Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. marz 1973 TÍMINN 15 SAMTOK UM AUKIN MJÓLKURVÖRUKAUP VOPNIN viröast ætla aö snúast á spaugilegan hátt i höndum þeirra kvenna í Húsmæörafélagi Heykjavikur, sem skorið hafa upp herör gegn kaupum almenn- ings á innlendum landbúnaðaraf- urðum. Blaðið fregnaði í gær, að fólk á ýmsum vinnustöðum í Reykjavik og nágrenni bæjarins sé aö bindast samtökum um að auka kaup sin á þessum matvör- um. Orsökin er að sjálfsögðu sú, að það hefur gengið fram af fólki, að i nafni félagsskaps sé reynt að vinna að þvi, að menn kaupi fremur dýrari og óhollari vörur, eins og berlega hefur verið kom- izt að orði i hinum fávislegu mót- mælum, er borin hafa verið fram i nafni Húsmæörafélags Reykja- víkur, heldur þá innlenda fram- leiðslu, sem er, þrátt fyrir allt, tiltölulega ódýrust allra matvara, auk þess hin hollasta. Gífurleg verðmæti í húfi vegna fólkseklu: Neyðarkall frá útgerðinni MJÖG mikill skortur er á sjó- mönnum og verkafólki i fisk- vinnslustöðvar alit austan frá Stokkseyri og vestur til Breiða- fjarðar, og raunar víðar á land- inu. Á þessu tilgreinda svæði einu vantar um 1050 manns, 472 menn á bátaflotann og 578 manns i vinnslustöðvarnar. Þetta er niðurstaða rannsókn- ar, sem sjávarútvegsmálaráðu- neytið lét Fiskifélag tslands gera að ósk samtaka útvegsmanna. Eins og gefur að skilja er þetta mjög háskalegt ástand, þar sem sjávarútvegurinn er meginundir- staða allrar afkomu þjóðarinnar og afli um þessar mundir góður i mörgum verstöövum. Vegna hörguls á sjómönnum veiðist þó minna en efni stæöu til, og þar að auki nýtist sá afli, sem að landi kemur, ekki til þeirrar hlitar, sem vera ætti. Er heitið á alla, sem þvi geta við komið, að veita aðstoð við að bjarga aflaverð- mætum á mesta annatimanum, gefa sig sem fyrst fram til starfa og leitast við að hafa áhrif á, að vinnuafl, sem ekki er fullnýtt, komi hér til hjálpar. MOKLOÐNUVEIÐI en fó skip að veiðum ÞÓ, Reykjavik — Geysimikið loðnumagn virðist nú vera i Faxaflóa og við öndverðanes, og liafa þeir bátar, sem enn stunda loðnuveiðar fengið mjög góðan afla. Sumir hafa reyndar orðið fyrir óhöppum og rifið næturnar, en yfirleitt hafa bátarnir fengið góð köst, og einn skipstjórinn lét hafa það eftir sér, að loðnumagn- ið væri ekki minna, en þegar mest veiddist. Allar þrær eru fullar við Faxa- flóa, en i dag átti að losna tvö þús- und tonna þróarrými, og var búizt við aö það yrði orðið fullt i kvöld. Frá þvi klukkan 16 i fyrradag til klukkan 17 i gær tilkynntu 19 bát- ar um afla til loðnulöndunar- nefndar, samtals 4400 lestir og vitað var um nokkra báta, sem komnir voru með drjúgan afla, þar á meðal var Guðmundur langt kominn með að fylla sig. Þessir bátar tilkynntu um afla: Skirnir 130, JórfGarðar 300, Súlan 130, Höfrungur 3. (tvær veiðiferð- ir) 520, Pétur Jónsson 320, Gisli Arni 350, Rauðsey 300, Óskar Magnússon 480, Helga 250, Reykjaborg 250, Isleifur 240, Eld- borg 540, Vonin 180, örn 300, Nátt- fari 250, Vörður 230, Seley 250, Helga 2. 