Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. marz 1973 TÍMINN 5 UTILEGUAAENNIRN- IR Á HÚSAVÍK Þrír spænskir togarar teknirí70 mílna land- heigi við Marokkó KJ-Reykjavik. Það er viðar hiti i landhelgismálum en á tslandi. Þannig voru þrir spænskir togarar teknir i landhelgi Marokkó rétt fyrir helgina, og um borð i þessum skipum eru 45 menn. Marokkó hefur nýlega fært fiskveiðilögsögu sina úr 12 i 70 sjómilur. Á fiskimiðunum við Marokkó stunda spænskir togarar mikið veiðar, auk fiski- skipa frá mörgum öðrum þjóðum. Þessir fiskiflotar leggja m.a. upp hjá fiskvinnslustöðvum á Kanari- eyjum, og þá einkum á Gran Canari, þangað sem margir ts- lendingar hafa farið i vetrarorlof á undanförnum árum. Samkvæmt fréttum frá Spáni, þá eru herskip bæði frá Marokkó og Spáni á miðunum undan Marokkóströndum. Spánverjar hafa neitað að viðurkenna út- færslu fiskveiðilögsögunnar og búizter við meiriháttar átökum á miðunum. Mikil slys íumferðinni Kona mjaðmagrindar- og hand leggsbrotnaði er bill lenti utan i ljósastaur á Grensásv. aðfaranótt sunnudags. Okumáður bilsins beygði af Mikiubraut á Grensás- veg og missti vald á bilnum, og lenti hann utan i ljósastaur. Kúplarnir hrundu niður og bensingeymirinn rifnaði frá bilnum og fiaut bensin út um götuna. Konan sem slasaðist mest.var i aftursæti bilsins. Maður hennar sat einnig i aftursætinu og var hann lagður inn á sjúkrahús. t bilnum var einn farþegi i fram- sæti og meiddist hann litilsháttar og einnig ökumaðurinn. Á sunnudagskvöld varð slys á Vesturlandsvegi skammt frá af- leggjaranum að Blikastöðum. Tveir bilar rákust þar á. Var annar bilstjórinn haldinn vinstri villu og ók á öfugri akrein. Fór hann á fullri ferð beint framan á annan bil, sem kom úr gagnstæðri átt. Okumaður annars bilsins var með öryggjsbelti og slapp ómeiddur. t hinum bilnum voru þrir menn og slösuðust þeir allir. OÓ. Lárensius sýslumaður (Ingimundur Jónsson). Guðfræðinem- ar andvígir prestskosningum GUDFRÆÐINEMAR í háskólan- um hafa ákveðið að skera upp herör gegn prestskosningum, sem þeir telja oft og tiðum fara fram á þann veg, að óviðunandi sé, valda illindum og setja blett á söfnuðina og kirkjuna. Guðfræðinemarnir eru sam- þykkir frumvarpi, sem gengið var frá á kirkjuþingi, þar sem gert er ráð fyrir, að fámenn safnaðarstjórn fjalli um umsókn- ir um prestsembætti i samráði við hlutaðeigandi prófast, og láti þær siðan ganga til biskups og kirkju- málaráðherra. LEIKFELAG Húsavikur fru'm- sýndi á nýlega hið gamla og góða útilegumannaævintýri, Skugga-Svein eftir Matthias Jochumsson. t ljós kom við fögn- uð leikhúsgesta, að hið þjóðlega ævintýri á enn mikinn hljóm- grunn meðal fólks, a.m.k. ef það er fiutt með slíkum ágætum og ieikfélagið gerir að þessu sinni. Leikstjóri er Sigurður Hallmars- son, og verður ekki annað séð, en að honum hafi mjög vei tekizt. Uppfærslan er að nokkru nýstárleg og er þó með þeim hætti, að þjóðsagan og ævintýrið kemst enn betur til skila til áhorf- enda, en á þeim sýningum á Skugga-Sveini, sem ég hef áður séð. Leiktjöld, sem fengin eru að láni frá Leikfélagi Sauðárkróks eru skemmtileg og nú er i fyrsta skipti á leiksviði