningaskápum þegar lyklarnir að þeim liggja á glám- bckk eða svo gott sem. Aðfaranótt laugardags var brotizt inn i heildverzlunina John Lindsey við Stórholt. Var skrif- borðsskúffa brotin upp og hirtar úr henni 51 þúsund krónur. I skúffunni var einnig lykill að peningaskáp, sem i voru að minnsta kosti 100 þús. kr. i peningum. Eru allar likur á að þvi fé hafi einnig verið stolið, þvi lykillinn að skápnum finnst hvergi. Hefur þjófurinn hirt hann, eftir að hafa opnað skápinn og læst honum aftur. Er ekki hægt að komast i peningaskápinn sökum lykilleysis, til að komast með vissu að þvi, hvort úr honum var stolið eða ekki. Oó 2 milljónir nge 1000 Vestmannaeyja- börnum boðið til Noregs - talið að a.m.k. 350 fari 1 BORLXNGE I Sviþjóð, vinabæ Vestmannaeyja, hefur staðið yfir almenn söfnun vegna náttúru- hamfaranna i Eyjum. Um helg- ina var búið af safna um eitt hundrað þúsund krónum sænsk- um, eða um tveim milljónum isl. króna. t blaðafréttum frá Sviþjóð segir, að yfirvöld i Borlange muni leggja fram jafnháa upphæð og safnast i hinni almennu söfnun. Norrænir póstmenn senda peningagjöf Á ARSFUNDI norræna póst- mannasambandsins, sem haldinn var i Osló nýlega, afhentu fulltrúar annarra Norðurlanda is- lenzka fulltrúanum á fundinum, Axel Sigurðssyni, varaformanni Póstmannafélags Islands, peningagjöf, er renna skyldi beint til póstfólks i Vestmannaeyjum. Var hér um að ræða 5 þúsund krónur norskar, eða samtals 81 þúsund isl. krónur. Formaður norska póstmannafélagsins, Björn Flage Pettersen, afhenti peningaupphæðina. Starfandi póstfólk i Vest- mannaeyjum var 8 talsins. Og i gær afhenti Axel þvi þessa peningagjöf. Kom i hluta hvers rúmlega 10 þúsund krónur. ÞÓ, Reykjavík — Eins og skýrt hefur verið frá i Timanum hefur Vestmannaeyjabörnum á aidrin- um átta til fimmtán ára verið boðið til 14 daga Noregsdvalar á sumri komanda. Vestmanneyja- börn á þessum aldri eru 1000 tals- ins, eða um fimmti hluti bæjar- búa, en gert er ráð fyrir að að minnsta kosti 300 þeirra notfæri sér þetta boð, enda er þetta þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Það eru þrir aðilar i Noregi, sem standa fyrir boði þessu og eru það Norsk-Islandsk samband, tslendingafélagið og Rauði kross Noregs. Milligönguaðili þessara aðila á Islandi er Rauði kross ts- lands, og fyrir hans hönd sér Pjetur Þ. Maack um málið hér- lendis. A blaðamannfundi, sem Pjetur hélti gær, mánudag, ásamt þeim Sigurgeir Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Eggert Asgeirssyni fram- kvæmdastjóra Rauða kross Is- lands, kom fram að börnunum verður skipt i þrjá aldurshópa, 8-11 ára, 11 til 13ára og 13 til 15 ára. Fyrstu börnin fara til Noregs 15. júni og siðasti hópurinn er væntanlegur heim i byrjun september. Flutning barnanna til og frá Noregi annast Flugfélag tslands og Loftleiðir. Dvalarstað- ir barnanna i Noregi verða fjórir og standa þeir allir i fallegu um- hverfi, þar sem bæði getur að finna, skóg, vötn og fjöll. Þessir staðireru hús tslendingafélagsins við Norefjell, en það hús er gam- alt skólahús, sem tslendinga- félagið keypti fyrir nokkrum ár- um og hefur það nú verið endur- nýjað, Husbyvangen heitir einn staðurinn og er um 50 kilómetra fyrir norðan Osló. Þessi staður er fenginn að láni hjá norskum liknarfélögum fyrir tilstilli Is- landsvinarins Hans Höegh. Hövd- ringen er i Guðbandsdalnum og er það fjallaheimili i eigu Den norske fjellskole, að auki hefur norska kennarasambandið lánað sumardvalarheimili sitt, sem heitir Tranberg. Allir þessir stað- irliggja i álika fjarlægð frá Osló, eða 50 til 120 kólómetra. Allir þessir staðir hafa góða að- stöðu til f jölbreytilegs útilifs og er hver dagur nú þegar skipulagður. Gert er ráð fyrir 3-4 tima föstu viðfangsefni barnanna á hverjum degi, meðal annars verður farið i kynnisferð til Oslóar, i útreiðar- Þó, Reykjavik — Um þessar mundir stendur Bóksala stúdenta fyrir sýningu á visinda- og kennslubókum i Stúdentaheimil- inu við Hringbraut. Er hér um að ræða sýningu á 150 bókatitlum frá McGraw útgáfufyrirtækinu, en það er eitt stærsta útgáfufyrir- tæki heimsins. Af þessu tilefni er hér staddur túra, heimsóknir á sveitabæi. Einnig geta börnin stundað alls- konar leiki. Og til að þau leggist ekki i leti, eins og Pjetur Maack orðaði það, þá ber þeim að vaska upp og sjá um að herbergin séu hrein. Með hverjum einstökum hóp verður þjálfað fólk frá Noregi, sem hefur að baki