240. Harðorðustu mótmæli brezku stjórnarinnar við Islendinga síðanlandhelgisdeilan hófst NTB—London. — Brezka stjórnin telur óhugsandi að halda áfram viðræðum um lausn landhelgis- deilunnar, nema landhelgisgæzl- an hætti aðgerðum gegn brezk- um togurum, sem veiða innan 50 milna landhelginnar. Lady Tweedsmuir bar fram harðorð mótmæli stjórnarinnar gegn aðgerðunum á fundi með Niels Sigurðssyni ambassador Is- lands i London. Benti hún á að brezka stjórnin hefði þegar lagt áherzlu á, að hún gæti ekki samið meðan hún væri beitt þvingunum. Lady Tweedsmuir sagði, að þótt stjórnin i London væri nú að kynna sér árangur viðræðnanna i Reykjavik 22. marz til að leita að grundvelli frekari viðræðna, kæmi ekki til mála að hefja við- ræður fyrr en aðgerðunum gegn brezkum togurum hefði verið hætt. Fréttaskýrendur i London telja þetta harðorðustu mótmæli brezku stjórnarinnar við Islend- inga siðan landhelgisdeilan hófst. Jónína hélt enga ræðu Jónína Guðmundsdóttir lætur þess getið, að hún sé ekki formaður Húsmæðra- félags Reykjavíkur, heldur Dagrún Kristjánsdóttir. Kveöst Jónína enga ræðu hafa haldið utau við alþingis- búsið á mánudaginn og yfir- leitt ekkert haft sig þar I frammi, nema hvað hún hafi vakið athygli kvenna, sem þar voru, á þvi, að hróp og köll um menn og málefni væru ekki líkleg til þess að vinna málstaö þeirra gagn. Timinn liarmar missögn sina um Jóninu i gær. Það segir lika sina sögu, að mótmælakonurnar beina geiri sinum einvörðungu að land- búnaðarvörum, en mótmæla eng- um hækkunum öðrum, til dæmis á heitu vatni og rafmagni. © Gosið komið vatn i kranana i Eyjum, og að þá verði einnig komið nægilegt rafmagn fyrir bæinn. Dælur með Herjólfi Herjólfur kom meö fyrsta farminn af bandarisku dælunum til Eyja i gær. Mun þar hafa verið um að ræða 10 dælur, ásamt pip- um úr stáli og áli. Eru pipurnar sex og tólf tommu viðar. Páll Zophoniasson bæjartækni fræðingur i Vestmannaeyjum sagði Timanum i gær, að fyrstu þrjár dælurnar yrðu settar á Vestmannaey, sem er dælu- prammi úr Eyjum. Þá verður komið þar fyrir tveim vatnsbyss- um, sem beina bununum vel inn á hraunið. Vestmannaey, verður lagt i höfninni milli syðri hafnar- garðsins og Hraðfrystistöövar- innar og bununum beint að hrauntotunni, sem þar er. Þá sagði Páll ennfremur, að von væri á dælupramma, frá Vita- og hafnarmálastjórninni. Töluvert verk er að koma dælu- búnaðinum fyrir, en verkfræðing- arnir Þórhallur Jónsson, Matthias Matthiasson og Þór Benediktsson skipuleggja kæli- kerfið en ráðgjafi þeirra er dr. Valdimar Jónsson prófessor. Þá er Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor ráðgefandi um kælingarstaöi, ásamt Þorleifi Einarssyni, jarðfræðingi og fleiri jarðfræðingum. Dælubúnaðurinn og pipurnar komu með griðarstórum f 1 utningaf1ugvé1um frá Bandarikjunum i fyrrinótt, og komu vélarnar til Keflavikurflug- vallar með búnaðinn. Þaðan var búnaðinum svo ekið um borð i Herjólf i Keflavikurhöfn. Er útbúnaður þessi fenginn frá Bandarikjunum aö ósk stjórnar Viðlagasjóðs, með milligöngu bandariska sendiráðsins i Reykjavik. Sigur íslands 4x100 metra skriðsund karla mín. Sveit. íslands 3:50,0 Sveit Irlands 3:52,9 í íslenzku sveitinni voru: Guð- mundur Gíslason, Friðrik Guð- mundsson, Guðjón Guðmunds son og Sigurður Ólafsson. 