á Húsavik beitt þeirri tækni að láta ský hreyfast á himni. Fjallasviðin eru sérlega falleg. Þjóðleikhúsið hefur lánað flesta búningana og þeir munu gefa nokkuð rétta mynd af fatnaði á tslandi á fyrri hluta 17. aldar, en þá á leikurinn að gerast. Skuggasveinn eða Utilegu- mennirnir hafa áður verið færðir á svið á Húsavik fjórum sinum, fyrst árið 1890, næst aldamóta- árið, þá 1934 og loks 1952. Margir Húsvikingar og fleiri Þingeyingar muna vel sýningarnar 1934 og 1952 og verður mörgum á að bera sýninguna núna saman við þær. Það er min skoðun, að nú sé fleiri hlutverkum gerð góðskil og betri, en á fyrri sýningunum tveimur, sem ég man, tvö eða þrjú hlut- verk virðast mér ekki eins góð. Ég tel, að eftirtalin hlutverk séu nú betur af hendi leyst en áður: Ásta — Emilia Friðriksdóttir, Haraldur — Jón Benónýsson, Jón sterki — Freyr Bjarnason, Gvendur smali — Gunnar Jó- hannsson, Lárenzius sýslumaður — Ingimundur Jónsson, Skugga- sveinn — Helgi Bjarnason, Ketill útilegumaður — Jón Guðlaugsson og Ogmundur útilegumaður — Einar Njálsson. Sumar þessar persónur eru svo vel gerðar, að ég efast um að öllu betur verði gert: Jón sterki, Ketill og Skugga- sveinn. Asta og Haraldur eru fallegt par og þau syngja ljóm- andi vel. Forleikur og Intermezzo eftir Vladislav Vojta, sem leikinn er fyrir sýninguna gefur henni sér- stæðan blæ og skapar skemmti- lega leikhússtemmningu. Tónlist- ina annast: Katrin Sigurðardótt- ir: pianó. Þórhalla Arnljótsdótt- ir: klarinett. Sigurður Arnason: flautu. Asgeir Steingrimsson: trompet. Jón Armann Árnason: básúnu. Katrin Sigurðardóttir annast undirleikinn við sönginn á sýningunni. Við lok frumsýningarinnar kvaddi sér hljóðs forseti bæjar- stjórnar Húsavikur, Arnljótur Sigurjónsson, og færði leikfélag- inu að gjöf frá Húsavikurbæ 250.000.00 krónur og skal henni varið til eflingar leikstarfsemi á Húsavik. Ákvörðunin um gjöfina var tekin á fundi bæjarstjórnar- innar fyrr sama dag og hún er veitt til minja um Pál heitinn Kristinsson, fyrrverandi bíejar- stjóra á Húsavik en hann lézt 27. febrúar s.l., aðeins 45 ára að aldri. Páll heitinn hafði mikinn leiklistaráhuga og var góður leik- ari. Með Leikfélagi Húsavikur hefur hann leikið mörg mjög eftirminnileg hlutverk. Leikfélag Húsavikur starfar við mjög erfiðan húsakost og er vakin á þvi athygli i leikskrá. 1 leik- skránni er birtur ýmis skemmti- legur fróðleikur. Þar er sagt frá fyrri sýningum á Skuggasveini á Húsavik. Mörgum, sem vita nokkur deili á fyrri tiðar fólki á Húsavik mun þykja gaman að lesa um hlutverkaskipan i sýningu leiksins um aldamótin. Þorm. J. Jón sterki (Freyr Björnsson), Gudda (Arnina Dúadóttir) og Gvcndur (Gunnar Jóhannsson). Haraldur útilegumaður (Jón Benónýsson) og ögmundur (Einar Njálsson). ELLEFU YFIR 8000 LESTIR Mestu landað á Seyðisfirði Þó-Reykjavik — A miðnætti siðastliðins laugardags var heildarloðnuaflinn orðinn að minnsta kosti 380 þúsund lestir, en samkvæmt skýrslu Fiski- félags Islands var hann þá orðinn 378.398 tonn, en þessi skýrsla er ekki mjög nákvæm, þar sem ekki tókst, þrátt fyrir itrekaðar til- raunir, að fá upplýsingar um landað magn á Breiödalsvik, Pat- reksfirði