Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 4
4 6. september 2004 MÁNUDAGUR Ljósanótt í Reykjanesbæ gekk vel: Yfir þrjátíu þúsund sáu flugeldasýninguna HÁTÍÐARHÖLD Þúsundir sóttu við- burði Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanes- bæ, en fjögurra daga hátíðar- höldum lauk í gærkvöld. Ætlað er að tæplega þrjátíu þúsund manns hafi verið við höfnina á flugeldasýningu á laugardags- kvöldið og nokkur þúsund að auki hafi hafst við í miðbænum. Íbúar bæjarins eru um ellefu þúsund. Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur, var í skýjunum yfir gangi mála. „Þetta var stórkost- legt. Allt gekk vel upp og engar athugasemdir gerðar.“ Hann segir hátíðarhöldin afar jákvæð fyrir Reyknesinga. „Það skapast mikil samheldni meðal bæjar- búa og fólk er afar stolt af bænum sínum. Svo er þetta ómetanlegt tækifæri fyrir fólk til að koma sköpun sinni á fram- færi.“ Á annað hundrað ólíkra atriða voru á dagskránni og segir Steinþór það ekki mark- mið að stækka hátíðina frá því sem nú var því, fólk komist hreinlega ekki yfir fleiri við- burði. ■ VIÐSKIPTI Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á sýningarrétt á ensku knattspyrnunni og 26% hlut í Skjá einum, verða tekin til at- hugunar hjá Samkeppnisstofnun. Líkur eru taldar á að það verði gert með hliðsjón af átjándu grein samkeppnislaga þar sem segir að samkeppnisráð geti ógilt samruna fyrirtækja sem þegar hafi átt sér stað eða sett slíkum samruna skil- yrði ef hann er talinn hindra virka samkeppni með því að markaðs- ráðandi staða verði til. Ákvæðið á við samruna þar sem sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrir- tækja er einn milljarður króna eða meiri, en Landssíminn fer yfir það viðmið. Málið er ekki komið í formlega meðferð hjá Sam- keppnisstofnun og henni hafði ekki borist tilkynning um sam- runann fyrir helgi. Hins vegar eru taldar miklar líkur á því að málið verði tekið til athugunar og stofn- unin hefur heimild til að taka mál sem þessi upp af eigin frum- kvæði. Þá hefur stofnunin þrjátíu daga til að tilkynna fyrirtækj- unum hvort hún telji ástæðu til frekari rannsóknar á samrunan- um og þrjá mánuði þaðan í frá til að taka endanlega ákvörðun um lögmæti hans. Málið gæti því dregist fram undir áramót og haft áhrif á undir- búning einkavæðingar Lands- símans, en Ólafur Davíðsson, for- maður einkavæðingarnefndar, hefur sagt að nefndin sé að fara að vinna af fullum krafti að sölu 98% hlutar ríkisins í félaginu. Aðspurð- ur vildi Ólafur ekki tjá sig um áhrif hugsanlegrar athugunar Samkeppnisstofnunar á söluferlið. Eigendur fyrirtækja sem eru til at- hugunar hjá Samkeppnisstofnun geta farið fram á flýtimeðferð og í þessu tilviki gæti Geir H. Haarde fjármálaráðherra farið fram á hana fyrir hönd ríkissjóðs. ghg@frettabladid.is Aðsókn að Þjóðminja- safninu góð: Á þriðja þús- und gestir um helgina SAFN „Húsið iðaði af lífi alla helgina,“ segir Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður en Þjóðminjasafnið hefur nú verið opið almenningi í fjóra daga. Á þriðja þúsund gesta sóttu safnið á laugardag og sunnudag og seg- ist Margrét afar ánægð með að- sóknina. „Húsið tók þessum fjöl- da mjög vel, það fór vel um alla og andrúmsloftið var rólegt og yfirvegað þrátt fyrir fjölmenn- ið.