Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.03.1973, Blaðsíða 16
MERKIÐ.SEM GLEÐUR Mttumstikaupféíaginu - Gistiö á góöum kjörum Tugum ef ekki hundruöum saman stóft fólkift á Heimatorgi og horffti á hvernig eldurinn og hraunift lögftu hvert húsift á fætur öftru af velli I fyrrinótt. (Timamynd Gunnar). Fólkiö stóð þögult og sumir táruð- ust þegar húsin brunnu í fyrrinótt KJ—Reykjavik. — Fólk- ið stóð þarna þögult og hreyfði sig varla og það mátti sjá tár renna úr augum sumra, sagði Gunnar Andrésson, ljós- myndari Tímans i gær, er við báðum hann að lýsa fyrir okkur við- brögðum fólks, þegar húsin voru að brenna i Vestmannaeyjum i fyrrinótt. Auk þess sem mörg timburhús stóðu i björtu báli, við Heimatorg, kviknaði i Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja, og brann þar allt sem brunnið gat. Húsin brunnu hægt, og var það vegna þess hve litið súr- efni er þarna austast í bænum þegar veður er kyrrt. Hraðfrystistöftin er fyrsta meiriháttar atvinnufyrirtækið i Eyjum, sem verður hrauni og eldi að bráð. Hin myndarlegu frysti- hús þeirra í Eyjum standa hlið við hlið vestast við höfnina, og ógnar hraunið nú þeim húsum, sem næst standa Hraðfrystistöðinni. Framleiða átti fyrir 500 milljónir Harðfrystistöðin i Vestmanna- eyjum var ein af þrem stærstu fiskverkunarstöðvum i Eyjum, og þar var auk þess önnur af tveim fiskim jölsverksmiðjum. — Ég geriráð fyrir að i Hraðfrystistöð- inni og verksmiðjunni hefði verið framleitt fyrir um fimm hundruð milljönir i ár, miðað við núver- andi verðlag, sagði Einar Sigurðsson eigandi stöðvarinnar i viðtali við Timann i gær. Hann sagði að vinnulaun myndu hafa orðið um fjörðungur þessarar upphæðar, ef ekki hefði komið til náttúruhamfaranna. Einar sagði erfitt, að segja til um, hve margir hefðu unnið hjá þessum fyrirtækjum, en ekki er fjarri að áætla að 200-300 manns hafi unnið i frystihúsinu og verk- smiðjunni, þegar mest hefur ver- ið um að vera. 250 manns verður leyft að dvelja i Eyjum — Við stefnum að þvi að aðeins verði 250 manns i Eyjum, og er það gert af öryggisástæðum ef höfnin lokaðist og flytja yrði alla á brott af einhverjum orsökum, sagði Guðjón Petersen hjá Al- mannavarnaráði rikisins i stuttu viðtali i gær. Eins og er eru um 400 manns i Eyjum, en reynt verður að fækka fólki þar eftir þvi sem hægt er, sagði Guðjón enn- fremur. Reynt verður að leyfa fólki úr Eyjum að koma til að taka úr húsum, sem eru i beinni hættu, og ennfremur verður reynt að fara meö erlenda blaðamenn i skipulögðum hópum um eyna, eins og fyrstu dagana. Sérstök áætlun hefur verið gerð um brottflutning fólks, sem dvel- ur nú i Eyjum, og einnig hvernig það getur hafzt við á Heimaey komist það ekki þaðan i burtu. Annar Flakkari 1 fyrrdag mátti sjá hvar nýtt fjall skreið tignarlega i norður út úr gignum á Heimaey. 1 gær var töluverð ferð á þessum nýja Flakkara eða allt upp i 5 metra á klukkustund þgar mest var. Gizk- að hefur verið á, að þetta nýja fjall sé um tvö hundruð metra Rofar til í deilunni í NTB—Kaupmannahöfn. SAMKOMULAG náðist í vinnudeilunni í Danmörku í fyrrinótt. Málamiðlunartil- laga verður borin undir at- kvæði hjá launþegasam- tökum og atvinnurekend- um í dag og á morgun. Ekki verður ljóst hverjar undirtektir þetta bráðabirgða- samkomulag fær fyrr en eftir 10- 12daga.Þeir sem eru i verkfalli eða verkbanni, munu þvi ekki langt, þar sem það er lengst. 1 gærmorgun stöðvaðist fram- skrið hraunsins i kring um Hrað- frystistöðina að miklu leyti. Mannvirki stöðvarinnar hefta hraunið eitthvað, að sömuleiðis taka þrær FES við töluveðu magni. Menn i Eyjum eru vongóðir um að i dag, verði aftur Frh. á bls. 15 vinnu- Danmörku geta byrjað vinnu á ný fyrr en 8.- 9. april. Sáttasemjari hefur frestað verkföllum, sem boðuð höfðu ver- ið hjá orkuverum, bensin- og óliu- félögum, verziunar- og skrifstofu- fólki. F'undir sáttasemjara og deilu- aðila stóðu alla helgina. Siðan hófust fundir á ný i fyrrakvöld. En þá höfðu kennarar og nemendur i þúsundatali bætzt i hóp verkfallsmanna i mótmæla- skyni við sparnaðarráðstafanir rikisstjórnarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.