Fréttablaðið - 06.09.2004, Side 6

Fréttablaðið - 06.09.2004, Side 6
6 6. september 2004 MÁNUDAGUR Friðarviðræður milli Indlands og Pakistans: Rætt um framtíð Kashmír INDLAND, AP Utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans komu saman í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í gær til að hefja frið- arviðræður á milli landanna tveggja. Aðalumræðuefni friðar- viðræðnanna er framtíð Kashmír sem bæði löndin gera kröfu til. Ríkisstjórn Pakistans neitar ásökunum um að þeir sjái upp- reisnarmönnum í Kashmír fyrir vopnum og þjálfi þá hernaðar- lega en saka Indverja um að fremja mannréttindabrot í hér- aðinu. Löndin tvö hafa deilt um Kashmír allt frá því að Indland og Pakistan fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1947 og stjórnvöld í Kashmír ákváðu að gerast hluti af Indlandi í staðinn fyrir hern- aðarlega aðstoð. Deilurnar hafa síðan þá tvisvar leitt til hernað- arátaka á milli kjarnorkuveld- anna. Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, sagði að land sitt vildi frið og óttaðist ekki að ræða um framtíð Kashmír, en hann teldi ekki að þetta væri eina deiluefni ríkjanna. Utanríkisráðherra Pakistan, Khursheed Kasuri, sagði á laug- ardaginn að mikilvægt væri að löndin tvö sammæltust um tíma- áætlanir sem leystu Kashmír- deiluna, þar sem ástandið hefði áhrif á framtíð allrar Suður-Asíu. Auk viðræðna um Kashmír er áætlað að ráðherrarnir tveir ræði um hvernig draga megi úr kröfum um vegabréfsáritanir til að auðvelda ferðalög á milli land- anna fyrir verslun, fjölskyldu- heimsóknir og pílagrímaferðir. Mótmæli hófust í Kashmír á laugardaginn til að krefjast sjálfstæðis héraðsins. ■ Segir þörf á opinberri rannsókn á Línu.Neti Guðlaugur Þór Þórðarson segir að eitthvað meira en vanhæfni hafi legið á bak við 250 milljóna fjárfestingu Línu.Nets í Irju árið 2000. Hann segir að alls staðar annars staðar yrðu kaupin tilefni opinberrar rannsóknar. LÍNA.NET Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að eðlilegast sé að opinber rannsókn fari fram á vissum þáttum í fjarskipta- rekstri Reykjavíkurborgar. Nefnir hann sérstaklega kaup Línu.Nets á Irju. Lína.Net keypti Irju á 250 milljónir í mars árið 2000. Guð- laugur segir að þá hafi verið ljóst að Irja væri verðlaust fyrirtæki og að í raun hafi þurft að borga með því. „Það hefur enginn útskýrt það eða komið með neinar haldbærar skýringar, hvorki þá eða í fram- haldinu, hvernig í ósköpunum mönnum dettur þetta í hug. Það er ekki hægt að útskýra þetta með einhverri hefðbundinni van- hæfni,“ segir Guðlagur Þór. Hann segist efast um að ástæða kaupanna hafi verið van- hæfni. „Ég ber það mikla virð- ingu fyrir fólkinu í R-listanum að ég á mjög erfitt með að trúa því að það hafi verið hrein og klár vanhæfni að kaupa fyrirtæki sem var einskis virði og í raun- inni var ljóst að það þurfti að borga með því. Það að kaupa það á 250 milljónir er eitthvað sem er rannsóknarefni og í öllum öðrum löndum og stöðum væri farið út í opinbera rannsókn á þessu,“ seg- ir Guðlaugur Þór. Lína.Net er fyrirtæki sem er að mestu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Búið er að ákveða að selja félagið til Og Vodafone og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins greiðir Orkuveitan meira en fjögur hundruð milljón- ir með félaginu gegn því að halda eftir ljósleiðaranetinu sem byggt hefur verið upp í Reykjavík. „Ég gleðst ekki yfir því hvern- ig komið er fyrir Línu.Neti. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir skattgreiðendur í Reykja- vík og það er augljóst að menn eru búnir að gefast upp á að halda úti þessari starfsemi en kostnaðurinn við þetta ævintýri hefur verið gríðarlegur og því miður er þetta ekki búið,“ segir Guðlaugur Þór. Að sögn Guðlaugs hefur ekk- ert staðist af því sem forsvars- menn Reykjavíkurlistans lögðu upp með þegar hugmyndir um stofnun Línu.Nets voru fyrst kynntar. Að sögn Guðlaugs Þórs hefur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn gengið illa að fá upp- lýsingar um rekstur Línu.Nets og annarra fjarskiptafyrirtækja sem borgin hefur stofnað. Hann segir að sér virðist að ekki sé vilji hjá Reykjavíkurlistanum til að rann- saka málið og læra af því sem úr- skeiðis hafi farið. thkjart@frettabladid.is KHURSHEED KASURI OG NATWAR SINGH Utanríkisráðherrar Pakistans og Indlands hittust í gær til að ræða um friðsamlegri tengsl á milli landanna tveggja. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Telur að sumt í rekstri fjarskiptafyrirtækja Reykjavíkurborgar hefði útheimt opinbera rannsókn víðast hvar annars staðar. Sérstak- lega ámælisverð telur hann kaup Línu.Nets á fjarskiptafyrirtækinu Irju árið 2000. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir búlgarski fótboltamaður-inn sem skoraði tvö mörk gegn ís- lenska landsliðinu? 2Hvaða safn opnaði Davíð Oddssonvið hátíðlega athöfn um helgina? 3Hvenær á að klára göngin milli Reyð-arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar? Svörin eru á bls. 34 HAUSTNÁMSKEIÐIN HEFJAST 13. SEPTEMBER Faxaból 11.Víðidal • Sími 822 2225 Svíi stórundrandi vegna stöðumælasektar: Snjósleða lagt ólöglega STOKKHÓLMUR, AP Svíi nokkur er sagður stórundrandi vegna stöðumælasektar sem honum var gefin í Bretlandi. Því er haldið fram að hann hafi lagt snjósleða sínum ólög- lega í bænum Warwick í Mið- Englandi í þrjár klukkustundir í sumar. Sektin hljóðar upp á um tíu þúsund íslenskar krónur en Svínn heldur því fram að hvorki hann né snjósleðinn hafi komið til bæjarins. Svíinn býr á sveitabæ í Boll- starbruk 330 kílómetra norður af Stokkhólmi og segir að snjósleð- inn sé geymdur í hlöðunni heima hjá sér. Allar upplýsingar á sekt- inni eru réttar, svo sem gerð og skráningarnúmer sænska snjó- sleðans. ■ Morðið á ritstjóra í Svartfjallalandi: Tveggja manna leitað SVARTFJALLALAND, AP Lögreglan í Svartfjallalandi leitar nú tveggja manna grunaða um að hafa átt þátt í morðinu á ritstjóra dag- blaðs í Svartfjallalandi, sem myrtur var í maí. Fyrr á árinu handtók lögregl- an einn mann og leitar nú tvegg- ja nafngreindra manna. Ritstjór- inn var skotinn til bana fyrir utan skrifstofu sína í höfuðborg- inni Podgorica. Morðið vakti mikinn óhug vegna tengsla ritstjórans við stjórnarandstöðu landsins og gagnrýni hans á forsætisráð- herra landsins, Milo Djuka- novic. ■ M YN D A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.