“ Í hinu nýja Þjóðminjasafni má margt gera annað en að horfa. Tölvur með ýmiss konar upplýsingum og afþreyingu eru í safninu, leiksvæði fyrir börn, kaffihús og safnbúð. Allt þetta nýtti fólk sér til fullnustu. „Fólk var afskaplega duglegt við að nýta þá þjónustu sem í boði er,“ segir Margrét sem merkti ánægju í andlitum gesta og jafn- vel undrun yfir ágæti og glæsi- leik safnsins. Þjóðminjasafnið er opið frá 11 til 17, alla daga nema mánu- daga. ■ Ætlarðu að skoða nýja safnið um Halldór Laxness á Gljúfrasteini? Spurning dagsins í dag: Var rétt hjá Símanum að kaupa hlut í Skjá einum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53% 47% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is NÝFÆTT BARN Lungnasjúkdómar eru þekkt vandamál meðal barna með of lága fæðingarþyngd en fyrst nú hefur tekist að sýna fram á tengsl milli þyngdaraukningar eftir fæð- ingu og sjúkdóma í lungum. Of lág fæðingarþyngd: Lungu ekki fullþroskuð BBC LÆKNISFRÆÐI Börn sem stækka of hægt á meðgöngu en bæta það upp eftir fæðingu eiga það á hættu að fá lungnasjúkdóma á fyrstu vikunum, að því er ný bresk rannsókn leiðir í ljós. Lungnasjúkdómar eru þekkt vandamál meðal barna með of lága fæðingarþyngd en fyrst nú hefur tekist að sýna fram á tengsl milli þyngdaraukningar eftir fæðingu og sjúkdóma í lung- um. Rannsóknin var gerð í Háskól- anum í Southampton og birtust niðurstöður hennar í lækna- blaðinu American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine. Að sögn eins prófessoranna sem stýrðu rannsókninni eru nið- urstöðurnar meðal annars taldar benda til þess að lungu barna sem þroskast of hægt í móður- kviði séu ekki fullþroskuð við fæðingu. Hugsanlegt er að börnin muni eiga við öndunar- færasjúkdóma að stríða síðar á ævinni en stefnt er að því að fylgjast með börnunum áfram svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort svo sé. ■ HORFT TIL HIMINS Fjölmenni fylgdist með flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ VÍ KU R FR ÉT TI R/ H IL M AR B R AG I ÓLAFUR DAVÍÐSSON Ólafur vill ekki tjá sig um áhrif hugsanlegrar athugunar Samkeppnisstofnunar á sölu Símans. Einkavæðing gæti tafist Samkeppnisstofnun hefur þrjá mánuði til að skila niðurstöðu um Landssíma og Skjá einn. Á sama tíma er undirbúningur að einka- væðingu að komast á fullt. Kristinn H. Gunnarsson um kaup Símans á Skjá einum: Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar VIÐSKIPTI Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir kaup Landssím- ans á hlut í Skjá einum í ósam- ræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar. Það sé ekki stefna hennar að ríkið eigi tvö ríkissjónvörp, það sé heldur ekki stefna hennar að markaðsráðandi fyrirtæki eigi fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki. Þá segir hann það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að vera mót- andi aðili á fyrirtækjamarkaði, þvert á móti hafi verið ákveðið að einkavæða Landssímann til að láta einkaaðilum eftir þróun á því sviði. Kristinn telur víst að forystu- menn stjórnarflokkanna hafi vitað um viðskiptin áður en þau fóru fram, enda skipi þeir fólk í stjórnina sem hljóti að starfa þar í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur sagt að hann hafi ekki vitað um kaup Landssímans fyrr en þau voru um garð gengin. Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, stjórnarmaður í Landssímanum, segir að stjórn- in hafi hag fyrirtækisins í huga þegar teknar eru viðskiptalegar ákvarðanir. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði á Rannveigu Rist, stjórnarfor- mann Landssímans. Ekki hefur náðst í hana þar sem hún er stödd erlendis. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KRISTINN H. GUNNARSSON Segir það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að eiga tvö ríkissjónvörp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.