4x100 metra fjórsund kvenna min. jSveit íslands 5:09,3 Sveit Irlands dæmd úr leik. Boðið til en þá verða þær sendar til Noregs, þar sem væntanlegum þátttakendum verður skipt i flokka. Sú nefnd, sem að þessu máli vinnur i Osló er skipuð þeim Hans Höegh frá Norsk-islandsk sam- band, Per Hammer frá Noregs Röde Kors, Ólafi Friðfinnssyni formanni Islendingafélagsins i Osló og sölustjóra Loftleiða i Noregi, og Skarphéðni Arnasyni sölustjóra Flugfélagsins i Noregi, en hann er einnig fyrrverandi for- maður tslendingafélagsins. Þess má að lokum geta að i byrjun næsta mánaðar verður opnuð sýning i Osló, sem ber nafnið Ude og hjemme. A þessari sýningu ætlar norski rauði kross- inn að vera með sérstakan Vest- mannaeyjabás og til að safna fé til Noregsdvalar Vestmannaeyja- barnanna verður selt gjall frá Vestmannaeyjum á sýningunni og hefur norski Rauði krossinn nú þegar fengið eitt tonn af gjalli frá Vestmannaeyjum, sem selja á. Símnotendur króna að koma sjálfvirka slm- kerfinu til þessara simnot- enda. Þetta kom fram i svari Hannibals Valdimarssonar, samgöngumálaráðherra, við fyrirspurn frá Alexander Stefánssyni (F) á Alþingi i gær. Fram kom i svari ráðherr- ans, að fjölgun talrása i lang- linukerfinu milli Reykjavikur og Vesturlands hefur verið skotið á frest af fjárhags- ástæðum. Vonir stæðu hins vegar til, að hægt væri að fjölga simalinum með haust- inu. Þá hefðu afköst sima- kerfisins verið bætt að undan- förnu. Af 2819 simnotendum i kjör- dæminu hafa 805 eða 28.6% handvirkan sima. Eins og áður segir var i fyrra áætlað, að það kostaði um 100 milljón- ir að koma þessum simnot- endum i samband við sjálf- virka kerfið, en kostnaður færi eftir verðlagsþróun og gengis- skráningu, þar sem allt efni er innflutt. Ráðherrann sagði, að allar framkvæmdir færu eftir þvi, hversu miklu fjármagni væri veitt til þessara mála á hverj- um tima. Asgeir Bjarnason (F) lagði áherzlu á nauðsyn þess, að ráðherra gerði sitt bezta til þess að hraða þvi, að umrædd- ir simnotendur kæmust sem fyrst i tengsl viö sjálfvirka kerfið. Flugvélin um, en með dagkomunni létti til og birti og leitarskilyrði bötnuðu að mun, þótt ekki væru þau ákjósanleg, og fannst vélin á fyrr- greindum tima. Mikill viðbúnaður var á landi og lögðu margar sveitir upp snemma morguns. Björgunar- sveit Slysavarnarfélagsins á Blönduósi fór á mánudag upp á Auðkúluheiði i skýlið Sandárbúð, þar við er flugbraut. Skag- firðingasveit fór um nóttina upp á Grimstunguheiði og hélt inn á Stórasánd. Þessar tvær sveitir komu á slysstaðinn i gærmorgun. Björgunarsveitir i Borgarfirði og á Akranesi, svo og Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitin lögðu upp til leitar i gærmorgun. Var farið á snjósleðum og bilum upp á heiðar. Göngusveitir lögðu einnig upp frá Kalmanstungu. Þegar er til- kynnt var að vélin væri fundin voru allir leitarflokkar kallaðir til byggða, nema frá Blönduósi og Skagafirði. Þá voru Akureyring- ar komnir upp á Auðkúluheiði. Norðanmenn voru beðnir að fara á slysstaðinn, ef á hjálp þeirra þyrfti að halda, en svo reyndist ekki og voru þeir þá kallaðir til baka. Upp