margra ára reynslu við sumarbúðastarf. Einnig verður einn tslendingur með hverjum hóp sem túlkur og félagi og er ætlunin að nýta ís lenzka námsmenn i Noregi til þessa starfa. Þessa dagana er islenzki Rauði krossinn að senda út umsóknar- eyðublöð með nánari upplýsing- um. Dreifing þeirra fer fram i gegnum skóla og með pósti. Þau Vestmannaeyjabörn, sem ekki hafa fengið eyðublöð um næstu helgi geta sótt eða skrifað eftir eyðublöðum á skrifstofu Rauða kross tslands, að öldugötu 4 eftir helgina. Mikilvægt- er að skila umsóknum sem allra fyrst inn á skrifstofu RKt eða fyrir 9. april, fulltrúi McGraw-Hill, David S. Andresson að nafni. A meðan á sýningunni stendur mun hann veita sýningargestum upplýsing- ar um bækur fyrirtækisins og kynna útgáfuáætlun þess. Bókasýningin í Stúdentaheimil- inu er opin frá klukkan 10-18 virka daga. Rafreikninámskeið í sam vinnu við IBM Sýna McGraw bækur Stal lykl inum að peninga fslendingahúsið við Norefjell. í þessu húsi, sem stendur við rætur Norefjells og við vatnið Kröderen, munu mörg Vestmannaeyjabörn dvelja I sumar. Timamynd—Gunnar t DAG hefst samfellt þriggja daga númskeið sem Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga efnir til fyrir félags- menn sina í samvinnu við IBM. Er þar boðið upp á yfirlits- kvnningu á notkunarsviðum raf- reikna fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Tilgangurinn er að gera þátttakendur hæfari til að meta hvers konar upplýsingar, og hvers eðlis séu heppilegar til gagnavinnsiu með rafreiknum. Námskeiðahald þetta er liður i eftirmenntunarstarfsemi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga. Það höfðar sérstaklega til þess hóps, sem ekki hefur lokið námi nýlega. Nýútskrifaðir við- skiptafræðingar og hagfræðingar hafa flestir fengið fræðslu um raf- reiknanotkun. Námskeið sem þetta reynir að jafna metin milli nýrri og eldri félagsmanna. Þess má geta, að um 300 viðskiptafræðingar og haf- fræðingar eru nú starfandi á landinu, þar af hafa rúmlega 70 útskrifazt úr viðskiptadeild H.I á siðustu 2 árum. Formaður fræsðlunefndar Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga er Helgi Bachmann i Landsbanka Islands. Frá bókasýningunni I Stúdentaheimilinu hafa safnazt í Sdttafundur í Sjdlfstæðis- flokknum Innan Sjálfstæðisflokksins eru nú hafnar sáttaviðræöur til Iausnar formannsdcilunni. Tilgangurinn með þeim er að koma I veg fyrir, að Gunnar Thoroddsen gefi kost á sér til formennsku gegn öðrum hvorum þeirra Jóhanns Haf- steins eða Geirs Ilallgrims- sonar á landsfúndinum, sem haldinn verður i maibyrjun. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram un lausn og eru þessar helztar: 1. Kosinn verði sérstakur ritari fyrir flokkinn, likt og er hjá Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, og Gunnari Thoroddsen gefinn kostur á ritarastööunni, 2. Kosnir verði tveir vara- formenn og verði Gunnari Thoroddsen gefinn kostur á annarri varamannsstööunni. Þessi hugmynd er kennd við Guðmund Garðarsson, en hann beitti sér fyrir þvi i sam- bandi við siðasta Alþýðusam- bandsþingið, að kosnir yrðu tveir varaforsetar i Alþýðu- sainbandinu. 3. Kosnir verði þrir for- menn, en einn þeirra verði aöalformaður. Þetta er nefnt samvirk forusta og mun fyrir- komulagið að einhverju leyti sótt til Sovétrikjanna. 4. Jóhann Hafstcin láti af hendi formennskuna i þing- flokknum og hún falin Gunnari. Þetta mun Gunnari liafa verið boðiðáður, en hann þá hafnað þvi. Fleiri hugmyndir hafa komið fram. Engar sættir hafa enn náðst og búa báðir armar sig undir landsfundinn af miklu kappi. Trygginga- stofnunin og Reykjavíkurborg Upplýsingar þær. sem hafa verið birtar um lélegan rekstur Tryggingastofnunar rikisins, hafa að vonum vakið mikla athygli. En við slíku má jafnan búast, þegar sami flokkur fær lengi að annast yfirráð umfangsmikils fyrir- tækis. Areiðanlega er það sleifarlag, sem hefur átt sér stað hjá Tryggingastofnuninni ekki nema brot af þeim van- rekstri, sem viðgengst hjá flestum eða öllum stofnunum Reykjavikurborgar, þar sem sami flokkurinn hefur drottpað i meira en hálfa öld. Það er áreiðanlega orðið meira en aðkallandi aö endur- skoða reksturinn þar. En það verður ekki gert, nema reyk- viskir kjósendur skipti un borgarstjórnarmeirihluta næstu borgarstjórnarkosi ingum. GJÖFIN sem gleður allir kaupa hringana hjá HALLD ó RX Skólavörðustíg 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.