og i Vestmannaeyjum i gær. Ástæðan fyrir þvi, var að simasamband var lélegt til þess- ara staða. Loðnuvertiðinni var lokið um svipað leyti i fyrra, en þá bárust alls á land 277.655 lestir. Segja má, að yfirstandandi vertið fari senn að ljúka, og i lok siðustu viku hafði fjöldi skipa hætt loðnuveið- um og hafið veiðar með trolli eða netum. I vikulokin var vitað að 92 skip höfðu fengið einhvern afla á ver- tiðinni á móti 58 i fyrra, þegar þau voru flest. Ellefu skip hafa fengið yfir 8000 tonn og þau eru: Guðmundur RE 14.018 Eldborg GK 12.297 Loítur Baldvinss. EA 10.512 Oskar Magnúss. AK 9.453 Gisli Árni RE 8.960 Pétur Jónsson KÓ 8.555 Súlan EA 8.493 Fifill GK 8.459 Grindvikingur GK 8.305 HeimirSU 8.089 Skirnir AK 8.053 Skipstjóri á Guðmundi Hrólfur Gunnarsson. RE er Listi yfir skip, er fengið hafa 1000 lestir eða meira: AlbertGK 5329 Alftafell SU 5190 Arinbjörn RE 1978 Árni Magnúss. SU 4655 Ársæll Sigurðss. GK 3004 Ásberg RE 7410 Ásgeir RE 6707 Ásver VE 2338 Bergur VE 2977 Bjarni Ólafss. AK 5301 Björg NK 1492 Börkur NK 6505 Dagfari ÞH 6049 Eldborg GK 12297 Esjar RE 5022 FaxiGK 2752 FifillGK 8459 Gisli Arni RE 8960 Gissur Hviti SF 3036 Gjafar KE 1374 Grindvikingur GK 8305 GrimseyingurGK 3550 Guðmundur RE 14018 Guðrún GK 1332 Gullberg VE 1911 Gullberg NS 1939 Gunnar Jónss. VE 1697 Halkion VE 3726 Haraldur AK 1682 Harpa RE 5056 HéðinnÞH 7760 Heimir SU 8089 Heimaey VE 1274 Helga RE 3274 Helga II RE 4919 Helga Guðm.d. BA 7569 HilmirKE 7 3162 HilmirSU 7023 Hinrik KÓ 1818 Ilrafn Sveinb.son GK 5542 Hrönn VE 1771 Huginn II VE 1519 Höfrungur III AK 6071 Isleifur VE 63 4193 Isleifur IV. VE 2354 NTB—Osló. — A fundi mennta- málaráðherra Norðurlanda i Osló á mánudag náðist samkomuiag um að verja 35 milljónum danskra krónaCum 584 millj. isl. kr.jtil norrænnar menningarsam- vinnu á þessu ári. Þessi ákvörðun hefur m .a. það i för með sér að úr stofnun norrænu eldfjallarann- sóknastöðvarinnar hér á Islandi verður á þessu ári. Þá verður einnig stofnuð á árinu norræn stofnun um málefni Lappa i Kautokeino i Noregi. Jón Finnsson GK 6585 Jón Garðar GK 6946 Keflvikingur KE 4766 Kristbjörg II VE 2571 Ljósfari ÞH 3939 Loftur Baldvinsson EA 10512 Lundi VE 1349 Magnús NK 6006 Náttfari Þll 4732 Ólafur Magnússon EA 2910 Ólafur Sigurðss. AK 4627 Óskar Halldórss. RE 5814 Óskar Magnúss. AK 9453 Pétur Jónss. KÓ 8555 Rauðsey AK 6889 Reykjaborg RE 6692 Seley SU 4196 Skinney SF' 4596 Skirnir AK 8053 Súlan EA 8493 Surtsey VE 1334 Sveinn Sveinbj.s. NK 4987 Sæunn GK 2004 Sæberg SU 5685 Viðey RE 1933 Viðir AK 3342 Vonin KE 2355 Vörður ÞH 4398 Þórður Jónass. EA 6226 Þórkatla II GK 2337 Þorsteinn RE 7013 örn SK 4464 Eldfjallarannsóknastöðin verð- ur tengd Háskóla Islands, en Nor- ræna ráðið ákvað árið 1972 að hún yrði stofnuð. Lappastofnunin á að vinna að varðveizlu tungumála og menn- ingu Lappa, að menntamálum þeirra, fæðuöflun og öðrum efna- hagsmálum. Lappar eiga sjálfir að hafa meirihluta i stjórn stofnunarinnar. Norðurlöndin öll munu leggja fé til þessara tveggja nýju stofnana. Fjárveiting til Eldf jallarann- sóknastöðvar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.