úr kl. 14.00 i gærdag fór nefnd sú, er rannsakar flugslys, á staðinn. Fóru þeir með annarri þyrlunni, sem lenti við flakið um morguninn. OÓ. Sjónarmið þau gögn, sem send hefðu verið til Haag. Einkum kvaðst hann sakna tvenns. I fyrsta lagi þeirrar skýrslu fiskifræöinga, sem lögð var fram á alþjóðlegri ráðstefnu i júni s.l. i Washington, þar sem sýnt var fram á, að fiskstofnar við tsland væru i alvarlegri hættu. t öðru lagi hefðu ráðherrar árið 1961 lýst þeim skilningi sinum, að þeir teldu samkomulagið við Breta og V-Þjóðverja fela i sér, að ef íslendingar færöu út og út- færslan væri kærð til Haag, þá ætti útfærslan að standa þar til dómstóllinn hefði dæmt á annan veg. Þessum skilningi hefðu rikisstjórnir Bretlands og V.- Þýzkalands ekki mótmælt, og hefði átt að koma honum til Haag- dómstólsins. Hann taldi margt annað vanta, og kvaðst telja, að ef öll gögn hefðu verið lögð fram og mál- flutningur hafður i frammi á sinum tima, hefði úrskurður dómstólsins um málaleitan i ágúst sl. farið mikið á annan veg en varð. Einar Ágústsson, benti á, að dómstóllinn hefi ekki enn fjallað um efnishlið málsins, heldur ein- ungis um bráðabirgðaúrskurð og lögsögu dómstólsins. Gögnin sem send hefðu verið hefðu fyrst og fremst snert þessa þætti máls- ins. Varðandi þann skilning, sem Gunnar Thoroddsen lýsti á samn- ingnum frá 1961, kvaðst ráðherra hafa látið kanna það i utanrikis- ráðuneytinu, hvort einhver gögn fyndust sem staðfestu slikan skilning. Engin slik gögn hefðu fundizt, og hann taldi liklegt, að engin slik gögn væru til staöar i brezka utanrikisráðuneytinu. Gunnar Thoroddsen kvaðst ekkert vita um það, hvort einhver skjöl væru til um þetta i ráðu- neytinu. Hins vegar stæðu þessar yfirlýsingar ráðherranna frá þvi 1961. Þær væru i Alþingistiðind- um. Rikisstjórnum Bretlands og V-Þýzkalands hefði verið kunnugt um þær, og ekki mótmælt þeim. Tómas Karlsson (F) minnti á það, að 1960-1961 hafi einn af meðráðherrum Gunnars Thoroddsens lýst þvi yfir hvað eftir annað, að engar viðræður stæðu yfir um landhelgismálið. Hann hefði þar verið staðinn að ósannindum. Yfirleitt væri ekk- ert að marka yfirlýsingar ráð- herra á þeim tima, og þá ekki heldur varðandi skilning þeirra á samkomulaginu frá 1961. Þá benti hann á, að ekkert hefði verið birt af skjölum varðandi samningana 1961 — þeir hefðu farið fram fyrir lokuðum dyrum, en hins vegar færu samningavið- ræðurnar nú fram fyrir opnum tjöldum. Kostakjör á bókum Aður auglýst kostakjör á bókum (innkallaðar bækur á hókamarkaðsverði) áfrain I gildi meðan upplag endist. Allar bækurnar á 500 kr., þeirra meðal fimm skáld- sögur, samtals yfir 2000 bls. — Peningar fylgi pöntun. Bækurnar sendar buröar- gjaldsfritt um hæl. Pantendur klippi augl. úr blaðinu og sendi meö pöntun sinni. Bókaútgáfan Rökkur Pósthólf 956, RVK. BfLALEIGA CAR RENTAL H 21190 21188 Bifreiða- viðgerðir Fljóttog vel at hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bifreiðastillingin Síðumúla 23, sími 81330. | FRÍMERKI — MYNT Kaup — sala Skrifið eftir ókeypisj vörulista. Frímerkjamiðstöðin 'Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.